Morgunblaðið - 04.08.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
HVARSEMÞÚERT
SAMSTARFSAÐILI
Öryggiskerfi
15:04 100%
50 ára Ólafía er Reyk-
víkingur en býr í Kópa-
vogi. Hún er viðskipta-
fræðingur, löggiltur
leigumiðlari og löggilt-
ur prentsmiður og er
eigandi fasteignamiðl-
unarinnar Atvinnueign
ásamt eiginmanni.
Maki: Halldór Már Sverrisson, f. 1972,
löggiltur fasteignasali og viðskiptafræð-
ingur.
Börn: Auður Hrönn, f. 1998, Halldór
Pálmi, f. 2003, og Ragnar Már, f. 2005.
Foreldrar: Guðmundur Pálmi Krist-
insson, f. 1947, verkfræðingur og fv. for-
stöðumaður byggingadeildar hjá Reykja-
víkurborg, og Ragnheiður Karlsdóttir, f.
1951, fv. leiðbeinandi á leikskóla. Þau eru
búsett í Reykjavík.
Ólafía
Pálmadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Kipptu þér ekki upp við það þótt
einhver spyrji þig spjörunum út úr því
þú hefur hreina samvisku. Líttu á minn-
ingar sem munað – smakkaðu á nokkr-
um en ekki missa damp.
20. apríl - 20. maí
Naut Það sem maður laðast að og það
sem er manni gott er ekki endilega alltaf
það sama. Hafðu þetta í huga.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hver athöfn hefur afleiðingar.
Gríptu tækifærið. Sinntu því vinum þín-
um og gefðu þér tíma til að hlusta á þá.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Straumarnir milli þín og ákveð-
innar manneskju eru nánast áþreif-
anlegir. Rétta manneskjan er sú sem
lagði allt í sölurnar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er gott að þekkja sín eigin tak-
mörk og þá ekki síður að virða þau þeg-
ar á það reynir. Einfaldast væri bara að
ræða við alla þá er málið varðar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur um skeið unnið að
ákveðnu máli bak við tjöldin. Vinsemd er
smitandi og bros eru fljót að breiðast
út.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gættu tungu þinnar því aðrir kunna
að vera mjög auðsærðir. Meginmark-
miðið er gagnkvæmur stuðningur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það kallar á heilmikið
skipulag þegar margt liggur fyrir bæði í
starfi og utan þess.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þetta er góður dagur til að
njóta samvista við vini þína og ættingja.
Ef til vill eru ekki allar staðreyndir máls-
ins komnar upp á yfirborðið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Njóttu þess að vera sam-
vistum við vini og stunda félagsstarf.
Samskiptin innan fjölskyldunnar eiga
eftir að batna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að hafa stjórn á þínu
liði, sérstaklega fá samstarfsmenn þína
til að vinna að einu og sama markmið-
inu. En varastu að láta ljós þitt skína á
kostnað traustsins, sem til þín er borið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver gömul mál eru að angra
þig. Notaðu tækifærið og hrintu ein-
hverju sem þú hefur á prjónunum fyrir
sjálfan þig í framkvæmd.
Samfylkingunni frá stofnun flokks-
ins. Hann hefur gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, var
m.a. formaður fulltrúaráðs Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík. Hann
hefur einnig setið í yfirkjörstjórn
mikið á og var maður oft í tvöfaldri
eða þrefaldri vinnu.“
Páll var félagi í Æskulýðsfylk-
ingunni, síðar Fylkingunni, frá 14
ára aldri. Hann var síðar í Alþýðu-
bandalaginu, Þjóðvaka og loks
P
áll Halldórsson er fædd-
ur 4. ágúst 1950 í
Reykjavík og ólst upp í
Smáíbúðahverfinu. „Ég
var til 14 ára aldurs
mörg sumur í sveit í Brimnesi í
Viðvíkursveit í Skagafirði. Ég
stundaði síðan með hléi mennta-
skólanám og verkamannavinnu, að-
allega við Reykjavíkurhöfn.“
Páll gekk í Breiðagerðiskóla og
Réttarholtsskóla og tók stúdents-
próf frá Menntaskólanum á
Laugarvatni 1972. „Ég fór ásamt
konu minni til Þýskalands, þar sem
við stunduðum nám við háskólann í
Göttingen. Lauk þar prófi í eðlis-
fræði 1979.
Páll var starfsmaður Veðurstofu
Íslands frá 1979 til 2008, fyrst sem
sérfræðingur á jarðeðlisfræðideild
en í lokin sviðsstjóri eðlisfræði-
sviðs. „Auk almennra starfa og
stjórnunarstarfa voru meginvið-
fangsefnin þar áhættumat, bæði
vegna byggingastaðals og einstakra
stórframkvæmda og jarð-
skjálftasaga.“ Páll hefur birt grein-
ar í bókum og tímaritum um þau
efni.
Páll var formaður Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga frá 2008
til 2016 ásamt því að vera varafor-
maður BHM og formaður banda-
lagsins í nokkra mánuði veturinn
2014 til 2015. „Ég lét af launavinnu
í árslok 2017 og hef frá haustinu
2017 stundað nám í sagnfræði við
Háskóla Íslands.“
Páll hefur gegnt trúnaðarstörfum
fyrir Félag íslenskra náttúrufræð-
inga frá 1985. Hann var kjörinn
formaður BHMR 1988 og gegndi
því starfi til 1996 en þá hafði nafni
bandalagsins verið breytt í BHM.
Hann sat í launamálaráði BHMR
og miðstjórn BHM nær samfellt
frá 1986 til 2016. Hann var fulltrúi
bandalagsins í fjölmörgum nefnd-
um og stjórnum, þar á meðal stjórn
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
og stjórn Atvinnuleysissjóðs.
„Ég var alla tíð í tveimur störf-
um, annars vegar á Veðurstofunni
sem var bæði skemmtilegt og gef-
andi í alla staði og svo virkur í
stéttarfélögum. Það starf gat tekið
Páll Halldórsson, jarðeðlisfræðingur og fv. stéttarfélagsstarfsmaður – 70 ára
Ásamt dóttur og dótturdóttur Páll, Hallgerður og Dagmar Sól sumarið 2018.
Var alla tíð í tveimur störfum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bókamaður Páll hefur áhuga á bóklestri, einkum um söguleg efni og stund-
ar nú nám í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Í kjarabaráttu Páll ásamt Birgi
Birni Sigurjónssyni hagfræðingi og
samstarfsmanni sínum til margra
ára hjá BHMR.
30 ára Agnes er
Reykvíkingur, ólst
upp í Skjólunum í
Vesturbænum en
býr úti á Granda.
Hún er með BBA-
gráðu í stjórnun og
stefnumótun frá
Parsons-háskóla í New York. Agnes er
markaðs- og innkaupastjóri Icelandic
Asia og formaður Félags kvenna í sjáv-
arútvegi.
Maki: Lárus Kazmi, f. 1989, vinnur hjá
ríkislögreglustjóra.
Dóttir: Aþena, f. 2018.
Foreldrar: Guðmundur Kristjánsson, f.
1960, útgerðarmaður, búsettur á Sel-
tjarnarnesi, og Rakel Steinarsdóttir, f.
1965, listamaður, búsett á Ökrum á
Mýrum.
Agnes
Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is