Morgunblaðið - 04.08.2020, Page 27

Morgunblaðið - 04.08.2020, Page 27
í Meistaradeildinni á næstu leik- tíð. Roma, AC Milan og Napoli komu þar á eftir og leika í Evr- ópudeildinni næsta vetur. Eftirminnilegt ár Andra Tveir Íslendingar spila í ítölsku A-deildinni. Andri Fannar Bald- ursson átti eftirminnilegt tímabil með Bologna, sem hafnaði í 12. sæti. Andri kom til félagsins frá Breiðabliki fyrir tveimur árum en lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í febrúar. Alls kom hann inn á í deildinni sjö sinnum og er í við- ræðum við félagið um nýjan fimm ára samning. Verr gekk hjá landsliðsmann- inum Birki Bjarnasyni og félögum í Brescia sem féllu úr deildinni, enduðu í 19. sæti, 14 stigum frá því að bjarga sér. Birkir kom ekk- ert við sögu í síðustu þremur leikjum liðsins en hann spilaði alls 13 leiki fyrir liðið eftir að hafa gengið til liðs við Brescia í janúar. Ásamt Brescia féllu Lecce og SPAL. Ciro Immobile, framherji La- zio, varð markakóngur deild- arinnar og fékk evrópska gullskó- inn í þokkabót. Hann skoraði 36 deildarmörk og var fimm á undan Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Gullskór Evrópu er veittur þeim leikmanni sem skorar flest mörk í allri álfunni en þar hafa mörk mismunandi vægi eftir því hvar deildirnar sitja á styrk- leikalista UEFA. Immobile end- aði tveimur mörkum fyrir ofan Robert Lewandowski sem skoraði 34 mörk í þýsku deildinni fyrir Bayern München en Ronaldo var þriðji. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2007, þegar Francesco Totti hjá Roma var markahæstur, að hand- hafi gullskósins er ekki leikmaður í efstu deild á Spáni. Lionel Messi hjá Barcelona hafði unnið verð- launin undanfarin þrjú ár. AFP Lukkulegir Gianluigi Buffon og Ronaldo bættu við verðlaunum í safnið. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020 NBA-deildin Brooklyn – Orlando...........................118:128 Portland – Memphis......................... 140:135 Washington – Phoenix ..................... 112:125 Milwaukee – Boston ......................... 119:112 San Antonio – Sacramento ...............129:120 Dallas – Houston ...............................149:153 Denver – Miami ................................ 105:125 Oklahoma – Utah................................ 110:94 LA Clippers – New Orleans ............ 126:103 Indiana – Philadelphia ..................... 127:121 Toronto – LA Lakers ......................... 107:92 Brooklyn – Washington ................... 118:110 Boston – Portland............................. 128:124 Memphis – San Antonio................... 106:108 Orlando – Sacramento ..................... 132:116 Houston – Milwaukee ...................... 120:116 Phoenix – Dallas ............................... 117:115  Ítalía Brescia – Sampdoria ............................... 1:1  Birkir Bjarnason var ekki í leikmanna- hópi Sampdoria. Bologna – Tórínó ..................................... 1:1  Andri Fannar Baldursson kom inn á hjá Bologna á 72. mínútu. Staðan: Juventus 38 26 5 7 76:43 83 Inter Mílanó 38 24 10 4 81:36 82 Atalanta 38 23 9 6 98:48 78 Lazio 38 24 6 8 79:42 78 Roma 38 21 7 10 77:51 70 AC Milan 38 19 9 10 63:46 66 Napoli 38 18 8 12 61:50 62 Sassuolo 38 14 9 15 69:63 51 Fiorentina 38 12 13 13 51:48 49 Parma 38 14 7 17 56:57 49 Hellas Verona 38 12 13 13 47:51 49 Bologna 38 12 11 15 52:65 47 Cagliari 38 11 12 15 52:56 45 Udinese 38 12 9 17 37:51 45 Sampdoria 38 12 6 20 48:65 42 Torino 38 11 7 20 46:68 40 Genoa 38 10 9 19 47:73 39 Lecce 38 9 8 21 52:85 35 Brescia 38 6 7 25 35:79 25 SPAL 38 5 5 28 27:77 20 Frakkland Guingamp – Lyon .................................... 0:1 Deildarbikarinn, undanúrslit:  Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á hjá Lyon á 70. mínútu. Katar Al Rayyan – Al-Arabi .............................. 0:0  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Hvíta-Rússland Zhodino – BATE Borisov........................ 3:2  Willum Þór Willumsson lék ekki með BATE vegna meiðsla. Bandaríkin New York City – Portland Timbers...... 1:3  Guðmundur Þórarinsson var á vara- mannabekk New York.  ENGLAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Verðmætasti knattspyrnuleikur ársins á Eng- landi verður spilaður á Wembley-leikvanginum í London klukkan 18:45 í kvöld er Lundúnaliðin Brentford og Fulham leiða saman hesta sína í úr- slitaleik í umspili B-deildarinnar. Verðlaunin fyrir sigurliðið er lykill að draumalandinu, ensku úr- valsdeildinni. Er úrslitaleikur umspilsins oft kall- aður verðmætasti staki knattspyrnuleikur í heimi. Sjónvarpstekjurnar í ensku úrvalsdeildinni eru gríðarlegar bornar saman við B-deildina. Fari Brentford upp fær félagið strax um 160 milljónir punda. Takist liðinu að halda sér í deildinni í meira en eitt tímabil verða þær 265 milljónir punda. Fulham fær um 135 milljónir punda fari liðið upp, en félagið fékk yfir 100 milljónir punda frá deildinni er það féll á síðasta tímabili. Væru slíkar tekjur venjulega afar mikilvægar fyrir félög sem hafa leikið í ensku B-deildinni og aldrei eins mikilvægar og nú vegna áhrifa kórónuveirunnar á fjárhag knattspyrnufélaga á Englandi. Liðin áttu bæði möguleika á að tryggja sér ann- að sæti í lokaumferðinni en Brentford tapaði óvænt fyrir Barnsley, 1:2, á meðan Fulham gerði jafntefli við Wigan, 1:1. West Bromwich Albion dugði því 2:2-jafntefli við QPR til að tryggja sér annað sæti og farseðilinn upp í úrvalsdeildina með Leeds sem vann að lokum öruggan sigur í deild- inni. Brentford og Fulham fóru því í umspilið þar sem Brentford sló Swansea úr leik í undan- úrslitum og Fulham hafði betur gegn Cardiff. Saga félaganna í efstu deild er ólík. Brentford lék síðast í efstu deild árið 1947 og hefur aðeins verið á meðal þeirra bestu í samanlagt fimm tíma- bil. Hefur Brentford verið í B-deildinni frá árinu 2014 en aðeins er rúmur áratugur síðan félagið var í D-deildinni. Hefur liðið leikið á Griffin Park frá árinu 1904, en liðið flytur á hinn glænýja Brentford Community-völl á næstu leiktíð. Fulham lék í efstu deild frá 2001 til 2014 og svo aftur tímabilið 2018/19. Hefur liðið alls leikið í efstu deild í 26 tímabil en aldrei orðið enskur meistari. Fulham fór hins vegar alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar árið 2010 og vann lið eins og Juventus á leiðinni, en tapaði að lokum fyrir Atlé- tico Madrid. Sagan er ekki með Brentford því félagið hefur átta sinnum leikið til úrslita í umspili í ensku neðri deildunum og aldrei haft betur, sem er met. Stuðningsmenn geta hins vegar huggað sig við það að Brentford hefur haft yfirhöndina í innbyrðisviðureignum gegn Fulham síðustu ár. Í síðustu tíu deildarleikjum liðanna hefur Brentford unnið sex sinnum, þrisvar hafa þau gert jafntefli og aðeins einu sinni hefur Fulham fagnað sigri. Íslendingatengsl báðum megin Hermann Hreiðarsson lék með Brentford tíma- bilið 1998/99 í D-deildinni. Hermann skoraði sex deildarmörk á tímabilinu og hjálpaði Brentford upp um deild. Hann var svo keyptur til Wimble- don í kjölfarið á 2,5 milljónir punda, sem var met hjá Brentford allt til ársins 2014. Ívar Ingimarsson lék með liðinu frá 1999 til 2002, alls þrjú tímabil. Lék hann 129 leiki með lið- inu í öllum keppnum og skoraði tíu mörk. Var hann afar vinsæll hjá félaginu og var m.a. gefið út lag um hetjudáðir Ívars hjá félaginu. Síðari tvö tímabilin varði Ólafur Gottskálksson mark Brent- ford og lék 73 deildarleiki með liðinu. Ekki var gefið út lag um Ólaf þrátt fyrir fína spilamennsku. Miðjumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason lék með Brentford frá 2005 til 2007 og skoraði eitt mark í sextán deildarleikjum. Hann kom til Brentford frá Arsenal. Varnarmaðurinn Gunnar Einarsson lék svo tvo leiki með Brentford árið 2000 í C- deildinni. Hinn 19 ára gamli Patrik Sigurður Gunnarsson er sem stendur leikmaður Brentford en hefur leikið með varaliðinu. Hann á kortér að baki í B- deildinni eftir að hann kom inn á sem varamaður á síðustu leiktíð vegna meiðsla tveggja markvarða. Þá var Kolbeinn Birgir Finnsson á mála hjá Brentford en lék aldrei með aðalliðinu. Framherjinn Heiðar Helguson lék með Fulham frá 2005 til 2007, tvö tímabil í ensku úrvalsdeild- inni. Skoraði hann ellefu mörk í 57 leikjum í deild- inni. Þá lék Eiður Smári Guðjohnsen tíu deild- arleiki með Fulham árið 2011 á lánssamningi frá Stoke. Jón Dagur Þorsteinsson var á mála hjá Fulham frá 2018 til 2019 en lék aldrei með aðallið- inu, þrátt fyrir fína takta með varaliðinu. Ragnar Sigurðsson lék hins vegar 17 leiki með liðinu tíma- bilið 2016/17, en hann heillaði forráðamenn félags- ins með magnaðri frammistöðu á EM í Frakk- landi sumarið 2016. Verðmætasti leikur heims  Lundúnaliðin Brentford og Fulham bítast um sæti í ensku úrvalsdeildinni Ljósmynd/Brentford FC Mikilvægur Leikur Fulham og Brentford á Wembley í London í kvöld er afar mikilvægur. Úrvalsdeilarlið Njarðvíkur hefur samið við norska leikmanninn Jo- hannes Dolmen um að leika með lið- inu í körfuknattleiknum. Hann lék með Barry í bandaríska há- skólaboltanum og var þar samherji Elvars Más Friðrikssonar um tíma. Á síðasta tímabili sínu í NCAA skoraði Dolven 9 stig að meðaltali og tók að jafnaði 7 fráköst. Dolmen verður ef fram heldur sem horfir fyrsti norski leikmað- urinn í efstu deildinni á Íslandi frá því erlendir leikmenn voru leyfðir árið 1989. sport@mbl.is Nýtt þjóðerni bætist á listann Morgunblaðið/Hari Þjálfarinn Einar Árni Jóhannsson er við stjórnvölinn í Njarðvík. Ármenningurinn Ásdís Hjálms- dóttir Annerud hafnaði í þriðja sæti á frjálsíþróttamóti í Finnlandi um helgina, Kuortane Games. Ásdís kastaði spjóti lengst 58,68 metra í þremur köstum en hún hef- ur verið að kasta yfir 60 metra undanfarið í sumar. Nikola Ogrodnikova frá Tékklandi varð í öðru sæti, kastaði 60,61 metra, og Lina Muze frá Lettlandi í fyrsta sæti, kastaði 62,75 metra. Lengsta kast Ásdísar í sumar kom í Svíþjóð í júní þar sem hún kastaði 62,66 metra. Ásdís þriðja í Finnlandi Skapti Hallgrímsson Finnland Ásdís hefur verið stöðug í mótum sumarsins sem af er. Sigursælasta liðið í sögu ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, Ars- enal, sigraði í keppninni í fjórtánda skipti á laugardag. Arsenal lagði annað Lundúnalið, Chelsea, að velli, 2:1, í úrslitaleik á tómum Wembley- leikvanginum. Þessi lið mættust einnig í úrslitum árið 2017 og þá vann Arsenal einnig 2:1. Fyrir utan þá gleði sem felst í því að vinna keppnina hefur sigurinn meira vægi en vanalega því sigur í keppninni var síðasti möguleiki Ars- enal til að tryggja sér keppnisrétt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Ars- enal fær fyrir vikið sæti í Evr- ópudeildinni. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Pierre-Emerick Aubameyang svaraði tvívegis fyrir Arsenal. AFP Áfangi Aubameyang og stjórinn Mikel Arteta með bikarinn. Enn einn bikarsigur Arsenal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.