Morgunblaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Unnið er nú að slætti í borgarlandinu en þó eru víða grænir blettir sem hafa séð betri tíma. Hlýtt veðurfar og næg væta hafa skapað góðan vaxt- argrundvöll fyrir gróðurinn. Hafa vegfarendur orðið varir við að tún og umferðareyjur í Reykjavík skarta nú fögrum blómum eða illgresi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Illgresi setur svip á borgarlandið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að við þá endurskoðun á lögum um jafna stöðu karla og kvenna sem nú stend- ur yfir verði hugað að gagnrýni og tilmælum umboðsmanns vegna úr- skurða kærunefndar jafnréttimála. Fram kemur í bréfi umboðsmanns til ráðherra að ekki verði annað séð en nefndin viðhafi að mestu sömu að- ferðir og mat og gagnrýni setts um- boðsmanns beindist að í áliti frá árinu 2011. Málið frá 2011 snerist um skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Fann settur umboðsmaður að því að sá sem fékk starfið hefði ekki talist aðili að mál- inu. Nefndinni bæri að gæta réttar- öryggisreglna stjórnsýslulaga gagn- vart þeim einstaklingi við meðferð kærumálsins. Þá gerði settur umboðsmaður at- hugasemdir við mat kærunefndar- innar á umsækjendum. Taldi hann það ekki falla undir starfssvið nefnd- arinnar að endurskoða mat ráðu- neytisins á því hvaða umsækjandi félli best að sjónarmiðum er réðu úr- slitum við ráðningu í starfið, nema bersýnilega hefði mátt draga þá ályktun af gögnum málsins að mat ráðuneytisins og ályktanir þess hefðu verið óforsvaranleg og þá í andstöðu við réttmætisregluna. Beindi settur umboðsmaður tilmæl- um um bæði þessi atriði til kæru- nefndar og hvatti hana til að leggja þau framvegis til grundvallar. Eins og fyrr segir telur Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþing- is, að ekki hafi verið farið eftir þessu áliti og tilmælum setts umboðs- manns. Erla S. Árnadóttir hæstaréttar- lögmaður, sem var formaður kæru- nefndarinnar á árunum 2011 til 2018, er í fríi og sagðist ekki hafa haft tök á að kynna sér erindi umboðsmanns. Ekki náðist í Arnald Hjartarson hér- aðsdómara sem verið hefur formað- ur frá 2018. Breytt vinnubrögð Andri Árnason hæstaréttarlög- maður, sem var formaður kæru- nefndar á árunum 2000 til 2011 en átti ekki aðild að umræddum úr- skurði, taldi að slíkar athugasemdir hefðu ekki verið gerðar í sinni for- mannstíð. „Þegar ég var formaður lögðum við mesta áherslu á að fara yfir rökstuðning vinnuveitandans. Settum okkur ekki í þau spor að meta hver hefði verið hæfastur held- ur fórum yfir þau rök sem vinnuveit- andinn tefldi fram og mátum hvort þau stæðust almenn viðmið,“ segir Andri og getur þess að ef rökin stóð- ust almenn viðmið hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Spurður hvort hann teldi að breyt- ing hefði orðið á vinnubrögðum eftir að hann hætti sagðist Andri telja lík- legt að svo hefði verið, meira hefði verið farið út í samanburð á umsækj- endum. Ekki farið að áliti og tilmælum  Umboðsmaður Alþingis leggur til við forsætisráðherra að hugað verði að gagnrýni og tilmælum vegna úrskurða kærunefndar jafnréttismála  Fyrrverandi formaður telur vinnubrögð hafa breyst Tryggvi Gunnarsson Erla S. Árnadóttir Arnaldur Hjartarson Andri Árnason Samkeppniseftirlitið hefur með bráðabirgðaákvörðun gert Pennan- um ehf. að taka bækur Uglu útgáfu ehf. aftur í sölu í verslunum sínum. Penninn hafði tekið bækur Uglu sem einnig voru gefnar út í hljóðbóka- formi hjá Storytel úr sölu og varð það til þess að eigandi Uglu leitaði til Samkeppniseftirlitsins. Í fréttatilkynningu frá Samkeppn- iseftirlitinu vegna ákvörðunarinnar kemur fram að stofnunin telji „senni- legt“ að með því að taka bækur Uglu úr sölu og synja útgáfunni um við- skipti hafi Penninn misnotað mark- aðsráðandi stöðu sína á smásölu- markaði með bækur. Talið er að nægilega hafi verið leitt í ljós að útgáfa Uglu á bókum í hljóð- bókarformi hafi verið veigamikil ástæða þeirrar ákvörðunar Penn- ans að neita Uglu um viðskipti. Þeim fyrirmæl- um var einnig beint til Pennans að ákvarðanir um að synja bóka- útgefendum um viðskipti skyldu vera byggðar á mál- efnalegum forsendum. Viðskipti í eðlilegt horf „Ég er hæstánægður með þetta og vona að málið sé leyst með þessu,“ sagði Jakob F. Ásgeirsson, stofnandi og eigandi Uglu útgáfu, þegar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var gerð opinber. Hann kveðst vona að nú fari samskipti og viðskipti Pennans og Uglu aftur í eðlilegt horf eins og áður. Þá hafi hann einungis átt góð sam- skipti við Pennann áður en þetta mál kom upp. Jakob telur að málið sýni nauðsyn öflugs eftirlits á fákeppnismarkaði og ákvörðunin sýni að Samkeppnis- eftirlitið hafi haft skilning á því hvaða þýðingu ákvörðun Pennans hafði fyr- ir lítið fyrirtæki eins og Uglu. „Enda kemur það fram í úrskurð- inum að það er nánast dauðadómur fyrir bókaútgáfu ef hún getur ekki selt bækur sínar í bókabúðum Penn- ans árið um kring,“ bætir hann við. Bækur Uglu fari aftur í sölu  Sennilegt að Penninn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína  Eigandi Uglu er „hæstánægður“ með ákvörðun SE Jakob F. Ásgeirsson Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra hefur til- kynnt að fangels- inu á Akureyri verði ekki lokað um næstu mán- aðamót. Kom þetta fram í færslu ráð- herrans á Face- book í gær. Þar segir að ráðherra hafi óskað eftir því að lagt yrði mat á hugsanlegan viðbótarkostnað lög- reglunnar á Norðurlandi eystra ef af lokuninni yrði. Beðið er eftir matinu og hefur ákvörðun um lok- un því verið frestað til 15. sept- ember. Lokun fangelsisins á Akureyri frestað Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Klukkan 14:39 í gær mældist skjálfti af stærðinni 3,0 við mynni Eyjafjarðar og fannst hann á Ólafsfirði. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur frá 8. júlí er mældist jarðskjálfti að stærð 4,2. Í athugasemdum jarðvísinda- manns á vef Veðurstofunnar segir að frá því að jarðskjálftahrinan við mynni Eyjafjarðar hófst 19. júní hafi sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett yfir 13.000 skjálfta. Þrír skjálftar yfir 5,0 að stærð hafa mælst í hrinunni. Enn skjálftar við mynni Eyjafjarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.