Morgunblaðið - 14.08.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is
Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is
Sjálfvirk pottastýring
með snertiskjá og vefviðmóti
POTTASTÝRING
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Tófu í Borgarfirði hefur fjölgað
mikið að undanförnu og horfir nú
til vandræða af þeim sökum, að
sögn Snorra Jó-
hannessonar,
bónda og refa-
skyttu á Auga-
stöðum í Hálsa-
sveit. Á þessu
ári hefur hann
unnið fjögur
greni, öll fremst
í Reykholts-
dalnum. Þar
segir hann tóf-
una vera nokkuð áberandi, rétt
eins og í Flókadal, á Andakíl og
vestur á Mýrum og sunnanverðu
Snæfellsnesi. „Það er mikilvægt
halda dýrbít í skefjum, en eftir að
ríkið ákvað einhliða að hætta að
leggja peninga í grenjavinnslu er
er ekki sami þungi lagður í mál og
var af hálfu sveitarfélaganna,“
segir Snorri sem hefur fellt alls 74
dýr frá áramótum; bæði í Borg-
arfjarðardölum og inn á Arn-
arvatnsheiði. „Tófan er í ríkari
mæli að færa sig ofan af heiðum
niður í byggð, þar sem eru stór
svæði sem í dag eru vegna
breyttra búskapahátta. Þar gerir
lágfóta sér því greni og töltir síð-
an í sumarlok með yrðlingahópinn
sinn. Þetta er slæm þróun og að-
gerða er þörf.“ sbs@mbl.is
Tófum að fjölga og Snorri
hefur unnið 74 dýr á árinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Yrðlingar Fallegir en mikið skað-
ræði sem þarf að halda í skefjum.
Dýrbít verður að halda í skefjum Þróun mála er slæm
Snorri Jóhannsson
Vaskir ungir menn frískuðu upp á gamla kart-
öfluskemmu síðastliðinn miðvikudag þegar þeir
hlóðu upp torfi utan um skemmuna sem staðsett
er í Grasagarðinum í Reykjavík. Mennirnir tveir
höfðu allt sem til þurfti með í för; torf, skóflur,
hjólbörur, garðhanska og einn stráhatt. Að verki
loknu verður kartöfluskemman orðin grasi vax-
in og má því búast við því að meiri prýði verði af
henni í Grasagarðinum en áður var.
Kartöfluskemman verður grasi vaxin
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýju torfi hlaðið upp utan um gamla skemmu
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mikil fjölgun hefur verið í beiðnum
um endurgreiðslu á virðisaukaskatti
vegna vinnu í ár miðað við sama tíma
í fyrra. Sem kunnugt er var eitt af
úrræðum ríkisstjórnarinnar til að
bregðast við efnahagssamdrætti af
völdum kórónuveirunnar að hækka
endurgreiðsluhlutfall virðisauka-
skatts tímabundið úr 60% í 100%.
Jafnframt var úrræðið útvíkkað.
Í svari frá Skattinum við fyrir-
spurn Morgunblaðsins kemur fram
að mótteknar endurgreiðslubeiðnir
frá janúar 2020 til byrjunar júlí voru
samtals 12.289 en voru 6.340 fyrir
sama tímabil 2019.
Í maí og júní 2020 bárust samtals
7.228 endurgreiðslubeiðnir en í sömu
mánuðum 2019 bárust samtals 1.663
slíkar beiðnir. „Þótt aukning hafi
verið mikil að því er tekur til íbúðar-
húsnæðis þá munar mest um um-
sóknir vegna endurgreiðslu á kostn-
aði við bifreiðaviðgerðir í þessari
breytingu á milli ára en þær voru
samtals 3.158 í maí, júní og fyrstu
dagana í júlí. Á þessu sama tíma-
marki var búið að afgreiða samtals
3.118 umsóknir,“ segir í svari Skatts-
ins.
Þar er jafnframt tekið fram að
umsóknir á árinu 2020 geti varðað
kostnað sem fallið hefur til í ár en
jafnframt fyrri ár. Þannig eru mót-
teknar umsóknir samtals 8.081
vegna kostnaðar á árinu 2020.
Vegna þessa mikla fjölda beiðna
um endurgreiðslu að undanförnu
hefur Skattinum ekki tekist að upp-
fylla þá skyldu að afgreiða allar um-
sóknir innan 30 daga. Unnið er að því
að bæta úr þessu og hefur starfsfólki
verið fjölgað af þessum sökum.
„Strax í vor þegar búið var að lög-
festa breytingar á endurgreiðslum á
virðisaukaskatti var bætt við starfs-
manni á starfsstöð Skattsins á Siglu-
firði en starfsmenn þar hafa þessi
verkefni með höndum, auk starfs-
manna í Reykjavík,“ segir Kristín
Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá
Skattinum. „Þá voru 1-2 starfsmenn
á öðrum stöðum færðir í þessi verk-
efni úr öðrum verkum eins og kostur
var í júlí, en eins og ljóst er þá er það
aðalsumarleyfismánuður lands-
manna og því ekki alveg hægt um
vik. Fyrr í þessari viku voru síðan
fjórir starfsmenn færðir tímabundið
í þessi verkefni,“ segir hún.
Tvöfalt fleiri vilja endurgreiðslu
Margir nýta sér Allir vinna-úrræðið sem felur í sér endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu
Yfir tólf þúsund umsóknir á fyrri helmingi ársins Ríflega þrjú þúsund sækja um vegna bílaviðgerða
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Atvinna Mikil fjölgun umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts í ár.
Hæsti hitinn á Íslandi það sem af er
þessu ári mældist í Neskaupstað í
gær, en þar náði hitastigið 26,3
gráðum þegar mest lét.
Veðurblíðan var ekki mikið síðri
á Seyðisfirði, en þar var 26,1 gráðu
hiti á tímabili.
Óli Þór Árnason veðurfræðingur
á Veðurstofu Íslands segir hnjúka-
þeyinn hafa verið þarna að verki.
„Það er þegar vindurinn steypir
sér ofan af hálendinu og ofan í dali
og firði. Það þarf að vera ákveðinn
vindstyrkur til að ná þessu og sú
var raunin í dag,“ segir Óli Þór.
„Það verður hlýtt á morgun og á
laugardag, og fer sjálfsagt vel yfir
20 gráður austast á landinu, til
dæmis á héraði.“ sh@mbl.is
Hitamet
sumarsins
slegið í gær
Sjórinn Við höfnina í Neskaupstað.
Ljósmynd/Hlynur Sveinsson