Morgunblaðið - 14.08.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020
SVIÐSLJÓS
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Margir ólíkir hópar hafa hagsmuni
af umgengni í þjóðgörðum og á
friðlendum landsins. Félagasamtök
vélknúinna tækja telja að skortur á
samráði og samtali um hlut þeirra
valdi því að stór landsvæði falli ut-
an þeirra skauts. Afnot og aðgengi
sem eigi sér áratugahefð sé nú ým-
ist bönnuð eða háð leyfisveitingu
stjórnvalda. Blaðamaður fylgdi eft-
ir umfjöllun blaðsins frá því í gær
og ræddi við nokkra forsvarsmenn
lofts og láðs
Vanþekking á flugmálum
Matthías Sveinbjörnsson, for-
seti Flugmálafélags Íslands, segir
að oft brenni við að þekkingu
skorti hjá stofnunum sem setja
reglur um loftför á vernduðum
svæðum. Hann bendir á að í gildi
séu lög um loftferðir sem heyri
undir málaflokk Samgöngustofu.
Tilraunir annarra til að setja regl-
ur um loftrými hafi verið handa-
hófskenndar, skort innsýn og til-
gang og sé einfaldlega ekki á
þeirra forræði. Brýnt sé að einn
aðili, þ.e. Samgöngustofa, haldi um
stjórnina, annars blasi við mót-
sagnakennd flækja. Hann gagn-
rýnir einnig að sömu reglur séu
látnar gilda um allar tegundir flyg-
ilda. Samkvæmt skilgeiningu geti
það spannað á milli breiðþotu og
dróna sem passar í buxnavasa.
Ekki sé raunhæft að ætla allri
þessari breidd loftfara hið sama.
Hann segir það augljósa kröfu að
lenda megi á auglýstum flug-
brautum innan þjóðgarðsins.
Undir þetta tekur Jónas
Sverrisson, formaður Fisflugs-
félags Reykjavíkur. Hann segir frá
því að hafa sótt um lendingarleyfi
fyrir fisflugvél á flugbrautunum í
Nýjadal og Herðubreiðarlindum,
sem báðir eru innan þjóðgarðs.
Hann segir að svo virðist sem
umsóknin hafi verið misskilin hjá
Umhverfisstofnun og tíu dögum
síðar hafi hann fengið þaðan símtal
vegna málsins. Jónas segir að fis-
flugvélar valdi nær engum um-
hverfisáhrifum. Þær séu lágværar
og geti lent á hálendisvegum án
þess að valda nokkru raski, en að
tilgreina stað og stund sé nær
ómögulegt og útiloki því ferðir um
stóran hluta landsins.
Takmörkun aksturs
Frá stofnun Vatnajökuls-
þjóðgarðs hafa deilur staðið um
akstur gegnum Vonarskarð. Svein-
björn Halldórsson, formaður
Ferðaklúbbsins 4x4 segir að þessi
gamla akstursleið liggi yfir svartan
sand sem ekki spillist við akstur.
Lokunin hafi komið til vegna
verndunar hverasvæða í Snapadal,
en hann sé langt utan leiðar og
stafi engin hætta af akandi umferð.
Hann bendir á að svæðið sé afar
óaðgengilegt nema á sérútbúnum
bílum og þangað leggi enginn leið
sína nema fámennir harðkjarna-
hópar göngumanna. Hann spyr
hvers vegna einn fámennur hópur
sé útilokaður fyrir annan?
Utanvegaakstur hefur komið
óorði á jeppamenn, sem Sveinbjörn
segir ósanngjarnt, þar sem allir líða
fyrir fáeina skussa. Hann segir að í
samtökunum fari fram mikill áróð-
ur fyrir umhverfisvernd og þar á
bæ hafi menn strax lýst því yfir að
reglum um Vonarskarð yrði fylgt,
þó að baráttan haldi áfrám.
Páll Sighvatsson, forseti Land-
sambands íslenskra vélsleðamanna,
segir að verndarstefna á hálendinu
hafi ekki torveldað þá íþrótt að
neinu marki, enda nær eingöngu
ekið á snjó. Líkt og Sveinbjörn seg-
ir hann frá því að Umhverfis-
stofnun hafi boðað víðtækar hömlur
á umferð í Friðlandi að fjallabaki,
sem myndi útiloka umferð um
fjallaskála og þekktar vetrarleiðir.
Samtal hafi þó komist á sem þeir
fagna og binda vonir við.
Nægt svigrúm fyrir alla
Allir viðmælendur eru á því
máli að svigrúm sé fyrir allar teg-
undir útivistar á hinum miklu víð-
ernum landsins. Til að allir geti vel
við unað verði þó að koma til aukið
samráð og samtöl fyrr í ferlunum,
þ.e. áður en ákvarðanir eru teknar.
Þeir segjast hafna því viðhorfi að
umferð vélknúinna tækja teljist
sjálfkrafa ógn við umhverfið og
telja það byggt á miklum misskiln-
ingi. Í samtökum þeirra sé að finna
fjölda harðra umhverfissinna sem
smitist og speglist það í áherslum
hjá þeim félögum sem þeir fara
fyrir.
Morgunblaðið/RAX
Hálendið Margir vilja nýta sér gæði hálendisins en á ólíkum forsendum. Vélknúnum tækjum eru skorður settar og margir vilja breytingu þar á.
Deilt á aðgengi verndaðra svæða
Ákall um aukið samráð og samtal vegna umgengni um þjóðgarða og friðlönd Félagasamtök
hafna því að notkun farartækja og umhverfisvernd fari ekki saman Nægt svigrúm fyrir alla aðila
Um nýtingu og aðgengi á friðuðum
svæðum segir Tryggvi Felixson for-
maður Landverndar að það sé við-
fangsefni sem ekki muni hverfa frá
okkur og ætíð verði deilt um. Hann
telur það eðlilegt að stýring fari
fram í þjóðgörðum og á friðlendum.
Fyrir því sé almennur skilningur og
víðtæk sátt. Margar ástæður liggi
þar að baki, s.s. til að fyrirbyggja
náttúruspjöll, til að gæta að öryggi
þeirra sem um svæðin fara og til að
koma í veg fyrir almenna truflun
bæði gagnvart dýrum og mönnum.
Hann nefnir í því tilliti að þyrlur
geti orsakað mikið ónæði, en segir
þó að vel mætti hugsa sér eitthvert
kerfi þar sem þær yrðu leyfðar á
ákveðnum stöðum eða tíma dags.
Um akstur bíla á umræddum
svæðum segir Tryggvi að honum
finnist sem „jeppamenn hafi verið
mjög háværir og óþægilegir í fram-
komu í þessum málum“. Bílar valdi
ónæði, geti truflað fjallakyrrð og
alltaf verði skemmdir af þeim fá-
menna hópi sem ekki geti haldið sig
innan vegar. Hann bendir á að í
boði séu mörg þúsund kílómetrar af
hálendisvegum sem bjóði upp á
marga möguleika og allir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Vel sé hægt að njóta náttúrunnar
án þess að vera í algeru návígi við
einstaka staði: „Það er ekki lífs-
spurning fyrir neinn.“
Stýring verndarsvæða nauðsynlegt tæki
Nýting og aðgengi Tryggvi Felixson for-
maður Landverndar segir eðlilegt að stýring
fari fram í þjóðgörðum og á friðlendum.
Morgunblaðið/Óttar Ólafsson