Morgunblaðið - 17.07.2020, Side 28
VIÐTAL
Magnús Guðmundsson
magnusg@mbl.is
„Ég er búin að vera að ferðast um Ís-
land og spila fyrir fólkið í landinu og
mér finnst það alveg æðislegt. Það er
ákveðin gjöf í þessu,“ segir Hera
Hjartardóttir tónlistarkona, sem fyr-
ir skömmu sendi frá sér nýja plötu
sem ber einfaldlega heitið Hera.
Í hálfgerðu spennufalli
Hera flutti til Nýja-Sjálands fyrir
24 árum og þar byggði hún upp sinn
tónlistarferil. Fyrir ári flutti hún
heim til Íslands og bætir því við að
um þessar mundir hafi hún átt að
vera að spila á tónlistarhátíðinni
South by Southwest í Texas.
Í ljósi ástandsins í heiminum varð
þó ekki af því en það er ekki að heyra
á tónlistarkonunni að henni þyki
síðra að koma fram vítt og breitt um
Ísland. „Þetta er búið að vera alveg
yndislegt. Veðrið hefur leikið við mig
og ég hef verið að spila á dásamlega
fallegum stöðum fyrir frábært fólk
svo ég hef ekki ástæðu til annars en
að vera kát og glöð,“ bætir hún við og
brosir.
Það er engu að síður mikil breyt-
ing fólgin í þessu frá því starfs-
umhverfi sem Hera er vön, enda var
nýja platan unnin víða og tók heil
þrjú ár í vinnslu. „Þessi plata var
tekin upp hér og tónlistarmenn á
Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum
léku einnig inn á hana. Henni var
eiginlega púslað saman yfir hnöttinn
og Barði Jóhannsson stýrði upp-
tökum. Samstarfið við Barða var frá-
bært og svo fór mikill tími í að velja
og vinna, slípa og púsla þangað til
platan var komin í þetta endanlega
form. Lögin eru loksins komin heim.
Ég er búin að vera að vinna svo lengi
að þessari plötu að í dag trúi ég því
eiginlega ekki að hún sé komin út.
Satt best að segja er ég búin að vera í
hálfgerðu spennufalli yfir þessu.“
Þar sem ræturnar eru
Tæpur aldarfjórðungur er langur
tími og aðspurð hvers vegna hún hafi
ákveðið að flytja heim til Íslands seg-
ir Hera að það hafi eitt og annað
Alltaf reynst betur að tjá mig í söng
Tónlistarkonan
Hera með nýja og
persónulega plötu
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
heild eins og kaflar í bók. Á ákveðinn
hátt má segja að þessi bók sé eins og
dagbók og það afskaplega persónu-
leg. Fyrir mig er mikil losun fólgin í
því að geta deilt henni með öðrum.“
Það er einmitt það sem Hera er að
gera um þessar mundir og í kvöld,
föstudagskvöld, verður hún með tón-
leika á Breiðdalsvík, á laugardags-
kvöld í Neskaupstað og Þórshöfn á
sunnudagskvöldið.
Fimmtudagskvöldið 23. júlí er svo
komið að sjálfum útgáfutónleikunum.
„Það verða fyrstu tónleikarnir á Ís-
landi þar sem ég er með hljómsveit
með mér í rúm fimmtán ár. Auk mín
eru það þeir Kristinn Snær Agn-
arsson, Daníel Helgason, Ingi Björn
Ingason og Stefán Örn Gunnlaugsson
sem skipa hljómsveitina. Tónleikarn-
ir verða í Bæjarbíói, sem er staður
sem mér þykir sérstaklega vænt um
svo þetta er mikið tilhlökkunarefni.“
að fólk gæti gert sjálft sína eigin and-
litsmálun. Þar með var ég svona búin
að láta keflið ganga ef svo má segja.“
Þess má geta að þeir sem eru
áhugasamir um að skreyta andlitið
með maorísku munstri Heru geta
fundið filterinn á Instagram undir
heitinu @herasings.
Dagbók í tónlistarformi
Nýja platan frá Heru er á mjög
ljúfum og persónulegum nótum og
hún segir að tónlistin hafi alltaf
reynst sér vel til þess að takast á við
það sem að höndum ber í lífinu. „Það
hefur alltaf verið þannig með mig að
ef það er eitthvað sem ég á erfitt með
að tjá reynist mér betur að gera það í
söng og óneitanlega er ég frekar mik-
ið að vinna mig út úr ákveðnum hlut-
um á þessari plötu.
Það skipti mig líka miklu máli að
þessi lög væru þarna saman í þessari
spurð hvort hún sé með þessu að
rjúfa tengslin við Nýja-Sjáland segir
hún að það sé ekki beint þannig. „En
þetta er búið að vera með mér eins og
skjöldur í rúm sautján ár. Ég málaði
þetta alltaf á mig áður en ég kom
fram til þess að spila og fannst ég
vera berskjölduð ef ég gerði það ekki.
Núna er þetta einhvern veginn að
breytast með þessari plötu. Hún heit-
ir bara Hera vegna þess að hún er að
mínu mati persónulegri og einlægari
en ég hef áður verið.
En ég verð að játa að fyrst þegar
ég var að koma fram án þess að vera
með málninguna í andlitinu leið mér
eiginlega eins og ég væri allsber,“
bætir hún við og skellihlær við til-
hugsunina.
„Það er svo skrýtið að á sama tíma
og ég var að kveðja þetta hafði sam-
band við mig þýskur forritari til þess
að fá leyfi til að nýta munstrið þannig
komið til. „Það var margt að breytast
í mínu lífi á þessum tíma þegar ég
tók þessa ákvörðun. Við lentum í
þessum svakalegu jarðskjálftum sem
urðu á Nýja-Sjálandi og það var
svona eitt og annað sem kom róti á
mig.
En svo er það auðvitað ástin sem
breytir mestu og skiptir mestu máli
þegar á reynir. Fyrir rúmu ári
kynntist ég kærastanum mínum
hérna á Íslandi, hann er frá Ítalíu, en
síðan þá hefur eiginlega orðið algjör
kúvending á lífi mínu.
Í dag líður mér loksins eins og ég
sé lent aftur heima þar sem ræt-
urnar eru og þar sem mér líður vel.“
Leið eins og ég væri allsber
Í mörg ár kom Hera aldrei fram
öðruvísi en að vera með maoríska
skreytingu í andliti en það vekur
eftirtekt að svo er ekki lengur. Að-
Tónlistardagbók „Á ákveðinn hátt má segja að þessi
bók sé eins og dagbók og það afskaplega persónuleg,“
segir Hera Hjartardóttir um nýju plötuna sem var heil
þrjú ár í vinnslu og var púslað saman víða um heiminn.
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020
445859
Opel Grandland X ‘19, ekinn 49 þús. km.
Verð: 3.190.000 kr.
590684
Nissan Qashqai Tekna ‘19. ekinn 13 þús. km.
Verð: 4.890.000 kr.
590717
Ísland vill sjá þig í sumar
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opnunartímar:
Virka daga 12-17
Meira úrval á
notadir.benni.is
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 12-16
* Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl.
hevrolet Captiva ‘14, ekinn104 þús. km.
erð: 1.990.000 kr.
Ssangyong Rexton hlx ‘17. ekinn 68 þús. km.
Verð: 4.790.000 kr.
Hyundai Ionic Ev ‘18. ekinn 37 þús. km.
Verð: 3.490.000 kr.
Suzuki Vitara glx ‘18, ekinn 64 þ. km.
Verð: 3.190.000 kr.
590486
446263
590759
590716
C
V
Kaupauki
Eldsneytiskort
að verðmæti 50.000kr.
frá Orkunni.
Sjönætur
með morgunverði.
Verðmæti 210.000 kr.
Ævintýrapottur
Skráðu þig til leiks á notadir.benni.is
Vinnangar dregnir út á Bylgjunni
með notuðum bílum!
SsangYong Korando dlx ‘18, ekinn 54 þ. km.
Verð: 3.590.000 kr.