Morgunblaðið - 08.08.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
86
ÁRA
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið
Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina
Þvottahúsið • Sérverslunina
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
VERÐHRUNIÐ
ER HAFIÐ
Verð: 36.980
Nú: 14.792
60-70%
AFSLÁTTUR
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
NÝTT
NETVERSLUNLAXDAL.IS
SUMAR
YFIRHAFNIR
OPIÐ
laugardag
kl. 10-15
HEILSÁRSYFIRHAFNIR
50-70% AFSL.
ÚTSALA - ÚTSALA
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins auglýsir veitingu
mótframlagslána sem eru hluti af úrræðum
ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins.
Lánin verða veitt sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum
sem uppfylla tiltekin skilyrði. Sótt er um lánin á
heimasíðu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins,
www.nyskopun.is.
Á vef Nýsköpunarsjóð má einnig finna nánari
upplýsingar varðandi umsóknarferlið, skilyrði sem
sprota- og nýsköpunarfyrirtæki þurfa að uppfylla
og skilmála lánanna.
Umsóknarfrestur lánanna er til 10. september 2020.
Stuðnings-Kría
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR
Lengdur umsóknarfrestur
til 10. september
Sendiráð óskar eftir húsnæði
Þýska sendiráðið óskar eftir 3ja-4ra herb. húsnæði
án húsgagna til leigu strax í 3-4 ár í Reykjavík eða nágrenni.
Upplýsingar sendist vinsamlegast á
info@reykjavik.diplo.de eða í s. 530 1100.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afhending Að sögn Kjartans kostar eitt ábyrgðarbréf um tuttugu evrusent, eða rúmlega þrjátíu krónur.
Koen Kjartan Van de Putte, fulltrúi
belgíska raforkufyrirtækisins Bolt,
afhenti Katrínu Jakobsdóttur for-
sætisráðherra í gær þúsund upp-
runaábyrgðir fyrir græna raforku,
íslenskum stjórnvöldum til eignar.
Afhendingin var endapunktur sam-
félagsmiðlaátaks fyrirtækisins í
Belgíu, sem gengur út á að vekja fólk
til hugsunar um upprunavottanir
fyrir græna raforku, og var athygl-
inni beint að Íslandi.
„Við notum það bara sem dæmi
þar sem allir vita að Ísland er eyja og
héðan liggur enginn kapall með raf-
magn til Evrópu. Þess vegna er aug-
ljóst að raforka sem seld er í Evrópu
með íslenskum upprunavottunum er
eftir sem áður sama óhreina orkan,“
sagði Koen Kjartan í samtali við
mbl.is í gær. Benti hann á að úti í
Belgíu haldi fjölmargir að þeir séu í
raun að kaupa græna raforku, þegar
hún sé í raun aðeins dulbúin sem slík
með umræddum vottorðum sem
ganga kaupum og sölum á evrópsk-
um markaði.
Báðir telja orkuna græna
„Íslenskir orkuframleiðendur fá
„upprunaábyrgðir“ sem þeir svo
selja belgískum framleiðendum
óhreinnar orku. Þeir aftur nota
ábyrgðarbréfin til grænþvottar á
sölusamningum sínum. Þannig telja
bæði Íslendingar og Belgar að orkan
sem þeir nota sé græn. En það er
vitanlega ómögulegt, kílóvattstundin
verður bara notuð einu sinni. Hin
kílóvattstundin er óhrein,“ sagði í til-
kynningu frá Bolt í gær.
Koen Kjartan segir það ljóst að
þetta fyrirkomulag gangi ekki upp.
Að hans sögn kostar eitt uppruna-
ábyrgðarbréf um tuttugu evrusent,
eða sem nemur rúmlega þrjátíu
krónum.
„Og það þarf einungis þrjú svona
bréf fyrir raforkufyrirtæki til að
grænþvo orku fyrir eitt heimili í heilt
ár. Samt borga heimilin miklu meira
fyrir græna orku en þá venjulegu.“
Almenningur sé ekki meðvitaður
um þetta, hvorki í Belgíu né hér á Ís-
landi, hvað þá víðar í Evrópu ef því
er að skipta.
„Af hverju ættu raforkufyrirtæki
erlendis að vilja framleiða græna
orku, ef þau geta bara keypt þennan
miða, skellt honum á svörtu orkuna
sína og þannig grænþvegið hana til
viðskiptavina sinna, og selt hana
mun dýrara verði?“
Fyrirkomulag uppruna-
ábyrgða gangi ekki upp
Ísland sem dæmi Vitund fólks vakni um uppruna orku
Allt um sjávarútveg
Atvinna