Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Opnunartími mán.-fös. 11-18 laugardaga 12-16 Lokadagar útsölunnar 50-60% afsláttur Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Átta ný kórónuveirusmit greindust innanlands í fyrradag. Öll greindust þau á sýkla- og veiru- fræðideild Landspítalans þar sem tekið var 291 sýni. Þá voru smitin öll úr sama stofni og undan- farna daga, þ.e. annarri hópsýkingunni sem upp kom í síðustu viku. Meirihluti þeirra smituðu, fimm af átta, voru í sóttkví við greiningu. Hjá Íslenskri erfðagreiningu greindist ekkert smit en 914 sýni voru tekin, þar á meðal í um- fangsmikilli skimun á Akranesi þar sem tíundi hver Akurnesingur var skimaður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á blaðamanna- fundi almannavarna í gær að ánægjulegt væri hve fáir greindust hjá Íslenskri erfðagreiningu og að það renndi frekari stoðum undir að samfélagslegt smit sé ekki mjög útbreitt. Honum hugnast að gripið verði til frekari fjöldaskimana í tengslum við smit sem greinst hafa og ekki hefur tekist að rekja. Hvort einblínt verði á einstaka bæjarfélög eða vinnustaði sé útfærsluatriði sem ræða þurfi við Íslenska erfðagreingu á næstu dögum. Nýgengi heldur áfram að hækka Áttatíu virk smit eru nú á landinu og einn á sjúkrahúsi, en 670 í sóttkví. Flest eru virku smitin á höfuðborgarsvæðinu, eða 57. Níu eru á Vestur- landi, fjórir á Suðurnesjum og einn í hverjum landshluta á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Suðurlandi og Vestfjörðum. Nýgengi veirunnar, þ.e. smit sem greinst hafa á landinu síðustu 14 daga sem hlutfall af 100.000 íbúum, heldur áfram að aukast og mælist nú 19,9 (17,7 innanlands og 2,2 úr landamæraskimun). Til samanburðar er hlutfallið 30,7 í Svíþjóð en það er eina Norðurlandið þar sem hlutfallið er hærra en á Íslandi. „Ég held að við munum þurfa að búast við fleiri tilfellum daglega á næstu dögum þar til við von- andi förum að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið var til á föstudaginn,“ sagði Þórólfur á fundinum, og vísaði til hertra sóttvarnareglna sem þá tóku gildi. Takist það ekki sé mögulegt að tilfellum geti fjölgað mjög. Rannsaki hvort veiran er vægari Aðeins hefur einn þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar frá því hún fór að láta aftur á sér kræla. Þórólfur segir að tilefni sé til að ráðast í slíkar rannsóknir hér á landi. „Það liggur fyrir núna að það þarf að fara að rannsaka hvort veiran sé eitthvað vægari núna en í vetur. Það er engar upplýsingar um það að fá erlendis frá,“ segir Þórólfur. Hægt sé að komast nálægt því með rannsóknum á þeim tilfellum sem hafa greinst hér á landi bæði í vetur og nú. Vonandi megi birta upplýsingar um slíkt sem fyrst. Verslunarmannahelgin gekk vel Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá al- mannavörnum, sagði á fundinum að lögreglan hefði ekki þurft að leysa upp eða hafa afskipti af neinum samkomum þar sem sóttvarnareglur voru brotnar, eftir því sem hann best vissi. Lögreglan hafi haft nóg að gera um helgina, eins og jafnan um stórar „djammhelgar“ en flest útköll hafi ver- ið vegna hávaða í minni samkvæmum. Óvíst um íþróttir og fundað með KSÍ Þegar samkomubann var hert, var jafnframt lagt til að öllum íþróttakeppnum fullorðinna yrði frestað til 10. ágúst. Tilkynnti Knattspyrnusam- band Íslands (KSÍ) í kjölfarið að öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki yrði frestað til mið- vikudagsins 5. ágúst fyrst um sinn. KSÍ hefur sent almannavörnum ítarlegan spurningalista um hvaða aðgerðir sambandið gæti ráðist í til að hægt sé að hefja keppni og æfingar að nýju. Víðir sagði á fundinum í gær að verið væri að vinna í svörum en staðan væri mjög óljós og vildi hann ekki segja til um hvort hægt yrði að hefja keppni á ný á miðvikudag. „Við munum hitta forsvars- menn KSÍ á morgun [í dag]. Þar getum við von- andi veitt þeim svör við einhverjum af þeim spurningum sem komu fram, en það er ekki víst að þau verði öll á þá lund sem þau langar,“ sagði Víðir. Ljósmynd/Lögreglan Undirbúningur Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggja á ráðin fyrir blaðamannafund almannavarna í gær. Samfélagssmit geti verið lítið  Átta innanlandssmit greind  Enginn smitaður í umfangsmikilli sýnatöku ÍE  Frekari fjöldaskimanir í bígerð  Verslunarmannahelgin sögð hafa gengið vel Ljósmynd/Lögreglan Landlæknir Alma Möller sagði aðgerðir almannavarna í megindráttum þær sömu og í síðustu bylgju. Til greina kemur að grípa til harð- ari sótt- varnaaðgerða en hefur verið grip- ið til til þessa, bendi spár vænt- anlegs spálíkans vísindamanna við Háskólann til þess að kór- ónuveirufarald- urinn sé í miklum vexti. Þetta kom fram á blaðamannafundi almanna- varna í gær. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir hefur boðað Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, og teymi hans til fundar á morgun til að ræða spálík- anið sem teymið bjó til í fyrstu bylgju faraldursins en vonast er til að nýtt líkan verði birtingarhæft eftir fimm daga. Thor hefur borið saman tölur um nýgreind smit frá tveimur tímabil- um. Annars vegar frá því í byrjun mars er faraldurinn braust út og síðan á tímabilinu frá 23. júlí er önnur bylgja fór að láta á sér kræla. Í samtali við Morgunblaðið segir Thor að óvíst sé hvort seinni bylgjan verði jafnumfangsmikil og sú fyrri. „Það er enn vika eða tvær vikur í að hægt verði að úrskurða um það í hvað stefnir. En myndin lítur ekki vel út.“ Talsverður fjöldi nýrra smita „Við erum á miklum óvissutím- um. Þetta lítur verr út en ég átti von á. Ég hélt að við myndum ná að halda þessu mallandi á vægari hátt. Það var vitað að veiran myndi aldrei fara því þá hefðum við þurft að loka landinu sem aldrei hefur verið stefnan hér. Það getur vissu- lega komið eitt og eitt smit upp fjóra til fimm daga í röð, en núna er allt í einu komin vika af ný- greindum smitum með talsverðum fjölda. Þá finnst manni vera komin ný staða sem mér hugnast ekki vel,“ segir Thor. Aðspurður segir Thor að hóp- smitin, m.a. á Akranesi, skekki ekki myndina heldur séu þau einmitt hluti hennar og að hliðstæð hóp- smit hafi einnig komið upp í fyrri bylgjunni. „Stóra myndin er sú að smitum fer fjölgandi í þjóðfélaginu og ég hef áhyggjur af því. Það koma allt- af upp hópsmit og þau verða barin niður en þetta er alltaf svona og ég er ekki viss um að það sé hægt að segja að þau skekki myndina.“ Spálíkanið skiptir sköpum  Von á nýju spálík- ani eftir fimm daga Thor Aspelund Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Skimun Íslenskr- ar erfðagreining- ar vegna kórón- uveirunnar verður enn mark- vissari en áður. Hætt verður að taka slembiúrtök og þess í stað verða skimaðir hópar fólks sem tengjast þeim sem hafa smitast í annarri hópsýk- ingunni sem er í gangi í samfélaginu. Þetta segir Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurður út í niðurstöðu fundarins sem hann átti í gær með þríeyki al- mannavarna, smitrakningarteymi almannavarna og Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Skimun hópanna verður sam- vinnuverkefni á milli Íslenskrar erfðagreiningar og smitrakningar- teymisins, samvinna sem Kári segir að hafi gengið mjög vel. Landamæraskimun að virka Kári segir að fundurinn hafi verið haldinn vegna þess að hópurinn hafi áhyggjur af smitinu af völdum veir- unnar, sem sé „nokkuð víða en þó ekki úti um allt“. Eitt mynstur af stökkbreytingum er í gangi sem þýð- ir að skimunin á landamærunum er að virka nokkuð vel, að sögn Kára. Það séu góðar fréttir. „Slæmu fréttirnar eru að þetta eru allt saman samfélagssmit sem við erum að takast á við núna. Þetta er að berast frá manni til manns inn- an íslensks samfélags og það sem meira er, er að það eru sautján aðilar sem hafa sýkst af þessari veiru, veiru með þetta stökkbreytingamynstur,“ segir Kári og nefnir að þetta séu sjálfstæðir aðilar sem ekki hefur tek- ist að tengja saman með rakningu. Það bendi til þess að sýktir einstak- lingar séu úti í samfélaginu sem hafi tengt á milli þeirra. „Hvort þeir eru einn eða hundrað vitum við ekki.“ Hvort núverandi ráðstafanir dugi til að ná utan um smitið eigi eftir að koma í ljós, en Kári reiknar með að fáist úr því skorið á næstu viku til tíu dögum. Tengdir hópar skimaðir  ÍE beitir markvissari skimun en áður  Ræðst á næstu sjö til tíu dögum hvort núgildandi aðgerðir skila árangri Kári Stefánsson ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.