Morgunblaðið - 08.08.2020, Page 45
Listin blómstrar víða þrátt fyrir kórónuveirukófið með tilheyrandi aflýsingum og frestunum viðburða
AFP
Tilkomumikið Ungur drengur hleypur fram hjá skúlptúr á Poklonnaya-hæð í Moskvu eftir Zurab Tsereteli. Verkið
heitir „Harmleikur þjóðar“ og er minnisvarði um fórnarlömb seinni heimsstyrjaldarinnar.
Á bæn Aðdáandi Bollywood-stjörnunnar Amitabh Bachchan biður fyrir
leikaranum í Kolkata á Indlandi. Bachchan veiktist af Covid-19 en mun nú
vera á batavegi. Bachchan á sér gríðarstóran hóp aðdáenda í heimalandinu.
Glæsilegar Dansararnir The Radio City Rockettes sjást hér æfa fyrir árlega jólasýningu sína í Radio City Hall í
New York í fyrra. Ekkert verður af sýningu hópsins þar í ár vegna Covid-19, í fyrsta sinn í 87 ár.
Músaplötubúð Vegfarandi myndar innsetningu listhópsins Anonymouse
við Nygatan í Lundi í Svíþjóð, agnarsmáa plötuverslun með öllu tilheyrandi.
»Ljósmyndaveita
AFP býður upp á
fjölbreyttar menningar-
tengdar ljósmyndir þótt
kórónuveira herji á
heimsbyggðina og má
þar meðal annars sjá
agnarsmáa plötubúð
fyrir mýs og gríðarstóra
marglita ljósakrónu í
nýopnuðu safni Viktoríu
og Alberts í London.
Kórónuveiran heldur þó
áfram að höggva skörð í
menninguna og fjölgar
enn viðburðum sem þarf
að fresta eða aflýsa með
öllu vegna hennar.
Þrif Starfsmaður safnsins sem kennt er við Viktoríu og Albert í London
þrífur gríðarmikla ljósakrónu bandaríska listamannsins Dales Chihulys fyr-
ir opnun safnsins 4. ágúst. Ljósakrónan er sett saman úr 1.300 glerhlutum.
Sjarmör Hollywoodstjarnan Brad Pitt brosir til ljósmyndara árið 2013 með
veggspjald kvikmyndarinnar World War Z í bakgrunni sem hann var þá að
kynna. Nú berast fréttir af því að Hollywood sé farin að sníða myndir sínar
að Kínamarkaði og klippa út eitt og annað sem hugnast ekki kínversku
kvikmyndaeftirliti. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Pen America, banda-
rískra samtaka gegn ritskoðun. Segir þar að handritum hafi verið breytt og
atriði klippt út, meðal annars af ótta við að móðga kínverska kvikmynda-
eftirlitið. Ekki fylgir sögunni hvort Pitt hafi fengið að finna fyrir því.
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2020
Tökur á kvikmyndinni The North-
man eru nú aftur í undirbúningi eft-
ir að þeim var slegið á frest vegna
Covid-19 fyrr á árinu. Skáldið Sjón
skrifar handrit myndarinnar með
leikstjóranum, Dave Eggers, sem
vakið hefur mikla athygli og fengið
einróma lof fyrir kvikmyndir sínar
The Lighthouse og The Witch.
Enska dagblaðið Daily Mail segir
frá því að lítið þorp hafi nú risið í
Torr Head á Norður-Írlandi þar
sem tökur muni fara fram og birtir
myndir af því líkt og írski fréttavef-
urinn Belfast Live.
Leikarar myndarinnar eru kvik-
myndastjörnurnar Nicole Kidman,
Alexander Skarsgård, Willem
Dafoe og Claes Bang og í öðrum að-
alhlutverkum Ana Taylor-Joy, Bill
Skarsgård og Murray McArthur.
Kvikmyndin er bandarísk og í dýr-
ari kantinum. Sögusviðið á að vera
Ísland á víkingaöld og mun þar
segja af norrænum prinsi sem held-
ur í leiðangur til að hefna morðs á
föður sínum. Tengist handritið
þannig Hamlet en líka Amlóða sögu
þar sem sagan af Hamlet hefur ver-
ið kunn víða um lönd allt frá því
Saxi hinn danski rakti Amlóða sögu
sína í Historia Danica á 13. öld.
Í viðtali við tímaritið Filmmaker
segir kvikmyndatökustjóri mynd-
arinnar, Jarin Blaschke, að tökur
hafi verið um það bil að hefjast þeg-
ar þeim var aflýst út af Covid-19
fyrr á árinu. Leikarar hafi verið
komnir í búninga og tilbúnir í slag-
inn. Blaschke segir að þegar tökur
hefjist verði allt eins vel undirbúið
og mögulegt sé og segir hann verk-
efnið flóknara en þau fyrri sem
hann hefur unnið með leikstjór-
anum Eggers, fyrrnefndar kvik-
myndir The Lighthouse og The
Witch. Blaschke segir tökur eiga að
hefjast nú í lok sumars og að mynd-
in verði eins raunsæ lýsing á vík-
ingum og þeirra lifnaðarháttum og
kostur er þar sem Eggers sé afar
nákvæmur þegar kemur að slíkri
nálgun.
Tökur á The Northman á næsta leiti
Sjón Nicole Kidman A. Skarsgård Willem Dafoe
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg