Morgunblaðið - 04.08.2020, Page 6

Morgunblaðið - 04.08.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Þetta er frekar svekkjandi að þurfa að bakka aftur í tveggja metra regluna. Maður var farinn að vona að hægt væri að hafa þetta á svipuðum dampi og verið hefur, eða því sem nemur svona þriðjungi af þeim gestum sem þetta voru í fyrra,“ segir Þorsteinn S. Guð- mundsson, eigandi og veitingamaður á veit- ingastaðnum Old Iceland á Laugavegi. Hann hefur eins og margir úr sömu starfsstétt þurft að taka upp ráðstafanir til þess að tryggja að tveggja metra reglan sé virt á veitingastaðnum. „Við lokuðum öllu í vor en svo vorum við með opið þrjá daga í viku á kvöldin og svo vorum við komin í hvert kvöld þegar útlend- ingarnir komu aftur. Þetta er því nokkuð högg fyrir okkur að þurfa að taka upp ráð- stafanir aftur, þótt þetta sé enginn heimsend- ir,“ segir Þorsteinn. Hann segir að hann hafi neyðst til þess að segja upp starfsfólki og nýta hlutabótaleið þegar staðnum var lokað í fyrri bylgju farald- ursins í vor. Færri komist að á staðnum eftir að tveggja metra reglan tók gildi og allt verði þyngra í vöfum. Útlendingarnir taka hlutunum léttar „Við höfum ekki þurft að hafa afskipti af fólki og þetta hefur gengið mjög vel. Helst sér maður að útlendingarnir eru minna hræddir við þetta og taka hlutunum frekar létt. Enda eru þeir búnir að fara í skimun og vita að þeir eru ekki smitaðir.“ Tveggja metra reglan tekin upp að nýju Morgunblaðið/Árni Sæberg „Svekkjandi að þurfa að bakka aftur“ Sala nýrra fólksbíla jókst um 44,4% í júlímánuði, samanborið við júlí í fyrra. Engu að síður nemur sam- dráttur það sem af er ári í sölu nýrra bíla tæpum 32%. Þetta kem- ur fram í fréttatilkynningu frá Bíl- greinasambandinu. Þar kemur jafnframt fram að samdrátturinn helgist fyrst og fremst af færri nýjum bílaleigubíl- um, en þeim hefur fækkað um 59,2% á milli ára á meðan bílum til einstaklinga og almennra fyrir- tækja hefur aðeins fækkað um 6,1%. Þá vekur jafnframt athygli að svokallaðir nýorkubílar eru 52,4% allra seldra bíla það sem af er ári. Eru það bílar sem ganga fyrir öðr- um orkugjöfum en bensíni og dísil. Þá segir í tilkynningunni að sam- dráttur sé á milli ára sem rekja megi til kórónuveirunnar. Fyrst og fremst eru áhrifin á ferðaþjónustuna en mun færri bíla- leigubílar hafa verið nýskráðir á fyrri helmingi ársins í ár miðað við sama tímabil síðasta árs. Hafa 1.634 nýir bílaleigubílar verið skráðir núna á fyrstu 7 mánuðum þessa árs en voru 3.993 á sama tíma í fyrra. Rúmlega helm- ingur nýorkubílar  Bílasala jókst í júlímánuði á milli ára Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bílasala Nýorkubílar voru rúmur helmingur seldra bíla í júlímánuði. Hópur á vegum Frjálshyggju- félagsins undir- býr nú mótmæli gegn sótt- varnaaðgerðum stjórnvalda. Jó- hannes Loftsson, formaður Frjáls- hyggjufélagsins og einn skipu- leggjenda mót- mælanna, segir að kveikjan að þeim sé óánægja með íþyngjandi inngrip ríkisvaldsins til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Stjórnvöld hafi ekki tekið nægilegt tillit til hagkerf- isins og þegar upp er staðið verði það þjóðinni dýrkeyptara en að fara í hóf- stilltari aðgerðir. Jóhannes segist horfa til Svíþjóðar sem fyrirmyndar í þeim efnum. Þar hafi fólk sjálft þurft að taka ábyrgð á eigin sóttvörnum og sú aðferð hafi virkað. „Það sem ruglar allan saman- burð við Svía er að þeir klikkuðu á að stöðva útbreiðslu á spítölum og heil- brigðisstarfsfólk fékk ekki nægan út- búnað,“ segir Jóhannes, en hann sé ekki að leggja það til. Skaðinn verði meiri til lengdar „Mér hefur fundist of hart gengið fram í sóttkvíarmálum hér á landi þar sem menn eru settir í sóttkví við minnsta tilefni. Ef þú tekur refsi- stefnu gegn því að veikjast verður það til þess að fólk er latara við að leita sér lækninga,“ segir Jóhannes. Þá segist hann andsnúinn öllu samkomubanni. „Það má ekki gleyma því að núverandi leið, að stoppa og loka næstu árin án þess að meta skaðann, hefur áhrif á hag- kerfið allt og þar með heilbrigðis- þjónustuna næstu árin.“ Síðasta efnahagshrun hafi kostað niðurskurð upp á á þriðja hundrað milljarða króna í heilbrigðiskerfinu. Mótmælin eru enn á skipulagsstigi og segir Jóhannes að ekki liggi enn fyrir hvar eða hvenær þau verða haldin. „Við erum bara að byrja að undirbúa, en það er ekki langt í þetta.“ Undirbúa mótmæli  Segja of hart gengið fram Jóhannes Loftsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.