Morgunblaðið - 08.08.2020, Síða 41
GOLF
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi
Reykjavíkur er í efsta sæti þegar keppni er hálfn-
uð á Íslandsmótinu í golfi á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.
Ragnhildur hefur skotið þeim Guðrúnu Brá Björg-
vinsdóttur úr Keili og Ólafíu Þórunni Krist-
insdóttur úr GR aftur fyrir sig. Ragnhildur fékk
tvo fugla, fimmtán pör og einn skolla í gær
Ragnhildur hefur leikið jafnt og gott golf en hún
var á 71 höggi í dag eða á höggi undir pari. Hún er
samtals á þremur undir pari. Ragnhildur hefur lát-
ið að sér kveða á mótaröðinni og verið ein sú besta
hérlendis síðustu árin. Hún hefur hins vegar ekki
verið nægilega stöðug og fengið sprengjur af og til.
Það hefur ekki verið vandamál til þessa á Íslands-
mótinu og hún á nú góða möguleika á titlinum.
Guðrún Brá er samtals á einu höggi undir pari
eftir að hafa verið á parinu í gær. Hún er Íslands-
meistari síðustu tveggja ára.
Ólafía Þórunn missti eilítið taktinn í gær. Hún
var á 69 á fimmtudag á fyrsta hringnum en á 75
höggum í gær. Sex högga sveifla og fyrir vikið er
hún þremur höggum á eftir Ragnhildi, á parinu
samtals. Ólafía var ekki í mjög slæmum málum eft-
ir fimmtán holur í gær en þá var hún á einu höggi
yfir pari. Hún fékk hins vegar skolla á bæði 16. og
17. braut.
Þessar þrjár eru í sérflokki og munu berjast um
sigurinn en næstu kylfingar eru á átta höggum yfir
pari. Eru það Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG og
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR.
Tvö vallarmet á sex dögum
Bjarki Pétursson úr GKG tók forystuna á Ís-
landsmótinu í golfi sem nú er hálfnað í Mosfellsbæ
og lýkur á sunnudag.
Bjarki lék á pari Hlíðavallar á fimmtudag en í
gær skilaði hann inn skori upp á 66 högg og er
samtals á sex höggum undir pari vallarins. Bjarki
fékk sjö fugla, ellefu pör og einn skolla á hringn-
um. Setti hann vallarmet af hvítum teigum á Hlíða-
velli. Síðasta sunnudag setti hann vallarmet af gul-
um teigum á gamla heimavellinum í Borgarnesi og
hefur því sett tvö vallarmet á innan við viku. Borg-
nesingurinn byrjaði daginn með þvílíkum látum
því hann fékk fugla á fyrstu fjórar holurnar.
Þrefaldur Íslandsmeistari úr Keili, Axel Bóas-
son, er einnig tekinn við sér og lék á 68 höggum í
dag. Er hann aðeins höggi á eftir Bjarka. Axel
fékk fimm fugla á hringnum, tólf pör og einn
skolla. Hann veit hvað þarf til að vinna Íslands-
mótið.
Hinn 18 ára gamli Tómas Eiríksson Hjaltested
úr GR er enn í toppbaráttunni. Hann er samtals á
fjórum undir pari og lék á 71 höggi í gær. Eftir
fyrsta keppnisdag var hann efstur ásamt Aroni
Snæ Júlíssyni sem var á 73 höggum í gær.
Keppnin er hörð því Rúnar Arnórsson úr Keili
og Egill Ragnar Gunnarsson GKG eru á þremur
höggum undir pari.
Flestum kom á óvart þegar GR-ingarnir Andri
Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús léku
á 75 höggum á fyrsta degi. Þeir léku mun betur í
gær og voru á höggi undir pari. Eru átta höggum á
eftir Bjarka í 15.-20. sæti.
Er komið að Ragnhildi?
Skaut Guðrúnu Brá og Ólafíu Þórunni aftur fyrir sig á öðrum hringnum
Bjarki Pétursson setti glæsilegt vallarmet Íslandsmótið er hálfnað
Ljósmynd/seth@golf.is
Efstur Bjarki Pétursson hrökk í gang með látum í gær.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Efst Ragnhildur Kristinsdóttir hefur tveggja högga forskot.
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Gríðarlega miklar framfarir
hafa orðið á sviði íþrótta í gegn-
um árin. Menntun og þekking
iðkenda og þjálfara hefur aukist
til muna, mikil þróun hefur orðið
á umhverfinu til íþróttaiðkunar,
bæði hér á landi og um allan
heim.
Kannski var það ekkert svo
óeðlilegt að undirritaður velti því
nýlega fyrir sér hvort það væri
ekki í nálægri framtíð að íþrótta-
kappar nútímans myndu hrein-
lega naga niður í rót þann mögu-
leika að setja ný Íslandsmet, nú
eða heimsmet.
Spjótkastarinn Ásdís
Hjálmsdóttir hefur slegið Ís-
landsmet í greininni alls sjö
sinnum. Hún ætlar að setjast í
helgan stein eftir þetta keppn-
istímabil en strengdi þess heit
að gera allt sem í valdi hennar
stæði til að slá metið einu sinni
enn.
Á meðan ég velti því fyrir
mér hvort þessi blessuðu Ís-
landsmet væru nú ekki að fara
að verða uppurin, þökk sé nú-
tíma tækni og vísindum, minnt-
ust eldri kollegar mínir þess að í
gær voru liðin sextíu ár frá ótrú-
legu Íslandsmeti Vilhjálms Ein-
arssonar, sem stökk 16,7 metra
7. ágúst 1960.
Enginn Íslendingur hefur
komist nálægt því að leika það
eftir, Friðrik Þór Óskarsson
stökk lengst 15,29 metra árið
1979. Enginn hefur stokkið yfir
15 metrana síðan ég fæddist! Og
ég sem hélt að íþróttamenn nú-
tímans væru komnir á ystu nöf.
Vitlaus gat ég verið. Ofur-
mennið Vilhjálmur virðist hafa
afgreitt sinn flokk 30 árum áður
en ég fæddist. Og þó, kannski
átti þessi pæling mín alveg rétt
á sér og Vilhjálmur var einfald-
lega bara ofurmannlegur, bless-
uð sé minning hans.
BAKVÖRÐUR
Kristófer
Kristjánsson
kristoferk@mbl.isDanski knattspyrnumaðurinn Tobi-
as Thomsen er genginn til liðs við
B-deildarliðið Hvidovre í heima-
landinu en staðarblaðið Hvidovre
Avis sagði frá þessu í gær.
KR-ingar höfðu áður sagt frá því
að framherjinn væri á förum frá fé-
laginu en hann kvaðst vera með
heimþrá fyrir nokkrum vikum og
óskaði eftir því að snúa aftur til
Danmerkur.
Thomsen hafði leikið hér á landi
frá árinu 2017, eitt sumar með KR,
þaðan til Vals og svo aftur til KR.
Hann skoraði 18 mörk í 63 leikjum.
Farinn heim til
Danmerkur
Morgunblaðið/Eggert
Daninn Tobias Thomsen er farinn
heim eftir þrjú sumur á Íslandi.
Körfuknattleiksdeild Vals hefur
samið við þrjá leikmenn um að leika
með kvennaliði félagsins á næsta
tímabili. Auður Íris Ólafsdóttir, Jó-
hanna Björk Sveinsdóttir og Eydís
Eva Þórisdóttir hafa allar samið við
Hlíðarendafélagið.
Auður og Jóhanna eru reyndir
leikmenn sem leikið hafa A-
landsleiki og með nokkrum liðum
hér heima en tóku sér frí frá bolt-
anum. Eydís hefur leikið með yngri
landsliðunum.
Auður og Eydís eru bakverðir en
Jóhanna framherji.
Þrír leikmenn til
liðs við Val
Ljósmynd/Valur
Reynd Jóhanna var í landsliðinu
áður en hún tók sér frí.
Heilbrigðisráðu-
neytið hafnaði í
gær beiðni
Knattspyrnu-
sambands Ís-
lands um und-
anþágu frá
nándartakmörk-
unum og sótt-
hreinsun bún-
aðar á æfingum
og keppni þrátt
fyrir umfangsmiklar tillögur að
aðgerðum. Í kjölfarið ákvað móta-
nefnd KSÍ að fresta öllum leikjum
í meistara-, 2. og 3. flokki karla og
kvenna til og með 13. ágúst.
Í rökstuðningi ráðuneytisins
sagði m.a.: „Knattspyrnuleikir eru
í eðli sínu þannig að ekki er unnt
að viðhalda tveggja metra
nálægðartakmörkun, þrátt fyrir
þær reglur sem KSÍ hefur lagt
fram um sóttvarnir vegna Co-
vid-19, dags. 6. ágúst 2020. Í því
ljósi og með vísan til þess að
íþróttaviðburðir falla ekki undir
undanþáguákvæði 1. mgr. 8. gr.
auglýsingarinnar er því ekki unnt
að verða við beiðni KSÍ og er
henni því hafnað.“
KSÍ hefur gefið sér frest til 1.
desember til að klára mótið en
samkvæmt núverandi áætlun á
það að klárast í lok október, 17.
hjá konunum og 31. hjá körlunum.
Beiðni um
undanþágu
hafnað
Guðni
Bergsson
Manchester City og Lyon tryggðu
sér sæti í fjórðungsúrslitum Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu í
gærkvöldi eftir að hafa loksins tek-
ist að klára einvígi sín í 16-liða úr-
slitum, fimm mánuðum eftir að þau
hófust.
Enska lið City tók á móti Real
Madríd á heimavelli, Etihad-
leikvanginum, en liðið vann frækinn
2:1-sigur gegn spænska stórliðinu á
útivelli í mars. Manchestermenn
endurtóku leikinn í gær, unnu aftur
2:1 og samanlagt 4:2, en Raheem
Sterling og Gabriel Jesus skoruðu
mörk heimamanna, í bæði skiptin
eftir mistök Raphales Varanes í
vörn Madrídinga. Karim Benzema
skoraði mark Real þar á milli en það
dugði skammt. Þá voru tíðindin í
Tórínó nokkuð óvænt þar sem Lyon
sló út ítalska meistara Juventus.
Heimamenn unnu að vísu leikinn
2:1, en féllu úr keppni á útivall-
armörkum, Lyon vann heimaleikinn
1:0 í mars. Memphis Depay kom
frönsku gestunum í forystu snemma
leiks úr vítaspyrnu, áður en Cris-
tiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyr-
ir Juventus, það fyrra úr vítaspyrnu.
Það dugði þó ekki til og stjörnum
prýtt lið Juventus er úr leik.
Manchester City og Lyon mætast
einmitt í fjórðungsúrslitunum en
þau fara öll fram í Portúgal og hefj-
ast í næstu viku. kristoferk@mbl.is
Manchester City
og Lyon mætast
AFP
Fögnuður Gabriel Jesus er vel og innilega fagnað af samherjum sínum eftir
að hafa skorað gegn Real Madríd í Meistaradeildinni í gærkvöldi.