Morgunblaðið - 14.08.2020, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
EIN ALBESTA GRÍN-TEIKNIMYND
SEM KOMIÐ HEFUR!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
K O M N A R Í B Í Ó :
Harry Potter and the Sorcere’s Stone
Harry Potter and the Chamber of Secrets
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
K O M A Í B Í Ó 1 8 . Á G Ú S T :
Harry Potter and the Goblet of Fire
Harry Potter and the Order of Phoenix
Harry Potter and the Half-Blood Prince
K O M A Í B Í Ó 2 1 . Á G Ú S T :
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 og 2
UPPÁHALDS GALDRASTRÁKUR OKKAR ALLRA
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Áfram (ísl. tal)
* Tröll 2 (ísl. tal)
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* My Spy
* The Postcard Killings
* The Outpost
* The Matrix
* Mad Max : Fury Road
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Það er ekki á hverjum degi sem er-
lendir rithöfundar gefa út ljóð hér á
landi sem þeir hafa ort á íslensku. Það
hefur finnski rithöfundurinn Tapio
Koivukari gert. Ljóðasafn hans, sem
ber titilinn Innfirðir, er ort á íslensku.
Hér á landi hef-
ur rithöfund-
urinn helst ver-
ið þekktur fyrir
skáldsögur sín-
ar sem hafa
komið út í þýð-
ingum Sigurðar
Karlssonar.
Þar má nefna
verkið Galdra-
Manga - Dóttir
þess brennda
sem kom út í fyrra og gerist á Mun-
aðarnesi á Ströndum á 17. öld.
Tapio hefur áður gefið út ljóð í Finn-
landi og þá auðvitað á finnsku. „Ég hef
fiktað við ljóðagerð, ekki mjög reglu-
lega en annað slagið. Ég hef fengið
hvatningu til að yrkja ljóð á finnsku, á
finnskri mállýsku sem er mállýska
æsku minnar og er töluð í héraðinu
þar sem við búum hér á vesturströnd-
inni.“ Árið 2014 gaf skáldið út ljóðabók
í Finnlandi.
Íslenskan er þó í stóru hlutverki í lífi
Tapio og hefur verið lengi. Hann bjó á
Íslandi í nokkur ár í kringum 1990 og
kynntist þá íslenskri konu sinni, Huldu
Leifsdóttur myndlistarkonu. „Við
hjónin tölum alltaf íslensku okkar á
milli. Af því ég lifi lífi mínu á íslensku
líka þá fór ég að skrifa ljóðin á íslensku
jafnóðum. Það var svona smá tilraun.“
Stundum á villigötum
Tapio hafði birt nokkur ljóð á ís-
lensku á vefsíðu sem nefnist Baggalút-
ur. „Svo kom upp sú hugmynd að gefa
bara út ljóðabók á íslensku, að það
væri svolítið skemmtilegt,“ segir hann.
Tapio hefur náð ótrúlegu valdi á ís-
lenskri tungu, bæði orðaforða og mál-
fræði, en hann viðurkennir þó að það
sé vandasamt að yrkja á tungumáli
sem er ekki hans móðurmál. „Það er
stundum erfitt og maður fer stundum
algjörlega á villigötur. En það er líka
skemmtileg áskorun að tjá sig á
tungumáli sem er ekki manns eigið
mál en er samt mál sem maður hefur
lifað stóran hluta af lífi sínu á.“
Farandverkamaður á Flateyri
Hann er þakklátur fyrir þá hjálp
sem hann hefur fengið við að fullgera
ljóðasafnið. „Ég fékk hjálp frá mörg-
um prófarkalesurum. Ég þurfti smá
aðstoð til að geta klárað þetta alveg.
Við vorum lengst að vinna við ákveðið
fyrirbæri sem gerist í höfninni í Finn-
landi. Þetta er atvinnuslangur og mál-
lýska. Við spurðum okkur: „Hvað er
eiginlega átt við?“ Okkur tókst að
reikna það út, hvernig þetta kæmist til
skila á íslensku, en við vorum lengst að
velta vöngum yfir þessu.“
Tapio dvaldi hér á landi fyrir um
þrjátíu árum. „Eftir á að hyggja var
þetta furðu stutt, í allt næstum fjögur
ár.“ Hann starfaði fyrst við byggingu
Ráðhússins í Reykjavík og svo sem
farandverkamaður í frystihúsinu á
Flateyri. Í byrjun ljóðabókarinnar eru
minningar frá fyrstu ferðinni til Ís-
lands þegar hann bjó á Flateyri. „Svo
var ég einn vetur í Finnlandi og fékk
síðan kennarastöðu á Ísafirði og var
þar í þrjú ár,“ segir Tapio sem kenndi
smíði. „Þar kynntist ég Huldu, og dótt-
ur hennar Aldísi. Svo fluttum við til
Finnlands 1993 og höfum dvalið þar
síðan en við komum alltaf til Íslands
annað slagið.“ Í Innfjörðum er einnig
að finna ljóð um Ísafjörð sem voru ort
eftir að dvölinni þar lauk.
Engin fjara í Finnlandi
Spurður um muninn á því að yrkja
um Ísland og Finnland, ýmist á ís-
lensku eða finnsku, svarar Tapio: „Það
er náttúrulega ólíkt á þann hátt að það
eru til orð á íslensku sem lýsa íslensk-
um veruleika, til að mynda orð eins og
fjara. En það eru ekki sjávarföll hér í
Finnlandi, það er bara strönd hér.“
Sama sagan gildir um finnskuna og
finnskan veruleika.
Ljóðabókin einkennist af stað-
arljóðum, enda gefa kaflaheitin það til
kynna. Kári Tulinius ritstýrði verkinu
og skipti því í fjóra hluta: Vestfirðir,
Suðfirðir, Fjarðleysa og Innfirðir.
Eins og fram hefur komið ferðast
lesendur með Tapio bæði til Íslands og
Finnlands en Eistland kemur einnig
við sögu. „Ég er hef nokkrum sinnum
komið þar við og hef haft gaman af.
Eistland er eitt af þessum fáu löndum
þar sem tungumálið er skylt finnsk-
unni.“
Í ljóðasafninu er einnig ferðast suð-
ur á bóginn, nánar til tekið til Baska-
héraðs á Spáni. Tapio ferðaðist þar um
þegar hann vann að bók um Spán-
verjavígin 1615.
Ýmis umfjöllunarefni koma við sögu
í ljóðunum. Tapio segir að þar sé að
finna ýmislegt um sjóinn og höfnina en
einnig um ástina og dauðann, end-
anleika lífsins og foreldrahlutverkið. Í
síðasta hluta ljóðabókarinnar fær les-
andinn að fylgja skáldinu um innfirði
hugans og þaðan dregur safnið titil
sinn.
Þýðir verk íslenskra skálda
Auk þess að vera rithöfundur og
ljóðskáld er Tapio öflugur þýðandi og
kynnir með þýðingum sínum íslensk
verk á finnskum markaði. „Ég var að
ljúka við að þýða ljóðaúrval eftir Sig-
urð Pálsson heitinn. Hann hefur komið
til Finnlands og lesið upp en ég held
það hafi ekki komið út bók eftir hann
hér.“ Þar með fá Finnar að kynnast
„þessum yndislega og skemmtilega
manni“ eins og Tapio kallar hann. Sú
bók er væntanleg á næsta ári. Í haust
kemur einnig út Um tímann og vatnið
eftir Andra Snæ Magnason í þýðingu
Tapios.
„Ég þýddi Fiskarnir hafa ekki fæt-
ur eftir Jón Kalmann Stefánsson og sú
þýðing var tilnefnd til þýðingarverð-
launa í Finnlandi og hefur fengið mjög
góðar móttökur. Planið er að þýða
framhaldið næsta vor svo það komi út
haustið 2021.“
Þrátt fyrir að það sé greinilega nóg
að gera í þýðingarverkefnum hjá Ta-
pio þá segist hann einnig vera farinn
að huga að næstu skáldsögu.
„Ég er að byrja að semja næstu
skáldsögu, sem gerist aðallega á 9.
áratug liðinnar aldar í Helsinki í Finn-
landi. Þetta er ekki beint sjálfsævisaga
en ég nota sjálfsævisöguleg efni.“
Við Íslendingar verðum að vona að
þessi nýja skáldsaga höfundarins, sem
skrifuð er á finnsku, verði þýdd yfir á
íslensku, eins og önnur verk hans, svo
við getum notið skrifa hans enn á ný,
þegar þar að kemur. Fram að því má
gleðjast yfir Innfjörðum.
„Skemmtileg áskorun“
Finnski rithöfundurinn Tapio Koivukari yrkir ljóð á íslensku Ljóðasafnið Innfirðir komið út
Þýðir Sigurð Pálson, Jón Kalmann Stefánsson og Andra Snæ Magnason yfir á finnsku
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rithöfundur „Af því ég lifi lífi mínu á íslensku líka þá fór ég að skrifa ljóðin
á íslensku jafnóðum,“ segir ljóðskáldið og rithöfundurinn Tapio Koivukari.
Í þessu þorpi
eru strætóskýlin
líka með kýraugu.
Þökin rauð
eins og botninn
á bát á hvolfi.
Sjávarseltan
hverfur seint úr sálinni
á bak við augun
opið haf
með óteljandi
grynningum.
Sjávarþorp
ÚR INNFJÖRÐUM