Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 30

Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 30
30 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020 ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir flytur hugvekju og þjónar fyrir altari. Fé- lagar í kór Árbæjarkirkju leiða sönginn og Reynir Jónasson er organisti. Kaffi- sopi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédik- ar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari er Jó- hanna Ósk Valsdóttir, organisti er Bjart- ur Logi Guðnason. Kaffisopi að guðsþjónustu lokinni. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Þetta er messa með breyttu formi í tali og tónum. Tónlistarflutning annast Rósalind Gísladóttir og Þórður Sigurðs- son. Sr. María Ágústdóttir og messu- þjónar leiða stundina. DIGRANESKIRKJA | Sameiginleg guðsþjónusta Digraneskirkju og Hjalla- kirkju verður í Digraneskirkju 9. ágúst kl. 11. Ferming. Prestur er Sjöfn Jóhann- esdóttir. Organisti er Lenka Matjéova. Minnum á tilmæli sóttvarnalæknis um Covid-19. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. er messa kl. 8. Lau. kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir alt- ari. Dómkórinn. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Pétur Ragnhildarsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organ- ista. Meðhjálpari er Helga Björg Gunn- arsdóttir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingar- messa 9. ágúst kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. GARÐAKIRKJA | Sumarkirkjan. Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson og Margrét Gunnarsdóttir djákni þjóna fyrir altari, Margrét Lilja Vil- mundardóttir flytur hugvekju og Ástvald- ur Traustason organisti leiðir lofgjörð- ina. Við gætum að tveggja metra reglunni og öðrum leiðbeiningum sótt- varnayfirvalda og því verður ekki boðið upp á kaffisopa eftir stundina. Sumar- kirkjan er samstarfsverkefni safnaða í Garðabæ og Hafnarfirði um helgihald í Garðakirkju kl. 11 alla sunnudaga í sum- ar. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 9. ágúst verður kaffihúsamessa með breyttu sniði. Sr. Guðrún Karls Helgu- dóttir þjónar og Guðrún Eggertsdóttir prédikar. Organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er María G. Ágústsdóttir og organisti er Ásta Haraldsdóttir. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir almennan söng. Einn drengur verður fermdur. Kyrrðar- stund á þriðjudag kl. 12. Við virðum tveggja metra regluna og gætum hrein- lætis. Þau sem búa á sama heimili mega sitja saman. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Kvöldguðsþjónusta. Prestur er Pétur Ragnhildarson. Tónlistarflutningur í umsjá Ásbjargar Jónsdóttur, Kirkjuvörð- ur er Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumar- kirkjan. Guðsþjónusta kl. 11 í Garða- kirkju á Álftanesi. Sr Hans Guðberg Al- freðsson leiðir stundina. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Bænastundir kl. 12 miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Orgeltónleikar fimmtud. kl. 12.30. Ey- þór Wechner Franzson leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar, þjónar fyrir altari og skírir barn. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju, leiða safnaðarsöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sameig- inleg guðþjónusta Digraneskirkju og Hjallakirkju verður í Digraneskirkju 9. ágúst kl. 11. Ferming. Prestur er Sjöfn Jóhannesdóttir. Organisti er Lenka Mat- jéova. Minnum á tilmæli sóttvarnalæknis um Covid-19. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11, Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Félagar úr Fílharmóníunni syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Athugið að sunnudagaskól- inn hefur ekki hafið störf. LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar og flytur hugvekju. Almennur safnaðar- söngur. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Barn fermt. Sr. Ragnheiður Jóns- dóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Org- anisti er Þórður Sigurðarson. Almennur safnaðarsöngur. Kirkjuvörður er Bryndís Böðvarsdóttir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11 í umsjón Regínu Óskar og Svenna Þórs. Guðsþjónusta kl. 20. Óskar Einarsson sér um tónlistina, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Tómas Guðni Eggerts- son leikur á orgel og Kór Seljakirkju syngur, messukaffi í lokin. Gætt er að öllum sóttvarnareglum í kirkjunni sem rúmar alla vel m.t.t. tveggja metra regl- unnar. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsjón- usta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er org- anisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn í safn- aðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hall- grímsson annast prestsþjónustuna. Morgunblaðið/Ómar Selvogur Strandarkirkja. Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát „Sæll, má ég setj- ast hjá þér?“ Þannig hófst vin- skapur okkar Árna Páls á fögrum sum- ardegi árið 1999. Staðurinn var Hólar í Hjalta- dal þar sem við vorum báðir við tímabundin störf, en vinskapur- inn hélt áfram. Það kom í ljós að við þekktum báðir lítillega hvor til annars, átt- um sameiginleg áhugamál sem voru veiðar, skotfimi og byssur, auk þess að geta rakið ættir okk- ar saman. Frá þessum degi leið varla sá dagur að það væru ekki einhver samskipti okkar á milli. Það var spjallað saman, unnið saman, ferðast saman innanlands sem utan og skotveiðar stund- aðar saman. Minningarbrotin koma upp í hugann. Sigling í Hvallátur, sel- veiðar í Höfðavatni, veiðiferðir í gæs, önd svartfugl og rjúpu. Heimsóknir í Naust og Hólma- tjörn. Samskipti okkar Sigrúnar Öldu við Árna Pál og Sólveigu voru mikil og góð í gegnum tíðina og leiksvið lífsins stækkaði mikið við að kynnast þeim og mörgum af þeirra fjölmörgu vinum og kunningjum. Árni Páll var vinamargur, hafði víða komið við og lagt hönd á plóg við margvísleg verkefni hérlendis sem erlendis. Enda eft- irsóttur á sínu sérsviði. Áhugamálin voru mörg og fjölbreytt, þar var eiginlega ekkert undanskilið. Hann var víðlesinn, kunni skil á flestu og var fljótur að mynda sér skoðanir á hlutun- um. Hann var ekki endilega í neinum „já hópi“ ef því var að skipta. Og honum var alveg ná- kvæmlega sama um það. Maður sem stóð á sínum skoðunum. Hann var mjög duglegur og afkastamikill við það sem hann tók sér fyrir hendur, þrátt fyrir það að hann gengi líkamlega ekki heill til skógar í rúma tvo áratugi. Eins vel og hann var að sér í ýmsum tungumálum auk ís- lenskunnar, þá var eitt orð sem ekki var til í hans orðaforða og það var orðið uppgjöf. Hann var kröfuharður við sjálfan sig og ætlaðist til þess sama af öðrum. Fagurkeri sem vildi hafa fólk, fallega list og hluti í kring- um sig og naut þess. Hann var afar hagmæltur en var ekkert endilega að flíka því. Breiðafjörðurinn var hans staður á Íslandi eins og vel má sjá í eftirfarandi erindi, sem er eitt af fjórum sem hann orti í minningu föður síns, en á einn- ig mjög vel við um hann. Í Breiðafirði barr mitt óx og bernsku- hlynur. Halda þangað vildi ég vinur veröld þegar þessi hrynur. Hann var með sjómannsblóð í æðunum og var því góður í því að hnýta hnúta, en hann kunni einnig að leysa þá þegar þess þurfti. Hugsunin var skýr alveg til síðustu stundar og hann var með hugann við sitt fólk, eins og alltaf. Við hjónin þökkum fyrir djúpa og gefandi vináttu um leið og við vottum Sólveigu, sonum, fjölskyldu og ættingjum okkar dýpstu samúð. Árni Páll Jóhannsson ✝ Árni Páll Jó-hannsson fæddist 13. október 1950. Hann lést 23. júlí 2020. Útför hans fór fram 5. ágúst 2020. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Jón Pálma- son og Sig- rún Alda Sighvats. Það er ekki auðvelt verk að minnast manns á borð við Árna Pál í fáum orðum. Strax kemur upp í hugann endalaus röð af já- kvæðum lýsingarorðum; glað- beittur, duglegur, fyndinn, dríf- andi, hugmyndaríkur, ráðagóður, hjálpsamur, kjarkað- ur, þannig væri hægt að halda endalaust áfram. Þetta var óvenjulega hæfi- leikaríkur og frjór maður og, eins og slíkir menn eru gjarnan, með margar hliðar. Sumar þekkti ég meira, aðrar minna. Leiðir okkar lágu saman fyrir meira en þrjátíu árum og hélst sá vinskapur alla tíð. Ég held að hann hafi örugg- lega hreyft við öllum sem honum kynntust. Áreiðanlega mótaði vinátta okkar mig að mörgu leyti. Árni gat séð fegurðina í ólík- legustu hlutum. „Þetta er fal- legt,“ sagði hann gjarnan um ljótan hlut eða eitthvert skrýtið mannanna atferli og var þá nátt- úrlega að meina inntak en ekki útlit. Maður sá alltaf hlutina í of- urlítið öðru ljósi eftir að hafa spjallað við Árna Pál og ég er ekki frá því að hafa orðið svolítið betri maður í hvert skipti. Árni var afar góður sögumað- ur þar sem bæði flutningur og efni voru tekin óvenjulegum tök- um. Margar af skrýtnustu og skemmtilegustu sögum sem ég hef heyrt eru frá honum komn- ar. Einhvern veginn urðu þær svo heldur bragðdaufari þegar ég eða aðrir reyndu að hafa þær eftir síðar. Húmoristi var hann af bestu gerð, sagði frá með bros á vör og glimt í auga. Húmorinn gat verið afar stórkarlalegur á stundum en alltaf illskulaus og undirtónninn var hlýr. Ekki ætla ég mér að tíunda af- rek Árna sem kvikmyndagerðar- manns, leikmyndahönnuðar, sýn- ingahönnuðar eða listamanns. Aðrir eru mun betur búnir til þess. Það var alltaf hugur í Árna Páli, eldmóður jafnvel. Hann var sífellt með eitthvað í bígerð, ný verkefni, nýjar hugmyndir og óhræddur við að venda sínu kvæði í kross, breyta til og takast á við nýja hluti. Þessu smitaði hann svo í aðra. „Fram til sigurs“ var frasi sem hann notaði gjarnan og ég, undirritaður, hef leyft mér að taka upp eftir honum. Árni sýndi fádæma dugnað og æðruleysi í þeim mörgu glímum sem hann tók við sinn vonda sjúk- dóm. Hann vann þær allar, nema þá síðustu. Henni töpum við víst öll. Við sem eftir sitjum erum öll talsvert fátækari núna þegar Árni Páll er genginn. Á móti kemur hins vegar hið mikla ríkidæmi sem við öðluðumst með því að eiga því láni að fagna að vera samferðamenn hans. Sólveigu og fjölskyldunni allri sendi ég mínar bestu samúðar- kveðjur. Takk, Árni Páll, fyrir mig og mína. Ingólfur Eldjárn. Þýtur í stráum þeyrinn hljótt, þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. (Trausti Á. Reykdal) Vinur okkar Árni Páll er fall- inn frá. Það er mikill missir. Við kveðjum hann með þakklæti, ást og söknuði. Árni Páll var heiðarlegur, hvetjandi, skapandi, gjafmildur, gestrisinn, einstaklega skemmti- legur og hlýr maður. Elsku Sólveig. Takk fyrir dásamlega daga með ykkur. Í gestabókinni okkar, 31. mars 2009, er varðveitt þetta fal- lega ljóð eftir Árna Pál: Rennur dagur, roða slær á rastarblómin. Lómurinn þá lækkar róminn líkt og skynji helgidóminn. Í Breiðafirði barr mitt óx og bernskuhlynur. Halda þangað vildi ég vinur veröld þegar þessi hrynur. Ránardætur daðra þar við dökka hleina. Heyri ég líka eina og eina elska segjast þessa steina. Þegar á göngu þreyttur verð og þjakar elli. Feginn legg ég vanga að velli víst á ég sæti í Helgafelli. (Á.P.J.) Innilegar samúðarkveðjur. Vigdís (Dísa) og Einar. Árni Páll hefur lengi verið samferða okkur í hópi Spilavina og einnig sem einn af mökunum í útskriftarhópi lækna frá 1980. Við hittum hann reglulega á heimili þeirra Sollu þegar við komum og spiluðum og einnig áttum við skemmtilegar stundir saman með mökum okkar. Margar ferðir voru farnar sam- an í sumarhús og einnig utan- landsferðir og eftirminnilegust er síðasta ferðin þegar við fórum saman í siglingu. Árni Páll féll strax vel inn í hópinn. Hann var glaðsinna og skemmtilegur, fé- lagslyndur og hafði áhuga á líf- inu og öðru fólki. Þá var Árni Páll afar bóngóður ef eitthvað þurfti að laga eða betrumbæta. Árni Páll var listamaður, mínimalisti og fagurkeri og einn- ig skemmtilegur sögumaður. Hann var afar frjór og fullur af hugmyndum og alltaf að hugsa og skapa og hafði einstakt auga fyrir fegurðinni í umhverfinu. Við fengum að fylgjast með æv- intýri í Holtunum þegar móar og melar breyttust í glæsilegt heim- ili af allra smekklegustu gerð. Tilbúin tjörn með hólma þar sem fuglar settust að og fiskar hopp- uðu í tjörninni fyrir framan hús- ið. Hann byggði gróðurhús þar sem Solla réð ríkjum. Þar reis skemma með vinnuaðstöðu og eldsmiðju og síðar sýningarsal- ur. Allt lék í höndum Árna Páls og úr urðu listaverk, alveg sama hvað hann handlék. Við eigum ekki eftir að hitta Árna í stofunni hjá Sollu, en fáir skilja eftir sig jafn glæsileg minnismerki og Árni Páll. Minn- umst góðs vinar með virðingu og söknuði. Brynhildur og Magnús, Ragnhildur og Einar Baldvin, Sigríður og Skúli. Fyrir um áratug sendi Árni Páll mér þetta litla ljóð í tölvu- pósti, en hann sagði það vera braghendu og vera gamlan kveð- skap eftir hann sjálfan. Það lýsir manninum vel og ber honum fagurt vitni líkt og svo margt annað í hans lífi. Takk fyrir sam- fylgdina og vertu sæll í þínu Helgafelli, vinur. Rennur dagur, roða slær á rastarblómin. Lómurinn þá lækkar róminn líkt og skynji helgidóminn. Í Breiðafirði barr mitt óx og bernskuhlynur. Halda þangað vildi ég vinur veröld þegar þessi hrynur. Ránardætur daðra þar við dökka hleina. Heyri ég líka eina og eina elska segjast þessa steina. Þegar á göngu þreyttur verð og þjakar elli. Feginn legg ég vanga að velli víst á ég sæti í Helgafelli. (Á.P.J.) Kristinn E. Hrafnsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar míns og sam- starfsmanns Árna Páls Jóhanns- sonar sem verður jarðsettur í dag. Árni Páll var frábær lista- maður sem lét til sín taka í öllum listgreinum. Hann var mikill myndlistarmaður og verk hans voru þaulhugsuð og smekklega útfærð. Hann bjó yfir afburða útsjónarsemi sem nýttist vel við gerð leikmynda. Ekkert var óframkvæmanlegt þótt fjármun- ir væru af skornum skammti. Árni Páll var oft eins og galdra- meistari sem hugsaði í lausnum. Ef hans verklagni og hugmynda- flugs hefði ekki notið við þegar við gerðum kvikmyndirnar Bíó- daga og Djöflaeyju væru þær ekki svipur hjá sjón. Leikmynd- in að Djöflaeyju er hans meist- arastykki. Einnig bera bústað- irnir á Naustum í Skagafirði og heimili hans og Sólveigar Hól- matjörn í Holti vitnisburð sem mun lifa um alla framtíð. Okkar kynni hófust 1977 þeg- ar Gallerí Suðurgata 7 hóf starf- semi sína og svo vann hann við nánast allar kvikmyndir sem ég kom að. Hann var einn skemmti- legasti maður sem ég hef kynnst. Sögur hans voru óborg- anlegar og svo gat hann verið svo meinstríðinn, sérstaklega þegar hann var að gagnrýna mann. Fyrir 20 árum byrjaði barátta hans við illvígan sjúk- dóm og var það aðdáunarvert hvernig hann tókst á við hann með Sólveigu sér við hlið. Lengi vel hélt maður að hann hefði haft sigur en eftir að hann sendi mér þessa „lumbru“ um daginn þá dvínuðu þær vonir: „Berst við krabbann í lunganu og heilanum. Reyni að skapa verk milli kvala. Guð læknar og er með mér alla tíð.“ Ég svaraði: „Þú ert falleg- astur.“ Árna Páls Jóhannssonar verð- ur sárt saknað. Það var heiður að fá að starfa með honum og að fá að eiga hann að vini. Ég votta Sólveigu og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Friðrik Þór Friðriksson. Ég hef lengi óttast að þessi dagur rynni upp og alltaf kviðið honum jafn mikið. Ég var einn af ótrúlegum fjölda vina og sam- starfsmanna Árna Páls og við höfum þekkst og unnið saman í 23 ár og ég fékk stundum að vera tunglið sem sólin hans skein á. Við kynntumst þegar hann kom upp á verkfræðistof- una Línuhönnun til að athuga með aðstoð við Wim Wenders í kvikmynd þar sem maður átti að hjóla á vír yfir Skógafoss. Hann hvarf síðan úr teyminu og ég frétti síðan að hann væri upptek- inn við tvennt; hanna og byggja sýningu í Lissabon og glíma við krabbamein. Þetta var síðan það sem við áttum eftir að gera sam- an í yfir 20 ár í Hannover, París, London, Prag, á Ströndum og víðar; hanna og byggja sýningar og Árni Páll barðist allan tímann við krabbamein. Hann hafði sérstaka afstöðu til krabbameins: „Það þýðir ekk- ert fyrir krabbameinið að banka að dyrum hjá mér, ég er bara ekki heima,“ og lengi vel trúði ég því að þetta tækist en það gekk því miður að endingu ekki eftir. Árni Páll er hæfileikaríkasti, hugmyndaríkasti og skemmti- Minningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.