Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 28

Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020 Astaxanthin Eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar Styrktu ónæmiskerfið með Astaxanthin!** Astaxanthin frá Algalíf er 100% náttúrulegt hágæða bætiefni, framleitt á sjálfbæran hátt við kjöraðstæður sem tryggja að innhaldið skili sér til neytenda. ■ Vissir þú að náttúrulegasta og hreinasta uppspretta astaxanthins finnst í smáþörungum sem kallast Haematococcus pluvialis, en þeir framleiða þetta sem varnarefni gegn erfiðum aðstæðum í umhverfinu? ■ Talið er að þetta öfluga andoxunarefni geti stutt við heilsusamlegt líferni og almenna líðan, verndað gegn sterkum útfjólubláum geislum sólar og oxunarskemmdum, ásamt því að geta aukið styrk, þol og liðleika.* Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir, Costco og flestum stórmörkuðum. *https://www.alifenutrition.cz/userfiles/dietary- supplementation-with-astaxanthin-rich-algal- meal-improves-strenght-endurance.pdf ** Park JS et al. Nutr Metab. 2010;7:18. Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Viðskiptafr. / Lögg. fast. 820 6511 Kristján Viðskiptafr. / Lögg. fast. 691 4252 Halla Viðskiptafr. / Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Lögg. fast. 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Nýlega skrifaði Sig- mundur Davíð Gunn- laugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokks- ins, grein í Morg- unblaðið þar sem hann fjallar um þá „menn- ingarbyltingu“ sem nú ríður yfir Vesturlönd. Hann ræðir m.a. áhrif minnihlutahópa og bendir á í því sambandi, að sam- tökin BLM (Black Lives Matter), sem séu þekkt sem herská samtök á jaðri stjórnmálanna, vilji end- urskilgreina veruleikann og söguna. Þeir sem ekki knékrjúpi fyrir BLM séu í óeiginlegri merkingu teknir af lífi hvort heldur á samfélags- eða fjölmiðlum í vestrænum sam- félögum. Ég tek undir með Sig- mundi Davíð. Það gera hins vegar ekki allir. Pólitískir andstæðingar hans benda á að greinin sýni mis- notkun á tjáningarfrelsinu því skoð- anir hans séu ekki réttar og þar með „fasískar“ ef ekki „bull“. Inn- tak greinar SDG má því ekki ræða, einungis fordæma. Í niðurstöðum könnunar sem The Suday Times birti 26. júlí sl. og gerð var í Bret- landi af Hope Not Hate, í kjölfar BLM þar, kemur fram að jákvæð samskipti séu yfirleitt á milli kyn- þátta í Bretlandi. Sú spenna sem aðspurðir greina frá í samskiptum hinna ólíku hópa hafi talist tvöfalt meiri milli kynþátta frá Austur- löndum en milli svartra og hvítra íbúa. Svo furðulega vill til að þjóðir Vesturlanda sem hafa búið við hvað öflugast tjáningarfrelsi eru nú sjálf- ar farnar að hefta það til þess að þóknast baráttumálum einstakra hópa oft á kostnað heildarinnar og opinnar umræðu. Allt sem ekki endurómar rétttrúnað BLM, t.d. eins og yfirlýsingin „All Lives Mat- ter“ (líf allra manna skiptir máli) telst „fasismi“, „kynþáttahyggja“ eða „popúlismi“ og andstætt lýð- ræði og mannréttindum. Helgiblær mannréttindanna Orðið mannréttindi hefur lengi haft yfir sér helgiblæ. Nú á dögum er hins vegar farið að falla á það enda mannréttindi far- in að taka á sig sér- kennilegar myndir. Í arabalöndunum eru t.d. sérmannréttindi fyrir karla og önnur fyrir konur. Það fyr- irbæri virðist þó hafa farið fram hjá tals- mönnum menningar- byltingarinnar á Vesturlöndum. Noti maður samlíkingu við gleraugu má segja að fjarlægðarfókusinn sé mannréttindi í skilningi rétttrún- aðar en nærfókusinn kynþáttur, kynvitund, fötlun og „sanngirni“ svo nefndar séu helstu breytur dagsins í dag. Í þeirri greiningu þýðir kynþáttur litur. Litur sem þó alls ekki má nefna. Allir sem hafa hinn minnsta brúna lit á hörundi sínu, t.d. í Bandaríkjum Norður- Ameríku, eru með þessum mann- réttindafókusi sagðir eiga uppruna sinn í Afríku. Að segja annað þykir ókurteisi og kallar á skilyrðislausa fordæmingu. Í Mekku kvik- myndanna er sögunni hiklaust breytt í anda rétttrúnaðarins án þess að kallað sé fals. Hvað ræður fókusnum hér á landi? Svo virðist sem verið sé að flytja inn erlendar áherslur í mannrétt- indamálum. Hér á landi búa margir fatlaðir við kröpp kjör líkt og stór hluti blökkumanna í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sé mannréttinda- fókusnum beint að málefnum fatl- aðra krýpur hér enginn á kné né viðhefur menningarbyltingarlegar málhreinsanir. Þannig eru orðin „geggjað“ og „geðveikt“ aðal- áhersluorð landsmanna og ekkert fundið að notkun þeirra. Helstu mannréttindamál fatlaðra virðast hins vegar vera viðkvæm ein- staklingsmál þar sem hugtakið réttindi á stundum illa við. Fók- usinn beinist heldur ekki að hinum fjölmörgu öldruðu sem þurfa op- inbera aðstoð og fá ekki, eða mak- anum sem veitir aðstoðina en getur ekki. Þá mætti ætla að hér á landi væri mannréttindafókusnum beint að bágborinni stöðu íslenskra drengja innan skólakerfisins eins og ég hef áður minnst á. Hér á landi er ekki áhugi á því að fjalla um þau mál sem helst brenna á ís- lensku þjóðinni. Fókusinn er á áhugamálum einstakra hópa, mál- efnum svo sem hvort fræða eigi smábörn um kynvitund. Á ríkisfjöl- miðlinum er fókusnum stýrt eftir pólitískum skoðunum starfsmanna sem flytja „mannúðarmál“ sín þar studdir af sérvöldum álitsgjöfum. Fjölbreyttar skoðanir landsmanna á pólitískum álitaefnum sem ekki falla að skoðunum starfsmannanna eru nefndar fordómar og þeim skal með góðu eða illu útrýmt. Lögreglan í menningarbyltingunni Lögreglan hefur fram að þessu notið trausts landsmanna þótt virð- ing gagnvart henni mætti vera meiri og sumir yfirmanna hennar hafa meiri reisn. Landsmönnum hefur verið bent á að hér sé grunur um hvítþvott peninga og mansal án þess að brugðist sé við. Hætt er við að lögreglan muni ekki njóta sömu virðingar áfram ef fókus hennar beinist einkum að persónulegum áhugamálum yfirmanna hennar sem geta orðið auðveld bráð alls kyns stefna. Slíkt hefur hættu í för með sér. Sagt er að hörð átök séu innan lögreglunnar og maður spyr sig hvers vegna verið sé að bola einstaka yfirmönnum hennar úr embætti með aðstoð fjölmiðla en ekki lagaákvæðum þar að lútandi. Hvað með sanngirnina í því sam- hengi? Ég vil að lokum þakka Sig- mundi Davíð fyrir að hreyfa við umræðunni. Það var kominn tími til. Ég verð þó að segja að mér finnst það ekki við hæfi hvorki hjá þing- né sveitarstjórnarmönnum að veifa fasistastimpli eða tala um bull þegar pólitískir andstæðingar vilja opna umræðu um stöðu tjáning- arfrelsisins og þar með lýðræðisins. Eftir Mörtu Bergman »Ég vil þakka Sig- mundi Davíð fyrir að hreyfa við umræðunni. Það var kominn tími til. Marta Bergman Höfundur er félagsráðgjafi og ellilíf- eyrisþegi. martabergman@internet.is Er fókusinn rétt stilltur? Í Fréttablaðinu 8. júlí sl. er að finna grein eftir Þórhall Heimisson sem ber yfirskriftina Land- vættirnir, KSÍ og Biblían. Þarna fjallar höfundur um ýmsa þætti úr sögu og þró- un skjaldarmerkis ís- lensku þjóðarinnar. Greinin er vel skrifuð og vakti athygli mína vegna svo- nefndra landvætta sem umlykja skjaldarmerki Íslands. Snorri Sturluson hefur eflaust haft einhver kynni af Biblíunni, að minnsta kosti Opinberunarbók- inni, þar sem hans innlegg í Heimskringluna varðandi svokall- aða landvætti Íslands virðist vera sótt í 4. kafla Opinberunarbók- arinnar. Spámaðurinn Jóhannes þekkti Ritningarnar vel, og einnig það hvernig hinir ýmsu ættbálkar Ísraelsmanna komu sér fyrir hverju sinni umhverfis Must- eristjaldbúðina á ferðalagi sínu um eyðimörkina í 40 ár. Löngu síðar opnar Guð honum sýn inn í sjálfan himininn, þar sem hann fékk að sjá sjálft hásæti Guðs og fjórar verur sem þar voru umhverfis hásætið. Lesendur Biblíunnar taka eftir því að ljónið táknar þar réttilega Jesú Krist, enda er Hann sagður vera ljónið af Júdaættkvísl. Það er þó ekki víst að margir geri sér grein fyrir því, að seinni tíma uppröðun þessara táknmynda um vernd eiga ekki rétt á sér, hvorki í Heimskringlu né íslenska skjaldarmerkinu. Drekinn á nefnilega alls ekki heima í skjaldarmerki íslensku þjóðarinnar, þar sem flestir Ís- lendingar telja sig vera kristinnar trúar. Í sjálfri Opinberunarbók- inni er forystuengillinn Lúsífer, sem gerði uppreisn á himnum gegn stjórn Guðs, ýmist kallaður Satan, djöfull eða dreki, sjá 12. kafla Opinberunarbókarinnar. Drekanum Satan er ítrekað lýst sem erkióvini Guðs og manna og var hann rekinn burt af himni. Drekinn er í Biblíunni sagður vinna staðfastlega að því að tor- tíma mannkyninu. Hvernig getur hann þá kallast verndari íslensku þjóðarinnar? Það er augljóst að það er vegna fáfræði manna á Orði Guðs að þeir hafa gert alvarleg mistök í vali sínu á máttaröflum landinu til verndar. Þeir hafa ekki áttað sig á þessum mistökum, þar sem þeir hafa ekki lesið bók Guðs, Biblíuna, sem skyldi. Þar varar Guð okkur við þeirri hættu sem öllum staf- ar af Drekanum. Og svo höfum við Íslend- ingar útilokað merki Frelsarans, þ.e. ljón- ið, frá því að komast að á skjaldarmerkinu og boðið þessum ófögnuði, Drekanum, inn á gafl, þ.e. í skjaldarmerkinu okk- ar! Ef taka má mark á skoðanakönnunum síðari ára, þá er það líka athyglisvert hve stór hluti þjóðarinnar virðist trúa á huldufólk, álfa og framliðna sér til hjálpar, þegar það er Guð einn sem hefur vald yfir lífi og dauða, og Hann varar gegn slíkum fyr- irbærum. Andatrú og miðilsfundir eru fyrirbæri sem Guð einnig var- ar sterklega við, enda er Drekinn, Satan, þar að baki líka og vinnur ötullega að því að blekkja fólk. Jesús er okkar vernd og Biblían er Hans vegakort, gefið okkur til að rata rétta leið í gegnum lífið og til eilífs lífs. Hann segist vera „veg- urinn, sannleikurinn og lífið“. Við hljótum að treysta Honum um- fram annað. Þá er það líka athyglisvert, að árið 1.000 e.Kr. voru Íslendingar þvingaðir af Noregskonungi til þess að snúa baki við ásatrú og taka þess í stað kristna trú, sem reyndist vera kaþólsk trú. Svo gerðist það árið 1550 að kaþólski biskupinn yfir Íslandi og tveir synir hans voru teknir af lífi. Þar með gerðust Íslendingar almennt mótmælendatrúar. Í bæði skiptin voru þessi siðaskipti knúin fram með valdi, svo að Íslendingar hafa almennt ekki upplifað trúarlega vakningu. Þar sem landvættir voru taldir svo þýðingarmiklir velferð lands- manna að nauðsynlegt þótti að koma þeim fyrir umhverfis skjald- armerki þjóðarinnar er ekki úr vegi að spyrja landsmenn hvor skipi æðri sess í lífi okkar; Jesús Kristur, sem ljónið táknar, eða Drekinn, sem er tákn Biblíunnar fyrir Satan. Landvættir og Biblían Eftir Steinþór Þórðarson Steinþór Þórðarson »Hvaða gildi hafa landvættirnir um- hverfis skjaldarmerki Íslands? Höfundur er prestur Boðunarkirkjunnar. bodunarkirkjan@bodunarkirkjan.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.