Morgunblaðið - 04.08.2020, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020
Maður velur sér
ekki samferðafólk
sitt í lífinu sjálfur,
það er happdrætti,
en stundum fær
maður vinninginn. Komið er að
kveðjustund eftir langa og
góða samfylgd í meira en 60 ár.
Magnea Kolbrún, ævinlega
kölluð Maddí, og Bjarni bróðir
minn gengu í hjónaband 9. nóv-
ember 1961, sem var brúð-
kaupsdagur foreldra Bjarna.
Hún ólst upp í barnmargri og
samheldinni fjölskyldu í
Vesturbænum. Það var ekki
mulið undir þau systkinin, þau
urðu að standa sig. Maður
skynjaði að þau voru náin.
Þetta var stór og glaðlyndur
hópur. Hún hélt stór fjöl-
skylduboð á heimili þeirra
Bjarna. Sterkar taugar hafði
hún alltaf til Bjarnarness í
Hornafirði, þar sem hún var í
sveit í æsku. Heimili hennar og
Bjarna stóð ævinlega opið ætt-
ingjum og vinum.
Bjarni og Maddí tóku tvo
menn, einstæðinga, undir sinn
verndarvæng. Annar var fyrr-
verandi vinnumaður á Grund,
sem átti fáa að í ellinni. Hinn
hafði veikst á ungum aldri og
varð aldrei samur. Maddí tók
þeim jafn opnum örmum og öll-
um öðrum og stóð heilshugar
með manni sínum í þessum
verkum. Þau lögðu fram það
sem þá skorti, vináttu og
hjartahlýju, sem rauf einstæð-
ingsskap þeirra. Nú á dögum
ætlast fólk til að ríkið skjóti
skjólshúsi yfir slíkt fólk, svo
við getum haft það afsíðis og
helst gleymt því. Þessi verk
þeirra hjóna má muna og við
hin getum spurt okkur hvort
við höfum lagt fram eitthvað
álíka. Væri lífið ekki betra ef
fleiri gerðu þetta?
Maddí fékk það hlutskipti í
lífinu að verða samferða nokkr-
um einstaklingum með ríkulegt
keppnisskap. Þá kom sér vel að
vera jafnlynd og yfirveguð.
Sagt hefur verið í gamni að
karlmenn segi það sem þeim
Magnea Kolbrún
Sigurðardóttir
✝ Magnea Kol-brún, Maddí,
fæddist 8. apríl
1939. Hún lést 22.
júlí 2020.
Útförin fór fram
30. júlí 2020.
sýnist við konur,
en konur geri það
sem þeim sýnist
með karlmenn.
Lagni og innsæi í
mannlegum sam-
skiptum var henni
í blóð borin. Hún
stóð ekki höllum
fæti, hún færði allt
til betri vegar.
Hún var skemmti-
leg, jákvæð og
brosmild. Tók gestum glaðlega
og kvaddi hlýlega. Samgladdist
alltaf þeim sem vel gekk. Hún
gaf sér tíma til að spjalla, fylgj-
ast með og alltaf spurði hún
frétta af mínu fólki. Hún var
harðdugleg, jákvæð og tilbúin
að taka áskorunum, fara út fyr-
ir þægindarammann, eins og
það er kallað. Hún var hjálp-
söm og tók til hendinni. Ég átti
margar skemmtilegar stundir
með henni á mínu æskuheimili
við tiltektir, sláturgerð, hey-
skap og margt annað. Sem
unglingur í skóla dvaldi ég tvo
vetur á heimili þeirra Bjarna í
Ljósheimunum. Þá var gott að
fá aðstoð við heimanám og út-
skýringar á prjónauppskriftum.
Ég held reyndar að henni hafi
þótt það skemmtilegt, því hún
var lagin við það eins og annað.
Maddí hefur nú kvatt eftir
löng og erfið veikindi, sem hún
tók af miklu æðruleysi. Hennar
nánustu munu geyma minning-
ar um góða konu sem gerði
gott úr öllu. Hún tók afstöðu
með lífinu, þótt dauðinn hafi nú
orðið hlutskipti hennar eins og
við hin eigum öll vísa von.
Blessuð sé minning hennar.
Áslaug Þorgeirsdóttir.
Í dag kveðjum við yndislegu
móðursystur okkar Magneu
Kolbrúnu Sigurðardóttur, eða
Maddí eins og hún var ávallt
kölluð. Maddí ólst upp í stórum
systkinahópi á Brávallagötunni.
Elstar voru systurnar Katla,
Hanna og Maddí sem voru
mjög samrýndar og gerðu
margt saman. Við erum viss
um að móðir okkar, Hanna,
sem lést fyrir 5 árum tekur vel
á móti systur sinni.
Við eigum margar góðar
minningar frá æskuárum okk-
ar, þá var mikið farið í heim-
sóknir og jafnvel gist. Það voru
margar veislurnar sem systurn-
ar útbjuggu saman og hjálpuðu
hver annarri. Hvort sem var
fermingarveisla, afmæli eða
brúðkaupsveislur systkina
þeirra, þá voru þær systur góð-
ar saman í eldhúsinu að undir-
búa. Alltaf vorum við systkin
með í för og skemmtum okkur
vel. Það var gaman að fá að
hjálpa þeim, allir fengu hlut-
verk eða lágu á hleri og þá var
oft mikið hlegið.
Maddí tók háskólapróf í ís-
lensku og nutum við góðs af
þegar við vorum að ljúka okkar
háskólanámi. Þá bauðst Maddí
til að lesa yfir lokaverkefnin
okkar. Við verðum alltaf þakk-
lát fyrir þá aðstoð.
Maddí var fróð og víðsýn.
Henni þótti ofurvænt um öll
börn og fylgdist vel með allri
fjölskyldunni hvort sem var
með sínum börnum, barnabörn-
um og einnig okkar börnum.
Maddí hafði mikinn áhuga á
bókalestri, fór oft á leiksýning-
ar og tónleika. Það var gaman
að spjalla við hana um síðustu
leiksýningar eða tónleika og
nýjustu bækurnar sem hún
hafði lesið.
Síðustu árin voru Maddí erf-
ið þar sem sjúkdómurinn herj-
aði á, en hún var baráttukona
mikil og það, sem hún ætlaði
sér að ná, tókst henni. Hún var
yndisleg kona með stórt hjarta,
alltaf hjálpsöm og tilbúin að að-
stoða þegar þörf var á. Um-
hyggjusöm og svo blíð og góð
við alla.
Með sorg í hjarta munum við
ylja okkur um hjartarætur með
allar góðu stundirnar sem við
áttum með Maddí frænku.
Elsku Bjarni, Guðrún, Pétur
og Siggi og fjölskyldur, við
biðjum algóðan guð að styrkja
ykkur í sorginni. Blessuð sé
minning elskulegu Maddíar
frænku.
Gegnum tárin geisli skín,
gleði og huggun vekur.
Göfug andans áhrif þín
engan frá mér tekur.
Þegar upp á ljóssins land
lífs mér fleytir kraftur,
traustar slakna tryggðaband
tengja vinir aftur.
(Erla)
Sigurður, Guðrún og Björk.
Með þessum fáu línum lang-
ar okkur að minnast Magneu K.
Sigurðardóttur (Maddýjar) sem
tók alltaf svo vel á móti okkur
félögum þegar við heimsóttum
vin okkar, Sigga B., í Holtsbúð-
ina. Hún var ávallt brosmild,
gaf sér tíma til að ræða við
okkur og vildi ávallt vita hvern-
ig fjölskyldur okkar hefðu það
enda voru samskiptin góð á
milli fjölskyldna þar sem við fé-
lagarnir erum jafnaldrar Sigga
og höfum fylgst að frá því við
kynntumst fyrst, 5 ára gamlir.
Við stunduðum íþróttir af kappi
á okkar yngri árum og Maddý
fylgdist vel með, hún var
kannski ekki alltaf á hlíðarlín-
unni en vissi alltaf hvernig leik-
irnir fóru hjá okkur. Maddý
stóð að sjálfsögðu alltaf með
okkur og sínum manni, Sigga,
og það er enn minnisstætt þeg-
ar við lékum á móti ÍR í 5.
flokki í knattspyrnu. Þetta var
hörkuleikur og kveikiþráðurinn
í Sigga var oft mjög stuttur.
Þegar líða fór á leikinn var
Siggi orðinn mjög ósáttur við
dómara leiksins, sem og fleiri
Stjörnumenn, enda hallaði mjög
á okkur hvað dómgæsluna varð-
ar. Siggi fékk loks nóg, sagði
nokkur vel valin orð við dóm-
arann, sem ekki er hægt að
hafa eftir og fékk beint rautt
spjald frá honum. Sigga fannst
þetta mjög ósanngjarnt og neit-
aði að fara út af. Dómarinn
reyndi þá að koma honum út af
en Siggi hljóp á undan honum
um völlinn og dómarinn náði
honum ekki. Það var ekki fyrr
en nokkrir foreldrar báðu hann
að koma út af að hann gaf sig.
Þá heyrðist í Maddý frá hliðar-
línunni: „Já, hann Siggi minn,
hann hefur svo sterka réttlæt-
iskennd.“ Og þar með var málið
útrætt.
Maddý var einstaklega já-
kvæð, hlý og einlæg, mjög vel
lesin, fróðleiksfús og gáfuð
enda bera börnin hennar, Siggi,
Pétur og Guðrún, þess glöggt
merki. Hún var dugleg að
hjálpa þeim í náminu. Þá var
hún stoð og stytta fyrir barna-
börnin, sem leituðu mikið til
hennar.
Við minnumst Maddýjar með
miklum hlýhug. Elsku Bjarni,
Siggi, Pétur, Guðrún og fjöl-
skylda, við vottum ykkur okkar
innilegustu samúð.
Sigurður Guðmunds-
son, Valdimar
Kristófersson.
Enn fækkar þeim bekkjar-
systkinum sem útskrifuðust frá
Samvinnuskólanum í Bifröst ár-
ið 1957. Við kveðjum í dag
elskulega bekkjarsystur okkar,
Magneu eða Maddí eins og hún
var ætíð kölluð.
Fyrstu nemendurnir sem
hófu nám í Bifröst haustið 1955
komu víðs vegar að af landinu
og var eftirvæntingin mikil í
hópnum að hefja nám á þessum
fallega stað sem hafði verið val-
inn fyrir skólann. Maddí og
Auður vinkona hennar voru þar
á meðal og vöktu þær fljótlega
athygli fyrir glaðværð og fé-
lagslyndi. Hópurinn hristist vel
saman og margs er að minnast
frá þeim árum.
Maddí var ein af þeim sem
komu frá Reykjavík og hafði
hún alist upp í stórum systk-
inahópi. Hún varð fljótt vinsæl
enda kát, skemmtileg og já-
kvæð. Maddí gekk mjög vel í
námi og jafnframt tók hún mik-
inn þátt í félagslífinu í skól-
anum og var þar mikil drif-
fjöður. Að loknu námi í Bifröst
lá leiðin til Bretlands, þar sem
hún dvaldi um hríð.
Stuttu eftir heimkomu
kynntist hún mannsefni sínu,
Bjarna Péturssyni frá Grund í
Skorradal, og stofnuðu þau
heimili í Reykjavík. Við tóku
annasöm ár við heimilisstörf og
uppeldi barna. Hún lét ekki þar
við sitja, hún settist aftur á
skólabekk, fór í öldungadeild
MH og lauk þaðan stúdents-
prófi. Hóf síðan nám í íslensk-
um fræðum við Háskóla Íslands
og lauk prófi þaðan með glæsi-
brag. Auk þess að sinna heimili
og börnum starfaði hún alla tíð
utan heimilis og tók að sér
margvísleg ábyrgðarstörf, m.a.
var hún um tíma einkaritari
forstjóra SÍS. Síðast á starfs-
ferlinum var hún fjármálastjóri
við Fjölbrautaskólann í Breið-
holti.
Við bekkjarsystkinin dáð-
umst að starfsorku og dugnaði
hennar í hvívetna. Við höfum
alltaf haldið vel hópinn og alltaf
átti Maddí frumkvæði að því að
við hittumst reglulega og oftar
en ekki á glæsilegu og hlýlegu
heimili hennar og Bjarna. Við
getum seint gleymt þeim tíma
sem Maddí var í forystusveit
okkar og minnumst með þakk-
læti þess félagslega þáttar sem
hún átti í hópi okkar, jafnt í
leik og samstarfi þegar við
mörgum stundum nutum gest-
risni þeirra hjóna.
Fyrir nokkrum árum greind-
ist Maddí með illvígan sjúkdóm
sem smám saman dró úr þreki
hennar. Þrátt fyrir veikindin
mætti hún á mánaðarlegum
fundum okkar bekkjar-
systkinanna og var sem áður
hrókur alls fagnaðar.
Við minnumst Maddíar með
miklu þakklæti fyrir allar liðnar
samverustundir og vottum
Bjarna, börnum og öllum ást-
vinum innilega samúð.
Fyrir hönd bekkjarsystkin-
anna,
Margrét Helga.
Okkar dásamlegi
ÚLFAR DANÍELSSON,
kennari og víkingur,
Skógarhlíð 7, Hafnarfirði,
Verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
fimmtudaginn 6. ágúst klukkan 11.
Í ljósi aðstæðna verður einnig hægt að koma saman og horfa á
streymi á eftirtöldum stöðum: Víðistaðaskóli, Bæjarbíó,
Áslandsskóli og Samfylkingarsalurinn, Strandgötu 43.
Frekari breytingar, ef þarf, verða birtar á samfélagsmiðlum
fjölskyldunnar.
Adda María Jóhannsdóttir
Hildur Jónsdóttir Silja Úlfarsdóttir
Sara Úlfarsdóttir Sindri Dan Vignisson
Melkorka Rán Hafliðadóttir Snævar Dan Vignisson
Kormákur Ari Hafliðason Þorkell Magnússon
og aðrir aðstandendur
Fallegi drengurinn okkar,
GYLFI MAGNÚS THORLACIUS,
Auðarstræti 17,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
laugardaginn 25. júlí.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á að styrkja
Landspítalann, t.a.m. gjörgæsludeildina við Hringbraut.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað.
Magnús Lyngdal Magnússon
Ragnhildur Thorlacius
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RÓSA ÁRNADÓTTIR
kennari,
frá Höskuldsstöðum,
Eyjafjarðarsveit,
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
31. júlí.
Snjólaug Sigurðardóttir Benedikt Smári Ólafsson
Snæbjörn Sigurðsson Elva Sigurðardóttir
Árni Sigurðsson Hrefna Laufey Ingólfsdóttir
Ingólfur Sigurðsson Bryndís Lúðvíksdóttir
Elín Kristbjörg Sigurðard. Hafþór Hreiðarsson
Margrét Sigurðardóttir Helgi Þór Ingason
Pálína Stefanía Sigurðard. Freyr Aðalgeirsson
barna- og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI PÁLL JÓHANNSSON
listamaður,
Hólmatjörn í Holtum,
lést á Landspítalanum 23. júlí, útför verður 5. ágúst. Í ljósi
aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur og vinir
viðstaddir athöfnina.
Sólveig Benjamínsdóttir
Skrímir Árnason Halldóra Jónsdóttir
Þorkell Ó. Árnason Yabei Hu
Benjamín N. Árnason
barnabörn
Elskuð móðir okkar
RAGNHEIÐUR HARALDSDÓTTIR
Stóru-Mástungu
lést á Dvalarheimilinu Grund þann 27. júlí.
Jarðsett verður frá Stóra-Núpskirkju
föstudaginn 7. ágúst kl. 14.
Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir allra
nánustu en athöfninni verður streymt á Facebook-síðu
Stóra-Núpskirkju.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Grund.
Börn hinnar látnu og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT S. EINARSDÓTTIR,
fv. sjúkraliði og forstöðumaður,
Norðurbrú 1,
Garðabæ,
sem lést 16. júlí, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ
föstudaginn 7. ágúst klukkan 13.
Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir allra
nánustu en verður einnig streymt á slóðinni: www.utformse.is.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð
Hringsins.
Atli Pálsson
Hallgrímur Atlason Guðbjörg Jónsdóttir
Guðjón Atlason Ana Isorena Atlason
Atli Atlason Elin Svarrer Wang
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
SIGÞÓRS SIGURÐSSONAR
netagerðarmanns.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
lungnadeildar Landspítalans í Fossvogi og
hjartadeildar Landspítalans við Hringbraut.
Ingigerður Anna Guðmundsdóttir
Ragnheiður G. Sigþórsdóttir
Bjarki Sigþórsson Björk Valdimarsdóttir
Sigríður Sigþórsdóttir Hilmar K. Lyngmo
barnabörn og barnabarnabörn