Morgunblaðið - 14.08.2020, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020
Kirkja Glæsilegur hundur í litríku umhverfi varði dyr kirkjunnar á Grund í Eyjafirði þegar ljósmyndara bar að garði. Kirkjan var byggð á árunum 1904 - 1905 og var hún friðuð árið 1978.
Eggert
Það ber oft við að stjórn-
málamenn eru spurðir einfaldra
spurninga á kosningafundum.
Það er algeng spurning:
„Hvað ætlar þú að gera fyrir
gamla fólkið?“
Önnur einföld spurning er:
„Hvað ætlar þú að gera fyrir
unga fólkið?“
Einfalda svarið er að
stjórnmálamenn gera ekkert
fyrir nokkurn mann nema á
kostnað einhverra annarra.
Flókna svarið við fyrri
spurningunni er að stjórn-
málamenn geta skattlagt „ungt
fólk“ til að ráðstafa andvirðinu
til að greiða „gamla fólkinu“.
Almannatryggingakerfið er að
nokkru fjármagnað með launa-
skatti, sem heitir trygginga-
gjald. Það er nú 6,35% af
greiddum launum og iðgjaldi í
lífeyrissjóði.
Til þess að gera eitthvað
fyrir alla, þá er rétt að hækka
erfðafjárskatt til að gera eitt-
hvað fyrir „unga fólkið“.
Réttlæti og jöfnuður
Íslenskt lífeyriskerfi hefur ekki náð eilífum
aldri. Það var tekin grundvallarákvörðun um
það á árunum milli 1970 og 1980 að lífeyris-
kerfið yrði kerfi með sjóðssöfnun en ekki
gegnumstreymiskerfi.
Með sjóðssöfnun er gert ráð fyrir því að
hver lífeyrisþegi leggi í sjóð fyrir sig til elli-
áranna. Með gegnumstreymiskerfi er gert
ráð fyrir því að vinnandi fólk greiði fyrir þá
sem eru á eftirlaunum.
Gegnumstreymiskerfi, þar sem aldurs-
dreifing er fullkomlega jöfn, er sennilega án
mikilla vandamála. Þá er sennilega hægt að
ná fullkomnum jöfnuði ef allir fá jafnar
lífeyrisgreiðslur. Það kann að vera að ein-
hverjum, sem hefur greitt mikið á langri
starfsævi, þyki lítið réttlæti í því að fá jafn
mikið og sá sem lítið hefur greitt
á stuttri starfsævi.
Vandamálið er að aldurs-
dreifing er ekki jöfn
Tilraun til uppsöfnunar lífeyris
var lítt framkvæmanleg í mikilli
verðbólgu, þótt lífeyrissjóðir hafi
keypt verðtryggð ríkisskuldabréf
í nokkru magni. Önnur útlán
brunnu í verðbólgu. Fjárfesting í
ríkisskuldabréfum eingöngu er í
eðli sínu gegnumstreymiskerfi,
þar sem komandi kynslóðir
greiða lífeyri fyrir þá sem lokið
hafa starfsævi, því á gjalddaga
skuldabréfanna þarf hin vinnandi
kynslóð að greiða bréfin og þann-
ig að standa undir lífeyri.
Verðtrygging fjárskuldbind-
inga varð almenn til að tryggja
lífeyrisréttindi þeirra sem ekki
eru á eftirlaunareglu Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins, en
þann halla greiða skattgreið-
endur. Þann halla má líta á sem
gegnumstreymiskerfi.
Með uppsöfnun fær hver lífeyri
í einhverju hlutfalli við það sem
greitt hefur verið í lífeyrissjóð.
Einhver kallar það réttlæti. En það er alls
ekki jöfnuður.
Hvernig hafa iðgjöld til
lífeyrissjóða þróast?
Iðgjöld til lífeyrissjóða eru seinkun á
launagreiðslum. Í upphafi voru iðgjöld 4% af
dagvinnulaunum auk 6% mótframlags at-
vinnurekanda. Nú eru iðgjöld til lífeyrisjóða
4% framlag launþega og 11,5% mótframlag
atvinnurekanda. Greitt er af öllum launum.
Þetta eru framlög í samtryggingarsjóð líf-
eyrissjóðs.
Að auki geta launþegar og atvinnurek-
endur samið um greiðslur í séreignalífeyris-
sjóð fyrir launþega. Iðgjöld í séreignalífeyris-
sjóð geta verið 4% frá launþega upp í 22% frá
atvinnurekanda, í einstaka tilfellum þar sem
starfsaldur er skertur.
Af þessu sést að iðgjöld til lífeyrismála hafa
þróast frá almannatryggingum til lífeyris-
sjóða. Og unga fólkið á ekki að þurfa að
borga meira í lífeyrisgreiðslur þeirra sem
eldri eru.
Almannatryggingar eru ein af fjórum stoð-
um lífeyriskerfis, og í upphafi grunnstoðin.
Hinar eru tvíþættur lífeyrissjóður og frjáls
sparnaður.
Endurskoðun almannatrygginga?
Hrafn Magnússon, áður framkvæmdastjóri
Landssambands lífeyrissjóða, segir í athuga-
semd á FB:
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að barátta
eldri borgara fyrir bættum kjörum nái ekki fram
að ganga nema með tilstuðlan aðila vinnu-
markaðarins.
Eitt fyrsta skrefið er að fram fari endurskoðun á
almannatryggingakerfinu. Síðast þegar lögum um
almannatryggingar var breytt haustið 2016 var
það gert á þeim forsendum að nauðsynlegt væri
að einfalda kerfið og sameina bótaflokka. Niður-
staðan varð hins vegar sú að mínu mati að kerfið
var gert sérstaklega ósanngjarnt gagnvart þorra
landsmanna sem eiga réttindi hjá lífeyrissjóð-
unum. Þannig var enginn greinarmunur gerður á
lífeyrissjóðatekjum og öðrum tekjum gagnvart
skerðingum. Grunnlífeyrir almannatrygginga var
felldur niður, frítekjumörk nánast afmáð og stefnt
að því að gera almannatryggingakerfið að eins
konar fátæktarstofnun.“
Þegar lífeyriskerfi er byggt upp af nokkr-
um þáttum, þá verður kerfið flókið. Við þetta
bætist hugtakið tekjutrygging. Með tekju-
tryggingu koma skerðingar á greiðslum úr al-
mannatryggingum. Endurskoðun almanna-
trygginga verður að hafa skýr markmið og
sæmileg sátt verður að vera um ágallana, sem
þarf að lagfæra.
Það þarf rökstuðning fyrir skerðingum
bóta almannatrygginga vegna:
- Atvinnutekna
- Fjáreignatekna
- Tekna úr lífeyrissjóðum
- Tekna úr séreignalífeyrissjóðum
Sumir telja skerðingar ekki réttlátar en
þær kunna að auka jöfnuð.
Einnig þarf að huga að því hvort rétt sé að
aðgreina örorkuþáttinn frá öðrum þáttum
samtryggingar lífeyrissjóða.
Almannatryggingar eru ekki fátæktar-
stofnun. Almannatryggingar eru til að koma
til móts við þá sem hafa af einhverjum ástæð-
um ekki átt kost á að greiða í lífeyrissjóði til
að afla sér réttinda eða njóta lélegra lífeyris-
réttinda úr sjóðum sínum. Því miður er það
enn svo, að margar konur, sem fóru seint á
vinnumarkað, hafa léleg lífeyrisréttindi.
Endurskoðun almannatrygginga þarf að
beinast að þeim sem eru í þörf fyrir lífeyri en
ekki að auka greiðslur til þeirra sem nú njóta
ríkulegra lífeyrisréttinda eða eignatekna og
þurfa ekki á stuðningi að halda. Skerðingar á
greiðslum frá almannatryggingum með lög-
unum frá 2016 miðuðu að þessu marki. Með
því er unnt að huga betur að þeim sem á
stuðningi þurfa að halda.
Öryrkjar
Þeir sem lenda á milli stafs og hurðar eru
öryrkjar. Margir eru öryrkjar frá fæðingu og
hafa aldrei möguleika á að afla sér tekna. Líf-
eyrismál öryrkja og eldri borgara eru alltaf
meðhöndluð saman, þó þau séu í eðli sínu
ólík.
Það á að skilja á milli allrar umfjöllunar
um lífeyrisþega og öryrkja.
Tilgangur lífeyrissjóða
Það ber ávallt að hafa í huga að lífeyris-
sjóðir hafa aðeins einn tilgang og hann er að
greiða lífeyri eftir að starfsævi lýkur.
Lífeyrissjóðir hafa alls ekki þann tilgang að
standa undir hagvexti eða tryggja fulla at-
vinnu.
Hvað sagði skáldið?
Eitt sinn orti Jón Helgason:
Senn er þess von að úr sessinum mínum ég víki,
senn skal mér stefnt inn í skugganna fjölmenna
ríki,
spyrji þá einhver hvar athafna minna sér staði
er það í fáeinum línum á gulnuðu blaði.
Eftir Vilhjálm Bjarnason
» Þegar lífeyr-
iskerfi er
byggt upp af
nokkrum þátt-
um, þá verður
kerfið flókið.
Við þetta bætist
hugtakið tekju-
trygging.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Almannatryggingar og almennar lífeyristryggingar