Morgunblaðið - 14.08.2020, Síða 24

Morgunblaðið - 14.08.2020, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is BÍLASTÆÐALAUSNIR Kantsteinarnir Langhólmi og Borgarhólmi einfalda merkingu bílastæða og afmörkun akstursleiða 60 ára Þorsteinn ólst upp í Reykjavík, bjó um árabil í Svíþjóð og er nú búsettur í Kópavogi. Hann lauk meistara- gráðu í hagfræði frá Há- skólanum í Lundi og er deildarstjóri samskipta og miðlunar hjá Hagstofu Íslands. Þor- steinn hefur setið við taflborðið frá unga aldri og er FIDE-skákmeistari. Maki: Íris Gunnarsdóttir, f. 1961, bygg- ingatæknifræðingur. Börn: Sara Lillý, Aron Ellert, Daníel Máni og Lena Sól. Barnabörnin eru Emilía Sól, f. 2015, og Óliver Máni, f. 2019, börn Lenu. Foreldrar: Þorsteinn Ólason, f. 1930, d. 2009, rafvirki og Svala Nielsen, f. 1930, d. 2019. Þorsteinn Þorsteinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hvað sem þú gerir, ertu í skapi til að gera með stæl. Taktu þeim fagnandi því allt er breytingum háð. 20. apríl - 20. maí  Naut Aðalverkefni dagsins felst í að leiða fólkið - beina því í rétta átt, halda því við áætlunina þína svo það átti sig á þinni sýn. Hlustaðu ekki á umtal um fólk sem þú þekkir engin deili á. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Notaðu daginn til þess að leggja fyrir til mögru áranna. Að hafa of mikinn tíma til þess að gera áætlanir er hættu- legra en að fara af stað án ráðagerða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eins og langflestir þekkir þú mun- inn á góðu og illu. Varastu að láta von- brigði þín bitna á öðrum og reyndu heldur að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það má margt læra af umhverfinu, ef menn gefa sér til þess tíma og hafa augun hjá sér. Breytt hugarfar kemur sér líka vel. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Ekki láta líf annarra koma þér úr jafnvægi, þó að það virðist fullkomið á yfirborðinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hunsaðu ekki reynslu þeirra sem hafa gengið veginn á undan þér. Taktu til í kringum þig svo að þér líði betur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vertu þolinmóður við ein- hvern sem kann að fara í taugarnar á þér. Eftir hressandi kaffibolla og morgun á réttum vinnuhraða gæti verið að þú sjáir vinnuna sem blessun en ekki byrði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hvort sem þér líkar það betur eða verr ertu öðrum fyrirmynd. Vertu eins kurteis og þú getur við ástvinina. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er hætt við því að hug- mynd þín um breytingar á heimilinu reyn- ist kostnaðarsöm. Fólk af gagnstæðu kyni, sýnir þér sérstakan áhuga. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér ætti að ganga flest í haginn í dag. Láttu því draumana fara að rætast því þú átt það svo skilið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fréttir af börnum í öðrum löndum gætu haft áhrif á þig í dag. Betra er að vera samkvæmur sjálfum sér þótt það kosti sitt. Vertu svo trúr þinni sannfær- ingu. ég var dag og nótt í fjögur ár í frá- bærum félagsskap og lærði helling. Eftir útskrift fer ég svo að vinna á Sjávarkjallaranum þar sem ég vinn mig upp í að verða yfirkokkur og kynnist þar meðeiganda mínum í dag, honum Ágústi Reynissyni.“ Þau opnuðu síðan saman Fiskmarkaðinn í ágúst 2007 og Grillmarkaðinn í júlí 2011 ásamt Guðlaugi P. Frímanns- syni. „Við erum líka með bar sem heitir Skúli Craft bar og erum að bralla alls konar saman en þetta er svona okkar aðal, Fiskmarkaðurinn, Grillmarkaðurinn og Skúli.“ staðaspítala. Ég byrjaði að skúra skrifstofur læknanna því ég var of ung til að vinna á deildunum þar sem sjúklingarnir voru en um leið og mér bauðst þá fór ég að vinna í bítibúrinu þar sem var frábær vinna. Ég færði mig svo nær bænum þegar það bauðst og fór að vinna í bítibúri á Landspítalanum við Hringbraut. Þar vann ég á sumrin og svo með skóla á veturna. Vann bæði á gjörgæslunni og svo hjartadeildinni ásamt fleiri deildum. Svo fór ég á námssamning á gamla Apótekinu hjá honum Guffa þar sem H refna Rósa Jóhanns- dóttir Sætran er fædd 14. ágúst 1980 á Landspítalanum kl. 8.03 í keisarafæðingu. „Á þeim tíma bjuggum við í Gnoð- arvoginum þar sem foreldrar pabba míns og systkini bjuggu í kjallaran- um og foreldrar mömmu minnar á efri hæðinni þar sem við mamma og pabbi vorum líka. Foreldrar mínir kynnast sem sagt í þessu húsi þegar þau voru 15 ára og eignast mig svo þegar þau eru 25 ára. Svo flytjum við í Breiðholtið og ég er þar til tólf ára aldurs. Þaðan flytj- um við í Grafarvoginn þar sem við stoppum stutt áður en við flytjum í miðbæinn þar sem ég hef búið allar götur síðan. Barónsstígur, Njálsgata, Grundarstígur, Brattagata, Sólvalla- gata o.fl. og við fjölskyldan búum í dag í Litla-Skerjafirði. Ég er mikil Reykjavíkurmær og vil hvergi ann- ars staðar búa þótt mér finnist mjög gaman að ferðast innanlands og erlendis.“ Hrefna var mikið í íþróttum og þá aðallega dansi. Samkvæmisdansinn var aðalmálið en hún æfði líka ballett, jazzballett, steppdans, gömlu dans- ana, hip hop dansa o.fl. „Ég byrjaði fjögurra ára í dansi og í fyrstu keppn- inni enduðum við í 2. sæti svo markið var sett strax þar. Við urðum nokkr- um sinnum Íslandsmeistarar og við vorum alltaf á palli þar til ég hætti í dansi. Við vorum líka með þeim fyrstu til að keppa erlendis. Kepptum í Black Pool og í Copenhagen open þar sem gekk ágætlega. Hrefna gekk í Seljaskóla, var síðan í 8. og 9. bekk í Foldaskóla og svo 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hún kíkti aðeins í Kvennaskólann en fór síðan í grunnnám í hönnun í Iðnskólanum og kláraði það en ákvað að fara í mat- reiðslunám og útskrifaðist úr því frá Hótel- og veitingaskólanum 2003. Síðar tók hún meistaragráðu í mat- reiðslu og lauk því námi 2013. „Ég byrjaði að bera út blöð ung að aldri. Svo fór ég í unglingavinnuna og vann aðeins í fataverslun sem pabbi minn var með en fékk bara borgað í fötum sem ég fékk hvort sem er þótt ég væri ekki að vinna hjá honum svo ég hætti því og fór að vinna á Vífils- Kokkalandsliðið og fleira Þegar Hrefna var enn þá nemi bauðst henni að vera aðstoðarmaður í landsliði matreiðslumanna betur þekkt sem kokkalandsliðið. „Ég hugs- aði mig ekki tvisvar um og var með þar líka dag og nótt á æfingum. Þegar ég útskrifaðist bauðst mér svo að vera fullgildur meðlimur sem ég er mjög ánægð með. Á þeim tíma fór ég á Ól- ympíuleikana 2004 og 2008 og heims- meistaramótið 2006 og 2010 og feng- um við nokkur gull og silfur í þeim ferðum. Besti árangurinn þegar ég var í liðinu var 7. sætið í heimsmeist- arakeppninni en þegar ég byrjaði var besti árangurinn 13. sæti. Í dag erum við komin enn þá ofar.“ Hrefna hefur skrifað nokkrar mat- reiðslubækur og sú nýjasta er Grill- markaðurinn. Hún hefur líka gert sjónvarpsþætti, gerði sjö þáttaraðir á Skjá einum og grillþætti á Rúv. „Eitt skemmtilegasta verkefnið sem ég hef gert var Smakk Japan þar sem ég fór með Hrafnhildi Gunnarsdóttur kvik- myndagerðarkonu til Japans í þrjár vikur þar sem við gerðum seríu um líkindi Íslands og Japans. Það var al- veg frábært. Svo hef ég verið í ís- skápastríðinu með Evu Laufeyju, Gumma Ben og Sigga Hall á Stöð 2 og það var mikil skemmtun.“ Áhugamál Hrefnu eru margvísleg. „Ég er þannig að ég tek eitthvað eitt alveg fyrir og geri það endalaust þar til ég legg það til hliðar og byrja á nýju svo ég hef átt mörg áhugamál. En það sem mér finnst alltaf skemmtilegt er að hreyfa mig eitt- hvað og núna er ég að ganga á fjöll, lyfta og hjóla. Svo er ég í laxveiði sem er skemmtilegt. Mér finnst líka mjög gaman að pæla í veitingastöðum og mat og nær- ingu, hvað matur gerir fyrir líkamann okkar og mig langar að stúdera það frekar. Jafnvel læra meiri næring- arfræði. Svo hef ég áhuga á ayurveda- fræðunum og langar líka að stúdera það frekar. Ég fór í jógakennaranám líka og er kundalini-jógakennari sem ég gríp dálítið í líka og nota dags dag- lega. Ég hef kennt líka aðeins, bara mér til gamans. Ég er sem sagt mikið að læra og gera alls konar skemmti- legt með því sem ég geri að atvinnu.“ Hrefna Sætran, veitingahúsaeigandi og kokkur – 40 ára Heima í Litla-Skerjafirði Hrefna, Bertram Skuggi og Björn en dóttirin Hrafnhildur Skugga gaf ekki kost á myndatöku. Brallar alls konar með vinnunni Kokkalandsliðið Hrefna ásamt félögum sínum að fagna gullverðlaununum í flokknum Heitur matur á Ólympíuleikunum árið 2008. 50 ára Árni ólst upp á Hvolsvelli, var í námi í Danmörku í fjögur ár en býr í Reykjavík. Hann er með meist- aragráðu í rafmagns- verkfræði frá Háskól- anum í Álaborg og er verkefnastjori nýframkvæmda hjá Lands- neti. Árni spilar golf og fótbolta, var í stjórn Golfklúbbs Hellu en er núna í Golf- klúbbi Reykjavíkur. Maki: Guðlaug Sigurðardóttir, f. 1973, grunnskólakennari. Börn: Elínborg, Sæmundur, Arnór Veigar og Klemenz. Foreldrar: Sæmundur Árnason, f. 1946, og Anna Sigurveig Sæmundsdóttir, f. 1938, búsett á Hvolsvelli. Árni Sæmundsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.