Morgunblaðið - 04.08.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 04.08.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR Innsetningarathöfn forseta Íslands var haldin á laugardag, en vegna kórónuveirufaraldursins var athöfn- in í þinghúsinu minni í sniðum en venjan er. Alls var 29 manns boðið til athafn- arinnar; meðal þeirra voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra og Sigurður Ingi Jóhannes- son, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra. Þá var formönnum annarra flokka á Alþingi, eða stað- genglum þeirra, boðið. Fyrrverandi forsetar, Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finn- bogadóttir, voru viðstödd athöfnina, sem og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, Steingrímur J. Sig- fússon forseti Alþingis og Þorgeir Örlygsson forseti Hæstaréttar. Þegar Guðni var settur í embætti hið fyrra sinn, 1. ágúst 2016, var 231 viðstaddur. Lengi stóð til að 80 gest- ir yrðu viðstaddir nú, til að gæta bet- ur sóttvarna, en vegna hertra að- gerða á föstudag var gestum fækkað töluvert. Tveir metrar voru á milli stóla í þingsal og ýtrustu sóttvarna var gætt. Engin handabönd voru á meðal viðstaddra, eins og hefur tíðk- ast í fyrri athöfnum, en í stað þess lögðu viðstaddir hönd á brjóst og hneigðu sig lítillega, eins og sjá má á mynd hér að ofan. petur@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Heilsa Í stað handabanda lögðu viðstaddir hönd á brjóst og hneigðu sig lítillega, en ýtrustu sóttvarna var gætt. Morgunblaðið/Freyja Gylfa Margmenni Þegar Guðni var settur í embætti árið 2016 var 231 viðstaddur. Tvö hundruð færri vegna veiru  Innsetningarathöfn forseta Íslands fór fram um helgina  29 voru viðstaddir og ýtrustu sóttvarna var gætt í þingsal Pétur Magnússon petur@mbl.is „Þetta var það versta sem ég hef lent í, í rekstri tjaldsvæðis í tuttugu ár,“ segir Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, rekstraraðila tjaldsvæðanna á Akur- eyri, í samtali við Morgunblaðið. Þegar hertar aðgerðir gegn kór- ónuveirunni voru tilkynntar fyrir helgi voru um þúsund manns á tjald- svæðum á Akureyri. Nýjar reglur um samkomumörk tóku gildi tæp- lega sólarhring síðar, og til að mæta þeim þurfti að vísa um 400 gestum í burtu. Flestir hafi verið skilningsríkir „Það er merkileg reynsla að vera búinn að reyna að fjölga fólki á tjaldsvæðum og lenda svo í því að þurfa að reka fólk í burtu,“ segir Tryggvi. Þegar umsjónarmenn tjaldsvæða áttuðu sig á því að fækka þyrfti gestum tóku þeir til þess ráðs að hætta að selja meira en eina nótt. Svo þeir sem voru þegar á tjald- svæði en höfðu ekki greitt fyrir áframhaldandi dvöl fengu ekki að borga fyrir næstu nótt og var vísað í burtu. Hann segir að flestir hafi sýnt því skilning, en aðrir hafi orðið reiðir. „Það leit ekki vel út á tímabili því fólk vildi ekki fara, en við vorum í samvinnu við lögregluna og þetta gekk án þess að það færi út í læti,“ segir Tryggvi. „Samt sem áður tók þetta ansi mikið á.“ Eftir að gestum hafði verið fækk- að gekk helgin afar vel að sögn Tryggva. Þó hefði verið betra að fá meiri fyrirvara til að aðlagast nýjum reglum. Hann segir að verslunar- mannahelgin byrji á miðvikudegi hjá tjaldsvæðum, og þess vegna hafi mörg svæði verið full þegar aðgerð- irnar voru tilkynntar. „Þetta var seint í rassinn gripið.“ Enginn pirraður, allir sáttir „Það var svolítið kapphlaup á fimmtudaginn að koma sér inn á tjaldsvæði yfir helgina,“ segir Steinunn Bjarnadóttir, umsjónar- maður tjaldsvæðisins í Reykholti. „Mörgum var vísað frá. Síminn hringdi stanslaust. Að öllu venju- legu hefðu líklega verið samtals fimm til sex hundruð manns á svæðinu.“ Hún segir að allt hafi engu að síður farið vel fram og allir hafi virt fjarlægðartakmarkanir. „Þetta tókst mjög vel. Enginn pirraður. Allir sáttir,“ segir Steinunn. Fyrir helgi greindi mbl.is frá því að nýjar reglur um samkomumörk og sóttvarnir sem tóku gildi á föstu- dag myndu hafa veruleg áhrif á rekstur tjaldsvæða, enda sé versl- unarmannahelgin ein stærsta ferðahelgi sumarsins. Mörg tjaldsvæði voru sögð svo gott sem lokuð, þar sem ekki væri hægt að taka á móti nýjum gestum um helgina vegna samkomumarka. Á blaðamannafundi á fimmtu- daginn biðlaði Víðir Reynisson til fólks að fresta útilegum og halda sig heima um helgina, en engu að síður þurftu tjaldsvæði víða um land að vísa frá gestum vegna fjöldatakmarkana. Gestum tjaldsvæða vísað í burtu  Verslunarmannahelgin var krefjandi fyrir umsjónarmenn tjaldsvæða  Á Akureyri þurfti að reka gesti í burtu vegna hertra aðgerða gegn kórónuveirunni  Talsvert færri gestir komust að en vildu Morgunblaðið/Eggert Vonbrigði Fjölmargir gestir voru mættir á tjaldsvæði þegar hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni voru tilkynntar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.