Morgunblaðið - 04.08.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020
„ÉG ENDURSTILLTI LÍKA KLUKKUNA. ÞÚ
VARST MEÐ STILLT Á SUMARTÍMA.”
„ÓKEI, ÞÚ ERT RÁÐINN! VIÐBÚINN,
TILBÚINN …”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hugsa um hann.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LEYFÐU MÉR
AÐ GISKA …
ÞÚ ÁST OF HRATT OG
GLEYPTIR DALLINN ÞINN
HVERNIG VILTU LÁTA
MINNAST ÞÍN?
SEM HAMHLEYPU!
Reykjavíkurkjördæmis norður og
Landskjörstjórn.
Helstu áhugamál Páls eru ferða-
lög utan lands og innan og bóklest-
ur, einkum um söguleg efni. „Á
seinni árum hafa ferðir til Kaup-
mannahafnar, þar sem afkomendur
mínir búa, en einnig sumarbú-
staður og trjárækt orðið sífellt
fyrirferðarmeiri.“
Fjölskylda
Eiginkona Páls er Sólveig Hall-
dóra Ásgrímsdóttir, f. 30.1. 1947,
sálfræðingur. Þau eru búsett í
Reykjavík. Foreldrar hennar voru
hjónin Ásgrímur Albertsson, f. 9.8.
1914, d. 22.10. 1996, bankamaður
og gullsmiður, og Anna Sigríður
Jóhannsdóttir, f. 24.7. 1919, d. 9.2.
2008, húsmóðir. Þau bjuggu síðast í
Kópavogi.
Dóttir Páls og Sólveigar er Hall-
gerður Pálsdóttir, f. 29.8. 1974, býr
í Kaupmannahöfn. Börn hennar eru
Páll Skírnir Magnússon, f. 14.12.
1993, tölvunarfræðingur, búsettur í
Kaupmannahöfn, og Dagmar Sól
Jespersdóttir, f. 5.11. 2005, nemi,
búsett í Kaupmannahöfn.
Alsystur Páls eru Ásta Halldórs-
dóttir, f. 6.3. 1955, fatahönnuður,
búsett í Reykjavík; Elín Ýrr Hall-
dórsdóttir, f. 22.6. 1958,
skurðhjúkrunarfræðingur, búsett í
Kópavogi; Ólöf Eir Halldórsdóttir,
f. 4.9. 1969, sérhæfður starfsmaður
á Landspítalanum, búsett í Reykja-
vík. Bróðir samfeðra er Ólafur
Halldórsson, f.27.11.1947, líffræð-
ingur og kennari, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Páls voru hjónin Hall-
dór Brynjólfur Stefánsson, f. 3.3.
1927, d. 25.2. 2009, verslunarmaður
og Hallgerður Pálsdóttir, f. 5.10.
1927, d. 24.5. 2017, verslunarmaður.
Þau voru búsett í Reykjavík.
Páll
Halldórsson
Halldóra Magnúsdóttir
húsfreyja á Narfastöðum og víðar
Björn Gunnlaugsson
bóndi og trésmiður á Narfastöðum
í Viðvíkursveit og víðar
Elín Björnsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Páll Þóroddsson
verkamaður í Reykjavík
Hallgerður Pálsdóttir
verslunarmaður í Reykjavík
Hallgerður Pálsdóttir
húsfreyja á Sjávarbakka og víðar
Þóroddur Símonarson
sjóm. og bóndi á Sjávarbakka á
Galmaströnd og víðar
Una Jónsdóttir
skáld og verkakona í Vestmannaeyjum
Þorgeir Eiríksson
sjómaður í Vestmannaeyjum
Ástríður Þorgeirsdóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum
Stefán Halldórsson
sjómaður og vitavörður í Stykkishólmi
Elísabet Brynjólfsdóttir
húsfreyja í Hafnarnesi,
síðast í Reykjavík
Halldór Halldórsson
útvegsbóndi og skáld í
Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð
Úr frændgarði Páls Halldórssonar
Halldór Brynjólfur Stefánsson
verslunarmaður í Reykjavík
Áfimmtudag minnti SigurlínHermannsdóttir á, að yfirvöld
hvetja almenning til að nota
rakningarappið:
Sigfinnur hrósaði happi
er hann týndi frúnni á vappi
upp rifjaði í skyndi
að Ráðhildi fyndi
með rakningar frábæru appi.
Guðrún Bjarnadóttir svaraði:
En Ráðhildur veit, þá uppvakin,
að Víðir (en alls ekki makinn)
og hans verðir
sjá allar ferðir
og annan samfund, vel rakinn.
Þann hinn sama dag gaf Þórir
Jónsson þetta heilræði á leirnum:
Töltand’ um landið túrhross sveima,
troðfylla víni belgina.
Held að sé vísast að vera heima
um vitlausramannahelgina.
Og Ólafur Stefánsson skrifaði „in
memoriam“ með þessari at-
hugasemd: „Ég hef heyrt að það
eigi að endurreisa Leirinn eins og
fallinn drykkjumann núna í haust.
Þá verða notuð nýjustu tæknibrögð
og vísindi, en vonandi ekki haft gal-
opið af götunni“:
Þótt leirinn sé líkast til búinn
laminn sundur og snúinn,
þá er saga hans til
svona hérumbil
og víðfrægur vísnagrúinn.
Síðan reikaði hugur Ólafs til
„stóru helgarinnar“:
Langt inn með Lambahlíðum
var legið um þriðju eykt.
Þá var í súldinni sungið
svolgrað, öskrað og reykt.
Og Sigmundur Benediktsson
sagði: „Heil öll í aðdraganda versl-
unarmannahelgar!“
Hlý nú dokum inni öll,
enginn sleiki veirukinn.
Inn í þoku fjötrast fjöll
falinn reikar himinninn.
Helgi R. Einarsson kíkti í Vísna-
hornið og þessi varð til:
Frá Pétri verpist vísnaflóð,
í Vísnahornið setur það.
Ekkert mál að yrkja ljóð,
ef þú kannt og getur það.
Séra Ögmundur Sigurðsson orti:
Það er nú það, sem að mér er,
ég óspart skilding farga,
en herrann vissi hentast mér
að hafa þá ekki of marga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Rakningarapp
og endurreisn Leirsins