Morgunblaðið - 04.08.2020, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
S P LÚNKUNÝ OG STÓRSKEMMT I L EG
RÓMANT Í SK GAMANMYND.
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
Sýnd með
íslensku tali
HEIMSFRUMSÝNING!
Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe in aðalhlutverki.
Magnús Guðmundsson
magnusg@mbl.is
„Við erum komin svo langt með þetta
að við ætlum að halda frumsýninguna
en það verða mjög fáir miðar í boði,
fólk verður hvatt til þess að koma
með grímur og fara beint til sætis.
Tveggja metra reglan verður að sjálf-
sögðu í fullu gildi,“ segir Sveinn Dúa
Hjörleifsson tenórsöngvari sem
frumsýnir í Tjarnarbíói á miðviku-
dag, 5. ágúst, sýninguna Die Schöne
Müllerin - Not a word about my sad
face, en þar verður flutt Malara-
stúlkan fagra (Die schöne Müllerin)
eftir Franz Schubert við ljóð Wilhelm
Müller, í drag-útgáfu. Píanisti er
Tómas Guðni Eggertsson, performer
Kristrún Hrafnsdóttir, myndbands-
verk eftir Önnu Fríðu Jónsdóttur og
leikstjórn í höndum Grétu Kristínar
Ómarsdóttur.
Sveinn Dúa syngur ljóðaflokkinn á
þýsku en hann bendir á að í sýning-
unni verði íslenskum texta varpað
aftast á sviðinu. „Það er heilmikil
famvinda í þessum 20 ljóðum sem
innihalda fullt af erindum þannig að
það er mikilvægt að allir geti fylgst
vel með.“
Hann er hún
Sveinn Dúa, sem býr í Þýskalandi
þar sem hann starfar sem óperu-
söngvari, leggur áherslu á að ljóða-
flokkurinn verði fluttur í heild sinni.
„Við erum að vinna með ljóðaformið
og skellum því saman við poppmenn-
inguna sem er fólgin í draginu. Á síð-
ustu árum hefur drag orðið sífellt
stærri hluti af meginstraumi menn-
ingarinnar og tilheyrir því ekki leng-
ur alfarið jaðrinum og þess vegna
nálgumst við þetta með því að brjóta
aðeins upp tónleikaform óperusöng-
listarinnar eins og fólk þekkir það alla
jafna. Við byrjum með hefðbundnum
hætti en eftir því sem á líður fer mal-
aradrengurinn að uppgötva sjálfan
sig og í okkar meðförum er þetta
saga um það að koma út úr skápnum.
Þannig að malaradrengurinn er að
uppgötva hana innan með sér.“
Sveinn Dúa segir að það blasi við
þegar ljóðaflokkurinn er lesinn að
malaradrengnum líki ekki vel við
sjálfan sig. „Hann elskar ekki sjálfan
sig og þar af leiðandi er ekkert skrýt-
ið að malarastúlkan skuli ekki elska
hann. Þess vegna völdum við að vinna
með það að læra að elska sjálfan sig
og flytjum það inn í sýninguna. Með
sama hætti flytjum við náttúruna og
öll þau hugtök sem eru til staðar í
ljóðaflokknum inn í sjálfið, inn í
manneskjuna, inn í drenginn. Píanist-
inn og flettarinn eru þarna til staðar
fyrir hann og hvetja hann áfram í
þessu ferðalagi sjálfsuppgötvunar og
sjálfsskilnings. Fyrst lætur hann sig
hafa þetta vegna þess að hann er að
vinna vinnuna sína en eftir því sem á
líður skilst honum betur að hann er
hún. Og endar svo sem fullskapaða
dragdrottningin Herðubreið,“ segir
Sveinn. Aðspurður um hvað hafi leitt
hann að þessum ljóðaflokki og þessari
nálgun segist Sveinn Dúa vera búinn
að syngja þetta margoft úti í Þýska-
landi. „Ég hef hins vegar aldrei sung-
ið ljóðaflokkinn í heild hérna heima,
þótt ég hafi sungið margt úr honum,
en ég er búinn að ganga með þessa
nálgun í maganum í mörg ár. Ég bar
þetta undir Grétu Kristínu og í fram-
haldinu tók Tjarnarbíó okkur inn á
sitt leikár og Hinsegin dagar inn í
sína dagskrá, þó svo þeir séu því mið-
ur orðnir smáir í sniðum í ljósi
ástandsins. En við höldum þó okkar
striki. Hvað varðar þetta konsept
sem slíkt þá er ég búinn að vinna heil-
mikið með það og þegar maður fer að
skoða þýska textann er þetta mjög
rökrétt nálgun. Þetta passar allt sam-
an sem er mjög skemmtilegt. Í raun-
inni er allt sem er ytra í kringum okk-
ur, líka innra með okkur, en núna er
ég kannski orðinn aðeins of heim-
spekilegur en það er nú samt þann-
ig.“
Á enn erindi
Tónlist Schuberts og ljóð Wilhelm
Müllers eru komin til ára sinna en
Sveinn Dúa segir að verkið eigi ekki
síður brýnt erindi til fólks í samtím-
anum. „Manneskjan var ekkert öðru-
vísi fyrir 200 árum en hún er í dag.
Textinn er gullfallegur og tónlistin
auðvitað líka og mannskepnan verður
ástfangin í dag sem þá. Þarna erum
við bara að fara ákveðna leið að því að
opna þetta fallega listaverk fyrir
fleirum, vegna þess að ég held að það
tengi fleiri við þessa sýningu en ef ég
væri bara að syngja þetta uppi á sviði
sem er frábært líka, ég hef gert það
mjög oft og á örugglega eftir að gera
það aftur. Þetta er ákveðin leið að því
að opna formið, útvíkka það frá því að
fara á þessu hefðbundu ljóðatónleika,
og það er eitthvað sem brennur á mér
og mig hefur lengi langað til þess að
láta verða af. Við eigum svo eftir að
sýna þetta talsvert utan landstein-
anna, það eru auðvitað ekki komnar
neinar dagsetningar vegna ástands-
ins en við erum ekkert að láta hugfall-
ast.“
Ljósmynd/Andrés Schlanbusch
Herðubreið Sveinn Dúa segir dragdrottninguna Herðubreið sprottna úr sjálfsuppgötvun malaradrengsins. „Með
sama hætti flytjum við náttúruna og öll þau hugtök sem eru til staðar í ljóðaflokknum inn í sjálfið,“ bætir hann við.
Malaradrengur og dragdrottning
Tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson hefur lengi gengið með í maganum sérstaka nálgun á malara-
dreng Schuberts sem hann frumsýnir í Tjarnarbíói annað kvöld fyrir takmarkaðan fjölda áhorfenda