Morgunblaðið - 13.07.2020, Page 25

Morgunblaðið - 13.07.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2020 „HANN SELST Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM HANN ER Í – ÞAÐ VÆRI BETRA AÐ GETA SELT HANN Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM HANN GÆTI VERIÐ Í, EN ÞAÐ ER FULLMIKIL BJARTSÝNI.” „ÉG ÆTLA AÐ FÁ FJÓRTÁN PYLSUR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá fyrstu skrefin saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GLEÐILEG JÓL, JÓN! ÞAKKA ÞÉR FYRIR , GRETTIR! KATTA- NAMMI? ÆTLARÐU AÐ BORÐA ÞAÐ ALLT? HANN SEGIR AÐ HERTOGAYNJUNNI HAFI LOKSINS TEKIST AÐ SVÆFA ORGANDI BARNIÐ OG SPYR HVORT VIÐ GETUM KOMIÐ AFTUR EFTIR NOKKRA KLUKKUTÍMA? KOKKAR Í VERK-FALLI land, bæði á fjöllum og jafnsléttu. Um þessar mundir er ég að taka sólarhæðina í lífinu, reyna að nota tíma minn í það sem skiptir mig mestu máli. Ég hef alltaf reynt að fylgja hjartanu, stoppað öðru hverju og hugsað hvort ég sé sátt við þá stefnu sem ég er að taka og hef þá ekki hikað við að skipta um stefnu. Lífið er dýrmætt, góð heilsa og al- menn lífsgæði eins og við köllum þau eru ekki sjálfsagðir hlutir. Fjölskylda Eiginmaður Svanhildar er Gunn- ar Sigurðsson, f. 6.3. 1963, bóndi á Stóru-Ökrum. Foreldrar hans: Hjónin Sigurður Björnsson, f. 14.8. 1927, d. 21.3. 2015, bóndi á Stóru- Ökrum og María Helgadóttir, f. 7.4. 1933 húsfreyja og býr Stóru-Ökrum. Börn Svanhildar og Gunnars eru 1) Sindri Gunnarsson, f. 22.10. 1992, verkamaður, búsettur á Stóru Ökrum; 2) Hrafnhildur Gunnars- dóttir, f. 4.8. 1998, nemi í Listahá- skóla Íslands, búsett í Reykjavík. Maki hennar er Bernódus Óli Ein- arsson, vaktstjóri hjá AVIS; 3) Berglind Gunnarsdóttir, f. 22.2. 2001, nemi í Háskólanum á Hólum, búsett á Stóru Ökrum. Systkini Svanhildar: Lárus Dagur Pálsson, f. 6.9. 1973, d. 19.10. 2019, forstjóri BM Vallár og bjó í Kópa- vogi; Kolbrún Pálsdóttir, f. 26.6. 1977, læknir í Stokkhólmi, og Helga María Pálsdóttir, f. 25.2. 1982, bæjarritari á Selfossi. Foreldrar Svanhildar eru Helga Friðbjörnsdóttir, f. 25.5. 1947, grunnskólakennari og kenndi í Varmahlíðarskóla, og Páll Dag- bjartsson f. 31.8. 1948, fyrrverandi skólastjóri í Varmahlíð. Þau eru bú- sett í Varmahlíð. Svanhildur Pálsdóttir Ingibjörg Sveinsdóttir húsfreyja á Nýlendi Guðjón Jóhannsson bóndi á Nýlendi við Hofsós Svanhildur Guðjónsdóttir saumakona á Hofsósi Friðbjörn Þórhallsson verkamaður á Hofsósi Helga Friðbjörnsdóttir grunnskólakennari í Varmahlíð Helga Friðbjarnardóttir húsfreyja í Litlu-Brekku Þórhallur Ástvaldsson bóndi í Litlu-Brekku við Hofsós Fanney Friðbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur í Rvík Björg Dagbjartsd. grunnskólak. áAkureyri Halla Kristjana Halldórsdóttir hjúkrunarfr. í Stavanger Kári Arnórsson landsliðsm. í fótbolta BirkirBjarnason landsliðsmaður í fótbolta Ástríður Kristjana Sveinsdóttir húsfreyja á Guðmundarstöðum Ásbjörn Stefánsson bóndi á Guðmundar- stöðum í Vopnafirði Kristjana Ásbjarnardóttir húsfreyja í Álftagerði Dagbjartur Sigurðsson bóndi í Álftagerði í Mývatnssveit Björg Jónína Þorsteinsdóttir húsfreyja í Sandvík Sigurður Friðriksson bóndi í Sandvík í Bárðardal Úr frændgarði Svanhildar Pálsdóttur Páll Dagbjartsson fv. skólastjóri í Varmahlíð Hagyrðingum finnst það óbæri-leg tilhugsun að kveðjustund Leirsins renni upp 1. september. Fía á Sandi yrkir: Kvöldið er fagurt og ljúfur er landinn leirinn er huganum kær. Áfram hver limur mun yrkja í sandinn aldan burt stafina þvær. Ólafur Stefánsson svarar: Um blásinn melinn blærinn þýtur, og breytir honum í sanda, og líkt sem fyrrum Fía þess nýtur, að fá sér – og bergja landa. Ingólfur Ómar segir, að við verð- um að taka höndum saman og lífga leirinn við: Efla skulum andans svið enn með dáð og þori, til að leirinn lifni við líkt og blóm að vori. Jón Helgi Arnljótsson svarar: Alveg sama hæst hver hlær, hurðum dauðinn lykur. Leirinn ekki lifað fær lengur en 8 vikur. Fía á Sandi er brött: Látum aldrei sorg og sút setjast að í geði. Drekkum út úr einum kút og yrkjum svo um gleði. Sigrún Ásta Haraldsdóttir svar- aði að bragði: „Fer að þínum ráð- um, Fía“: Bölsýni og biturð leið; burtu frá mér víkið, Benzanum ég „skelli á skeið“, skutlast hratt í ríkið. Og bætti við neðanmáls: „Fer á bílnum, það er fljótlega en að fara ríðandi.“ Ólafur Stefánsson er með á nót- unum: Áður tók hún Gamm og Glað og gamla Sokka. Á Benz nú leggur létt af stað og lætur brokka. „Rétt hjá þér“, svaraði Fía: Því ævin líði alltof fljótt það er á hreinu Best að drekka dag og nótt dálítið í einu. Þegar hér var komið sagði Ing- ólfur Ómar: „Það ágætt að fá sér í tána annað slagið“: Linar sút og sára kvöl, sálartetri hlýnar, þegar rennur áfengt öl oní kverkar mínar. Fía lét ekki eiga inni hjá sér: Af því gleðin alltaf vex í ölvímu, ég þori. að yrkja um vín og öl og sex eins og fugl að vori. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er líflegt á Leir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.