Morgunblaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020
Buslað Þó að himnarnir gráti víða um land, með tilheyrandi úrhelli, er líka gaman að fara í vatnsslag, líkt og þessir krakkar gerðu á trampólíni í Skorradal í vikunni.
Eggert
Viðskipti eru fylgi-
fiskur mannlegra sam-
skipta. Í slíkum sam-
skiptum eru settar
reglur. Þannig eru
samskiptareglur
skráðar í eldri hluta
Svörtu bókarinnar,
þeim er kenndur er við
Móses. Þar koma fyrir
hugtök eins og okur og
vextir. Okur kemur
aðeins fram í einu samhengi, það er
þegar fjallað er um neyð og bágindi.
Neyð og bágindi í löggjöf
Nútímamaðurinn hefur gengið í
smiðju hjá Móses og fært í laga-
bálka ákvæði um neyð og bágindi í
viðskiptum.
Þannig taka samningalög frá
1936 á neyð og bágindum;
Hafi nokkur maður notað sér
bágindi annars manns, einfeldni
hans, fákunnáttu eða léttúð eða það,
að hann var honum háður, til þess
að afla sér hagsmuna eða áskilja sér
þá þannig að bersýnilegur mis-
munur sé á hagsmunum þessum og
endurgjaldi því er fyrir þá kom eða
skyldi koma, eða hagsmunir þessir
skyldu veittir án endurgjalds, skal
gerningur sá, er þannig er til kom-
inn, ógildur gagnvart þeim aðila er
á var hallað með honum.
Hegningarlög taka á neyð og
bágindum með svipuðum hætti;
Hafi maður notað sér bágindi
annars manns, einfeldni hans, fá-
kunnáttu eða það, að hann var hon-
um háður, til þess að afla sér með
löggerningi hagsmuna eða áskilja
sér þá, þannig að bersýnilegur
munur sé á hagsmunum þessum og
endurgjaldi því, sem fyrir þá koma
eða skyldi koma, eða
hagsmunir þessir
skyldu veittir án end-
urgjalds, þá varðar
það fangelsi allt að 2
árum.
Hagfræði smá lána
Það er ávallt ástæða
til þess að íhuga hag-
fræði að baki við-
skiptum. Eðlileg við-
skipti eru til að bæta
hag þeirra sem aðild
eiga að viðskiptum.
Neyð og bágindi, sem leiða til óeðli-
legs endurgjalds koma í veg fyrir að
einhver njóti ekki afraksturs að við-
skiptunum.
Einfalt er að fylgja því eftir hvort
fyrirtæki, sem starfa samkvæmt
lögum, notfæra sér neyð og bágindi
í lánaviðskiptum. Slík fjármálafyr-
irtæki eru eftirlitsskyld, lúta eft-
irliti fjármálaeftirlits Seðlabanka
Íslands. Neytendastofa hefur einn-
ig eftirlitshlutverk.
Smá lán eru í raun hrakval. Smá-
lánafyrirtæki eru að velja lakasta
hóp viðskiptavina með mikla tap-
áhættu og mega því gera ráð fyrir
miklum afföllum í útlánum.
Til að smá lán þrífist þarf lánveit-
anda og lántaka. Okurlán á Íslandi,
þar sem skáldin ortu;
Þá verður oss ljóst að framar ei frestur
gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
voru alls ekki ný af nálinni. Metú-
salem og Pétur voru ekki persónur í
Svörtu bókinni. Þeir voru lifandi
menn í Reykjavík, sem stunduðu
einkabankastarfsemi með víxlum.
Viðskipti með víxla byggðust á lög-
gjöf frá 1933. Fjölmargir stunduðu
lánaviðskipti af þessu tagi á undan
Metúsalem og Pétri. Og aðrir eftir
þeirra daga.
Smálánafyrirtækin eru núna
byggð á tækni. Snjallsími er nauð-
synlegur og aðgangur að banka.
Kröfur smálánafyrirtækja koma
fram í heimabanka lántaka. Því þarf
íslenskan banka til að vinna óhæfu-
verkin fyrir smálánafyrirtækin.
Sparisjóður Strandamanna gegnir
því hlutverki, enda viðskiptamenn
að sunnan ávallt til fjár.
Þau smá lán, sem verst er við að
eiga, eru þar sem lántaki heimilar
lánveitanda að skuldfæra kröfur
sem lent hafa í kröfurækt hjá
lögsmámennum. Bankar eða
greiðslukortafyrirtæki sem heimila
slíka skuldfærslu eru á vafasamri
braut. Lögmaður sem einungis
stundar innheimtu er ómerkur lög-
maður.
Réttarfar smá lána
Eftir nákvæma rannsókn á dóma-
söfnum héraðsdómstóla kemur í
ljós að ekki hefur gengið einn ein-
asti dómur um réttmæti kröfurækt-
ar í smá lánum. Það er í raun ekki
undrunarefni þar sem lagagrund-
völlur kröfunnar er mjög veikur. Ef
til innheimtu kemur er sennilega
aðeins hinn upphaflegi höfuðstóll
innheimtanlegur. Það er svo annað
mál hvort lántaki er borg-
unarmaður, jafnvel fyrir þeirri
kröfu. Réttarfarskostnaður af óinn-
heimtanlegri kröfu lendir óhjá-
kvæmilega á smálánafyrirtækinu
og lögsmámenninu, sem leggur
stund á svo göfuga innheimtu.
Það að færa vanskil þessara
krafna í miðlæga vanskilaskrá hjá
Creditinfo er mjög vafasamt þar
sem ekki hefur verið dæmt um lög-
mæti slíkra krafna. Það að Credit-
info taki við kröfum, sem lýstar eru
í vanskilum frá hinum og þessum er
meira lagi vafasamt.
Það er einnig áhyggjuefni og enn
vafasamara ef Creditinfo hefur
starfsleyfi á grundvelli löggjafar
sem er úr gildi fallin. Hvar er Per-
sónuvernd nú?
Frumvarp til laga um
starfsemi smálánafyrirtækja
Gjörvöll Samfylkingin hefur lagt
fram frumvarp til laga „um starf-
semi smálánafyrirtækja“. Laga-
setning af þessu tagi væri sennilega
hið versta vopn til varnar þeim sem
lenda í þeirri ógæfu að lenda í klóm
smálánafyrirtækja. Og tilraun til
góðverka til þess eins að vernda
óhæfuverk.
Á það hefur verið bent að laga-
legur grunnur þessarar lánastarf-
semi er mjög veikur. Smálánafyr-
irtæki virðast ekki innheimta með
lögsókn og lýsa vart kröfum í
þrotabú. Umboðsmaður skuldara
virðist aðeins taka tillit til höf-
uðstóls smálána.
Löggjöf eflir aðeins þessa tegund
lánastarfsemi, smálánafyrirtækjum
til góða.
Góðmennska og hjálpsemi
Vissulega blundar góðmennska í
hjörtum aðstandenda þeirra, sem
hafa tekið smá lán. Góðverk auka
aðeins heilabrot og leiðindi. Góð-
verk við að aðstoða lántakendur
smá lána þjóna ekki lántakendum,
heldur aðeins smálánafyrirtækjum
og lögsmámennum. Slíkur kristi-
legur kærleiki frelsar enga sál.
Til þess að smálánafyrirtæki þríf-
ist þarf góðverk og hjálpsemi að-
standenda lántaka. Þau góðverk
viðhalda starfsemi smálána-
fyrirtækjanna. Góðverk alþingis-
manna, að banna smálánastarfsemi,
er álíka gagnleg og áfengisbann
snemma á síðustu öld. Og álíka
árangursríkt og yfirlýsing um fíkni-
efnalaust Ísland árið 2000.
Mér finnst tvö fíkniefni góð. Ann-
að er áfengi, en það á ekki vel við
mig, og hitt er endorfín, en það
framleiði ég sjálfur!
Hvað segir Esikel?
„Eignist þessi maður ofbeld-
ishneigðan son sem úthellir blóði og
fremur eitthvað af því sem faðir
hans lét ógert, heldur fórnarmáltíð
á fjöllum og svívirðir eiginkonu
náunga síns, beitir fátæka og hjálp-
arvana ofríki, fremur rán, skilar
skuldunauti ekki veði sínu, hefur
augu sín upp til skurðgoða, fremur
viðurstyggilegt athæfi, veitir lán
gegn vöxtum og stundar okur, á
hann að halda lífi? Nei, hann á ekki
að halda lífi. Þar sem hann hefur
framið alla þessa svívirðu skal hann
deyja. Blóð hans skal koma yfir höf-
uð hans.“
Örlög lögsmámenna
Það ættu að verða örlög lögsmá-
menna, sem notfæra sér neyð og
bágindi annarra við innheimtu smá-
lána, að fara í hið neðra og brenna
þar í vítislogum á teinum og rotna
svo í mógröf, til efsta dags, og ná
aldrei augliti guðs.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason »Eftir nákvæma rann-
sókn á dómasöfnum
héraðsdómstóla kemur
í ljós að ekki hefur geng-
ið einn einasti dómur
um réttmæti kröfurækt-
ar í smá lánum.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Smá lán