Morgunblaðið - 14.08.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.08.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020 Meistaradeild Evrópu 8-liða úrslit: RB Leipzig – Atlético Madríd..................2:1  Leipzig áfram í undanúrslit og mætir París Saint-Germain. Pólland Bikarkeppni, 32-liða úrslit: Górnik Zabrze – Jagiellonia .................. 3:1  Böðvar Böðvarsson var allan tímann á varamannabekk Jagiellonia. Katar Al Sailiya – Al-Arabi ............................... 1:0  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Svíþjóð AIK – Östersund ...................................... 0:1  Kolbeinn Sigþórsson lék seinni hálfleik- inn með AIK. Norrköping – Hammarby....................... 1:2  Ísak B. Jóhannesson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu hjá Norrköping.  Aron Jóhannsson lék fyrstu 58 mínút- urnar hjá Hammarby. Varberg – Häcken ................................... 1:3  Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik- mannahópi Häcken. Staðan: Malmö 15 10 4 1 31:13 34 Elfsborg 15 8 6 1 27:20 30 Djurgården 15 8 2 5 22:15 26 Norrköping 15 7 4 4 32:22 25 Häcken 15 6 6 3 27:16 24 Hammarby 15 6 5 4 18:18 23 Sirius 15 5 7 3 27:25 22 Mjällby 15 5 4 6 18:23 19 Varberg 15 4 5 6 22:23 17 Örebro 15 4 5 6 15:18 17 Gautaborg 15 2 9 4 17:22 15 Östersund 15 3 6 6 12:18 15 Kalmar 15 3 4 8 17:23 13 AIK 15 3 4 8 13:23 13 Helsingborg 15 2 7 6 14:25 13 Falkenberg 15 2 6 7 17:25 12  Houston – Indiana.............................104:108 Philadelphia – Toronto .....................121:125 Oklahoma – Miami ...........................116:115 Denver – LA Clippers ......................111:124 Boston – Washington ........................... 90:96 LA Lakers – Sacramento ................ 122:136   Knattspyrnu- deild HK hefur gengið frá láns- samningi við danska miðvörð- inn Martin Rauschenberg frá Stjörnunni og verður hann hjá Kópavogsliðinu út tímabilið. Rauschenberg, sem er 28 ára, varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2014. Hjá HK hittir hann fyrir samherja úr því liði, Hörð Árnason. Þá hefur Daninn einnig leikið í Danmörku og Sví- þjóð en hann lék með sænsku lið- unum Brommapojkarna og Gefle eftir fyrri dvölina hjá Stjörnunni. Daninn hefur hins vegar ekkert spilað með Stjörnunni í Pepsi Max- deildinni í leiktíðinni og aðeins komið við sögu í einum bikarleik. Á síðasta tímabili lék hann aftur á móti 19 leiki með Garðabæjarliðinu í deildinni. Hefur Rauschenberg alls leikið 61 leik í efstu deild hér á landi og skorað í þeim tvö mörk. HK er í níunda sæti Pepsi Max- deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsætin. Hefur sumarið verið nokkuð sveiflukennt hjá liðinu því HK hefur lagt bæði KR og Breiða- blik að velli. HK mætir Fjölni á heimavelli á sunnudaginn kemur. Úr Garðabæ í Kópavoginn Martin Rauschenberg KNATTSPYRNA Pepsí Max deild karla: Meistaravellir: KR – FH ...........................18 Samsungvöllurinn: Stjarnan – Grótta.19:15 Lengjudeild karla: Framvöllur: Fram – ÍBV...........................18 2. deild karla: Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – KF ...............18 Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – Víðir..........19 Ásvellir: Haukar – Njarðvík.................19:15 2. deild kvenna: Sindravellir: Sindri – ÍR ............................19 Í KVÖLD! var en týndi eiginlega síðasta árið. Það heillaði mig hvað mest en auk þess er þetta stórt félag sem ætti að vera í efstu deild í Danmörku. Ég tel að þetta sé góður tímapunktur til að koma til Esbjerg og taka þátt í upp- byggingunni,“ sagði Andri og þegar hann vissi af áhuga Ólafs þá skoðaði hann lítið aðra möguleika. „Ég fór ekki í aðrar viðræður vegna þess að mér leist vel á Esbjerg. Það getur verið að mér hefði boðist eitt- hvað annars staðar á Norðurlönd- unum en það náði alla vega ekki til mín. Eftir að ég hitti Óla þá fannst mér þetta spennandi og ákvað þá að koma hingað,“ sagði Andri en hann hafði lokið fyrstu æfingu sinni með danska liðinu þegar Morgunblaðið spjallaði við hann. Fær tíma til undirbúnings Andra gefst ágætur tími til að undirbúa sig fyrir tímabilið og læra inn á liðsfélagana. „Já tímabilið hefst 13. september og ég er byrjaður að vinna í því að snúa aftur á völlinn. Ég er ánægður með að hafa mánuð til að koma mér inn í hlutina innan vallar og koma mér fyrir utan vallar. Ég er alveg heill og hef verið allt þetta ár,“ sagði Andri sem sló í gegn fyrir alvöru sumarið 2017 þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Grindavík á Íslandsmótinu og jafnaði markamet Péturs Péturssonar í efstu deild á Íslandi eins og þeir Guðmund- ur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson höfðu áður gert. Þá lá leiðin til Helsingborgar þar sem Andri hélt áfram að skora fyrir sænska liðið í b-deildinni þar í landi. Í Þýskalandi komst hann hins vegar aldrei í stuð og eftir þjálfaraskipti hjá þýska félaginu fækkaði tækifærum hans þar. Fór á æfingar hjá Breiðabliki Andri hefur ekki leikið áður undir stjórn Ólafs Kristjánssonar og segist lítið hafa þekkt hann persónulega. Fyrir áratug síðan fór Andri þó á æf- ingu hjá Breiðabliki. „Ég þekkti Óla nefnilega voðalega lítið. Ég fór á nokkrar æfingar hjá Breiðabliki þegar tímabilinu var að ljúka árið 2010 og Óli var þá nýbúinn að gera þá að Íslandsmeisturum. Ég hafði varla hitt hann síðan þá,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason í samtali við Morgunblaðið en þá hafði hann farið upp úr c-deild í b-deild með BÍ/ Bolungarvík og var farinn að vekja athygli annarra íslenskra liða. Sýn Ólafs hafði áhrif á ákvörðun Andra Rúnars  Andri segist síðasta árið hafa týnt leikmanninum sem hann var orðinn Morgunblaðið/Stella Andrea Markheppinn Andri Rúnar Bjarnason með gullskóinn haustið 2017. Hann ætlar nú að finna sitt fyrra form fyrir framan markið í Danmörku. FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarna- son færði sig á dögunum frá Þýska- landi til Danmerkur. Gerði hann tveggja ára samning við Esbjerg sem leikur í dönsku b-deildinni í knatt- spyrnu. Andri mun leika undir stjórn landa síns, Ólafs Kristjánssonar, sem nýlega sagði upp störfum hjá FH til að taka við Esbjerg. Andri verður þrítugur í nóvember og þarf að komast í leikæfingu á ný eftir að hafa kynnst mótlæti í atvinnu- mennskunni í Þýskalandi. Hann fékk ekki stórt hlutverk hjá Kaiserslautern í þýsku c-deildinni og félagið var tilbú- ið að leyfa honum að róa á önnur mið. „Það var í raun vilji beggja aðila að ég færi annað. Kaiserslautern og Esbjerg gerðu svo samkomulag sín á milli,“ sagði Andri þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann en Andri átti ár eftir af samningi sínum við Kaiserslautern. „Það sem heillaði mig mest við Esbjerg var sýn Óla [Ólafs Kristjáns- sonar knattspyrnustjóra] og hvernig hann sér fyrir sér að ég komi inn í þær áætlanir. Hann lýsti því hvaða hug- myndir hann hefur fyrir liðið. Við er- um sammála um að ég þurfi að vinna í að finna aftur þann leikmann sem ég Fyrsta tímabil þýska liðsins Leipzig í Meistaradeild Evrópu í fótbolta verður eftirminnilegt en liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum með 2:1-sigri á Atlético Madrid frá Spáni í gærkvöld. Bandaríski varamaðurinn Tyler Adams skoraði sigurmarkið á 88. mínútu, stundarfjórðungi eftir að hann kom inn á. Hinn 33 ára gamli Julian Nagelsmann er yngsti stjór- inn í sögu keppninnar til að komast í undanúrslit. Leipzig mætir Frakk- landsmeisturum PSG í undan- úrslitum á þriðjudaginn kemur. Leipzig í undan- úrslit í fyrsta sinn AFP Undanúrslit Tyler Adams skorar sigurmarkið í gærkvöldi. Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur á fótboltavöllinn er AIK mætti Öster- sund í sænsku úrvalsdeildinni í fót- bolta í gær. Kolbeinn kom inn á sem varamaður í hálfleik en tókst ekki að koma í veg fyrir 0:1-tap á heima- velli. Kolbeinn lék síðast með liðinu 2. júlí. Kolbeinn hefur mikið glímt við meiðsli síðustu ár og ekki kom- ist almennilega af stað með AIK á leiktíðinni. Liðið er í 14. sæti af 16 liðum með 13 stig, sem eru gríð- arleg vonbrigði þar á bæ, enda liðið þekktara fyrir að blanda sér í topp- baráttu. johanningi@mbl.is Kolbeinn sneri aftur á völlinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leikfær Kolbeinn Sigþórsson lék með AIK í Svíþjóð í gær. Íslandsmót karla og kvenna í knatt- spyrnu hefur loks göngu sína á ný í kvöld eftir rúmlega tveggja vikna hlé. Stöðva þurfti mótið í lok júlí í kjölfar hertra aðgerða stjórnvalda til að sporna við kórónuveirunni sem aftur var farin að dreifa sér um land- ið en yfirvöld hafa nú aflétt megin- reglunni um nálægðartakmörkun milli íþróttafólks. Engir áhorfendur verða þó leyfðir fyrst um sinn. Allir leikir verða fyrir luktum dyrum um helgina og þurfa félögin, leikmenn og starfsmenn að fylgja ströngum reglum um sótt- varnir. Knattspyrnusamband Ís- lands hefur unnið ítarlegar reglur um framkvæmd æfinga og leikja með tilliti til sóttvarnaaðgerða. Nú reynir á hreyfinguna og þurfa allir innan hennar að snúa saman bökum og sýna að knattspyrnufólk sé traustsins vert. Íslandsmótið má ekki við frekari frestunum. Tvær umferðir um helgina Alls eru ellefu leikir á dagskrá um helgina í efstu deildum, heil umferð hjá bæði körlum og konum. Mótið hefst aftur á stórleik KR og FH í Pepsi Max-deild karla í Frostaskjóli klukkan 18 í kvöld. Íslandsmeistarar KR hafa ekki spilað síðan þeir unnu Fjölni í bikarkeppni KSÍ 30. júlí, eins og FH sem sló Þór út úr keppni. Þá er heppilegt að leikurinn fari fram, sér í lagi fyrir KR-inga, sem eiga að mæta skosku meisturunum í Celtic í fyrstu umferð Meist- aradeildar Evrópu í næstu umferð. Slíkt verkefni er nógu erfitt fyrir og því ágætt að Vesturbæingar verði í einhverju leikformi. Stjarnan og Grótta mætast sömuleiðis í kvöld og svo fara tveir leikir fram á morgun, ÍA - Fylkir og Valur - KA. Karla- deildinni lýkur svo á sunnudag með viðureignum HK og Fjölnis og Vík- inga úr Reykjavík sem taka á móti Breiðabliki. Á sunnudaginn fer svo fram heil umferð í Pepsi Max-deild kvenna en ekkert hefur verið leikið síðan í lok júlí. Íslandsmeistarar Vals heim- sækja KR í Reykjavíkurslag og ósigrað topplið Breiðabliks sækir FH heim í Hafnarfjörðinn. Nýliðar Þróttar úr Reykjavík taka á móti ÍBV, Selfoss og Fylkir mætast í slag um þriðja sætið og Stjarnan fær Þór/KA í heimsókn. kristoferk@mbl.is Íslandsmótið fyrir luktum dyrum  KR og FH mætast í Vesturbænum í kvöld  Konurnar leika á sunnudaginn Morgunblaðið/Golli Áhorfendur Rólegra verður yfir stúkunni á KR-vellinum í kvöld en hér sést.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.