Morgunblaðið - 14.08.2020, Qupperneq 19
Elsku Bidda frænka, nú ertu
farin frá okkur. Það verður tóm-
legt að koma í Beinárgerði og þú
ekki sitjandi við eldhúsbekkinn
eins og amma forðum. Það var
alltaf svo gott að koma til ykkar
Óskars í sveitina.
Við systkinin komum á hverju
sumri til ömmu og afa en eftir að
þau voru farin voru það Bidda og
Óskar. Gott var að gista í Bein-
árgerði, þar var alltaf opið hús
fyrir gesti og gangandi. Þú varst
svo barngóð og fengum við systur
vanalega að sofa á gólfinu hjá
rúminu þínu eða að kúra uppi í
hjá þér meðan þú last, þú varst
svo bókahneigð.
Oft voru það bækur um ævi-
minningar sem þú last eða bara
Vikan. Þú varst ótrúlega fróð og
minnug og elskaðir ættfræði. Það
var ekki sjaldan að við sáttum
langt fram eftir nóttu og spjöll-
uðu um ættir og skoðuðum gaml-
ar myndir. Þú hafðir gaman af að
fá myndir af frændsystkinum
þínum enda voru það einu skiptin
sem ég lét framkalla myndir þeg-
ar ég kom austur á sumrin til þín.
Þegar mamma dó var ég aðeins
27 ára, var þá gott að eiga þig að,
oft hringdi ég í þig á kvöldin bara
til að spjalla og alltaf spurðir þú
að því hvernig drengirnir hefðu
það.
Þú varst svo barngóð enda
hændust börn að þér. Eftir að
drengirnir mínir urðu fullorðnir
komu þeir alltaf við hjá Biddu
frænku og Óskari.
Þú varst mikill dýravinur,
varst tilbúin að taka að þér dýr
og þá sérstaklega ketti ef þá
vantaði heimili. Sófus og Gulli
eiga eftir að sakna þess að fá
klapp frá þér.
Þegar ég hitti þig í júlí á
Dyngju sagðir þú mér að dagarn-
ir þar væru lengi að líða. Oh hvað
mig langaði að fara með þig þá
inn í Beinárgerði.
En ég trúi því að þú sért farin
að hitta ömmu, afa og mömmu á
himnum og dagarnir séu ekki
langir þar. Guð blessi þig, Bidda
mín.
Elsku Stebba, Lárus og Lea
Birna, okkar samúðarkveðjur til
ykkar og Óskars sem kveður
systur sína sem hann er búinn að
búa með alla sína ævi.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á að
þakka vor þjóð.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín!
Hún er barnsmóðir þín
eins og björt sólarsýn!
Ó! Hún er ást, hrein og tær!
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær!
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, og sólin, hún rís,
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf:
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Ásta Margrét og fjölskylda.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020
þegar hún sá hann detta niður um
gat í bryggju við heimilið. Hún
stökk hiklaust í sjóinn og náði að
halda drengnum uppi þar til hjálp
barst. Erna fór í lýðháskóla í Dan-
mörku og naut þess mjög að kynn-
ast fólki og nýjum siðum. Með Við-
ari eiginmanni sínum bjó hún
lengst af á Akranesi með þrjá syni,
Hákon, Sigurð og Elmar. Hún
verður sjómannskona eins og
mamma hennar. Á Ísafirði eignað-
ist hún seinna Martin og fer síðar
að starfa fyrir SÁÁ. Erna er sú
manneskja sem mér finnst æ síðan
hafa lifað samkvæmt æðruleysis-
bæninni. Breytti því sem þurfti og
sætti sig við það sem var óbreyt-
anlegt. Hún varð geysilega sterk
og áhrifarík kona. Á vegum SÁÁ
fór hún til starfa í Færeyjum með
Martin lítinn og ætlaði að vera fáa
mánuði en hóf sambúð og gifti sig.
Hún var gæfusöm í starfi og rak
m.a. ráðgjafarstofu þar í nokkur
ár. Hún var stöðugt að bæta við sig
þekkingu og sótti fjölmörg nám-
skeið, m.a. á Betty Ford-stofnun-
inni í Bandaríkjunum. Hún mætti
vinsemd og miklu þakklæti enda
var hún mjög næm á samfélagið og
tiltekna þöggun sem viðgekkst.
Þegar hún varð aftur ein vann hún
bæði hér og í Færeyjum og þar
kynntist hún Herbein, eftirlifandi
sambýlismanni sínum og sálu-
félaga. Þau ákváðu fyrir nokkrum
árum að búa hluta úr ári hér og í
Færeyjum. Það var þeirra gæfa að
kaupa hús á Selfossi með Soffíu og
Elmari. Drengirnir hennar Ernu
stóðu alltaf hjarta hennar næst og í
dag er hugur minn hjá þeim og
Herbein sem gerðu henni lífið ljúft
á erfiðum tíma. Við Sverrir og fjöl-
skyldan okkar vottum þeim og fjöl-
skyldunni allri innilega samúð um
leið og ég þakka Ernu minni djúpa
vináttu og trúnað alla okkar tíð.
Blessuð sé minning yndislegrar
konu.
Rannveig Guðmundsdóttir.
Elsku besta vinkona mín og
trausti trúnaðarvinur.
Nú hefur þú kvatt okkur. Bar-
áttan verið ströng en þú með þitt
æðruleysi tókst á við þetta ástand
eins og svo oft í lífinu.
Við höfum verið vinkonur alla
tíð, smástelpur í Brunngötunni, við
vorum meira að segja látnar sofa
saman í barnavagni.
Mæður okkar alla tíð vinkonur
þannig að við áttum í rauninni tvö
heimili.
Mér fannst nú skemmtilegra
heima hjá þér, þar var alltaf líf og
fjör, þú með tvo yngri bræður,
Hemma og Stebba, sem mér leidd-
ist ekki að snúast með en ég held
að þú hafir oft verið fegin að sleppa
við að passa þá. Svo komu ung-
lingsárin, þú að æfa sund og ég
handbolta, skólaböll og kærastar.
Síðan fórum við að heiman, ég í
nám og þú til útlanda. Svo líða árin,
við bjuggum sín í hvorum lands-
hluta eða landi en aldrei slitnaði
strengurinn á milli okkar. Alltaf
gat ég leitað stuðnings og ráða hjá
þér og þú hjá mér.
Það er nú þekkt hversu mörg-
um þú hefur hjálpað að ná fótfestu
í lífinu aftur. Svo kynntist þú hon-
um Hebba þínum, það var mikil
gæfa og hamingja, þið voruð svo
góð saman, hann var kletturinn í
lífi þínu og í þessum erfiðu veik-
indum alltaf til staðar.
Svo var gaman að sjá þegar við
komum við á Selfossi hvað hann
var mikill afi þegar Erna Huld og
Vigdís Anna voru að skjótast niður
til ömmu og afa.
Mikið á ég eftir að sakna þín, fá
símtöl frá þér sem byrjuðu alltaf
„sæl elskan“.
Elsku Hebbi minn, Hákon,
Siggi Elmar, Matti og ykkar fjöl-
skyldur, megi æðri máttur vernda
ykkur og styrkja á þessum erfiðu
tímum. Guð geymi þig, Erna mín.
Þín
Rannveig (Ranný).
✝ Kamilla Guð-brandsdóttir
fæddist 29. ágúst
1926 í Ólafsvík.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir í
Reykjavík 14. júlí
2020.
Foreldrar: Guð-
brandur J. Guð-
mundsson, f. 3.1.
1887 í Hjallabúð á
Snæfellsnesi, d.
17.8. 1949, og Guðrún Árborg
Sigurgeirsdóttir, f. 16.5. 1895 á
Arnarstapa, d. 9.12. 1981.
Bræður hennar: Guðmundur, f.
23.5. 1916, d. 27.11. 1916; Guð-
mundur Aðalsteinn, f. 21.7.
1918, d. 3.2. 2011, kvæntur
Maríu Unni Sveinsdóttur, f. 8.8.
1921, d. 18.9. 2007; Karl Óttar,
f. 16.10. 1919, d. 22.2. 1979,
kvæntur Guðrúnu Haralds-
dóttur, f. 4.7. 1923, d. 6.3. 2015;
Leó, f. 21.8. 1921, d. 2.5. 2008,
kvæntur Helgu Kristínu Lárus-
dóttur, f. 28.9. 1927, d. 15.6.
2015, og Svavar, f. 12.10. 1935,
d. 2.6. 1996, kvæntur Ragnhildi
Óskarsdóttur, f. 13.11. 1937.
Fyrri maður: Einar Jens
Hafberg, f. 10.7. 1927, d. 27.1.
2003. Foreldrar hans: Eng-
ilbert Hafberg, f. 9.9. 1890, d.
Kamilla eða Milla eins og
hún var kölluð ólst upp í Flat-
eyjarhúsi í Ólafsvík sem var
henni kær. Hún fór ung til
náms í Húsmæðraskólanum í
Reykjavík og bjó hjá Stennu,
móðursystur sinni og Vilhelmi
Steinsen. Að námi loknu starf-
aði hún í Laufahúsinu uns hún
kynntist Einari Jens og eign-
uðust þau dótturina Olgu. Þau
ráku m.a. Hótel Búðir um sum-
arskeið. Þá starfaði hún á
Hressingarskálanum og í Val-
höll á Þingvöllum, síðan í Skó-
verzlun Lárusar G. Lúðvíks-
sonar. Þaðan lá leiðin til Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og
starfaði hún þar út starfs-
ævina. Vorið 1994 slasaðist
Milla á höfði. Við tók endur-
hæfing, sem aldrei varð lokið.
Hún sneri aftur til vinnu um
hríð en hætti störfum 1995.
Hún bjó m.a. á Vegamótum á
Seltjarnarnesi við Ljós-
vallagötu og Lynghaga en með
síðari manni sínum lengst í
Kríuhólum 4 í Breiðholti.
Kamilla var kirkjurækin og
trúuð og átti söngur ríkan þátt
í lífi hennar. Hún söng með
Kirkjukór Neskirkju eins lengi
og aðstæður og röddin leyfði. Í
síðari hjúskap sínum deildu
hjónin áhugamálum með
barnabörnunum, einkum útivist
og skot- og stangveiði og vöktu
áhuga þeirra.
Útförin fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 14. ágúst 2020,
klukkan 13.
1.11. 1949, og Olga
M. Hafberg, f.
17.12. 1896, d.
18.9. 1930. Barn
þeirra: Olga Haf-
berg, f. 28.4. 1947,
fyrri maður: Sig-
urður Skúlason, f.
10.12. 1946, seinni
maður: Björn
Rögnvaldsson, f.
28.12. 1959. Synir
Olgu og Sigurðar:
Einar Skúli Hafberg, f. 1.10.
1969, og Hrannar Már Haf-
berg, f. 15.12. 1974, sambýlis-
kona Rebekka Helga Að-
alsteinsdóttir. Börn Einars og
Turid Hansen: Júlíanna Ósk, f.
31.7. 1992, og Svavar Skúli, f.
4.6. 1999. Þau skildu.
Síðari maður: Guðmundur K
Steinbach, f. 5.7. 1929, d. 12.3.
2019. Foreldrar hans: Kjartan
Steinbach, f. 4.11. 1909, og
Soffía L. Steinbach, f. 16.4.
1909. Dætur Guðmundar:
Ragnhildur, f. 23.2. 1952, maki
Einar Baldvin Stefánsson, son-
ur þeirra Baldvin; og Auð-
björg, f. 14.5. 1953, maki Krist-
ján Loftsson, börn þeirra
Guðmundur, Loftur og María.
Langafabörn Guðmundar eru
fjögur.
Mig langar að minnast hennar
Millu í örfáum orðum.
Ég kynntist Millu þegar hún
og pabbi minn hófu sambúð um
1970 og gengu þau í hjónaband
1985. Milla var einstaklega hóg-
vær og kunni að halda sig til hlés í
samskiptum við okkur systur en
sýndi okkur samt ræktarsemi.
Eftir að Milla kynntist pabba öðl-
aðist hún nýtt líf, t.d. fór hún með
pabba bæði í silungsveiði og lax-
veiði og sagði hún margoft söguna
þegar hún fékk maríulaxinn sinn.
Milla lenti í bílslysi 1994 og þá má
segja að mikil breyting hafi átt
sér stað hjá Millu. Hún var lengi á
gjörgæsludeild og síðar í endur-
hæfingu á Grensásdeild og varð
því miður aldrei söm eftir slysið.
Með þrautseigju þeirra beggja
náðu þau að sætta sig við breytt
ástand og héldu áfram að veiða,
ferðast og njóta lífsins. Fóru þau
m.a. reglulega að Garda-vatni á
Ítalíu, þar sem þau nutu sín alltaf
vel.
Eftir að pabbi varð langafi
nutu þau Milla þess að hitta Guð-
rúnu Lilju og Katrínu Hörpu nær
vikulega í kaffi hjá mér þegar
stelpurnar voru í heimsókn. Einn-
ig komu þau oft í pönnukökukaffi.
Guðlaug Kristín náði ekki að
kynnast þeim, en þau voru þó við
skírn hennar 10.3.2019, en pabbi
lést 12.3.2019. Pabbi og Milla voru
viðstödd ýmsa merkisviðburði í
lífi barnabarna hans, hvort sem
þeir ættu sér stað á Íslandi eða í
öðrum löndum, m.a. brúðkaup og
útskriftir í Bandaríkjunum. Nutu
þau góðra stunda í þeim ferðum
sem öðrum. Eftir að pabbi lést
náði Milla að búa ein í nokkra
mánuði og leit nágrannakona
hennar, Guðrún, til Millu nær á
hverju kvöldi og hafi hún þökk
fyrir það.
Hvíl í friði elsku Milla og takk
fyrir samfylgdina.
Auðbjörg (Ditta)
og fjölskylda.
Amma Milla
Nú þegar ég kveð þig að sinni,
elsku amma Milla mín, hellast
minningarnar yfir mig. Þvílík for-
réttindi og gæfa sem það var að
vera þér samferða hér í fimmtíu
ár. Sterkasta tilfinningin sem sit-
ur eftir er kærleikurinn. Þú sýnd-
ir og tjáðir mér hann alla tíð og
kenndir mér hann. Þú uppfrædd-
ir mig líka um kristna trú og
kenndir mér að biðja bænir. Þeg-
ar mér leið sem verst í uppvext-
inum var það ljós þitt og tilvera
sem hjálpaði mér í gegnum erf-
iðustu tímabilin. Ég veit að þú
veist allt þetta þrátt fyrir að ég
hafi aldrei talað um það. Það hafði
svo sterk áhrif á mig sem barn að
uppgötva þessa sterku og ein-
lægu tengingu okkar og finna það
að þú vissir allt án þess að ég
þyrfti að segja þér frá því. Á þínu
heimili var ég alltaf í hávegum
hafður og fékk alla þá umhyggju
sem barn þráir, enda sótti ég mik-
ið þangað. Þú vildir alltaf vera að
gefa, helst allt sem þú áttir. Ef ég
kom til ykkar um kvöld til að fá að
gista án þess að hafa gert boð á
undan mér var bara farið og
verslað og slegið upp lítilli
„veislu“. Minnisstæð eru matar-
boðin hjá þér, ekki síst jólaboðin
þar sem hin alkunna asparssúpa
var í aðalhlutverki, hún er enn
uppáhaldsmaturinn. Ég minnist
allra innanlandsferðalaganna,
allrar útiverunnar, útileganna,
fjallgangnanna og ekki síst allra
veiðiferðanna sem við fórum í
með afa og fleiri fjölskyldumeð-
limum eftir því sem árin liðu. En
efst í huga mér eru hinar árlegu
lóu-ferðir, þegar við fórum að
leita að lóunni, gá hvort hún væri
komin. Ég veit ekki hvort okkar
var spenntara fyrir henni. Þá
sungum við oft mikið, sérstaklega
lóu-vísur. Þú kenndir mér að
þekkja fuglana og virða náttúr-
una í öllum þessum ferðum. Því
miður náðu börnin mín ekki að
kynnast þessari hlið á þér, enda
var Svavar ekki fæddur og Júl-
íanna aðeins tveggja ára þegar þú
varðst fyrir slysinu. Ég er svo
glaður fyrir þetta stutta mynd-
símaspjall sem við áttum vikuna
áður en þú kvaddir og við náðum
að segja við hvort annað í síðasta
sinn og sem ég geri að lokaorðum
mínum til þín: „Mér þykir svo
vænt um þig.“
Einar Skúli Hafberg.
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð Kamillu föðursystur
mína eða Millu eins og hún var
alltaf kölluð en hún andaðist 14.
júlí síðastliðinn, 93 ára gömul.
Milla frænka var mér mjög kær
og reyndist mér alla tíð mjög vel.
Það var alltaf hægt að leita til
hennar. Minningar mínar um
hana eru bjartar og hlýjar.
Hún er síðust systkinanna að
kveðja. Þau voru fimm og hún var
eina systirin og næstyngst. Steini
var elstur, næstur kom Karl, síð-
an Leó, þá Kamilla en Svavar var
yngstur. Þau ólust upp í Flateyj-
arhúsi í Ólafsvík. Milla fluttist
ung til Reykjavíkur og það var
alltaf tilhlökkun þegar hún kom í
heimsókn til Ólafsvíkur með Olgu
dóttur sinni. Þá var oft einhverju
góðgæti gaukað að okkur systk-
inunum. Ég minnist sumarsins
sem hún og Einar eiginmaður
hennar ráku Hótel Búðir. Þá var
haldin svokölluð Búðahátíð. Það
var mikið ævintýri að fara í heim-
sókn að Búðum og hitta Millu
frænku. Þá vann hún um tíma í
skóverslun Lárusar G. Lúðvíks-
sonar og mér fannst ævintýralegt
að koma í búðina og sjá alla skóna.
Milla var falleg og glæsileg kona
og alltaf svo fallega klædd.
Þegar við fjölskyldan frá Ólafs-
vík komum til Reykjavíkur var
alltaf sjálfsagt að hýsa allan
mannskapinn og þá var oft gist á
Lynghaganum. Þá var mikið talað
og sagðar sögur.
Eftir að Milla kynntist Guð-
mundi seinni eiginmanni sínum
fóru þau að ferðast um heiminn.
Hún naut þess að sjá stórborgir
og nýja staði og var gaman að
heyra hana segja frá því sem fyrir
augu bar. Hún stundaði líka
stangveiði með eiginmanninum.
Hún veiddi vel og hafði ávallt
gaman af. Það hefur verið stutt í
sjómannsblóðið hjá henni Millu
frænku enda voru forfeður henn-
ar sjómenn. Guðmundur andaðist
á síðasta ári og síðustu mánuðina
dvaldi Milla á hjúkrunarheimilinu
Eiri.
Milla lifði lífinu sem hún best
gat, var alltaf jákvæð og upp-
byggjandi. Að leiðarlokum þakka
ég samverustundirnar og allt það
góða sem hún gaf mér og ég mun
alltaf geyma með mér. Hvíli hún í
friði.
Olgu og fjölskyldu hennar
votta ég mína innilegustu samúð.
Þín frænka,
Ásta Lára.
Elsku Milla mín, það koma svo
margar myndir upp í hugann
þegar ég hugsa til þín þessa dag-
ana. Við kynntumst fyrir meira
en hálfri öld í gegnum einkadótt-
ur þína, Olgu, og sú vinátta hefur
varað alla tíð síðan. Þær eru
margar skemmtilegar minningar
sem ég minnist frá Hörðalandinu
í den þegar við þrjár vorum að
bralla ýmislegt. Eins og þegar við
Olga máluðum eldhúsinnrétt-
inguna bleika og þú komst að
okkur, horfðir yfir skvísueldhúsið
og sagðir hissa: „Og hvað segja
drengirnir við þessum stelpulit?“
Olga setti upp Kamillusvipinn og
svaraði snöggt að hún ætti nú
þessa íbúð og gæti gert það sem
hún vildi með hana. Þú hlóst dátt
því þú þekktir vel dóttur þína.
Stundum var spáð í spil eða rætt
um það sem var efst á baugi þá
dagana. Það var líka alveg ótrú-
lega gaman þegar við Olga buð-
um ykkur mömmum okkar á
kaffihús svo þið gætuð hist, það
var mikil gleði og gaman þann
daginn. Þú varst líka svo góð í að
hjálpa okkur þegar við þurftum á
aðstoð að halda við saumaskap og
fleira, hvort sem það var fyrir
okkur sjálfar eða krakkana.
Elsku vinkona, ég er svo sann-
arlega ríkari að hafa átt þig að og
þakka þér alla þá ástúð og hlýju
sem þú hefur gefið mér og börn-
um mínum.
Elsku Olga mín, Bjössi, Einar
Skúli, Hrannar Már, Júlíanna
Ósk, Svavar Skúli og Rebekka,
innileg samúð frá okkur, munum
að við eigum alltaf minningarnar
til að hlýja okkur og gleðja.
Þórdís
Pétursdóttir.
Kamilla
Guðbrandsdóttir
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN JÓNA STEFÁNSDÓTTIR,
Stína Valda,
frá Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 31. júlí.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey frá Landakirkju
Vestmannaeyja.
Aðstandendur þakka starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir
ómetanlega hlýju og umönnun.
Agnar Angantýsson
Stefán Sigurþór Agnarsson Esther Birgisdóttir
Angantýr Agnarsson Aðalheiður Birgisdóttir
Birkir Agnarsson Inga Hrönn Guðlaugsdóttir
Ester Agnarsdóttir Guðni Guðnason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR RÚNAR ÓSKARSSON,
löggiltur endurskoðandi,
varð bráðkvaddur þriðjudaginn 11. ágúst.
Ragnheiður H. Sigurðardóttir
Kristján Guðmundsson Sigrún Hallgrímsdóttir
Sigurður Guðmundsson Margrét María Grétarsdóttir
Guðrún Inga Guðmundsd.
og barnabörn