Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2020 S koski geðlæknirinn R.D. Laing setti fram þá kenningu á 7. áratugnum að geðveiki væri ferðalag uppgötv- unar sem gæti leitt einstaklinginn á svið æðri vitundar. Endastöðina kallaði hann „hypersanity“, sem gæti útlagst sem ofurnæmni á íslenskri tungu, og ræddi í bók sinni The Politics of Experience and the Bird of Paradise sem kom út árið 1967. Neel Burton, geðlæknir og heimspekingur, las bókina og kynnti sér svo lífshlaup geðlækn- isins Carl Jung. Jung var lengi í geðrofi og er hann kom úr því var hann sannfærður um að geðrofið hefði fært honum visku. Burton gaf út bók á síðasta ári um málið: Hypersanity - Thinking Beyond Thinking. Þótt Jung hafi verið sagður óeðlilegur af samferðamönnum sínum öðlaðist hann annars konar sýn á heiminn, segir Burton. Bæði geð- rof og ofurnæmni setja okkur utan þess eðli- lega en ofurnæmni veldur ekki vanlíðan og fötlun líkt og geðrof heldur er frelsandi og hvetjandi. Því miður hræðist fólk þó menn eins og Jung. Þeir sem séu venjulegir (ef það er til) þjáist af því að ná aldrei að verða ofurnæmir; hafa af- markaða heimsýn, óskilgreinda forgangsröðun og þjást af stressi, kvíða og sjálfsblekkingu. Ofurnæmir festast ekki í viðjum sjálfsins, eru ekki fangar í sínu eigin lífi. Ekki þarf að missa geðheilsu sína til að verða ofurnæmur enda fjöldi sem hefur gert slíkt líkt og Dalai Lama, Nelson Mandela og fleiri, að sögn Burton. Hvað eru ranghugmyndir? „Þegar ég fór í læknisfræði hér á Íslandi upp- lifði ég þetta ofurnæmi,“ segir Héðinn Unn- steinsson, formaður Geðhjálpar. „Eða ofboðs- lega næmni og viðkvæmni sem endaði í oflæti. Það var svo gaman að vera til og ég hlakkaði svo til að vakna að það tók því ekki fyrir mig að fara að sofa.“ Þetta var árið 1992 þegar Héðinn var 22 ára og hafði komið heim úr námi frá Bandaríkj- unum. „Hraðinn var orðinn svo mikill. Þegar bætist við svefnleysi og að maður borði ekki nokkra daga fer maður í oflæti,“ segir hann en oflæti er það sem oft er kallað manía og fylgir geðhvörfum. „Þegar þú sefur ekki fer það að hafa áhrif á hugsanaferla þína.“ Hann fór að draga lang- sóttar ályktanir af bílnúmerum, tölurnar gáfu til dæmis til kynna hvert hann ætti að fara. „Það fer að verða skörun í hugsanaferlum. Þá er sagt: „Þú ert kominn með ranghugmyndir.“ En eru þetta ranghugmyndir? Eru þetta ekki bara mínar hugmyndir, sem passa bara ekki inn í skapalón rökrænna vera?“ segir Héðinn. Afleiðingar, ekki orsakir Tveimur árum síðar, 1994, fór Héðinn aftur í oflæti. Þá fékk hann greiningu: Geðhvörf. „Það er upp úr því sem ég byrja að skipta mér af geðheilbrigðismálum. Ég skrifaði bækling með geðlækni um nefnda geðröskun sem kom út árið 1995. Ég fylltist mikilli löngun til að hafa áhrif á skoðun, skilning, afstöðu og ákvarðanir í málaflokknum. Mér fannst ég ekkert frá- brugðnari mínum félögum þótt ég hafi upplifað þetta ástand.“ Á þessum tíma fann Héðinn fyrir miklum fordómum vegna veikinda sinna. „Helmingur kunningja hætti að tala við mig. Það voru for- dómar og mismunun á grundvelli engra hlut- lægra raka.“ Aðeins ein alþjóðleg rannsókn hefur verið gerð á fordómum á gagnvart einstaklingum sem glíma við geðrænar áskoranir á Íslandi. Hún fór fram á árunum 2006 og 2007 og voru niðurstöðurnar birtar 2009. Þar komu í ljós umtalsverðir fordómar. Héðinn segir þörf á nýrri rannsókn. Annað sem stuðaði Héðinn voru út- gjaldaliðir heilbrigðiskerfisins. „Aðalliðirnir eru meðferð og endurhæfing. Þeir fá um 97% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála. Þetta er heilbrigðiskerfið okkar en þetta er í raun veikindakerfi.“ Því er ekki unnið eins mikið með orsakir og þörf er á. „Við erum mjög af- leiðingatengd. Við erum oft að takast á við af- leiðingar í stað þess að vinna með orsaka- þætti.“ Gríðarleg fjölgun greininga Um 150 ár eru liðin síðan fyrst var byrjað að greina geðsjúkdóma. Þá voru þeir sex talsins. Síðan þá hefur þróunin verið sú að greina sí- fellt fleiri með geðsjúkdóm. Handbók Sam- bands bandarískra geðlækna (DSM) sem síð- ast kom út árið 2013 (DSM-5) inniheldur um 600 greiningar í heild, að sögn Héðins. Hann setur spurningarmerki við að hægt sé að greina svo marga sjúkdóma þegar það er í raun engin hutlæg leið til þess; öll greining sé huglæg. „Það er engin röntgenmynd, engin þvagprufa eða blóðprufa. Það er ekkert hlut- lægt. Svolítið eins og að ætla sér að vigta 1 kílógramm af efni með loftvog.“ Markaðs- og fjármagnsöflin hafa hagsmuni af því að sem flestir glími við ójafnvægi – séu skilgreindir veikir. Það myndast því þversögn þar sem markmið kerfisins er að fólk nái bata en ákveðinn hvati er til að halda fólki veiku. Því virðast fleiri og fleiri falla undir hatt geð- sjúkdóma enda huglægt mat hver það geri. Héðinn segir gífurlega fjármuni í geðlyfjaiðn- aðnum sem skapi að hluta þennan hvata. Samkvæmt rannsókn dr. James Davis frá Roehampton-háskóla í London á þróun DSM, byggðri á viðtölum við þau sem tóku þátt í samsetningu handbókarinnar, eru dæmi um margar greiningar geðsjúkdóma sem hafa ekki vísindalega stoð á bak við sig. T.d. þær 80 sem bættust við fyrrnefnda handbók í útgáfu frá árinu 1980. „Og eins og einn viðmælandi hans lýsti huglægninni: „Þetta var svolítið eins og að nokkrir guðfræðingar kæmu saman í herbergi og ákvæðu að Guð væri til án þess að geta fært sönnur á það.““ Sjúkdómavæðing venjulegs lífs kemur í kjölfar þessa. „Sorg er orðin geðröskun; „be- reavement disorder“. Það er orðin ofboðsleg fjölgun greininga. Meira að segja æðsta „kard- inála“ og ritsjóra DSM-4, Allen Francis, féll allur ketill í eld er DSM-5 var í þróun og skrif- aði bókina Saving Normal gegn sjúkdómavæð- ingu geðsins. Við þurfum e.t.v. að fara huga að „afsjúkdómavæðingu“.“ Að einhverju leyti má tengja við þessa þró- un mikla fjölgun örorkubótaþega hér á landi. „Árið 1990 voru þeir 7.506. Árið 2020 eru þeir 21.979. Þetta er 190% fjölgun á sama tíma og þjóðinni hefur fjölgað um 43% á þessum árum. Ég get ekki skýrt þetta.“ 37% örorkubótaþega búa við geðfötlun og hefur sá hópur vaxið að stærð og hlutfalli af heild. Aðrir eru þroskahamlaðir og líkamlega fatlaðir. „Hópur geðfatlaðra er eini hópurinn hvers fötlun getur orðið að fullu afturkræf. Það eru fjölmörg dæmi þess að fólk hafi farið á örorkubætur en unnið sig út úr því og orðið virkt aftur,“ segir hann. Mikilvægast að anda „Þetta var stóra hugmyndin sem ég var með á þessum árum, 1998 og 1999. Þá byrjuðum við á verkefni sem kallaðist Geðrækt og fór fram ár- in 2000 til 2003 og fókuseraði á heilsueflingu og forvarnir,“ segir Héðinn. Hann hélt svo til Bretlands í meistaranám í „Allt eins og það á að vera?“ Héðinn Unnsteinsson hefur látið sig geðheilbrigðismál varða í um aldarfjórðung. Hann segir þversögn í hvata og markmiðum heilbrigðiskerfisins verða til þess að sífellt fleiri eru greindir eftir huglægum rökum, öryrkjum fjölgar og allur fókus er á afleiðingar í stað orsaka. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Geðhjálp eru samtök um 3.000 félaga og styrktarfélaga sem „vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upp- lýsinga og þekkingarmiðlun,“ að því er segir á heimasíðu samtakanna. Samtökin að- stoða fólk við að leita réttar síns í kerfinu og taka þátt í umræðu um geðheilbrigði, til dæmis með umsögnum um lagafrumvörp og þátttöku í stefnumótun hins opinbera. Héðinn Unnsteinsson var kjörinn formaður samtakanna á aðalfundi í vor en hann hefur komið að samtökunum um tíma, síðast sem varaformaður. Á næstu árum vilja samtökin auka sýnileika sinn og ná til fleiri aðila, sérstaklega ungs fólks og nýta til þess tækni og samfélagsmiðla. Þá er áætlað að stofna Styrktar- sjóð Geðhjálpar og að fyrsta úthlutun fari fram haustið 2021. „Hugmyndin er að safna allt að 300 milljónum,“ segir Héðinn. 70 milljóna framlag kemur frá samtökunum sem ætla að „gera tilraun til að sækja svipaða upphæð frá hinu opinbera, á einhverjum tíma frá einkaaðilum og svo almenningi og völdum stofnaðilum.“ Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni í geðheilbrigðismálum á Íslandi, meðal ann- ars rækta geðheilsu íbúa landsins með því að stuðla að framþróun nýrra lausna í þágu geðheilbrigðismála. LANDSSAMTÖKIN GEÐHJÁLP Vilja vera sýnilegri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.