Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 25
Það styttist í skóla-
byrjun. Stundum er
eins og stjórnvöld geri
sér ekki grein fyrir
hversu dýrkeypt það
getur verið fyrir börn
að bíða lengi eftir þjón-
ustu fagaðila, s.s.
skólasálfræðinga. Í
febrúar voru 674 börn
á biðlista eftir fyrstu
og frekari þjónustu, af
þeim biðu 429 börn eftir fyrstu þjón-
ustu. Ákall foreldra og skóla má sjá í
fjölmörgum greiningum sem gerðar
hafa verið á þörfum skólasamfélags-
ins. Kallað er eftir auknum stuðningi
við bæði nemendur og starfsfólk og
markvissari og aukinni þverfaglegri
samvinnu. Skólastjórnendur hafa
kallað eftir að fá fagfólk skólaþjón-
ustunnar meira inn í skólana til að
létta á álagi á kennara. Það hlýtur að
vera flestum ljóst að skólasálfræð-
ingum þarf að fjölga til að möguleiki
verði á að taka á áralöngum kúfi og
nýjum kúfi sem spáð hefur verið að
komi í haust vegna áhrifa og afleið-
inga COVID-19.
Dýkeyptar afleiðingar biðar
Börn sem fá ekki aðstoð með
vandamál sín þróa oft með sér djúp-
an sálrænan vanda sem
vex og getur allt eins
orðið óviðráðanlegur.
Sagt er að málum sé
forgangsraðað og að
þau mál sem ekki þoli
bið séu tekin framar á
biðlistann. En þola ein-
hver mál bið? Hér er
verið að tala um börn
en ekki fullorðna. Þau
mál sem fá forgang eru
oft komin á alvarlegt
stig. Börn sem eru
jafnvel farin að skaða
sjálf sig og eru jafnvel með sjálfs-
vígshugsanir. Vandi af því tagi skell-
ur ekki á á einum degi heldur er
hann jafnvel búinn að krauma mán-
uðum saman. Börn sem hafa ekki
fengið faglega greiningu á vanda
sínum líða kannski sálarkvalir alla
skólagönguna. Þetta eru oft börnin
sem láta lítið fyrir sér fara í skól-
anum, eru e.t.v. með athyglisbrest,
eru feimin og óörugg. Smám saman
laskast sjálfsmatið og sjálfsöryggið
hverfur. Þetta eru stundum börnin
sem lögð hafa verið í einelti sem ým-
ist hefur farið dult eða ekki náðst að
taka á. Hvað er að gerast í huga
barns sem beðið hefur mánuðum
saman eftir aðstoð til að létta á van-
líðan og leysa vanda þess? Vanlíðan
sem fær að krauma og grafa um sig
getur á einni svipstundu orðið
bráðavandi sem ekki hefði orðið ef
fullnægjandi hjálp hefði verið veitt
fyrr. Margra mánaða bið eftir aðstoð
getur reynst dýrkeypt og jafnvel
kostað líf.
Oft eru íslensk börn borin saman
við börn í nágrannalöndum. Þar eru
ekki svona margar greiningar segja
yfirvöld. En munurinn er sá að í
þeim löndum sýna kannanir einnig
að börnum líður mun betur en á Ís-
landi. Skóla- og velferðaryfirvöld
bera íslensk börn gjarnan saman við
börn nágrannalanda okkar þegar
hentar, t.d. þegar þarf að rökstyðja
að ekki þurfi að láta meira fé í mála-
flokkinn. Miklu fé er vissulega varið
í sérkennslu en hún er hvorki sam-
ræmd milli skóla né árangursmæld.
Vanlíðan barna á Íslandi og þróun í
þeim efnum má sjá m.a. í niður-
stöðum PISA, skýrslum landlækn-
isembættisins og fleiri rannsóknum.
Tilvísunum hefur fjölgað
Af einhverjum orsökum hefur
fjölgun beiðna eftir þjónustu fag-
fólks skólaþjónustu aukist um 23% á
milli ára. Þetta er áhyggjuefni og er
það á ábyrgð skóla- og velferðaryf-
irvalda Reykjavíkurborgar að kom-
ast að hverju þetta sætir. Þessari
fjölgun þarf að mæta með öðru en að
láta börn dúsa á biðlista.
Flokkur fólksins hefur lagt fram
tillögur til lausna sem ýmist hefur
verið vísað frá eða þær felldar. Ný-
lega lagði Flokkur fólksins fram til-
lögu um að leitað verði eftir form-
legu samstarfi við Þroska- og
hegðunarstöð (ÞHS) í þeim tilgangi
að stytta biðlista. Um væri að ræða
mál þar sem t.d. aðkoma barnalækn-
is er nauðsynleg. Af þessu er nú þeg-
ar kominn vísir en mikilvægt er að
formgera samstarfið til að gera það
gegnsætt og skilvirkara. Með sam-
starfinu er börnum hlíft við lengri
bið á biðlista eftir sérfræðiþjónustu.
Þessari tillögu var vísað í vinnuhóp.
Tillögur sem Flokkur fólksins hef-
ur lagt fram og hafa verið felldar eða
vísað frá eru:
1. Að fjölga stöðugildum sálfræð-
inga
2. Að færa aðsetur skólasálfræð-
inga frá þjónustumiðstöðvum inn í
skólana
3. Að börn skuli ávallt hafa
biðlistalaust aðgengi að fagfólki
skólaþjónustu
4. Að skólasálfræðingar heyri
undir skóla- og frístundaráð í stað
velferðarráðs
Einnig hafa verið lagðar fram fyr-
irspurnir, m.a. um samsetningu bið-
lista, ástæður tilvísunar og hvað sé
verið að gera fyrir börnin og foreldr-
ana meðan á biðinni stendur.
Til að uppræta biðlista eða stytta
þá þarf að fjölga stöðugildum sál-
fræðinga. Málum hefur fjölgað en
ekki stöðugildum sálfræðinga. Ef
horft er til fjölda stöðugilda má gróf-
lega áætla að hver sálfræðingur/
stöðugildi þjónusti 1.000 börn. Í
raun má því segja að það sé útilokað
fyrir sálfræðing að sinna þessum
fjölda barna svo vel sé, jafnvel þótt
megnið af þessum börnum þurfi
aldrei á þjónustu sálfræðinga að
halda. Dæmi eru um að einn sál-
fræðingur sinni þremur skólum.
Fyrir þann sálfræðing fer einnig
tími í að fara á milli skóla og þjón-
ustumiðstöðvar sem hann hefur að-
setur á. Þessi staða og skortur á úr-
ræðum og almennum bjargráðum
hafa ekki síður alvarlegar afleið-
ingar fyrir tvítyngd börn í leik- og
grunnskólum.
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur » Vanlíðan sem fær að
krauma og grafa um
sig getur á einni svip-
stundu orðið bráðavandi
sem ekki hefði orðið ef
fullnægjandi hjálp hefði
verið veitt fyrr
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og borg-
arfulltrúi Flokks fólksins.
kolbrun.baldursdottir@reykjavik.is
Löng bið eftir aðstoð getur
reynst dýrkeypt og jafnvel kostað líf
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Veitt í soðið Í kringum Ísland eru gjöful fiskimið sem reynst hafa þjóðinni vel. Ekki þarf þó að fara langt til að næla sér í fisk í soðið og þessi reyndi fyrir sér í Sundahöfn í gær.
Kristinn Magnússon
Þegar rýnt er í sögu
þjóðkirkjunnar má
finna fordóma og van-
þekkingu sem leiddu
til útskúfunar ein-
staklinga og hópa.
Páll postuli ofsótti
kristna menn. Mis-
munaði þeim, beitti of-
beldi og viðurkenndi
ekki tilvist þeirra og
rétt. Páll steig síðan
skref inn í ljósið, gekk
kærleikanum á hönd og skrifaði
meðal annars til Galatamanna; „þið
eruð öll eitt í Kristi Jesú“.
Við erum eitt í kristinni trú þegar
kemur að kyni, lífskoðun og fjöl-
breytileika. Við erum eitt þegar við
krefjumst réttlætis,
jafnrar stöðu og við-
urkenningar. Við erum
eitt þegar við viljum
elska. Við erum eitt í
einingu andans.
Páll postuli sá að
sér, iðraðist og vildi
gera betur. Páll skrifar
enn fremur til Korintu-
manna þennan lykil
okkar allra að framtíð-
inni: En nú varir trú,
von og kærleikur,
þetta þrennt, en þeirra
er kærleikurinn mest-
ur.
Annað er aukaatriði og kann að
fölna í tímans rás. Kærleikurinn lif-
ir.
Þjóðkirkjan í samstarfi við Sam-
tökin ’78 boðar til kynningarfundar í
dag á verkefninu Ein saga – eitt
skref.
Tilgangur verkefnisins er að biðj-
ast fyrirgefningar, gera upp og læra
af sögu misréttis gagnvart hinsegin
fólki innan kirkjunnar. Fyrsta
skrefið verður að safna persónu-
legum reynslusögum af fordómum
og andstöðu þjóðkirkjunnar við rétt-
indi hinsegin fólks í gegnum árin.
Sett hefur verið upp sögusíða þar
sem hver og einn, sem geymir sögu
sem hann/hún/hán vill deila, getur
fyllt út eyðublað og skilað inn. Sög-
unum verður safnað saman af Sam-
tökunum ’78
Slóð sögusíðunnar er; www.ein-
saga.samtokin78.is.
Næsta vor verða síðan sögurnar
gerðar opinberar. Sögurnar verða
hengdar upp í kirkjum landsins, til
vitnisburðar og lærdóms.
Ég fagna samstarfinu við Sam-
tökin ’78 og tel að þetta sameigin-
lega verkefni okkar verði til þess að
við getum í sameiningu lyft fram
erfiðri sögu sem er mikilvægt að
endurtaki sig ekki, en sé einnig til
vitnis um þjáningu, baráttu og vilja
hinsegin fólks til að öðlast viður-
kenningu, frelsi og mannréttindi.
Með auðmýkt gagnvart sögunni
vill kirkjan vera framvörður kær-
leika, mannréttinda og fjölbreyti-
leika í komandi framtíð.
Upphaflega var viðburðurinn op-
inn öllum. En í ljósi stöðunnar sem
uppi er í samfélaginu, þeirrar bar-
áttu sem við öll heyjum við út-
breiðslu COVID og þess almanna-
hlutverks sem við gegnum öll,
verður viðburðinum streymt á net-
inu.
Viðburðurinn verður í dag, 8.
ágúst, í streymi, aðgengilegur á
www.kirkjan.is og www.sam-
tokin78.is, og hefst kl. 13.00.
Klukkan 14 verður regnboga-
fáninn dreginn að húni við kirkjur
víðs vegar um landið.
Eitt í Kristi. Lifi ástin og fjöl-
breytileikinn.
Eftir Agnesi M.
Sigurðardóttur » Tilgangur verkefn-
isins er að biðjast
fyrirgefningar, gera upp
og læra af sögu mis-
réttis gagnvart hinsegin
fólki innan kirkjunnar.
Agnes M.
Sigurðardóttir
Höfundur er biskup Íslands.
agnes@biskup.is
Ein saga – eitt skref