Morgunblaðið - 04.08.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 04.08.2020, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  181. tölublað  108. árgangur  BRÝTUR UPP FORM ÓPERU- SÖNGLISTAR ENGINN HEIMSENDIR SÆKJAST EFTIR GRÍMUM MEÐ FALLEGU MYNSTRI ÚTLENDINGAR ÓHRÆDDARI 6 BJÓ TIL GRÍMUR 11MALARADRENGURINN 29 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Allt er háð hlutafjárútboðinu  Stefna að því að klára samkomulag við ríki , banka og kröfuhafa í þessari viku  Allir þræðir málsins hafa áhrif á hver annan  Enn óljóst hve háa fjármögnun þarf að tryggja fyrir lánveitingu frá bönkum Engar formlegar viðræður eru hafn- ar. Þær munu hefjast í ágústmánuði, þegar skráningarlýsing liggur fyrir.“ Eins og fram kom í tilkynningu Icelandair á föstudagskvöld hefur fyrirtækið samið við flesta kröfuhafa og viðræður við Íslandsbanka, Landsbanka og ríkið um lánveitingu með ríkisábyrgð eru langt á veg komnar. Spurður hvort skilyrði hafi verið sett um það hve háa fjármögnun þurfi að tryggja fyrir lánveitingu seg- ir Bogi að það liggi ekki fyrir á þessu stigi. „Verið er að vinna í því,“ segir hann. Spurður hvort aðkoma ríkisins hafi haft áhrif á það að samkomulag hafi tekist við kröfuhafa, segir Bogi að all- ir þræðir málsins tengist og hafi áhrif hver á annan. Hann segir að stefnt sé að því að klára viðræður um fjárhæðir og ganga frá lokasamkomulagi við ís- lensku bankana í vikunni. „Nú förum við í að klára formlega samninga við þá lánardrottna sem eftir eru og ís- lensku bankana,“ segir Bogi. „Allt er þó háð því að útboðið gangi upp, þ.e.a.s. lánalínan sem ríkið er að ábyrgjast,“ segir Bogi. Hann segir einnig stefnt að því í vikunni að klára samkomulag við Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís- landsbanka, vildi ekki tjá sig um mál- ið að öðru leyti en því að viðræður væru í gangi við Icelandair. Hvorki náðist í Bjarna Benedikts- son fjármálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra né Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfa- dóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, við vinnslu fréttar- innar. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair, segir að allir angar fjárhags- legrar endurskipulagningar félagsins séu háðir því að hlutafjárútboð gangi vel. Stefnt er að því að það fari fram í ágúst. „Allt er háð því að hlutafjár- útboðið gangi vel,“ segir Bogi. „Við höfum verið að undirbúa útboðið. Ekkert hefur spurst til Konráðs Hrafnkelssonar síðan hann yfirgaf heimili sitt í Belgíu á fimmtudag. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra lýsti eftir Konráði um helgina, en í tilkynningu frá emb- ættinu segir að síðast hafi sést til Konráðs í miðborg Brussel um klukkan 09.00 á fimmtudaginn. Aðstandendur hans eru komnir til borgarinnar og hafa um tuttugu vinir og aðstandendur leitað Kon- ráðs í Brussel án árangurs. Móðir Konráðs, Hlín Ástþórs- dóttir, segir að skilyrði til leitar séu erfið vegna kórónuveirufarald- ursins. Öllum sé til að mynda skylt að vera með grímu og því erfiðara að þekkja fólk á myndum eða á förnum vegi. Þeim sem kunna að hafa upplýs- ingar um ferðir Konráðs er bent á að hringja í lögregluna á Norður- landi eystra í síma 444-2800, eða hafa samband við aðstandendur í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com. Konráðs enn saknað  Sást í miðborg Brussel á fimmtudag Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Yfir 2.000 sýni hafa verið tekin dag- lega á landamærum Íslands síðustu tvo daga, eða umfram það viðmið sem lagt var upp með að heilbrigðis- kerfið gæti annað þegar skimun hófst. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir í samtali við Morgun- blaðið að það sé áhyggjuefni. „Þetta [2.000 sýna viðmið] er ekki alveg heilög tala, eins og Landspítalinn hefur sjálfur bent á. Undanfarna daga hefur verið farið yfir þessa tölu sem er ákveðið áhyggjuefni, en ég hef ekki heyrt neinar kvartanir frá Landspítalan- um enn sem kom- ið er,“ segir Þór- ólfur. Farþegar frá svokölluðum „lágáhættusvæð- um“, þ.e. Þýska- landi og öllum Norðurlöndum, utan Svíþjóðar, eru undanskildir skimun við kom- una til landsins, en þaðan kemur einmitt hátt hlutfall farþega um þessar mundir. Þannig komu 3.400 ferðamenn til landsins í fyrradag, en aðeins 2.035 þurftu í sýnatöku. Ljóst er því að lítið sem ekkert svig- rúm er til að færa lönd aftur á lista yfir áhættusvæði, fari svo að kór- ónuveiran nái aukinni útbreiðslu þar. Það hefur raunar þegar gerst í Danmörku, þar sem nýgengi smita – fjöldi nýrra smita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa – er nú 10,6 sem er umfram viðmið sóttvarna- yfirvalda, sem er 10. Þá eru virk smit í Færeyjum 37, sem gefur ný- gengi upp á um 74. „Það er ljóst að við getum ekki bætt mikið í skim- anir eins og staðan er núna nema að taka einhver lönd út [af áhættulist- anum] á móti,“ segir Þórólfur. Hann segir það stjórnvalda að ákveða endanlega um listann en honum þyki þó óvarlegt út frá sóttvarna- sjónarmiði að hleypa fleiri einstak- lingum inn í landið án skimunar, nema þeir komi frá löndum sem teljist örugg. Alls hafa 105 þúsund manns kom- ið til landsins frá því landamæra- skimun hófst 15. júní, en sýni verið tekin úr tæplega 70 þúsund þeirra. 27 manns hafa greinst með virkt smit á landamærunum. Flestir hinna smituðu eru búsettir á Íslandi eða 11, en næst á eftir eru íbúar Danmerkur og Þýskalands. Landamærin við þolmörk  Ekki svigrúm til að skima frá fleiri löndum eins og staðan er nú, segir sóttvarna- læknir  Gæti valdið vanda ef smitum fjölgar á skilgreindum lágáhættusvæðum Þórólfur Guðnason Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn mynda Strokk Alls hafa 105.000 komið til landsins frá því skimun hófst á landamærum 15. júní. Þar af hafa tæplega 70.000 farið í skimun. MSamfélagssmit geti verið ... »4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.