Morgunblaðið - 13.07.2020, Síða 32
Tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fer fram í vikunni
og hefst í Bæjarbíói annað kvöld, þriðjudag, þegar hin
þjóðþekkta hljómsveit Mannakorn kemur fram, en hún
hefur í fjóra áratugi glatt fólk með hverri dægurperl-
unni á fætur annarri. Á tóneikunum, sem hefjast klukk-
an 20, koma Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og
Ellen Kristjánsdóttir fram með hljómsveit og munu
flytja sívinsæl lög á borð við „Reyndu aftur“, „Ein-
hversstaðar einhverntíma aftur“, „Braggablús“, „Gamli
góði vinur“, „Sölvi Helgason“, „Samferða“ og „Garún“.
Mannakorn skemmta í Bæjarbíói
annað kvöld á Hjarta Hafnarfjarðar
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Golfíþróttin er í miklum vexti og á
völlunum tveimur í höfuðborginni sem
eru í Grafarholti og við Korpúlfsstaði
eru í sumar leiknir 30-40% fleiri
hringir en í fyrra. „Fjöldi iðkenda og
mætingar á vellina í sumar hefur sleg-
ið öll met. Að hluta helgast þessi aukn-
ing af því að kórónuveiran tók fyrir ut-
anlandsferðir, en meðal golfara hefur
verið vinsælt að fara utan til dæmis á
vorin og komast þannig í gírinn fyrir
sumarið. Fólk hefur því haldið sig inn-
anlands og spilað golfið sitt hér,“ segir
Björn Víglundsson, formaður Golf-
klúbbs Reykjavíkur.
Paradís á tveimur stöðum
„Stóra málið er samt að golfíþróttin
er skemmtileg og fjölbreytt. Á einum
hring eru ögranir og spennandi við-
fangsefni sem taka allan tilfinninga-
skalann. Mikilvægt er samt að halda í
gleðina, hrista af sér leiða sem fylgir
misheppnuðum höggum og halda
áfram,“ segir Björn enn fremur.
Átján holur eru á golfvellinum í
Grafarholti og 27 á Korpunni. Báðir
vellirnir eru nánast inni í miðri borg,
en samt úti í náttúrunni og falla inn í
landslag þar. „Að eiga svona paradís
á tveimur stöðum í borginni er dýr-
mætt. Grafarholtsvöllurinn var tek-
inn í notkun árið 1963 og útbúinn af
litlum efnum. Þótt margt hafi verið
gert síðan þá er kominn tími á fram-
kvæmdir, svo sem að endurnýja
brautir og flatir. Þá er í undirbúningi
stækkun á æfingaaðstöðunni í Básum
svo þar megi æfa árið um kring á
upphituðu innisvæði. Korpan er hins
vegar á góðum stað og engar stórar
framkvæmdir þar fyrirhugaðar.“
Þörf á fleiri golfvöllum
Áætlað er að þeir 3.000 félagsmenn
sem eru í Golfklúbbi Reykjavíkur
leiki þar um 160 þúsund hringi á ári á
öllum völlum félagsins. Yfir sumarið
eru félagsmenn að spila nánast allan
sólarhringinn og flestir rástímar bók-
aðir. Þetta segir Björn sýna að þörf
sé á fleiri golfvöllum á höfuðborgar-
svæðinu, þótt ekki sé ætlun GR að
færa út kvíarnar. En hugmyndir hafi
verið um golfvöll í Keldnaholti eða
Viðey og hljóti það að koma til skoð-
unar á næstu árum.
„Það er gaman að sjá unga fólkið
koma af miklum krafti inn í golfið
núna. Þetta eru krakkar um tvítugt
sem hafa heillast af árangri sem Birg-
ir Leifur Hafþórsson, Ólafía Þórunn
Kristjánsdóttir og fleiri hafa náð. Í
huga margra er golfið íþrótt efnafólks,
sem er alls ekki raunin á Íslandi. Golf-
arar á Íslandi eru þverskurður þjóð-
félagsins,“ segir Björn, sem í sl. viku
tók þátt í Meistaramóti GR.
Kylfusveinn sonarins
„Á meistaramótinu var ég kylfu-
sveinn sonar míns en blandaði mér
auðvitað líka í leikinn sjálfur. Er með
sjö í forgjöf, sem er ágætt, en ég hef
engar væntingar um að ná neðar. Ég
er í golfinu fyrir gleðina og spila ekk-
ert endilega mikið. Hef með hópi fé-
laga minna spilað á þriðjudags-
kvöldum í meira en tuttugu ár. Þetta
er dýrmætur félagsskapur og enginn
ætti að vanmeta þann þátt golfsins,“
segir Björn, sem ætlar að nota sumar-
fríið í að kanna golfvelli úti á landi og
spila þar. Alls eru á landinu 53 vellir,
einn sá nýjasti á Siglufirði, og þangað
sem og á fleiri velli setur formaður GR
stefnuna nú.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Formaður Björn Víglundsson er hér með kylfuna á lofti á Grafarholtsvelli og tilbúinn í næsta hring á brautunum.
Gleðin ráðandi í golfinu
Metaðsókn er á golfvellina í Reykjavík Ögrun og allur
tilfinningaskalinn Félagsskapur og er með sjö í forgjöf
MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 195. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
ÍA er komið í annað sæti úrvalsdeildar karla í knatt-
spyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, eftir 4:0-stórsigur
gegn Gróttu í sjöttu umferð deildarinnar á Vivaldi-
vellinum á Seltjarnarnesi í gær. Öll mörk Skagamanna
komu í fyrri hálfleik, en ÍA er með 10 stig í öðru sæti
deildarinnar, einu stigi minna en Breiðablik, sem á leik
til góða á ÍA. Þá sóttu Víkingar þrjú stig í Kórinn þegar
liðið heimsótti HK í Kópavoginn. Þetta var annar sigur
Víkinga í deildinni í sumar en HK var að tapa þriðja
heimaleik sínum á tímabilinu. »27
Skagamenn skoruðu fjögur mörk
í fyrri hálfleik á Seltjarnarnesinu
ÍÞRÓTTIR MENNING