Morgunblaðið - 04.08.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020
Stærðir: 18–24
Verð: 10.995
Margir litir
Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin.
Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur
stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira
öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá.
í fyrstu skónum frá Biomecanics
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR
www.skornirthinir.is
ÖRUGG SKREF
ÚT Í LÍFIÐ
SMÁRALIND
www.skornir.is
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
MÁLA
Í SUMAR?
VITRETEX á steininn.
HJÖRVI á járn og klæðningar.
Fjöldi fólks hafði samband við Ölbu
Indíönu Ásgeirsdóttur þegar hún
setti inn færslu á Facebook og aug-
lýsti handsaumaðar andlitsgrímur.
Eftirspurnin lét ekki á sér standa
þar sem hertar sóttvarnareglur
áskilja grímunotkun hvar sem ekki
er hægt að framfylgja tveggja
metra reglunni.
„Ég hafði bara
saumað grímur
handa mér og
systur minni og
átti afgang af efni
til að sauma
meira. Mamma
mín stakk síðan
upp á að byrja að
selja þær,“ segir
Alba. Hún gaf lít-
ið fyrir hugmynd-
ina í byrjun en
ákvað síðan að setja inn færslu á
Facebook og fyrr en varði höfðu 30
manns sett sig í samband við Ölbu
eða skrifað athugasemdir við færsl-
una í von um eintak, á tveimur dög-
um.
„Ég var mjög hissa yfir þessu,“
segir Alba. Að lokum ákvað hún að
taka ekki við fleiri fyrirspurnum:
„Ég þurfti að loka á fyrirspurnir
eftir að um það bil tíu manns höfðu
haft samband, því ég hafði ekki nóg
efni í fleiri. Ég er enn þá að fá fullt
af skilaboðum og athugasemdum
þar sem fólk er að biðja um grímur,
þótt ég sé búin að loka á þetta,“ seg-
ir Alba.
Því lét hún tengil fylgja með
Facebook-færslunni, þar sem er að
finna leiðbeiningar fyrir þá sem vilja
læra að sauma grímur, ásamt leið-
beiningum um hvernig skuli þvo
þær.
„Ég held ég ætli ekki að sauma
meira eða bara sjá til. Ég er búin að
sitja sveitt við þetta yfir helgina.
Þetta er frekar mikil vinna og ég er
að hætta í sumarfríi núna. Þannig að
ég hef ekki beint tíma til að vera að
sinna þessu mikið,“ segir Alba.
Þegar Alba byrjaði á saumnum
las hún sér til um hvaða efni hentaði
svo grímurnar gætu nýst sem best.
Niðurstaðan var poplin-bómull í
ytra lag grímunnar og tvöfalt síffon í
innra lag, vasi fyrir aukalegan „fil-
ter“ og teygja yfir eyru sem væri
hnýtt eftir stærð, í svörtu eða hvítu,
með eða án blúndu.
Grímur sem Alba birti á Face-
book eru með rósamynstri, blóma-
mynstri og kisumynstri.
„Það er minn stíll,“ segir Alba og
hugnaðist mörgum hinn djarfi stíl ef
marka má eftirspurnina. Alba segir
að undir hverjum og einum sé komið
að meta öryggi taugríma.
„Það er ekki hægt að segja að
neinar grímur sem eru saumaðar í
heimahúsi séu öruggar. Þetta er
bara fyrir fólk til að verja sjálft sig
aðeins betur, og aðra í kringum sig.“
Grímur Hægt er að lífga upp á grímuútlitið, ef vilji er fyrir hendi.
Seljast eins og
heitar lummur
Margir vilja kaupa fjölnota grímur
Alba Indíana
Ásgeirsdóttir
Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson
Með grímu Grímur Ölbu koma í
ýmsum litum og mynstrum.
Stór hópur fólks myndaðist í brott-
fararsal á Keflavíkurflugvelli á
sunnudag þar sem ómögulegt virtist
vera að virða tveggja metra regluna.
Flugfarþegar gátu lítið við aðstæð-
urnar ráðið enda höfðu þeir allir
fengið hin vanabundnu „go to gate“-
tilmæli frá skjáum flugvallarins.
Þrjú flug Icelandair fóru í loftið á
aðeins tveimur mínútum. Flug Ice-
landair til Brussel fór klukkan 7:37,
flug Icelandair til Frankfurt fór kl.
7:38 og mínútu síðar fór flug Ice-
landair til Amsterdam.
„Leiðarkerfið okkar er byggt upp
á ákveðnum lendingartímum á er-
lendum flugvöllum, sem gerir okkur
erfitt um vik að breyta brottfarar-
tímum í Keflavík.
Við verðum því að vinna eins vel
og mögulegt er úr þeim aðstæðum
sem við stöndum frammi fyrir,“
sagði Bogi Nils Bogason í samtali við
mbl.is.
Bogi segir Icelandair vinna náið
með Isavia og sóttvarnayfirvöldum
til að tryggja heilsu og öruggi far-
þega og starfsfólks.
„Keflavíkurflugvöllur vinnur langt
undir álagsmörkum en óhjákvæmi-
lega safnast fólk saman á komu- og
brottfarartímum. Þess vegna hefur
almenn grímuskylda meðal annars
verið innleidd á flugvellinum og í
flugvélum þar sem tveggja metra
reglunni verður ekki alltaf komið
við.“
Erfitt að breyta brottfarartímum
Stór hópur myndaðist í brottfararsal
Óhjákvæmilegt að fólk hópist saman
Mannþröng í Leifsstöð Flugfarþegar gátu lítið við aðstæðurnar ráðið.