Morgunblaðið - 17.07.2020, Side 1

Morgunblaðið - 17.07.2020, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  167. tölublað  108. árgangur  FYRIRMYND AÐ TEIKNINGU HERGÉS ÞJÁLFARASKIPTI HERA GEFUR ÚT PERSÓNULEGA PLÖTU BREYTINGAR Í BOLTANUM 26 NÝFLUTT HEIM 28DEILT UM MÚMÍU 29 Snorri Másson Veronika Steinunn Magnúsdóttir Allt að 1.000 manns verður heimilt að koma saman strax eftir versl- unarmannahelgi, í stað 500 eins og nú er. Þá verður leyfilegur af- greiðslutími veitinga- og skemmti- staða lengdur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaðamannafundi almannavarna í gær. Þórólfur sagði þetta gert vegna góðs árangurs síðustu vikna, en ekki hefur greinst smit innanlands í tvær vikur. Í gær komu til landsins fyrstu ferðamenn frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi sem þurftu ekki að fara í skimun. Dagurinn gekk vel að sögn Jórlaugar Heimis- dóttur, verkefnastjóra skimunar á Keflavíkurflugvelli, og farþegar sem Morgunblaðið ræddi við létu vel af breytingunum. Einn hefði þó óskað þess að hann hefði fengið að vita af þeim fyrr, enda var hann búinn að greiða fyrir skimunina. »4 & 6 Tilslökun eftir verslunarmannahelgi  53.000 ferðamenn frá því skimun hófst  Aðeins 14 virk smit greinst Morgunblaðið/Árni Sæberg Landamæraskimun Þessir drengir frá Noregi sluppu við skimun. Óvænt er hið ægifagra Stuðlagil á Jökuldal austur á landi orðið einn vinsælasti ferðamannastaður lands- ins. Íslendingar, sem í ár ferðast innanlands, flykkj- ast á staðinn og myndir þaðan eru vinsælar á sam- félagsmiðlum. Áður rann Jökla fram um þetta gil, sem er um 300 metra langt og stuðlabergshamrar þar um 30 metra háir. Vegna ágangs gesta hefur verið farið í ýmsar og dýrar framkvæmdir við Stuðlagil á vegum landeigenda, sem segja fjarri lagi að gullæð sé fundin. »10 Ljósmynd/Jónatan Garðarsson Háir hamrar og blágrænt vatn Tugir þúsunda ferðamanna koma að Stuðlagili í sumar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að gera mikið úr veikingu krón- unnar að undanförnu. Það hafi verið óveru- leg viðskipti með gjaldeyri. Þá muni bankinn sporna gegn mikl- um hreyfingum í genginu. „Þjóðin þarf því ekki að óttast kollsteypu í genginu,“ segir Ás- geir. Gengið styrktist eftir að slakað var á samkomubanni í byrjun maí en þá varð hrun í eftir- spurn í ferðaþjón- ustu. Styrkingin hefur síðan gengið til baka. Gengis- veiking hefur jafn- an leitt til verðbólgu og vaxtahækkana. Ásgeir segir ekkert benda til að verðbólgan muni aukast á næstunni eða vextir hækka. Þurfa ekki að sækja í vaxtamun „Það sýnir styrk krónunnar að við þurf- um ekki lengur mikinn vaxtamun til að halda henni stöðugri,“ segir Ásgeir. Mikil óvissa sé um hversu langan tíma muni taka að vinda ofan af fyrirsjáanlegu atvinnuleysi í haust. Seðlabankinn hafi lækkað verð á fjármagni til að stuðla að nýrri fjárfestingu og starfasköpun. Það skipti miklu máli hvað aðilar vinnumarkaðarins gera í haust. Þá segir Ásgeir hugsanlegt að samdrátt- urinn í ár verði minni en óttast var í mars, þegar samkomubannið var sett á, enda megi sjá batamerki í hagkerfinu. Krónan sýnir styrk  Seðlabankastjóri bendir á batamerki Inngrip Seðlabanka » Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins keypti Seðla- bankinn 21 millj- ón evra á mark- aði í fyrradag » Evran kostar um 160 kr. eða 40 kr. meira en hún kostaði um miðjan júlí 2017 MEkkert sem bendir til … »12  Búið var að veiða um 26 þúsund tonn af makríl í gær, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fiskistofu um afla á þessu ári. Þar af höfðu tæplega 972 tonn verið veidd í fær- eysku lögsögunni, væntanlega sem meðafli með öðrum afla eins og kol- munna í vor, en 25.045 tonn höfðu veiðst í íslenskri landhelgi. Makríl- kvóti Íslands á þessu ári verður rúm- lega 152 þúsund tonn, samkvæmt ákvörðun ráðherra. Vertíðin hefur farið fremur hægt af stað og virðist sem makríllinn sé að mjög takmörkuðu leyti genginn inn í íslenska lögsögu, samkvæmt því sem fram kom á heimasíðu Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað (svn.is) í gær. Þá var bræla á makríl- miðunum sunnan við landið en horf- ur á betra veðri á morgun. »14 Makrílaflinn er orð- inn 26.000 tonn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Makríll Vertíðin hefur farið hægt af stað.  Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að bjóða út alla dúntekju í landi sveitarfélagsins. Ákvörðunin var tekin vegna þess að maður sem byggt hefur upp æðvarvarp á Leirutanga í Siglufirði var hættur að geta sinnt varpinu og bað annan Siglfirðing að annast það. Fleiri hafa sýnt því áhuga um hríð að taka við æðarvarpinu, m.a. æðarbóndi í Fljótum. Elías Pétursson, bæjar- stjóri Fjallabyggðar, segir að allir sitji við sama borð þegar þessum gæðum verði úthlutað eftir auglýs- ingu. Hann tekur fram að leigu- gjald verði aðeins einn af þeim þátt- um sem litið verði til við úthlutunina. »11 Keppst um að fá dúntekju á Siglufirði  Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eft- ir því við forsætisráðherra að við þá end- urskoðun á lögum um jafna stöðu karla og kvenna sem nú stendur yfir verði hugað að gagnrýni og tilmælum umboðsmanns vegna úrskurða kærunefndar jafnréttis- mála. Fram kemur í bréfi umboðsmanns til ráðherra að ekki verði annað séð en nefndin viðhafi að mestu sömu aðferðir og mat og gagnrýni setts umboðsmanns beindist að í áliti frá árinu 2011. Andri Árnason hæstaréttarlögmaður, sem var formaður kærunefndar jafnréttismála á árunum 2000 til 2011, áður en umrædd mál komu upp, telur aðspurður líklegt að breyting hafi orðið á vinnubrögðum eftir að hann hætti, meira hafi verið farið út í samanburð á umsækjendum. » 2 Tekið verði tillit til til- mæla umboðsmanns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.