Morgunblaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 Snorri Másson snorrim@mbl.is Í byrjun ágúst, strax eftir versl- unarmannahelgi, verður 1.000 manns heimilt að koma saman, í stað 500 eins og nú er. Þá verður leyfileg- ur afgreiðslutími á veitingahúsum og skemmtistöðum lengdur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaðamannafundi almannavarna í gær. 500 manns hafa mátt koma saman frá því 15. júní, þegar rýmkað var um fjöldatakmarkanir. Í síðustu viku var greint frá því að stefnt væri að því að halda þeim fjölda óbreytt- um út ágúst, en á fundinum í gær sagði Þórólfur að í ljósi þess að ekk- ert innanlandssmit hefði greinst í tvær vikur teldi hann öruggt að flýta tilslökunum þar til rétt eftir versl- unarmannahelgi. Veitingastaðir og skemmtistaðir hafa ekki mátt vera opnir lengur en til klukkan 23 frá því þeim var heim- ilt að opna á nýjan leik í maí. Ekkert kom fram á fundinum um hve lengi skemmtistaðir mættu vera opnir eft- ir breytingar, en áður hefur Þórólfur nefnt annaðhvort miðnætti eða klukkan eitt um nótt. Sóttvarnalæknir áréttaði þó að allar breytingar væru háðar því að þróun kórónuveirufaraldursins yrði áfram jákvæð og að tilfellum fjölgaði ekki á nýjan leik. Sýnatökum fækkar um 40-45% Í gær bættust Noregur, Dan- mörk, Þýskaland og Finnland á lista yfir örugg lönd og þurfa farþegar þaðan ekki að fara í sýnatöku við komuna til landsins, að því gefnu að þeir hafi ekki dvalist annars staðar síðustu 14 daga. Fyrir voru á listan- um Færeyjar og Grænland. Vegna breytinganna mun sýnatökum á Keflavíkurflugvelli fækka, og telur Þórólfur að samdrátturinn nemi um 40-45%. Alls hafa 53.000 ferðamenn komið hingað til lands frá 15. júní. Þar af voru 20% búsett í Danmörku, 18% í Þýskalandi, 15% á Íslandi og 6% í Noregi. Af þeim 14 sem hafa greinst með virkt smit við komuna voru sex búsettir á Íslandi, tveir i Danmörku, tveir í Bandaríkjunum, og einn frá hverju landi, Lúxemborg, Albaníu, Svíþjóð og Póllandi. Aðeins hafa 70 manns af 53.000 valið að fara í sóttkví til að sleppa við að greiða fyr- ir skimun. Þórólfur áréttaði að þótt ljóst væri að sú ráðstöfun að hleypa fólki frá þessum löndum skimunarlaust inn til landsins myndi minnka álag við landamæraskimun væri það ekki aðalástæðan fyrir ráðstöfuninni. Þess í stað byggðist hún á gögnum sem gæfu til kynna að óhætt væri að gera þessa breytingu. Velgengni kom Þórólfi á óvart Á fundinum sagði Þórólfur það hafa komið sér á óvart hve lítið hefði verið um innanlandssmit í landinu eftir að opnað var fyrir ferðir fólks 15. júní, en sem fyrr segir hefur ekk- ert smit greinst innanlands í tvær vikur. „Það þarf í rauninni ekki nema einn eða tvo einstaklinga sem fara víða um og hitta marga til að koma af stað svona hópsýkingu. Það er algerlega ljóst að flestir smitber- arnir eru einkennalitlir eða ein- kennalausir og maður er hræddur við þá einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Slaka enn frekar á takmörkunum  1.000 mega koma saman eftir verslunarmannahelgi Ljósmynd/Lögreglan Blaðamannafundur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Páll Þórhallsson á fundinum í gær. Jákvæð þróun » 14 virk smit hafa greinst á landamærum. » 53.000 ferðamenn hafa komið til landsins frá 15. júní. » Aðeins 70 hafa valið sóttkví fram yfir skimun. » Ekkert innanlandssmit hefur greinst í tvær vikur. Þegar aðilar utan Schengen-svæðis- ins hafa áhuga á því að koma til Ís- lands geta þeir sent fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins. Fyrirspurnirnar koma frá fjöl- breyttum hópi en snúist þær um að fara bara í frí er svarið nei, jafnvel þó að fólk sé dauðvona og eigi þá ósk eina að fara til Íslands. Dæmi er um slíkar aðstæður en þar hefur ekki verið hægt að gera undantekningar. Nokkur fjöldi fólks fær þó að koma inn til landsins á viðskiptaforsendum en þegar erindið er þess eðlis metur starfshópur frá Íslandsstofu, atvinnu- vegaráðuneytinu og utanríkisráðu- neytinu umsóknina og gefur álit til Útlendingastofnunar. Í þessu ferli hafa Íslendingar oft samband og fara þess á leit að til dæmis sérfræðingar á vegum fyrirtækja þeirra fái að koma inn í landið jafnvel þó að frá áhættu- svæðum séu. Háð umsögn Langflestir undanþágueinstakling- arnir koma síðan til landsins í al- mennu áætlunarflugi en hluti þó í einkaflugi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ekki eftirlit með því eftir að fólk kemur til landsins hvort það sé raunverulega að sinna viðskiptaerindum. Í Morgunblaðinu í gær sagði að óvíst væri hver tæki endanlega ákvörðun um að veita undanþágur frá reglunum, þ.e. um að hleypa fólki inn í landið. Raunin er sú að lögreglan við landamærin tekur hina eiginlegu end- anlegu ákvörðun, eins og utanríkis- ráðuneytið hefur síðan áréttað, en sú ákvörðun er þó byggð á leiðbeinandi áliti Útlendingastofnunar. Lögreglan við landamærin fer almennt eftir því áliti, sem byggist á ýmsum þáttum. Lögreglan tekur ekki sérstaka af- stöðu til málanna, eins og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögreguþjónn segir: „Við höfum ekki sterka skoðun á þessu svo lengi sem allir fara eftir þeim reglum sem eru í gildi og við kaupum það alveg að fólk utan svæða eigi hingað brýn erindi hvort sem það er viðskiptalegt eða tengt landkynn- ingu eða öðru.“ snorrim@mbl.is Lögreglan tekur lokaákvörðun  Sagt nei við túr- isma, jafnvel við fólk sem er dauðvona Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Undanþágur eru í boði. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landspítalinn hefur látið breyta hús- næði veirurannsóknastofunnar í Ár- múla 1, breytt verkferlum og hagrætt innan húss. Þetta var gert til að skapa betri aðstöðu og auka afköst við grein- ingu sýna sem tekin eru til að finna möguleg kórónuveirusmit við skimun á landamærum. Framkvæmdir gengu vel og var stefnt að því að ljúka þeim seint í gærkvöldi. Grein- ingarvinnan flyst á allra næstu dög- um úr húsnæði Íslenskrar erfðagrein- ingar þar sem starfsfólk Landspít- alans hefur unnið undanfarið. Maríanna Garðarsdóttir, læknir og forstöðumaður rannsóknaþjónustu Landspítalans, segir að þeim sé nú ætlað að greina allt að 2.000 sýni á sólarhring. Grípa þurfti til margs kon- ar ráðstafana til að geta það. „Við tókum upp nýja verkferla vegna skimunar á landamærum og fórum að greina fleiri sýni saman til að auka afköstin,“ sagði Maríanna. Hún ritaði minnisblað til forstjóra Land- spítalans 19. maí í vor. Þar kom m.a. fram að hægt væri að rannsaka 700- 800 sýni á sólarhring miðað við þáver- andi tækjabúnað og mannafla. Til að auka afköstin þyrfti að bæta við rann- sóknatækjum en fyrir eru greind um 200 sýni á deildinni frá sjúklingum á Landspítala og öðrum heilbrigðis- stofnunum vegna annarra sjúkdóma. Maríanna sagði að Landspítalinn hefði fengið aukinn tækjabúnað frá því minnisblaðið var skrifað. Hamilton-pípettuþjarki sem er sam- hæfður við einangrunartæki er kom- inn. Nýtt einangrunartæki kom í kórónuveirufaraldrinum og er von á öðru í lok mánaðarins. Það mun auka greiningargetuna töluvert og bæta flæði sýna. Auk þess hefur verið ráð- inn fjöldi fólks. Við greininguna eru notuð hvarf- efni og getur takmarkað framboð af þeim vegna mikillar eftirspurnar verið takmarkandi þáttur. „Þar á móti kem- ur að með því að greina fleiri sýni saman spörum við hvarfaefni,“ sagði Maríanna. Hvarfaefnin eru mjög dýr og því sparar þessi aðferð einnig út- gjöld. Nú eru greind fimm sýni sam- tímis. Gefi þau jákvæða niðurstöðu eru sýnin greind hvert um sig til að finna smitið. Skoða á hvort hægt er að rannsaka fleiri en fimm sýni í einu til að auka af- köstin enn meir. Landspítalinn á von á nýrri og öflugri tækjasamstæðu í október. Með henni munu afköst rannsóknastofunnar aukast í að minnsta kosti 4.000 sýni á sólarhring. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Landspítalinn Hefur tekið við greiningu sýna sem aflað er á landamærum. Aukin afköst við greiningu sýna  Húsnæði breytt og tækjum fjölgað Maríanna Garðarsdóttir ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.