Morgunblaðið - 08.08.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.08.2020, Qupperneq 6
sniði. Að sögn Eyjólfs Guðmunds- sonar, rektors skólans, miðast und- irbúningur við breytt skólahald næstu árin. „Það þarf að búa okkur undir næstu eitt til tvö árin, en við erum vel í stakk búin til að miðla okkar námsefni. Þetta er ekki við- bragð heldur erum við að bregðast við nýju og breyttu ástandi,“ segir Eyjólfur og tekur fram að tveggja metra reglan setji skólum vissar skorður. Þannig komi hún í veg fyrir ákveðna tegund náms. „Almennt er nám hjá okkur í sveigjanlegu formi en það þarf að útfæra verklegt nám í til dæmis sjávarútvegsfræðum, á heilbrigðisstofn- unum og í líftækni. Það er tveggja metra reglan sem takmarkar okkur einna mest hvað varðar almenna skólastarfsemi,“ segir Eyjólfur. Að hans sögn hefur talsverður kostnaður fallið á skólann sökum ástandsins. Aðspurð- ur segir hann að erfitt sé að meta nákvæm- lega hversu hár hann sé en hann hlaupi á hundruðum milljóna króna. „Kostnaðurinn er margvíslegur. Augljós kostnaður eru þrif, uppfærð tækni og fleiri kennslueiningar, en svo er Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráð- herra hélt í gær fundi með stjórnendum skóla. Haldnir voru þrír fundir og var þeim skipt niður eftir skólastigum. Á fundunum var farið yfir nýjustu vendingar í útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Engar nýjar upplýsingar voru veittar á fundunum heldur var markmið þeirra fyrst og fremst að tryggja góð samskipti milli aðila. Verða að standa saman Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Ís- lands, segir að ráðstafanir skólans vegna skólahalds í vetur séu áfram óbreyttar. Þannig á hann von á því að hluti námsins verði í formi fjarkennslu. „Menntamálaráð- herra gerði okkur grein fyrir stöðunni, en það var í raun ekkert nýtt sem kom fram varðandi skólahald. Hún hvatti skólastjórn- endur til að standa vel að málum. Þó að að- stæður séu erfiðar var einhugur í fólki að gera það besta úr stöðunni,“ segir Jón Atli og bætir við að auk þess hafi verið farið yfir útfærslur ákveðinna atriða. Þar hafi ný- nemadagar háskólanna komið til tals. „Við óbeinn kostnaður eins og álag á starfsfólk. Við höfum auk þess tekið á móti fleiri nem- endum til náms. Það er mjög erfitt að meta þetta en það sem tengist veirunni beint er um 500 milljónir króna,“ segir Eyjólfur. Sumt nám krefst nándar Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að búið sé að setja upp þrjár mismunandi sviðsmyndir. „Við erum að vinna samkvæmt plani a, b og c. A er eðlilegt ástand sem verður að teljast ólíklegt. B er kennsla með takmörkunum og kostur c er í raun svipað ástand og síðasta vetur,“ segir Fríða sem bendir á að ákveðnar greinar krefjist nándar. Þar á meðal sé leiklist. „Við þurfum ákveðna nánd í tónlist og leiklist. Þetta er samtal sem við þurfum að eiga við mennta- og sóttvarna- yfirvöld,“ segir Fríða. Sjálf hefur hún verið að skoða hvernig er- lendir skólar hafa hagað kennslu í faraldr- inum. Segir hún að notast sé við grímur og hanska í evrópskum skólum. „Þar er verið að nota grímur, hanska og skilrúm. Við ger- um það hins vegar ekki hér án samtals við sóttvarnayfirvöld og þannig að heilsa allra sé tryggð eins og best getur verið.“ Mörgum spurningum enn ósvarað  Óvíst hvernig skólahald verður í vetur  Listaháskólinn bíður svara  HA undirbýr næstu ár Jón Atli Benediktsson Fríða Björk Ingvarsdóttir Eyjólfur Guðmundsson fórum yfir atriði sem eru skólunum erfið eins og til dæmis móttaka nýnema sem við viljum gera eins vel og kostur er. Svo þurf- um við líka að vita hvernig standa á að klín- ískri kennslu og öðru námi sem krefst snert- ingar. Það þarf að vinna með stjórnvöldum í því að finna lausnir. Heilt yfir var þetta góð- ur fundur og þrátt fyrir að staðan sé erfið þurfum við að standa saman,“ segir Jón Atli, en síðar sama dag hélt Lilja fundi með stjórnendum grunn- og menntaskóla. Undirbúa næstu ár Hjá Háskólanum á Akureyri má gera ráð fyrir að skólahald verði með eilítið breyttu 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020 Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Markmið sjóðsins er stuðningur við nýjungar í læknis- fræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Með umsóknum skulu fylgja greinargerðir um vísindastörf umsækjenda, ítarlegar kostnaðaráætlanir og upplýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Athygli er vakin á því, að sjóðurinn veitir ekki styrki til tækjakaupa né til að mæta ferðakostnaði. Umsóknir skulu staðfestar með undirskrift umsækjanda og meðumsækjanda/enda, ef einhverjir eru. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. og ber að senda umsóknir í pósthólf 931, 107 Reykjavík, merktar „Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar.“ Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun í lok nóvember nk. Ath. styrkir verða aðeins veittir til verkefna á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is „Þetta var falleg og tilfinningarík stund í morgun,“ sagði Sigurjón Ingi Sigurðsson, forstöðumaður sér- lausna hjá TVG Simsen, eftir að hafa farsællega annast flutning mjaldr- anna Litlu-Grár og Litlu-Hvítar í Klettsvík í gærmorgun. Mjaldrarnir komu til Vestmannaeyja í júní í fyrra eftir langt ferðalag frá Shanghai og hafa síðan dvalið í sér- stakri laug og beðið þar flutnings til nýrra og líklega síðustu heimkynna. Að sögn Sigurjóns gekk allt ferlið vel fyrir sig. Smátíma hafi tekið að lokka hvalina úr lauginni og í sér- stakar börur, en þaðan voru þeir fluttir á vörubílspalli og út í hafn- sögubátinn Lóðsinn, sem sigldi með þá í Klettsvík. Í víkinni hefur verið útbúin stór þrískipt sjókví, sem af- markar það svæði sem hvalirnir hafa til umráða. Sigurjón segir að hval- irnir hafi tekið vel við sér og strax brugðið á leik þegar þeir voru sam- einaðir á ný eftir flutninginn. Nú taki við hefðbundin dagskrá þar sem hvalirnir eru undir daglegri umsjá þjálfara sinna. Að öllum líkindum er þetta lokaferð hvalanna, en að sögn Sigurjóns „gerir verkefnið ekki ráð fyrir að þeim verði sleppt“. Griðastaður fyrir fleiri hvali Verkefnið er í eigu breska sjóðs- ins Sealifetrust sem hefur tekið að sér hvalina frá afþreyingarfyrirtæk- inu Marvel. Sigurjón segir að í sæ- dýrasöfnum víða um heim sé að finna hvali sem vanti heimili og margir aðilar hafi sýnt þessu verk- efni áhuga. Hann segir að fyrst og fremst hafi þurft að sýna og sanna að menn réðu við verkefnið og að skapa mætti umhverfi þar sem hval- irnir geta átt rólegt og náttúrulegt líf. Nú þegar það hafi tekist sé ekk- ert því til fyrirstöðu að fleiri bætist í hópinn, en starfsleyfið gerir ráð fyr- ir allt að 10 hvölum í víkinni frægu, sem eitt sinn hýsti kvikmynda- stjörnuna Keikó. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Ferðalag Mjaldrarnir voru fluttir á þurru og hífðir á sérstökum börum. Allt gekk það vel fyrir sig. Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim í Klettsvík  Flutningur mjaldranna tveggja gekk áfallalaust Heimkoma Hafnsögubáturinn Lóðsinn flutti mjaldrana til nýrra heim- kynna sinna í Klettsvík. Í víkinni hefur verið útbúin stór þrískipt sjókví. Brot á sóttkví og samkomutakmörk- unum voru á meðal þess sem lög- reglan hefur sektað einstaklinga eða lögaðila fyrir, síðan kórónuveiruf- araldurinn skall á og sóttvarna- reglur tóku gildi. Skráð brot á sóttvarnareglum eru 31 talsins samkvæmt bráðabirgða- tölum frá ríkislögreglustjóra og fengu 11 sekt fyrir meint brot eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þrír af þeim ellefu sem voru sekt- aðir hafa þegar greitt sektina og er þar um að ræða elstu brotin. Samkvæmt fyrirmælum ríkis- saksóknara, sem gefin voru út 27. mars, segir að sekt fyrir brot gegn skyldu til að fara eða vera í sóttkví verði á bilinu 50 til 250 þúsund krón- ur. Sama sektarheimild er veitt fyrir brotum gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví. Sekt fyrir brot á reglum um ein- angrun geta náð 150 til 500 þúsund krónum, en nær sektarheimild þó einungis til fyrsta brots. Að lokum er lögreglu heimilt að sekta ein- stakling sem sækir óheimila fjölda- samkomu um 50 þúsund krónur en sekt forsvarsmanns slíkrar sam- komu gæti orðið 250 til 500 þúsund krónur. Loks er lögreglu heimilt að sekta fyrir brot á reglum samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smit- hættu. Geta þær sektir hlaupið á 100 til 500 þúsund krónum en skulu ákveðnar eftir alvarleika brots. veronika@mbl.is Sektað fyrir samkom- ur og brot á sóttkví  3 af 11 hafa gengist við sektum Morgunblaðið/Eggert Sektir Lögreglan hefur sektað nokkra fyrir brot á sóttvarnareglum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.