Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Svíþjóð
A-deild kvenna:
Uppsala – Rosengård .............................. 1:9
Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik-
inn með Uppsala.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård.
Staðan:
Rosengård 9 7 1 1 27:5 22
Gautaborg 8 6 2 0 18:3 20
Linköping 8 5 1 2 12:8 16
Kristianstad 8 3 3 2 16:17 12
Piteå 8 3 2 3 10:11 11
Uppsala 9 3 1 5 14:22 10
Eskilstuna 8 2 2 4 13:15 8
Djurgården 8 2 2 4 10:13 8
Örebro 8 2 2 4 8:14 8
Växjö 8 2 2 4 5:14 8
Vittsjö 8 2 1 5 12:15 7
Umeå 8 1 3 4 9:17 6
B-deild:
Västerås – Brage ..................................... 2:1
Bjarni Mark Antonsson kom inn sem
varamaður hjá Brage á 81. mínútu.
Noregur
Vålerenga – Kolbotn ............................... 1:1
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn með Vålerenga.
Meistaradeild Evrópu
16-liða úrslit, síðari leikir:
Manchester City – Real Madrid ............. 2:1
Manchester City áfram 4:2 samtals
Juventus – Lyon ....................................... 2:1
Lyon áfram á fleiri mörkum skoruðum á
útivelli.
NBA-deildin
Sacramento – New Orleans .............140:125
Milwaukee – Miami ..........................130:116
Phoenix – Indiana ...............................114:99
Dallas – LA Clippers ........................111:126
Denver – Portland ............................115:125
Houston – LA Lakers ........................113:97
San Antonio – Utah .......................... 119:111
Memphis – Oklahoma ........................ 121:92
Kvennalið KR í knattspyrnu er
komið í sóttkví í annað sinn í sumar
eftir að aðili innan liðsins greindist
með kórónuveiruna. Páll Kristins-
son, formaður knattspyrnudeildar
KR, staðfesti tíðindin við Fótbolt-
a.net í gærmorgun.
Leikmenn KR fóru í sóttkví eftir
leik liðsins við Breiðablik í júní þar
sem smitaður leikmaður Breiða-
bliks spilaði leikinn og var tveimur
leikjum KR frestað í kjölfarið.
Ekki verður leikið í Pepsi Max-
deild kvenna á næstunni en heil-
brigðisráðuneytið hafnaði í dag
undanþágubeiðni KSÍ um að spila
leiki án áhorfenda. Hefur öllum
leikjum verið frestað til 13. ágúst.
KR á þá næst að mæta Íslands-
meisturum Vals 16. ágúst en ólík-
legt er að leikmenn verði komnir úr
sóttkví fyrir þann tíma.
KR-ingar fara
aftur í sóttkví
NOREGUR
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Það er búið að ganga vel hjá mér
persónulega en því miður hefur geng-
ið brösuglega hjá liðinu en ég er sátt-
ur með það sem ég hef gert á þessu
tímabili til þessa,“ sagði knatt-
spyrnumaðurinn Hólmbert Aron
Friðjónsson við Morgunblaðið. Fram-
herjinn hefur leikið afar vel með Aale-
sund í norsku úrvalsdeildinni á leik-
tíðinni og skorað átta mörk í átta
byrjunarliðsleikjum. Eins og Hólm-
bert segir sjálfur hefur gengi liðsins
hins vegar ekki verið gott. Er Aale-
sund sem stendur í botnsætinu með
sex stig eftir tólf leiki og aðeins með
einn sigur.
Mikið meiddur og þungur
Síðasta tímabil var ekki gott hjá
Hólmberti og skoraði hann aðeins sex
mörk í 24 leikjum í norsku B-deildinni
og var að glíma við meiðsli. Þrátt fyrir
það var liðið með mikla yfirburði og
tapaði aðeins einum leik af 30 og vann
deildina afar sannfærandi. Hólmbert
var staðráðinn í að sýna sitt rétta and-
lit á þessari leiktíð. „Ég veit ekki al-
veg hvað var að klikka á síðustu leik-
tíð. Ég átti mikið vonbrigðatímabil og
var mikið meiddur og frekar þungur.
Ég ákvað að klóra í bakkann á þessu
tímabili. Ég lenti í skakkaföllum fyrir
þessa leiktíð þegar ég braut bein í
hnénu, en Covid kom svo ég gat byrj-
að tímabilið 70 prósent klár. Ég náði
þrátt fyrir það að skora einhver mörk
og núna er ég orðinn 100 prósent klár
og það hefur gengið vel.“
Hólmbert viðurkennir að mótlætið
hafi haft áhrif á síðustu leiktíð, en
hann skoraði 20 mörk í 30 leikjum
tímabilið á undan. Aalesund mistókst
hins vegar að fara upp um deild og
var HK-ingurinn uppaldi lítið spennt-
ur fyrir öðru tímabili í næstefstu deild
Noregs. „Ég var svolítið svekktur á
síðasta tímabili þar sem mig langaði
að standa mig vel og komast annað.
Það gekk ekki og ég var smá ósáttur í
kjölfarið og ég lét hausinn aðeins
stríða mér. Það má ekki í fótboltanum
og það hef ég lært. Maður keyrði sig í
gang fyrir þetta tímabil enda liðið
komið upp í úrvalsdeildina,“ sagði
Hólmbert hreinskilinn.
Snúum þessu við saman
Eins og áður segir hefur Aalesund
engan veginn náð að byggja á góðu
síðasta tímabili og er einn sigur í
fyrstu tólf leikjunum uppskeran. Lið-
ið er með sex stig og hefur skorað 16
mörk og fengið á sig 38 eða rúm þrjú
mörk að meðaltali í leik. Eins og gefur
að skilja er erfitt að vinna fótboltaleiki
ef andstæðingurinn skorar alltaf þrjú
mörk. Hefur Hólmbert skorað helm-
ing marka Aalesund á tímabilinu til
þessa og segir hann varnarleikinn
vera mikinn höfuðverk hjá liðinu. „Við
erum búnir að vera í brasi. Við höfum
verið óheppnir með meiðsli og misst
4-5 lykilmenn úr liðinu og það hefur
tekið tíma að púsla liðinu saman. Það
hefur ekki gengið almennilega, við
höfum varist illa og fengið á okkur
fullt af mörkum. Við höfum verið
miklir klaufar í vörninni og við höfum
ekki náð í nógu mörg stig vegna
þessa. Þetta er eitthvað sem við höf-
um reynt að laga, en það hefur ekki
gengið til þessa. Þetta hefur áhrif á
sjálfstraustið hjá mönnum. Þetta er
erfiður tími en við þurfum að snúa
þessu við aftur saman,“ sagði hann.
Hólmbert er uppalinn hjá HK og
lék hann eitt og hálft tímabil með lið-
inu í 1. deild áður en hann fór í Fram í
úrvalsdeild árið 2011. Hólmbert
sprakk út sumarið 2013, skoraði 10
mörk í 21 leik í úrvalsdeildinni og átti
stóran þátt í að Fram varð bik-
armeistari í fyrsta skipti í 24 ár eftir
sigur á Stjörnunni í vítakeppni. Skor-
aði Hólmbert annað mark Fram í 3:3-
jafntefli og þá skoraði hann úr fyrstu
spyrnu liðsins í vítakeppninni sem
Fram vann að lokum 3:1. Í kjölfarið
samdi hann við skoska stórliðið Cel-
tic. Gekk lítið hjá Hólmberti í Skot-
landi og var hann farinn til Brøndby í
Danmörku eftir eitt tímabil, án þess
að spila leik fyrir skosku meistarana.
Framherjinn lék alls ellefu leiki með
Brøndby en skoraði aðeins eitt mark.
Samdi hann í kjölfarið við KR. Hólm-
bert viðurkennir að fyrsta tilraun í at-
vinnumennsku hafi reynst honum erf-
ið.
Of ungur inni í mér
„Sumir sem fara út enn yngri eru
undirbúnari fyrir það en ég var.
Kannski hefur það eitthvað með upp-
eldið að gera. Ég var orðinn tvítugur
en ég var of ungur inni í mér og búinn
að vera í bómull heima. Ég fór svo út í
atvinnumennsku til Celtic, sem er
góður klúbbur, en ég var ekki alveg
tilbúinn í þessa hörku að búa einn og
ég vissi ekki hvernig ég átti að standa,
það var erfitt. Maður byggði upp með
sér kvíða og það var alls konar vit-
leysa í gangi á þessum tíma. Manni
leið ekki vel og vildi bara komast
heim. Ég ákvað að lokum að fara
heim og ég hélt ég myndi aldrei fara
út aftur ef ég á að vera alveg hrein-
skilinn.“
Hólmbert sló ekki í gegn hjá KR og
skoraði aðeins þrjú mörk í 20 leikjum
og virtist ekki vera á leið í atvinnu-
mennsku í bráð. Hlutirnir eru hins
vegar fljótir að breytast í fótboltanum
og eftir skipti yfir í Stjörnuna fóru
hjólin að snúast á nýjan leik. „Ég náði
að vinna vel úr þessu, fannst ég vera
tilbúinn til að fara út aftur og setti þá í
annan gír. Stjörnumenn voru frábær-
ir fyrir mig, gáfu mér alvörutækifæri
og náðu að hjálpa mér vel í gegnum
þetta. Þegar ég fór út aftur var ég
orðinn klár og vissi hvað ég væri að
fara út í. Ég sé ekki eftir því,“ sagði
Hólmbert sem hefur spilað tvo A-
landsleiki, báða gegn Kanada árið
2015 í vináttuleikjum. Skoraði hann
eina landsliðsmark sitt til þessa í 1:1-
jafntefli í síðari leik þjóðanna 19. jan-
úar.
Áhugi víða um Evrópu
Hólmbert hefur aldrei spilað betur,
en hann hefur skorað á 93 mínútna
fresti til þessa á leiktíðinni í norsku
úrvalsdeildinni og eru félög víðs vegar
um Evrópu farin að fylgjast með Ís-
lendingnum. Forza Italian Football
greindi frá því á dögunum að Parma,
Spal og Lecce á Ítalíu hafi öll áhuga á
leikmanninum og þá hafa Gent í Belg-
íu og AZ Alkmaar í Hollandi einnig
verið nefnd til sögunnar. Áhuginn
hefur ekki farið fram hjá Hólmberti
sjálfum.
„Það er búið að vera mikill áhugi,
það fylgir því þegar maður skorar og
gengur vel hjá manni sjálfum. Maður
má ekki hugsa of mikið út í það. Það
er áhugi út um allt hjá öllum í fótbolt-
anum, svo veit maður ekki hvað kem-
ur inn á borð, svo maður getur ekki
pælt of mikið í þessu,“ sagði Hólm-
bert. Verður hann samningslaus í
desember og því líklegt að félög geti
keypt hann nokkuð ódýrt núna í sum-
ar. Gangi það ekki eftir getur hann
farið á frjálsri sölu þegar samning-
urinn rennur sitt skeið. Að minnsta
kosti eitt ítalskt félag hefur þegar
rætt við Aalesund um Hólmbert og þá
er áhugi víða.
„Það er eitt ítalskt félag sem ég veit
af sem hefur haft samband við Aale-
sund. Ég má ekki segja hvaða félag
það er. Síðan eru einhver tilboð frá
Úkraínu og Hvíta-Rússlandi en ekk-
ert sem ég hef verið tilbúinn að skoða
á þessum tímapunkti. Ég er orðinn 27
ára og ég þarf að velja vel og gera
þetta rétt í þetta skiptið. Það liggur
ekkert á og ég þarf að bíða og sjá.
Aalesund er líka á bakinu á mér að
biðja mig um að skrifa undir nýjan
samning. Ég reyni að einbeita mér að
því að spila vel á vellinum og sjá hvað
gerist,“ sagði Hólmbert, en hann við-
urkennir að það yrði erfitt að hafna
félagi úr ítölsku A-deildinni. „Al-
gjörlega. Ég er búinn að vera hjá
Aalesund í þrjú ár og ég er tilbúinn að
skoða eitthvað annað. Maður er alltaf
spenntur fyrir því að taka næsta skref
og sjá hvað maður getur þar,“ sagði
Hólmbert Aron. Auk Hólmberts leika
Daníel Leó Grétarsson og Davíð
Kristján Ólafsson einnig með Aale-
sund.
Hélt ég myndi aldrei fara út
í atvinnumennskuna aftur
Hólmbert raðar inn mörkum með Aalesund Eftirsóttur víðs vegar í Evrópu
Ljósmynd/Aalesund
Mark Hólmbert skorar glæsilegt skallamark gegn Start í norsku úrvalsdeildinni. Hólmbert gerði þrennu í leiknum.
Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálms-
dóttir Annerud varð í gær sænskur
bikarmeistari í spjótkasti þegar
hún kastaði lengst og setti mótsmet
á heimavelli í Stokkhólmi en mótið
fór fram á velli Spårvägens Friid-
rottsklubb sem er félagið sem hún
keppir fyrir.
Ásdís kastaði lengst 58,14 metra
sem dugði til gullverðlauna.
Lengsta kast Ásdísar í sumar kom á
Bottn-arydskastetmótinu í júní þar
sem hún kastaði lengst 62,66 metra.
Íslandsmet hennar í greininni er
63,43 metrar frá árinu 2017.
Ásdís sænskur
bikarmeistari
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bikarmeistari Ásdís Hjálmsdóttir
setti mótsmet í Svíþjóð í vikunni.
Handknattleikskonan Hulda Dís
Þrastardóttir hefur gert þriggja
ára samning við Val en hún kemur
til félagsins frá Selfossi. Var Hulda
markahæsti leikmaður Selfoss á
síðasta tímabili og fyrirliði liðsins.
Hulda skoraði 116 mörk í 1.
deildinni líkt og Katla María Magn-
úsdóttir og voru þær markahæstar
hjá Selfossliðinu. Selfoss var í
þriðja sæti deildarinnar þegar
tímabilinu var aflýst vegna kór-
ónuveirunnar en Valur var í öðru
sæti. Liðið varð Íslandsmeistari
2019 en enginn var krýndur í ár.
Fyrirliðinn fer frá
Selfossi yfir í Val
Ljósmynd/Valur
Valur Hulda Dís Þrastardóttir mun
spila á Hlíðarenda í vetur.
Knattspyrnukon-
an Glódís Perla
Viggósdóttir og
stöllur hennar
hjá Rosengård
unnu 9:1-
stórsigur á úti-
velli gegn Upp-
sala sem Anna
Rakel Péturs-
dóttir spilar fyrir.
Glódís og stöll-
ur endurheimtu toppsætið með sigr-
inum en þær hafa 22 stig eftir níu
umferðir og eru tveimur stigum á
undan Göteborg sem á leik til góða.
Það voru reyndar heimakonur
sem tóku forystuna strax á 6. mínútu
en það virtist þó ekki gera annað en
að styggja toppliðið. Staðan var 6:1 í
hálfleik og þrjú mörk bættust við
eftir hlé. Þær Glódís og Anna voru
báðar á sínum stað í byrjunarliðum
sinna liða og léku allan leikinn.
Uppsala er í 6. sæti með tíu stig
eftir níu leiki í sænsku efstu deild-
inni.
Rótburst í
Svíþjóð
Glódís Perla
Viggósdóttir