Morgunblaðið - 14.08.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.08.2020, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eggert Lögn Frá vinnu í desember síðast- liðnum þegar lögnin fór í sundur. Vinnu við endurnýjun hitaveitu- stofnæðar á gatnamótum Bústaða- vegar og Hringbrautar í Reykja- vík miðar vel. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir í samtali við Morg- unblaðið að verkið sé á undan áætlun og stefnt að verklokum í næstu viku. Lögnin, sem nefnist Vesturbæjaræð, flytur heitt vatn úr tönkum í Öskjuhlíð til íbúa í vesturhluta borgarinnar. Ákveðið var að ráðast í endur- nýjun eftir að bilun kom upp í lögninni í desember með þeim af- leiðingum að rafmagn fór af stórum hluta Vesturbæjarins. Kom þá í ljós skemmd á stærri hluta en gert var ráð fyrir. Vatn hafði lekið ofan á lögnina úr um- hverfinu og hún tærst að hluta. Loka þurfti rampi frá Hringbraut inn á Bústaðaveg um þriggja vikna skeið í júlí meðan unnið var að endurnýjun. Framkvæmdum miðar vel  Vesturbæjarlögn endurnýjuð  Verklok í næstu viku FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hljóta einhverjar viðvörunar- bjöllur að hringja þegar langvinsæl- asti skemmtistaður landsins er kom- inn í þessa stöðu,“ segir Þórður Ágústsson, eigandi skemmtistaðar- ins b5 í Bankastræti. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið rekstur staðarins grátt. B5 hef- ur að mestu verið lokaður síðan í mars. Tilslakanir á samkomubanni hafa gagnast lítt enda gengur rekst- urinn út á skemmtanahald eftir mið- nætti um helgar. Fyrir vikið hefur innkoma verið lítil sem engin. „Staðan núna er þannig að ég er búinn að segja upp öllu starfsfólki og við höfum ekki getað borgað leigu síðustu þrjá mánuði. Fyrirtækið hef- ur klárað sína sjóði og ég hef sjálfur sett fjármagn inn í reksturinn. Ég stend nú frammi fyrir þeirri fárán- legu spurningu hvort ég eigi að halda áfram að ausa fjármunum inn í eitt- hvert svarthol til að geta greitt fast- eignafélaginu Eik leigu upp á von og óvon um það hvort ástandið lagist. Svarið er nei,“ segir Þórður. Morg- unblaðið hefur áður fjallað um gagn- rýni Þórðar og félaga á óbilgirni Eik- ar en leigan á b5 hækkaði eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og nemur nú um 3,5 milljónum á mánuði. Þórður kveðst styðja þær ráðstaf- anir sem grípa hefur þurft til vegna sóttvarna, til að mynda að loka skemmtistöðum. Hann er hins vegar ósáttur við þau úrræði sem standa fyrirtæki hans til boða í núverandi ástandi enda feli þau í sér lántöku. „Hvers vegna á ég að skuldsetja reksturinn til þess að færa fjármagn til leigusala þegar framtíðarsýnin er engin?“ Hann telur að yfirvöld þurfi að koma til móts við fyrirtæki þegar að- gerðir þeirra verða þess valdandi að þau geta ekki starfað. Bjarni Bene- diktsson, fjármála- og efnahagsráð- herra, lýsti því einmitt yfir í viðtali við mbl.is í sumar, í framhaldi af fréttum af rekstri b5, að þeir rekstraraðilar sem þurfi að sæta opinberum fyrir- mælum um að loka rekstrinum eigi að hans áliti sanngjarna kröfu um stuðning vegna þess. Engar aðgerðir í þá veru hafa þó verið kynntar og kveðst Þórður óttast að tíminn sé á þrotum. „Yfirvöld hafa lokað fyrirtækinu hjá mér. Þetta var gott fyrirtæki, með frábæra sögu og í blússandi rekstri. Hvers vegna fær til dæmis leigufélagið að vera með algjörlega frítt spil? Af hverju er það ekki skyld- að til að taka líka á sig byrðarnar? Það er erfitt að horfa fram á að þurfa að búast við því að fyrirtækið endi í höndum á einhverjum vildarvinum leigusalans ef ekkert breytist á næst- unni.“ Aðspurður segir Þórður að þrátt fyrir erfiðleika hafi ýmsir sýnt rekstrinum áhuga að undanförnu. „Ég er bara að vinna að því hörðum höndum að komast frá þessu með sem minnstum skaða og án þess að taka á mig frekari byrðar.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óvissa Lokað er á b5 og öllu starfsfólki staðarins hefur verið sagt upp. Öllu starfsfólki á b5 sagt upp  Eigandi ósáttur við úrræði yfirvalda Kvennaathvarf verður opnað á Ak- ureyri 28. ágúst. Fram kemur á vef Akureyrar, að athvarfinu verður ætlað að þjónusta konur og börn sem geta ekki búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Þjónustan verður viðbót við starf- semi Bjarmahlíðar, sem hefur frá í fyrra sinnt ýmiss konar þjónustu við þolendur ofbeldis á Norðurlandi, einkum með ráðgjöf og viðtölum. Það eru Samtök um kvennaat- hvarf og Bjarmahlíð sem standa að opnun kvennaathvarfsins í sam- starfi við sveitarfélög á svæðinu, Aflið, ráðherra félagsmála og dóms- mála. Bæjarráð Akureyrarbæjar sam- þykkti fyrr í sumar að styrkja starf- semina með fjárframlagi. Tilraunaverkefni til vors Um er að ræða tilraunaverkefni til vors, en aðstandendur kvenna- athvarfsins telja að allar forsendur séu fyrir rekstri athvarfs af þessu tagi á Norðurlandi og gera ráð fyrir að starfsemin sé komin til að vera. Signý Valdimarsdóttir félagsráð- gjafi hefur hafið störf sem verkefn- isstýra nýja athvarfsins og vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnunar þess. Kvennaathvarf opnað á Akureyri Athvarf Kvennaathvarfið er opnað í samstarfi við Bjarmahlíð sem hefur aðsetur í Aðalstræti 14 á Akureyri. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Vefverslun komin í loftið! mostc.is Gerið verðsamanburð 2000 kr AGAR Í MÖST C !!! 2.000 kr. Túnikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.