Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.08.2020, Blaðsíða 42
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónatal, fyrsta alhliða upplýsinga- veita tónlistariðnaðarins á Íslandi, verður aðgengileg á slóðinni tona- tal.is frá og með 11. ágúst og er markmiðið með henni að auka þekkingu tónlistarfólks, sem og annara sem starfa við tónlist, á stuðningsumhverfi sínu og tækifær- um. Tónatal er samvinnuverkefni Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, Tónlistar- borgarinnar Reykjavíkur, STEFs (Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar), SFH (Sambands flytjenda og hljómplötuframleið- enda) og Íslandsstofu. Jákvætt og uppbyggjandi Sigtryggur Baldursson, fram- kvæmdastjóri ÚTÓN, segir að þrátt fyrir kófið hafi verið mikið að gera hjá útflutningsskrifstofunni. „Við ákváðum að gera eitthvað já- kvætt og uppbyggjandi í þessu kófi öllu og fórum í ákveðna vinnu sem var búin að vera í deiglunni hjá okkur, að taka saman fullt af gagn- legum upplýsingum fyrir tónlista- rfólk og gera þær aðgengilegar,“ segir hann um Tónatal. Sigtryggur er beðinn að nefna dæmi um hvaða upplýsingar megi þar finna. „Þetta er allt frá grunn- atriðum eins og hvernig ber að skrá tónlistina sína til að geta fengið borgað almennilega fyrir útvarps- spilun eða hvaða spilun sem er á tónlist – þetta er spurning um að skrá rétt hjá STEFi sem heldur ut- an um höfundarréttinn og SFH sem heldur utan um flytjendarétt- inn – yfir í hvernig er hægt að markaðssetja músíkina sína á net- inu. Hvernig á að bera sig að til að koma þessu inn á streymisveitur, hvernig er best að gera samninga við útgefendur, þetta eru alls konar hlutir. Við fórum í smávinnu við að kanna grasrótina hérna heima til að sjá hvað fólk vildi vita. Við gerðum könnun á því hvaða upplýsingum ungt tónlistarfólk hefði áhuga á og svo byrjuðum við að vinna í því. Sex stutt vídeó eru áberandi á þessari síðu þar sem GDRN og Logi Pedro eru að tala saman um „basic“ hluti. Síðan er farið dýpra í þetta, bæði með hlaðvörpum þar sem við fengum ungt tónlistarfólk til að tala við reynslubolta í ákveðnum efnum og stuttum fræðslumyndböndum. Þetta er mik- ið til byggt á myndböndum og hlað- vörpum en það er líka fullt af öðr- um upplýsingum þarna inni, skilgreiningaupplýsinum um hugtök í tónlistargeiranum til dæmis, innanlands sem utan. Þetta verður strax aðeins flóknara hugtaka- mynstur þegar komið er út fyrir landsteinana. Þetta er einfaldara og minna mengi hérna og umboðs- menn á Íslandi sjá iðulega um að bóka tónleika fyrir listafólk en bókunarskrifstofur sjá yfirleitt um það erlendis,“ segir Sigtryggur. Hvað er tónlistarbransinn? – Þetta er öllu flóknari heimur erlendis fyrir ungt og óreynt fólk? „Já og margir sögðu bara ,,hvað í fokkinu er tónlistarbransinn?“,“ svarar Sigtryggur kíminn og bend- ir á hlaðvarpið Bransakjaftæði þar sem leitast verður við að svara ýmsum spurningum hvað við- kemur tónlistarbransanum. Sigtryggur segir hugmyndina að baki Tónatali þá að reyna að gera þetta fræðsluefni aðgengilegt. „GDRN hringdi í mig í febrúar og sagðist vita af ungu fólki sem væri að skrifa undir alls konar pappíra sem það vissi í raun ekki hvað þýddu. Einhver fyrirtæki bjóðast til að dreifa tónlistinni þinni fyrir þig í útlöndum og koma henni á spilunarlista og guð má vita hvað ef þú borgar þeim hundrað þúsund kall o.s.frv. og fullt af fólki er að stökkva á alls konar svona díla sem það veit ekkert hvað ganga út á,“ segir hann. Sigtryggur segir þó líka margar jákvæðar hliðar á tónlistarbrans- anum í dag miðað við þann sem var hér áður fyrr, fyrir tíma nets- ins. „Eiginlega öll dreifing og kynning á tónlist er komin á netið og ef þú horfir á það þannig er að mörgu leyti einfaldara að gera út tónlistarverkefni frá stað eins og Íslandi en það var fyrir tuttugu árum.“ Veita ráðgjöf – Hefur mikill tími farið í að svara símtölum um þessi mál hjá ykkur í ÚTÓN? „Nei, ég myndi ekki segja það. Það fer svolítill tími hjá okkur í ráðgjöf, hreinlega. Fólk bókar við- töl, kemur til okkar og segist vera að fara að gefa út fyrstu plötuna sína og spyr hvað það eigi að gera. Þá tökum við strategískt spjall. Ekki klára plötuna og setja hana inn á streymisveitu án þess að spá í hvernig þú ætlar að búa til um- fjöllun um hana á samfélags- miðlum o.s.frv. Þetta eru grundvallarhugmyndir í almanna- tengslum,“ svarar Sigtryggur. „Svo eru líka dýpri pælingar eins og þær að þú átt aldrei að skrifa undir útgáfusamning án þess að renna yfir hann með lögfræðingi,“ bætir hann við. – Jákvæða hliðin á þessu leið- indaástandi núna, kófinu, þar sem lítið er um tónleikahald, er að nú er hægt að sökkva sér í þessi mál og kynna sér hlutina almennilega? „Það er hægt að setjast niður og ná sér í alls konar uppbyggilega fræðslu. Fólk getur lesið sér til um alls konar gagnlega hluti sem nýtist því örugglega mjög vel í ná- inni framtíð, sérstaklega þetta stafræna umhverfi sem við erum stödd í núna. Fyrir margt tónlistarfólk er það algjör frum- skógur en alls ekki órjúfanlegur.“ Hljóðið ekki gott – Hvernig er hljóðið í þeim tón- listarmönnum sem þú hefur hitt að undanförnu, er það ekki dálítið þungt? „Jú, jú, það er ekki gott,“ svarar Sigtryggur og bendir á skýrslu sem nýverið kom út og fjallar um ástandið í tónlistarbransanum hér á landi. Í henni kemur m.a. fram að tekjumöguleikar þeirra sem hafa atvinnu af því að sinna lifandi tónlistarflutningi þurrkuðust út á einni nóttu í marsmánuði vegna kófsins og að fjöldi listamanna starfar við blandaða vinnu, er að hluta launþegar og að hluta verk- takar í fjölda verkefna innan þess sem hefur verið kallað hark- hagkerfið. Í því eru listamenn að vinna að mörgum ólíkum verk- efnum hverju sinni með það að markmiði að ná fram viðunandi heildartekjum. Innan hark- hagkerfisins koma til fleiri þættir sem valda því að stærstur hluti tónlistarmanna hefur enn ekki fengið úrlausn sinna mála hjá Vinnumálastofnun, þrátt fyrir að vera í fullu starfi í sínu fagi og ríf- lega það á ársgrundvelli, eins og segir í umfjöllun Morgunblaðsins um skýrsluna 13. júlí. Tónlist við myndefni vaxandi Sigtryggur segir tónleikahald aðaltekjulind tónlistarfólks og þá stærstu hin síðustu ár en tekjur frá streymisveitum séu hins vegar farnar að skila meiru en áður og þá sérstaklega til þeirra sem setja tónlistina sína sjálfir á veiturnar en ekki í gegnum einn eða fleiri milliliði og útgáfufélög. Annar vax- andi þáttur tekjumódels tónlist- argeirans síðastliðin fimm ár sé svo notkun á tónlist við myndefni á borð við sjónvarpsþætti og kvik- myndir. Framleiðsla á slíku efni hafi aukist mjög á þeim tíma. „Og ekki bara Netflix-seríum heldur líka alls konar heimildarmyndum og fleiru,“ bendir Sigtryggur á. Þar hafi ÚTÓN unnið ákveðna grunnvinnu og myndað sambönd við svokallaða „music supervisors“ tónlistarumsjónarmenn sem sé til- tölulega ný starfsgrein innan tón- listarbransans. Slíkir umsjónar- menn sjá um kaup á tónlist við myndefni og segir Sigtryggur Ú- TÓN hafa ræktað sambönd sín við þá, bæði vestan hafs og austan, allt frá því útflutningsskrifstofan hóf starfsemi sína árið 2007. – Ekki má svo gleyma tölvu- leikjum, tónlistinni sem notuð er í þeim? „Já, það er gífurleg uppspretta fyrir nýja músík núna,“ svarar Sigtryggur og að tónlist við tölvu- leiki sé líka hluti af starfi hinna fyrrnefndu tónlistarumsjónar- manna. Þeir sjái um að kaupa tón- list við tölvuleiki. Sigtryggur segir í deiglunni að bjóða slíkum kaupmönnum á Ice- land Airwaves-tónlistarhátíðina í nóvember. „Henni fylgir ráðstefna sem er mjög mikilvægt fyrir svona vinnu, svona tengslamyndun,“ seg- ir Sigtryggur um hátíðina. Frumskógur en þó ekki órjúfanlegur  Fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi, Tónatal, verður aðgengileg 11. ágúst  Fræðsluefni gert aðgengilegt með hlaðvörpum, myndböndum og texta  Kafað bæði grunnt og djúpt Fræðandi Logi Pedro og GDRN í einu af fræðslumyndböndunum sem finna má á tonatal.is frá 11. ágúst. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jákvætt „Við ákváðum að gera eitthvað jákvætt og uppbyggjandi í þessu kófi öllu,“ segir framkvæmdastjóri ÚTÓN, Sigtryggur Baldursson. 42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) „Nútíma- tónlistarfólk er líklegra en nokkru sinni fyrr til að finna sig í tvíþættu hlutverki listamanns og frumkvöðuls. Tónatal fyllir upp í þörfina fyrir aukna þekkingu og kunnáttu í tón- listarbransanum með því að safna saman upplýsingum sem eru miðaðar jafnt að byrjendum sem hafa litla eða enga þekkingu á greininni, til þeirra sem eru lengra komnir og líka reynslumikilla aðila sem eru að leitast við að auka þekkingu sína,“ segir í til- kynningu um Tónatal. Það sé gert með auðskiljanlegum myndböndum og hlaðvörpum ásamt ýmsu fleira efni sem muni hjálpa þeim að öðlast kunnáttuna sem þurfi til að þróa feril sinn frekar. Hlaðvarpið Bransakjaftæði verður hægt að nálgast á Spotify og Apple Podcasts og er það unnið í samvinnu við Útvarp 101. Einnig verða stutt myndbönd birt með tónlistar- mönnunum GDRN og Loga Pedro Stefánssyni en í þeim velta þau fyrir sér ólíkum þáttum og hliðum tónlistar- geirans. Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með verkefninu á tona- tal.is og skráð sig á póstlista þar til að fá tilkynningar þeg- ar nýtt fræðsluefni er birt. Einnig má gerast félagi í face- bookhópi og taka þátt í um- ræðum í þeim hópi. Tvíþætt hlutverk TÓNATAL TIL FRÓÐLEIKS Merki hlaðvarpsins Bransakjaftæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.