Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.08.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 Elsku amma. Takk fyrir að gefa okkur kvöldið um daginn til að kveðja þig, það var eitthvað svo ekta þú. Fara nákvæmlega eins og þú vildir fara, með því að sofna inni í rúmi en gefa okkur öllum smá tíma til að kveðja þig. Samt ekki of langan þannig að kveðjustundin drægist ekki á langinn, heldur bara þann tíma sem við þurftum til að fá að skríða aðeins upp í til þín, spjalla smá við þig og kyssa þig bless. Takk fyrir alla yndislegu Harðbaksdagana. Við erum heppnustu krakkar í heimi að hafa fengið að alast upp við að fara norður og læra á lífið þar. Harðbakur og dagarnir með þér þar voru algjörlega æsku minnar draumalönd. Það eru ekki margir krakkar sem fengu að flækjast um á hjara veraldar og læra allt um fuglana, ungana þeirra, rek- ann, veiðar, vötn, fjörur, blóm, plöntur og náttúruna yfirleitt. Og allt þetta kenndirðu okkur án þess að við yrðum þess vör að það væri einhver kennsla í gangi. Þetta síaðist einhvern veginn allt frá þér yfir til okkar. Takk fyrir að tala alltaf við okkur eins og við værum fullorðið fólk og kenna okkur sjálfstæði, ábyrgðarkennd og útsjónarsemi. Takk fyrir alla þolinmæðina, skilninginn og yfir- vegunina. Takk fyrir að hafa alltaf leyft okkur að prófa okkur áfram í sveitinni og efast aldrei um getu okkar til að standa okkur. Þú veist ekki hvað það hefur skilað okkur miklu í lífinu að kunna að bjarga okkur og finnast við geta fundið út úr öllu. Takk fyrir að kenna okkur hvernig maður sér um veika æðarunga, fyrir að Aðalbjörg Guðmundsdóttir ✝ Aðalbjörg Guð-mundsdóttir fæddist 15. mars 1920. Hún lést 10. júlí 2020. Útförin fór fram 27. júlí 2020. leyfa okkur að prófa björgunarvestin í vatninu og fyrir alla morgnana sem ég vaknaði við brauðið að ristast á viðar- eldavélinni. Mér fannst það besta lykt í heimi og ég get alltaf framkallað hana í huganum, vit- andi að ég muni aldrei finna hana aftur. Takk fyrir að vera sallaróleg þegar við Jói týndumst í snjó- komunni úti á vatni í árabátnum, bara við tvö tíu og ellefu ára göm- ul. Þú vissir að við myndum ráða við þetta enda vorum við búin að elta þig út um allt, læra af þér og fundum út úr þessu þótt við sæj- um hvergi til lands. Takk fyrir að bíða eftir okkur heima í Ellubæn- um með heitt kakó og lummur því að þú vissir að við værum köld og þyrftum hita í kroppinn. Takk fyrir að treysta og trúa á okkur. Takk fyrir allar spilastundirn- ar, þvottaleikina og prjónastund- irnar. Takk fyrir að hafa rifið upp saumavélina og saumað með mér ballkjóla þegar mér datt í hug að sauma mér flíkur rétt fyrir ball. Takk fyrir að hafa „æðarkollað“ mig í svefn óteljandi sinnum. Takk fyrir sundferðirnar, bíla- brjóstsykurinn, pönnukökurnar, kertagerðina, laufabrauðsgerð- ina og langömmuboðin. Takk fyrir að vera stórkostleg fyrirmynd í lífinu fyrir mig og strákana mína. Þú varst mjög greind, sterk, sjálfstæð og yfir- veguð. Það eru algjör forréttindi að hafa fengið að alast upp með þig sem fyrirmynd. Takk fyrir allt elsku amma mín. Þín Þorbjörg. Þegar Aðalbjörg Guðmunds- dóttir, Lolla, er kvödd hinstu kveðju flýgur hugurinn óðar norður að ystu strönd, þar sem hún fæddist og ólst upp, þriðja í röð sex samheldinna systra sem ásamt einum fósturbróður uxu úr grasi á Harðbak á Melrakka- sléttu. Hún dvaldi talsvert í Grjótnesi í sömu sveit hjá ömmu- systur sinni og nöfnu, Aðalbjörgu Pálsdóttur, sem var ljósmóðir auk þess að stýra stóru heimili. Án þess að hafa um það nákvæma vitneskju hef ég lengi haft það á tilfinningunni að Lolla hafi sótt mótandi veganesti til þessarar öflugu fagmanneskju sem löngum þurfti að setja hagsmuni annarra ofar sínum eigin. Ræt- urnar voru samt á Harðbak og þar var heldur ekki í kot vísað. Ættboginn þaðan hefur fengið í arf skýra mynd af lífinu þar forð- um, e.t.v. með nokkuð ríkulegu rómantísku ívafi. Jörðin er fyrst og fremst gjöful hlunnindajörð sem krafðist mikils dugnaðar, út- sjónarsemi og þekkingar til að afla fjölskyldunni lífsviðurværis. Lolla gekk á hólm við þær áskor- anir strax í æsku en síðan nánast alla ævi, ekki bara af samvisku- semi og dugnaði heldur einlæg- um áhuga og sannfæringu fyrir heilsubætandi og mannbætandi áhrifum Harðbakslífsins fyrir fólk á öllum aldri. Hún og Rögn- valdur sköpuðu sér aðstöðu til að dvelja langdvölum á Harðbak hvernig sem búsetu á bænum leið að öðru leyti, og sáu til þess að allir afkomendur þeirra, börn, barnabörn og barnabarnabörn, ættu kost á sumardvöl á Harðbak og þeim ómetanlegu þroskatæki- færum sem fylgdu. Í minni æsku var það hluti sumarkomunnar á Harðbak að Lolla mætti norður með fjölskylduna. Strax færðist fjör í leikinn en einnig ákveðin festa og ný umræðuefni komust á dagskrá. Persónulega stend ég í mikilli þakkarskuld við Lollu, ekki bara fyrir langa og góða samfylgd heldur einnig fyrir holl áhrif sumrin sem við stóðum í fjölbreyttum bústörfum á Harð- bak og oft síðan. Þrátt fyrir djúpar rætur í heimahögum stefndi Lolla út í heim til mennta. Fyrir valinu varð Kennaraskóli Íslands þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Rögnvaldi Sæmundssyni frá Ólafsfirði, síðar skólastjóra. Barnakennsla varð síðan hennar ævistarf en einnig köllun og lífs- stíll. Að sumu leyti var hún kenn- ari af gamla skólanum í besta skilningi þess hugtaks þar sem lífsgildin voru tjáð og útskýrð með eigin breytni og framgöngu. „Kurteisin kom að innan/sú kurt- eisin sanna/ siðdekri öllu æðri/ af öðrum sem lærist“ (Bjarni Thor- arensen). En hún var ekki síður kennari nýrra tíma og nýrra við- horfa því hún hafði lifandi áhuga á hverri nýrri kynslóð sem mætti í skólann og var vakandi yfir nýj- ungum í kennslu og kennara- starfi allt til starfsloka. Lolla kvaddi með þeirri lát- lausu reisn og reglufestu sem henni var í blóð borin. Hún hafði lifað í nákvæmlega heila öld, skil- að merkilegu lífsstarfi og ómetanlegri arfleifð til afkom- enda sinna og ættingja. Og rétt áður en hún dó lifði hún enn eina sumarkomu á Harðbak og varð í síðasta sinn vitni að þúsundradda söng lífríkis sem lofsyngur á hverju vori þá staðreynd að lífið heldur áfram. Blessuð sé minning Aðalbjarg- ar Guðmundsdóttur. Guðmundur Þorgeirsson. Systur í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur kveðja í dag kæra systur, Aðalbjörgu Guðmunds- dóttur. Aðalbjörg náði hundrað ára aldri 15. mars síðastliðinn og tíu dögum fyrir afmælið sótti hún góðgerðarfund hjá Reykjavíkur- klúbbi, hress og glöð að vanda. Aðalbjörg var mjög ern til hinsta dags og það var yndislegt að fá fréttir af því að hún hefði náð að heimsækja ættaróðalið sitt kæra, Harðbak á Melrakkasléttu, núna í sumar. Í tilefni 100 ára afmæl- isins birtist viðtal við Aðalbjörgu í Morgunblaðinu og þar sagði hún að ekkert hefði skort á Harðbak þegar hún var að alast þar upp. Þar var silungsveiði, æðarvarp og dúntekja og sinnti Aðalbjörg dúnhreinsuninni fram undir það síðasta. Aðalbjörg útskrifaðist með kennarapróf tvítug að aldri árið 1940 og starfaði sem kennari á Raufarhöfn, í Hafnarfirði, við Austurbæjarskólann í Reykjavík og við Barnaskólann í Keflavík í yfir tuttugu ár, þar af yfirkennari í fjögur ár. Síðustu áratugina sinnti hún kennslu yngri barna með afar góðum árangri. Í Kefla- vík sat Aðalbjörg í ýmsum nefnd- um á vegum bæjarins, m.a. í fræðsluráði. Frá 1977 til 1988 kenndi hún við Ölduselsskóla í Reykjavík og lauk þar hátt í 50 ára starfsævi sem kennari. Aðalbjörg var fyrsti formað- urinn í Soroptimistaklúbbi Kefla- víkur sem var stofnaður 1975. Í afmælisriti Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur frá 2009 birtist við- tal við Aðalbjörgu þar sem hún segir frá því hvað hafi orðið til þess að hún gekk til liðs við Sor- optimistahreyfinguna. Henni leist vel á að ganga í starfsgreina- klúbb sem hefði það markmið að styrkja menningar- og velferðar- mál og hún beitti sér fyrir því frá upphafi að klúbburinn styrkti sjúkrahúsið í Keflavík. Aðalbjörg gekk síðar til liðs við Reykjavík- urklúbbinn á árinu 1979, tók allt- af virkan þátt í starfi klúbbsins og gegndi mörgum embættum fyrir hann í gegnum tíðina. Aðal- björg starfaði sem ritari, gjald- keri og fulltrúi á landssambands- þingum, auk margháttaðra nefndarstarfa. Aðalbjörg var gerð að heiðursfélaga í Soroptim- istaklúbbi Reykjavíkur árið 2006. Þá var Aðalbjörg einnig virk á vettvangi Soroptimistasambands Íslands, tók þátt í stofnfundi þess og gegndi embætti varaforseta. Dóttir Aðalbjargar, Margrét Rögnvaldsdóttir, fetaði í fótspor móður sinnar og gekk til liðs við Soroptimistahreyfinguna. Mar- grét skipulagði fyrir tveimur ár- um glæsilega systraferð um Mel- rakkasléttu og þá fengu systur úr Reykjavíkurklúbbi höfðinglegar móttökur hjá Aðalbjörgu á ættaróðalinu á Harðbak. Systur í Reykjavíkurklúbbi minnast Aðalbjargar með mikilli virðingu og þakklæti og votta Margréti, Elínu og Sæmundi og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Sigrún Þorgeirsdóttir, formaður Soroptim- istaklúbbs Reykjavíkur. Okkur langar til að minnast okkar kæru vinkonu og fyrrver- andi samstarfskonu í Öldusels- skóla. Aðalbjörg var dásamleg manneskja og vissulega kennari af guðs náð. Við vorum svo lán- samar að vinna náið með henni síðustu ár hennar í skólanum. Ávallt var unnt að sækja í visku- brunn hjá henni og hafði hún óþrjótandi hugmyndir í kennslu og námi barnanna okkar. Yfir- vegun í kennslu var hennar að- alsmerki. Við fundum aldrei fyrir því að nokkur aldursmunur væri á henni og okkur, nema síður væri, svo frjó var hún í hugsun og starfi. Þótt liðin séu rúm þrjátíu ár síðan hún lét af störfum þróað- ist vinátta okkar áfram og nutum við ótal samverustunda með henni hvort heldur var í Reykja- vík eða í heimsóknum okkar á æskuheimili hennar á Harðbak, Melrakkasléttu. Skemmtilegt og fróðlegt var að kynnast heim- kynnum hennar á Sléttunni sem og lífsháttum liðinna tíma. Ávallt miðlaði hún okkur af reynslu sinni og uppvexti á heimaslóðum. Ógleymanlegar eru stundir okk- ar með henni í litla húsinu við fjöruborðið þar sem við nutum þess m.a. að gæða okkur á Harðbakskökunni góðu sem aldr- ei mátti missa sín þar. Mjög minnisstætt er okkur að ganga á eftir Aðalbjörgu hoppandi á milli þúfna með prik í höndunum til að finna og merkja hreiður æðar- fuglsins og máttum við hafa okk- ur allar við þótt yngri værum. Í raun er það henni að þakka að við kynntumst landinu okkar nánar í þessum ferðum til hennar. Þau hjón, Aðalbjörg og Rögn- valdur, nutu þeirrar gæfi að búa seinni árin hjá dóttur sinni og tengdasyni, Elínu og Björgvini, í Seljahverfinu þar sem þau voru umvafin kærleika allrar fjöl- skyldunnar. Yndislegar stundir í vöfflukaffi hjá henni og Rögnvaldi og síðar henni eftir að hann féll frá voru okkur mikils virði sem og smá- bíltúrarnir inn á milli ásamt stoppi á kaffihúsi þar sem Aðal- björg okkar ávallt fékk sér súkkulaðiköku með rjóma. Þakklæti er okkur efst í huga að hafa verið svo lánsamar að kynnast okkar góðu vinkonu og fá að njóta vináttu hennar öll þessi ár. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar og megi minning hennar ylja okkur öllum um ókomna tíð. Hildigunnur og Sigurborg. Kæri bróðir. þegar ég sit hér og set niður þessi orð veit ég ekki hvar á að byrja. Þú varst tekinn svo snöggt frá okkur, góðar minningar steyma fram um æskuárin á Framnesveginum, heimsókn- um til ykkar Gerðar vestur, sólarferðir og margt fleira, minningar um góðan bróður munu fylgja mér um ókomin ár. Takk fyrir allt gott og skemmtilegt elsku Sigþór og megi góður guð styrkja elsku Gerði, börnin ykkar og fjöl- skyldur. Að lokum set ég hér bænina sem mamma fór með, með okkur, fyrir svefninn. Sigþór Sigurðsson ✝ Sigþór fæddist 15. mars1949. Hann lést 20. júlí 2020. Útförin fór fram 30. júlí 2020. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þótt ég kveðji þig með sorg í hjarta, lít ég á tímann okkar saman með hlýju og brosi. Þín systir, Sigríður Rebekka (Beggý) og fjölskylda. ✝ Anna SólbjörgJónasdóttir fæddist í Eiríks- búð á Arnarstapa 5. maí 1933. Hún lést á dvalarheim- ilinu Jaðri, Ólafs- vík, 23. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Lydía Kristófersdóttir í Skjaldatröð, f. 19. júní 1913, d. 13. október 1997, og Jónas Péturs- son í Eiríksbúð, f. 20. maí 1905, d. 2. apríl 1993. Systkini hennar eru Kristófer, f. 12. apríl 1935 og Arndís, f. 8. júlí 1938. Anna giftist 24. september 1961 Rafni Þórðarsyni skip- Anna, eða Lilla, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp á Arnarstapa og gekk þar í farskóla sem starfræktur var á Arnarfelli. Lilla kom fyrst til Ólafsvíkur sem húshjálp hjá frú Soffíu og Markúsi for- stjóra Hraðfrystihúss Ólafs- víkur. Þar kynntist hún Rafni og hófu þau búskap á Fagra- bakka hjá foreldrum hans. Þau fluttu fljótlega upp í Sandholt 2, en 1967 fluttu þau upp í nýbyggt hús sitt að Skipholti 4. Þar bjuggu þau þar til Rafn lést 1996. Lilla fluttist upp í Hjallabrekku og 2012 flutti hún á dvalarheim- ilið Jaðar. Fyrstu árin var hún heima- vinnandi en fór fljótlega að vinna við fiskvinnslu og staf- aði lengi í Hróa, síðan hjá Fiskkaupum, Hraðfrystihús- inu og síðast hjá KG Rifi. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 4. ágúst 2020, klukkan 14. stjóra frá Ólafsvík, f. 4. desember 1927, d. 13. júlí 1996. Börn þeirra eru: 1) Garðar, f. 12. desember 1953, giftur Guðrúnu Pétursdóttir, f. 31. maí 1951, dætur þeirra eru Telma, Sif og Rut. 2) Lydia, f. 29. nóv- ember 1960, gift Hjálmari Kristjánssyni, f. 2. júlí 1958, synir þeirra eru Fannar og Daði. 3) Svanur, f. 5. apríl 1962, giftur Gabrielu Morales, f. 4. apríl 1965, börn Svans frá fyrra sambandi eru Viðar, Anna Lóa, Sóley og Rafn. Langömmubörnin eru orðin 19. Það er með miklum söknuði sem ég kveð tengdamóður mína, hana Lillu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var traustur vinur og alltaf hægt að leita til hennar og langar mig að þakka henni fyrir allt. Ég hefði ekki getað átt betri tengdamömmu og var hún mér og dætrum okkar Garðars alltaf mjög góð, alltaf tilbúin að passa fyrir okkur ef okkur vantaði pössun. Lilla var létt í lund og gaman að vera með henni og átti hún fullt af góðum vinum. Alltaf mundi hún eftir afmælis- dögunum okkar og barna og barnabarnanna okkar og hringdi. Það er svo margs að minnast. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Ég þakka samfylgdina, elsku Lilla, hvíldu í friði. Guðrún Pétursdóttir. Í dag kveðjum við ömmu, langömmu og sannarlega góðan vin því elsku amma Lilla er nú farin. Amma var einstök og segja má að hún hafi verið örlagavald- ur í okkar fjölskyldu því nærvera hennar, samkennd og hjálpsemi var ávallt til staðar sem gerði líf okkar betra og skemmtilegra. Við munum svo sannarlega sakna nærveru hennar og allra símtalanna en það er komið að leiðarlokum. Lilla, eins og hún amma var jafnan kölluð, var gleðigjafi hvort sem það var í leik eða starfi. Alls staðar þar sem hún tyllti niður fæti var hún hress og kát. Hún vildi hafa gaman og þoldi einfaldlega ekki vesæld eða leiðindi. Hún vildi öllum vel. Vildi leggja lóð á vogarskálarnar um að dagurinn væri góður og skemmtilegur. Frábær eiginleiki í fari manneskju að geta dregið það besta fram í fari fólks hvern- ig svo sem aðstæður væru. Ef henni mislíkaði eitthvað eða hún sá að samræður væru að fara eitthvað þá átti hún það til að segja: „Jæja góða mín, ræðum eitthvað annað.“ Í gegnum árin og í heimsókn- um okkar vestur í Ólafsvík var alltaf tekið vel á móti okkur hvort sem það var í Skipholtið eða Hjallabrekkuna og eins um tíma út í Rif. Það sem eftir lifir í minningunni úr þeim heimsókn- um var ekki bara gnægð veislu- fanga og gestrisni heldur sam- verustundirnar og spjallið langt fram undir morgun um heima og geima. Innsýn ömmu í liðna tíma og samferðafólk hennar úr Ólafs- vík og eins frá Arnastapa var einstakt. Hún gat tengt okkur saman við fólk sem við höfðum heyrt af, þekktum kannski til, stundum ekki og komið á teng- ingum sem gerðu sögurnar kræsnari, skiljanlegri og umfram allt skemmtilegri. Við kveðjum því glaðværa, einstaklega hjartahlýja og merkilega konu sem okkur þótti ekki aðeins vænt um sem ömmu og langömmu, heldur líka vin- konu sem gerði líf okkar betra, alltaf. Ömmu Lillu er því sárt saknað og munum við minnast hennar daglega um ókomna tíð með því að láta minningu hennar verða okkur leiðarljós um það hvernig við getum gert veröldina betri, miklu betri um alla fram- tíð. Telma og fjölskylda. Anna Sólbjörg Jónasdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.