Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningar- frelsi má aldrei í lög leiða. Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessi orð standa í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og svipuð orð má finna í flestum stjórnarskrám frjálslyndra lýðræðisríkja. Þegar orðin eru lesin ein og sér þá eru þau ávísun á frjálst samfélag óhefts tjáningar- frelsis (nema einhver nenni að draga þig fyrir dómstóla). Leigu- bílaakstur er frjáls. Matvöruversl- anir selja áfengi. Auglýsendur lofa varning sinn og nota efsta stig lýs- ingarorða til að lýsa honum. Áfengisauglýsingar finnast víðar en undir rós eða í erlendum tímaritum og útsendingum frá fótboltaleikjum í ensku deildinni. En stjórnarskráin er með var- nagla. Tjáningar- og atvinnufrelsi má „setja skorður með lögum“ enda „krefjist almannahagsmunir þess“. Leigubílaakstur er því á höndum einok- unarhrings, ríkið eitt selur áfengi og fer ekki leynt með það, auglýs- ingafé innlendra áfeng- isframleiðenda rennur úr landi og öllum er gert að nota í mesta lagi miðstig lýsing- arorða í auglýsingum. Þar fauk frelsið út um gluggann. Al- mannahagsmunir enda kröfðust þess. En hvað með skatta? Má ríkið fé- fletta þig af handahófi? Nei. Stjórn- arskráin er skýr: Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skatt- skyldu. Á þessu eru nú samt nokkrir brestir. Hvað gerist þegar þú hækkar í tekjum? Jú, skattheimtan eykst og hafir þú þegið einhverja aura í vaxtabætur, húsaleigubætur, barnabætur eða ellilífeyri þá er slíkt umsvifalaust skert. Tvöföld skattheimta! Ef húsnæði þitt hækk- ar í verði þá er hlutfallsútreikn- ingur fasteignagjaldanna fljótur að breytast í aukna skattheimtu. Svona mætti lengi telja. Stjórn- arskráin dugir hér jafnvel sem vörn gegn yfirgengilegri skattheimtu og fiskinet á lúsmý. Ekki er svo að sjá að stjórn- málamenn séu að halda aftur af sér þegar ýmsar glufur stjórnarskrár og annarrar löggjafar eru misnot- aðar til að auka völd hins opinbera. Götum er lokað með tilskipunum, fjölmiðlum er mútað með skattfé til að hlífa stjórnmálamönnum við óþægilegri gagnrýni, og þeir rit- skoðaðir í nafni upplýsingaóreiðu þegar þeir reyna að bera á borð annað en hina einu sönnu skoðun. Bílar og bensín er skattlagt í him- inhæðir til að fjármagna eitthvað allt annað en greiðfæra og holu- lausa vegi. Gæluverkefnin rúlla af færibandi þinghúss og ráðhúsa á meðan foreldrum með ungbörn er haldið í gíslingu svo mánuðum skiptir, aldraðir sitja fastir á göng- um sjúkrahúsa og ónýtir liðir bíða hálfu og heilu árin eftir aðgerð sem tekur enga stund, eða eru sendir á einkasjúkrahús í Svíþjóð með til- heyrandi umstangi og óþægindum, og auðvitað kostnaði. Tálmanir á atvinnu- og tjáningar- frelsi og yfirgengileg skattheimta í skiptum fyrir hvað? Velferðar- kerfið? Heilbrigðisþjónustu? Menntakerfi? Vegi? Aldeilis ekki. Miklu frekar virðist öll hringekjan snúast um að blása í segl stjórn- málamanna sem gera góðverk sín á kostnað almennings og hljóta fyrir það endurkjör. Stjórnarskráin var ekki skrifuð til að gefa hinu opinbera óendanleg völd, jafnvel ekki í þágu allsherjar- reglu. Hún var skrifuð til að halda aftur af ríkisvaldinu, á tímabili í sögu okkar þar sem menn mundu vel eftir einveldiskonungum mið- alda og óttuðust völd ríkisvaldsins. En hvað er til ráða? Ekki dugir að kjósa. Það virðist engu máli skipta hvað nýkjörinn stjórn- málamaður fer ákveðinn inn í þing- hús Alþingis eða ráðhús sveitarfé- laganna: Þegar þangað er komið mætir honum einfaldlega embættis- mannakerfið, andspyrna, íhaldssemi kerfis sem ver sjálft sig og í mörg- um tilvikum persónuárásir. Kannski fyrsta ráðið sé að hætta að hlusta á stjórnmálamenn sem einoka umræðu- og fréttatíma og krefja stjórnmálamennina þess í stað um að halda kjafti og byrja að hlusta. Um leið má láta fréttir eiga sig. Þar bjóða stjórnlyndir blaða- menn stjórnlyndum einstaklingum í viðtal eftir viðtal og boða þannig heimsmynd sína undir fána fag- mennsku og fréttaflutnings. Í kjölfarið má svo biðja stjórn- málamenn um raunverulega rétt- lætingu á öllum þessum ríkisaf- skiptum: Hvað eru menn að fá fyrir skattheimtu á öllu sem hreyfist, eða er kyrrstætt? Þarf virkilega að halda úti skattheimtu þar sem jaðarskatturinn er miklu nær 100% en 40% til að styðja við fátæka, reka svolítið heilbrigðiskerfi og bjóða ungu fólki upp á einhverja menntun? Þarf í raun að takmarka atvinnu- og tjáningarfrelsi okkar í miðaldastíl til að tryggja allsherj- arreglu? Þarf fullfrískt fólk á öllum þessum bótum – og sköttum – að halda til að samfélagið grotni ekki niður í hreysabyggðir og glæpa- öldu? Er stjórnmálamaður svona miklu hæfari til að ráðskast með líf þitt en þú að stjórna því nokkurn veginn á eigin spýtur? Fyrsta skrefið er hjá okkur sjálf- um. Ríkið er ekki mamma okkar. Það á að þjóna okkur ef það á að geta réttlæt tilvist sína. Það gerir það ekki í meiri mæli en svo að á eftir klappi kemur krepptur hnefi. Nú er mál að linni. Eftir Geir Ágústsson Geir Ágústsson » Af hverju er stjórn- málamanninum treyst betur fyrir þinni velferð en þér sjálfum? Höfundur er verkfræðingur. Hugleiðingar hægrimanns Kostnaður við lagn- ingu 1. áfanga borg- arlínu til ársins 2033 er áætlaður 50 millj- arðar eins og fram kemur í Samgöngu- sáttmála ríkisstjórnar og sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu, sem undirritaður var 26. september 2019. Greinilega er lagt af stað með allt of lágar kostnaðartölur líkt og gerðist í Stavanger í Noregi þar sem borg- arlínuframkvæmdir standa yfir. Sérfræðingar sem til þekkja full- yrða að 50 milljarðar sé allt of lág tala fyrir framkvæmdir við 1. áfanga borgarlínu. 80-100 millj- arðar séu nær lagi, ef vagnakaup og tilheyrandi er reiknað með. Í Samgöngusáttmála ríkis- stjórnarinnar og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er einnig gert ráð fyrir byggingu mislægra gatna- móta á Bústv./Reykjanesbraut (2021). Auk þess hefur samgöngu- ráðherra lýst yfir vilja til þess að ljúka við lagningu Sundabrautar fyrir 2030. Ljóst er að borgar- línuframkvæmdir munu fresta hluta af vegaframkvæmdum sem Samgöngusátt- málinn gerir ráð fyrir og líklega fram- kvæmdum við Sunda- braut, sem er ekki inn í Samgöngusáttmál- anum. Í lok apríl sl. sagði Sigurður Ingi Jó- hannsson samgöngu- ráðherra: „Sunda- brautarmálið þokast áfram. Í lok sumars fæ ég tillögu að framtíðarlausn sem fest yrði í skipulagi.“ Vonandi ger- ist það. Hækkaði um nær 200% Kostnaðaráætlun fyrir svipað verkefni og borgarlínan – Buss- veien í Stavanger í Noregi – hefur hækkað um hátt í 200%, eða hefur nálægt þrefaldast miðað við upp- haflega kostnaðaráætlun. Hækk- unin hefði orðið enn meiri ef samgönguyfirvöld á Stavanger- svæðinu hefðu ekki gripið til þess ráðs að endurskoða allar áætlanir varðandi verkefnið. Í dag virðist stuðningur íbúa Reykjavíkur við borgarlínu fara að mestu eftir stuðningi við einstaka stjórnmálaflokka. Það er ekki sér- staklega góður grunnur til að byggja á afstöðu sína til þessarar risaframkvæmdar, sem borgarlínan er. Framkvæmdaaðilar verða að svara því við upphaf framkvæmda við borgarlínu, hver muni borga kostnað við borgarlínu umfram þær kostnaðartölur sem birtast í Sam- göngusáttmálanum. Mun ríkið taka á sig þann kostnað að hluta ? Svo- kallaðar Borgarlínuframkvæmdir á nokkrum stöðum erlendis eins og t.d. í Stavanger, hafa víðast hvar farið töluvert fram úr áætlun. Stórt áhættuverkefni Nú þegar eru upphaflegar fram- kvæmdaáætlanir komnar á eftir áætlun. Borgarlínuverkefnið er stórt áhættuverkefni, sem mun laska stöðu borgarsjóðs til langs tíma. Einnig liggja fyrir ótrúverð- ugar spár um það hve margir muni nýta sér þennan ferðamáta. Þessar spár eru ekki í samræmi við reynslutölur frá bílaborgum í Bandaríkjunum, Kanada og Ástr- alíu. Málflutningur þeirra sveitar- stjórnarmanna, sem bera ábyrgð á framkvæmd borgarlínu, hefur ekki verið sannfærandi. Aðallega byggð- ur á hástemmdum yfirlýsingum um mikilvægi og ágæti borgarlínu, án þess að slík ummæli séu rökstudd með fullnægjandi hætti. Augljóst er að langvarandi mjög kostnaðarsamar framkvæmdir við borgarlínu tefja enn frekar afar mikilvæg verkefni við nauðsynlegar samgöngubætur í vegakerfi borg- arinnar. Sú þróun sem blasir við mun breyta viðhorfum margra íbúa til risavaxinna og rándýrra sam- gönguframkvæmda, eins og stefnir í með borgarlínuframkvæmdir. Auk þess er augljóst að framkvæmdir við borgarlínuverkefnið á næstu ár- um eiga eftir að auka þann umferðarvanda sem við blasir á höfuðborgarsvæðinu í dag, ekki síst í Reykjavík. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » Afar líklegt er að á framkvæmdatíma borgarlínu muni draga verulega úr nauðsyn- legum samgöngubótum í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fv. borgarstjóri. Borgarlína – óvissuferð inn í framtíðinaMóttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.