Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2020
LESBÓK
SVIK Fyrrverandi eiginkona rihöfundarins Dan Brown
hefur lagt fram kæru á hendur honum þar sem hún seg-
ir hann hafa lifað tvöföldu lífi á meðan þau voru saman.
Eiginkonan, Blythe Brown, segist hafa verið Brown
mikill innblástur í skrifum hans þau 20 ár sem þau voru
gift. Hún hafi meira að segja komið með hugmyndina að
skáldsögunum fimm um Robert Langdon en þrjár
þeirra urðu að kvikmyndum; The DaVinci Code, Angels
and Demons og Inferno. Þá segir Blythe að eiginmaður
hennar hafi haldið við hestatemjara á meðan hjónabandi
þeirra, sem endaði í fyrra, stóð og haldið frá henni upp-
lýsingum um fjárhag sinn. Brown segist hissa á þessum
ásökunum; Blythe hafi fengið helming eigna hans við
skilnaðinn og allt hafi verið gefið upp.
Lifði tvöföldu lífi
AFP
Dan Brown á ekki í góðu sambandi
við fyrrverandi eiginkonu sína.
STÓLAR Að sögn leikkonunnar Anne Hat-
haway eru engir stólar leyfðir á setti kvik-
mynda Christophers Nolan. Anne hefur unn-
ið með Nolan að kvikmyndunum The Dark
Knight Rises og Interstellar. Í viðtali við Var-
iety segir hún ástæðu stólabannsins vera ein-
falda. „Ef þú ert með stóla sest fólk og ef það
sest er það ekki að vinna.“
Nolan virðist ekki taka undir orð Hatha-
way og gaf fjölmiðlafulltrúi hans út yfirlýs-
ingu í kjölfar viðtalsins. Það eina sem bannað
sé á setti hjá Nolan séu símar og reykingar.
Leikkonan hafi verið að vísa til stóla leik-
stjóra og framleiðenda sem hann noti ekki.
Nolan leyfir enga stóla á setti
Nolan og Hathaway með Christian Bale (t.v.).
AFP
Krasinski með hárkolluna góðu.
Leynileg kolla
HÁRKOLLUR John Krasinski bar
hárkollu í þriðju þáttaröð af The
Office. Krasinski var boðið hlutverk
í kvikmynd George Clooney, Leat-
herheads, en þurfti að láta klippa
hár sitt stutt fyrir hlutverkið. Hann
biðlaði því til framleiðanda þátt-
anna, Greg Daniels, um að leyfa hon-
um að notast við hárkollu í síðustu
þáttum þáttaraðarinnar. Daniels tók
það ekki mál en Krasinski dó ekki
ráðalaus. Hann fékk hárstílista þátt-
anna, Kim Ferry, til liðs við sig og
fékk hún vinkonu sína til að gera
fyrir hann hárkollu í óþökk Daniels.
Krasinski lék í nokkrum senum með
hárkolluna án þess að nokkur tæki
eftir og fór svo á fund með Daniels
og sannfærði hann um að leyfa sér
að nota hana.
Ef þú hefur einhvern tímannhorft á grínþætti í sjónvarpikannastu við að í mörgum
þeirra heyrist hlátur áhorfenda í
bakgrunni eftir hvern brandara.
Eins og á öðru eru skiptar skoðanir
á þessum hlátri. Mörgum finnst
hann óþolandi enda hafa fleiri og
fleiri þáttaframleiðendur hætt að
nota hlátur áhorfenda í þáttum sín-
um. Aðrir taka ekki eftir honum eða
finnst hann jafnvel ómissandi.
Ástæða þess að framleiðendur
vilja láta hlátur fylgja þáttunum sín-
um er einfaldlega að hann virkar.
Þeir vilja skapa þau áhrif sem það
hefur að horfa á grínmynd í kvik-
myndasal þar sem aðrir áhorfendur
hlæja saman. Fólk virðist mun
gjarnara til að hlæja þegar það
heyrir annað fólk hlæja. Renna
rannsóknir stoðum undir þessa
kenningu. Fólk hlær meira þegar
hlátur er látinn fylgja þáttunum þó
að vísu hafi fólk, að eigin sögn, jafn-
gaman af þáttunum hvort sem um
hlátur er að ræða eður ei.
En hláturinn getur eyðilagt góða
þætti. Í raun er verið að segja fólki
hvenær það á að hlæja og það getur
verið óþolandi og jafnvel svolítið
niðrandi. Listamennirnir sem koma
að þáttagerð eru oft alfarið á móti
hlátrinum. Það sé ekki hluti listsköp-
unar að segja fólki að hlæja að
bröndurum sínum. Hláturinn sé í
raun hækja sem fái fólk til að hlæja
að lélegu gríni og skemmi gott grín á
móti.
Ross hættulegur glæpamaður
Ef horft er á þætti þar sem áhorf-
endur eru í sjónvarpssal, eins og til
dæmis Friends, án þess að heyra
hláturinn getur grínið snúist upp í
andhverfu sína. Leikararnir taka
löng hlé á milli setninga og öll tíma-
setning fer úr böndunum. Hláturinn
býr til stemninguna í kringum atrið-
ið og oft reiða leikarar sig á hlát-
urinn í leik sínum.
Netverjar hafa skemmt sér við að
horfa á atriði með Ross úr Friends
þar sem hann virkar sem hættu-
legur glæpamaður þegar hláturinn
er tekinn út. Í þáttunum Big Bang
Theory, einnig með áhorfendur í
sjónvarpssal, virka brandararnir
„ódýrir“ og lélegir án hlátursins.
Hlátur búinn til frá grunni
Að láta hlátur fylgja afþreyingarefni
á uppruna sinn í útvarpi. Fólk var
vant að mæta á samkomur þar sem
fjöldi fólks kom saman og heyrði því
hlátur annarra. Fyrir framan út-
varpið sat fólk oft eitt eða með fáum
öðrum og því var notast við hlátur á
upptöku við að kitla hláturtaugarn-
ar. Áhorfendur voru fengnir á upp-
tökur en fólk hló oft ekki nógu mikið
og því var gripið til þessa ráðs.
Þegar fyrstu sjónvarpsþættirnir
fóru í sýningu glímdu menn við álíka
Ávallt mátti heyra hlátur áhorfenda í þáttunum Seinfeld.
Hluti atriðanna var tekinn upp fyrir framan áhorfendur
en í öðrum var notaður „hlátur í dós“ að öllu leyti.
Niðrandi eða
ómissandi?
Hláturinn lengir lífið er stundum sagt og þeirri
möntru hafa sjónvarpsframleiðendur tekið alvar-
lega í gegnum tíðina. Hlátur sem fylgir sjónvarps-
þáttum er þó, mörgum til fagnaðar, á útleið.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Þegar Charles Douglass fór að
„sæta“ hlátur sjónvarpsþátta, eins og
það var kallað, bjó hann til svokall-
aðan „laff kassa“. Kassinn var rúm-
lega hálfur metri á hæð og spilað var
á hann eins og orgel þar sem skipanir
frá lyklaborði, líkt og því sem er á rit-
vélum, stýrðu hlátrinum. Hver takki
á lyklaborðinu stóð fyrir eina tegund
viðbragða áhorfenda. Oftast var það
hlátur en einnig fagnaðar- og undr-
undaróp. Þegar Douglass var fenginn
til að laga hlátur áhorfenda, eða búa
hann til frá grunni, mætti hann með
kassann sinn en passaði að enginn sæi inn í hann til að viðhalda ein-
okun sinni á sjónvarpshláturiðnaðnum. Enginn utan nánustu fjöl-
skyldu fékk að sjá kassann að innan. Douglass hélt ávallt í uppruna-
legutækni kassans og það varð honum að falli þegar Carroll Pratt,
lærlingur hans, ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki sem lagaði hlát-
ur með nýjustu tækni undir lok 8. áratugarins.
Dularfullur kassi
... stærsti uppskriftarvefur landsins!