Morgunblaðið - 14.08.2020, Qupperneq 32
Lokatónleikar sumardagskrár Jazzklúbbsins Múlans
fara fram í kvöld kl. 20 í Flóa á jarðhæð Hörpu. Á þeim
leikur Karl orgeltríó ásamt söngkonunni Rakel
Sigurðardóttur. Karl orgeltríó er skipað Karli Olgeirs-
syni organista, Ásgeiri Ásgeirssyni gítarleikara og Ólafi
Hólm trommuleikara. Hefur tríóið allt frá stofnun 2013
leikið eins konar blöndu djass- og popptónlistar og
blandað saman nýju og gömlu.
Karl orgeltríó leikur á lokatón-
leikum sumardagskrár Múlans
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 227. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Þetta er búið að vera á borðinu síðan í janúar, þá hafði
St. Mirren fyrst áhuga á mér, en þá endaði ég á því að
fara til Fleetwood. Þeir sýndu mér svo aftur áhuga fyrir
þetta tímabil og ég ákvað að slá til. Ég vissi í rauninni
ekki mikið um liðið og skosku úrvalsdeildina en það var
einn leikmaður úr Norwich hjá St. Mirren á síðustu leik-
tíð og hann talaði vel um klúbbinn, fékk mikinn spila-
tíma og gaf þessu góð meðmæli,“ segir hinn 19 ára
gamli Ísak Snær Þorvaldsson m.a. í samtali við Morg-
unblaðið í dag en hann er á láni hjá St. Mirren. »27
Líst vel á sig í Skotlandi eftir að
hafa verið lánaður frá Norwich
ÍÞRÓTTIR MENNING
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég er farinn að kunna betur og bet-
ur við mig í þessu hlutverki. Ég
viðurkenni að fyrst um sinn var ég á
báðum áttum en síðasta hálfa árið
hefur mér líkað þetta sífellt betur,“
segir Hrafnkell Freyr Ágústsson
knattspyrnusérfræðingur.
Hrafnkell hefur getið sér gott orð
í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliða-
sonar, Dr. Football. Hlaðvarpið nýt-
ur mikilla vinsælda og víðtæk þekk-
ing Hrafnkels hefur komið mörgum
á óvart. Virðist hann þekkja hvert
skref á ferli jafnvel minnstu spá-
manna og fátt fer fram hjá honum.
Hrafnkell hefur verið viðloðandi
Dr. Football frá upphafi hlaðvarps-
ins fyrir tveimur árum en kom inn af
fullum krafti síðasta vor. „Ég hef
þekkt Hjörvar lengi og hann veit
hversu vel ég fylgist með,“ segir
Hrafnkell sem starfar sem málari á
daginn. Þegar hann er spurður um
það hversu vel hann fylgist með fót-
bolta hefst löng upptalning. „Ég
myndi segja að ég fylgist með öllum
deildum á Íslandi af einhverju viti;
Pepsi Max, Lengjudeildinni og ann-
arri og þriðju. Svo er ég sjálfur að
leika mér í fjórðu deildinni. Ég fylg-
ist auðvitað líka með kvennadeild-
unum, Pepsi Max og Lengjudeild.“
Þetta hljómar eins og ærinn starfi
en Hrafnkell er einnig vel með á nót-
unum í Evrópuboltanum. „Já, eins
og flestir Íslendingar fylgist ég með
enska boltanum. Ég er líka alveg
inni í ítalska og spænska og svo fylg-
ist ég með hollenska boltanum. Ég
datt inn í hann þegar Jóhann Berg
vinur minn spilaði með AZ Alkma-
ar.“
Hrafnkell segir að fótboltaáhug-
inn hafi komið snemma og hann fór
strax að grúska. „Amma mín gaf
okkur bræðrunum alltaf Íslenska
knattspyrnu eftir Víði Sigurðsson í
jólagjöf. Við lágum yfir bókunum yf-
ir jólin og urðum fótboltanördar.“
Auk þess að fara mikið á leiki seg-
ist Hrafnkell horfa á fótbolta í sjón-
varpinu og á Youtube-rásum félaga.
„Áhuginn er stundum aðeins of mik-
ill, ég sökkvi mér stundum fullmikið
ofan í þetta. Það sést til dæmis á því
þegar maður er farinn að horfa á
suma leikina tvisvar.“
Hrafnkell er 29 ára og lék með öll-
um yngri flokkum Breiðabliks auk
þess að spila með yngri landsliðum.
Hann á að baki leiki í meistaraflokki
með Hamri/Hveragerði og Augna-
bliki en spilar núna með Smára í
fjórðu deild.
„Ég var alveg ágætur í fótbolta en
ég held að ég hafi ekki haft drif-
kraftinn til að verða fótboltamaður.
Mér fannst ekkert geggjað að æfa
og hafði meiri áhuga á að spila eða
fylgjast með,“ segir Hrafnkell sem
fór snemma út í þjálfun hjá yngri
flokkum Breiðabliks. „Ég mun
þjálfa aftur einhvern daginn, hvort
sem það verður í yngri flokkum eða
meistaraflokki.“
Morgunblaðið/Eggert
Einbeittur Hrafnkell Freyr Ágústsson er málari á daginn en kafar ofan í fótboltafræðin á kvöldin.
Sökkvi mér stundum
fullmikið ofan í þetta
Hrafnkell Freyr slær í gegn í hlaðvarpi Dr. Football