Morgunblaðið - 08.08.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 08.08.2020, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fjögurra daga leiðangur þarsem farið er rangsælisumhverfis landið og við-koma höfð á mörgum áhugverðum stöðum er ferðapakki sem mælist vel fyrir. Yfirskrift ferð- anna er Upplifðu Ísland! Framtakið er Jakobs Frímanns Magnússonar og félaga hans í samstarfi við Ice- land Travel, Cintamani, Samkaup og Vodafone. Margir farið tvisvar Fyrstu ferðirnar voru farnar snemma í júní og síðan þá hafa verið brottfarir daglega, en farkosturinn er 19 manna rúta og er leiðsögumað- urinn jafnframt bílstjóri. Gist er á hótelum á Höfn, í Hallormsstað og á Akureyri. Summa farþeganna eftir sumarið skiptir hundruðum og ferð- irnar verða á dagskrá eitthvað fram á haustið eða á meðan áhugi og eft- irspurn vara. Margir hafa farið í tví- gang sem segir sitt um góða ferð. „Hugmyndin var góð og ferð- irnar hafa slegið í gegn,“ segir Jakob Frímann Magnússon. „Nokkrir vinir mínir komu til mín snemma vors og reifuðu við mig að koma þessari hug- mynd í framkvæmd. Mér fannst hún strax skemmtileg og sá að nú væri lag; enda að ganga í garð tími þar sem Íslendingar myndu hlýða kalli ríkisstjórnarinnar um að ferðast inn- anlands. Það hefur allt gengið eftir.“ Atlavík, Rjúkandi og Víti Á miðvikudaginn lögðu tveir átján manna hópar upp í hringferð um landið og koma til Reykjavíkur aftur í dag, laugardag. Í ferðinni var gist á hótelinu á Hallormsstað, en svo höfð viðkoma í Atlavík, við foss- inn Rjúkanda í Jökuldal, í Möðrudal á Fjöllum, og svo við Dettifoss, í Námaskarði, við Víti við Kröflu, Mý- vatn og loks við Goðafoss. Svo var gist á Akureyri og þaðan, á fjórða og síðasta degi, farið í bæinn úr höf- uðstað Norðurlands með því að aka fyrir Tröllaskaga. Í upphafi eru tré gróðursett í Tómasarlundi í Kjarna- skógi við Akureyri, en slíkir lundir eru nú orðnir fjölmargir víða um og landið og eru til minningar um Tóm- as heitinn Tómasson sem lengi var bassaleikari Stuðmanna. Þá er höfð viðkoma á Siglufirði; á söguslóðum Ófærðar, þeirra frægu sjónvarps- þátta. Til Reykjavíkur er svo komið undir kvöld; eftir vel skipulagðan túr með góðu fólki. „Í rútuferð sameinast sálir fólks; kynni takast og þá gerast æv- intýrin. Þessar ferðir eru kannski ekki svo ólíkar hljómsveitarferðum með Stuðmönnum í gamla daga, nema þá var hossast á malarvegum, sem nú hafa verið lagðir slitlagi. Eru því miklu þægilegri yfirferðar,“ seg- ir Jakob Frímann sem minnist þess að fyrst eftir opnun hringvegarins árið 1974 hafi Íslendingar gjarnan lagt í slík ferðalög. Ertu búinn að fara hringinn? var gjarnan spurt þá. Svo liðu tímarnir og flestir luku þessum leiðangri og þá leitaði land- inn á nýjar slóðir. En nú á þessu herrans ári 2020 er hringvegurinn kominn aftur sterkur inn. Ég er á leiðinni, söng Brunaliðið forðum sem eru orð að sönnu nú. „Áður fyrr var gjarnan sagt að eina viku tæki að aka hring- veginn. Sá var tíminn sem fólk gaf sér. Nú er þetta hins vegar farið leikandi á fjórum dögum, enda eru vegirnir miklu betri og bílarnir sömuleiðis,“ segir Jakob Frímann. Afsprengi af hringferðinni um landið eru fimm daga Vestfjarða- ferðir sem einnig eru boðnar undir merkjum Upplifðu Ísland. Fjórar slíkar eru fram undan á næstunni, en þá er byrjað á Snæfellsnesi, svo farið á Strandir og síðan um Djúp til Ísafjarðar og svo suður. „Ég lít á þessar ferðir sem kjör- ið tækifæri fólks til þess að kynnast landinu sínu með þægilegum og ódýrum hætti í vel skipulögðum ferðum. Þeir sem best hafa hlýtt kalli ríkisstjórnarinnar um að ferðast innanlands virðast vera Ís- lendingar sem komnir eru um og yf- ir miðjan aldur. Það er afar þakk- látur og skemmtilegur hópur,“ segir Jakob að lokum um ferðirnar sem eru betur kynntar á vefnum upp- lifduisland.is. Í rútuferð sameinast sálir fólksins Hringferð! Leiðangur um landið á fjórum dögum. Rúntur í rútu. Þakklátir farþegar, segir Jakob Frí- mann. Upplifðu Ísland. Ljósmynd/Aðsend Samferða Skagakonan Helga Oliversdóttir og Jakob Frímann. Ljósmynd/Aðsend Ferðalangar Ekki rúta heldur langferðabifreið, sagði í stuðmannamyndinni Með allt á hreinu. Nú kemur sér vel að vera á slíku farartæki og „það bera sig allir vel“, svo vitnað sé í söngtexta sem mörgum er tamur um þessar mundir. Ljósmynd/Aðsend Tómasarlundur Gróðursett í Kjarnaskógi við Akureyri í minningu stuð- mannsins góða. Fyrsti umhverfisráðherrann, Júlíus Sólnes, stýrði verki. Morgunblaðið/Ásdís Jökulsárlón Einn margra skemmtilegra viðkomustaða í hringferðinni. Jök- ullinn kelfir ís og lónið breytist stöðugt, sem er merkilegt að fylgjast með. „Nú gefst andrými til að endurskapa ímynd lundans,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir listamaður. Þær Elín og Rán Flygenring samstarfskona henn- ar standa að Nýlundabúðinni í Hafn- arhólma á Borgarfirði eystra sem opnuð var í gær í fuglaskoðunarhús- inu á staðnum. Mikið lundavarp er á þessum slóðum eystra og í búðinni góðu eru munir unnir á staðnum. Starfsmenn lundabúðarinnar rann- saka þar hlutverk lundans og þó svo að ekkert sé til sölu og aðgangur gesta bannaður vegna veiruvarna fer fram blómleg starfsemi í teikningu, rannsóknum og ímyndarsköpun. Verkefni þetta er stutt af Brothætt- um byggðum, verkefni Byggðastofn- unar, og Hönnunarsjóði Íslands. „Lundinn hefur um margt verið táknmynd túristavæðingarinnar á Ís- landi og það gjarnan undir neikvæð- um formerkjum.Við ætlum að gera tilraun til þess að gera lundabúðina töff,“ segir Elín. Nýlundabúðin verður ekki opin í hefðbundinni merkingu, en hana má heimsækja á vefsetrinu instagram.com/nylundabudin fram í miðjan ágúst, eða á þeim tíma sem verslunin er starfrækt. Nýsköpun á Borgarfirði eystra Lundakonurnar Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir með listaverk. Lundinn er í endursköpun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.