Morgunblaðið - 04.08.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.08.2020, Qupperneq 8
Morgunblaðið/Eggert Áfrýjað Hæstiréttur veitti leyfi. Hæstiréttur hefur veitt Júlíusi Vífli Ingvarssyni leyfi til að áfrýja dóms- úrskurði Landsréttar, sem sakfelldi hann fyrir peningaþvætti í maí síð- astliðnum. Var refsing Júlíusar ákveðin fangelsisvist í tíu mánuði, en fullnustu hennar var frestað skil- orðsbundið til tveggja ára. Fer því málið fyrir Hæstarétt samkvæmt beiðni Júlíusar, sem barst 2. júní síðastliðinn. Leit Hæstiréttur svo á að úrlausn um meðal annars beitingu ákvæða 264. gr. almennra hegningarlaga í málinu myndi hafa verulega al- menna þýðingu í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga um meðferð sakamála, um áfrýjunarleyfi Hæstaréttar. Brot Júlíusar samkvæmt dómi Landsréttar sneri að peningaþvætti samkvæmt 1. og 2. mgr. 264. gr. al- mennra hegningarlaga, þar sem Júl- íus hafði á árunum 2010 til 2014 geymt ávinning af skattalagabroti inni á erlendum bankareikningi í sínu nafni. Var fjármununum ráðstafað árið 2014 inn á nýjan bankareikning sem var í eigu vörslusjóðs sem Júlíus, eiginkona hans og börn voru rétthaf- ar að og taldi Landsréttur hafið yfir vafa að sá hluti fjármunanna, sem hefði verið inni á fyrrnefndum bankareikningi og ákært var fyrir, hefði verið ólögmætur ávinningur af skattalagabroti Júlíusar. Júlíus Vífill áfrýjar til Hæstaréttar  Sakfelldur fyrir peningaþvætti í maí  Tíu mánaða skilorðsbundin fangelsisvist 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 Ásgeir Guðnason bækl-unarskurðlæknir ritaði áhugaverða grein um gerviliða- skurðlækningar hér í blaðið fyrir helgi. Hann segist hafa orðið hugsi þegar hann flutti heim og hóf hér störf eftir störf er- lendis, en biðlistar hafi verið lengri hér en hann var vanur og hann sagði að svo virtist sem engin leið væri að breyta því. Svo sagði hann: „Lausnin á skimunarvandamálinu á Covid-19-veirunni vakti nefnilega athygli mína. Skimanir voru fram- kvæmdar af Íslenskri erfðagrein- ingu vegna þess að Landspítalinn, sjálft háskólasjúkrahúsið, gat það ekki á þeim tíma. Hvað gerðist svo þegar þetta fyrirtæki hætti sínum skimunum? Þá gat Landspítalinn skyndilega leyst vandamálið. Sennilega vegna þess að þeir urðu hreinlega að gera það.“    Það að spítalinn gat skyndilegaleyst þetta mál vakti athygli fleiri og var vitaskuld ánægjuefni eftir mikla fyrirstöðu. Og það má taka undir með Ásgeiri sem spyr hvort að það sé í raun vonlaust verkefni að vinna á biðlistum eftir gerviliðaskurðaðgerðum. Sama spurning á vitaskuld við um aðra biðlista.    Það að spítalinn gat skyndilegaleyst þetta áður óleysanlega vandamál hlýtur líka að vekja upp spurningar um hvort ef til vill megi leysa fleira í starfsemi hans og í heilbrigðiskerfinu í heild sinni.    Getur til dæmis verið að hægt séað hagræða í rekstri heil- brigðiskerfisins, bæði í rekstri ríkisspítalans og með því að nýta kosti einkarekstrar í meira mæli? Það skyldi þó ekki vera. Ásgeir Guðnason Það var þá hægt eftir allt saman STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sumarið hefur verið kaflaskipt og það hefur verið laust við meiri háttar hitabylgjur, segir Einar Svein- björnsson veðurfræðingur, spurður um veðurfarið í samtali við Morgun- blaðið. Hann segir að kalt loft hafi verið í háloftunum síðan um miðbik síðasta mánaðar, og að um leið og heitt loft hafi nálgast hafi lægðir myndast. Þá hafi ekki verið óalgengt að hiti hafi aðeins verið í kringum fimm til sjö stig suma daga. „Þetta tengist með beinum og óbeinum hætti miklum hita sem var hjá Rússlandi, inni á Norður-Íshafi,“ segir Einar, en bætir við að ekki sé búið að vera leiðinlegt veður í allt su- imar. „Það hafa komið margir góðir dag- ar, sérstaklega framan af sumri þeg- ar hitinn var að fara yfir 20 stig dag eftir dag. En síðustu tvær til þrjár vikur hefur hámarkshiti verið heldur lítill miðað við það sem við höfum séð undanfarin sumur.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rigning Kalt loft hefur verið í háloftunum og hámarkshiti lítill á jörðu niðri. Kalt, hvasst og kaflaskipt sumar  Margir góðir dagar framan af sumri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.