Morgunblaðið - 19.08.2020, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 9. Á G Ú S T 2 0 2 0
Stofnað 1913 194. tölublað 108. árgangur
SAMBAND
TÖLVULEIKJA
OG TÓNLISTAR
17 ÁRA OG
SLÆR Í
GEGN
MIKIL AUKNING
Í NETVERSLUN
MILLI ÁRA
CECILÍA RÁN 22 VIÐSKIPTAMOGGINNSECRETS OF TONALITY 24
Farþegum sem koma til Íslands
býðst áfram að velja 14 daga
sóttkví í stað skimunar, þvert á til-
lögu sóttvarnalæknis. Sóttvarna-
læknir mat það
svo að ekki ætti
að gefa einstak-
lingum kost á 14
daga sóttkví við
komuna til lands-
ins. Þess í stað
ætti að skylda
alla í sýnatöku.
Þetta kemur
fram í minnis-
blaði sem sótt-
varnalæknir sendi heilbrigðisráð-
herra.
Í minnisblaðinu segir að um
2.000 einstaklingar, eða um 1%
allra ferðamanna frá 15. júní, hafi
valið að fara í sóttkví umfram sýna-
töku. Nokkrum sinnum hafi komið
upp sú staða að einstaklingar hafi
valið að fara í sóttkví sem þeir hafi
síðan ekki haldið. Í nokkrum til-
fellum hafi komið í ljós að einstak-
lingar hafi verið smitaðir af CO-
VID-19 og jafnvel dreift smiti til
annarra á þeim tíma sem þeir áttu
að vera í sóttkví.
Skoða hækkun sektarfjárhæða
Í tilkynningu Stjórnarráðsins
vegna þeirra reglna sem tóku gildi
á miðnætti segir hins vegar að
ákveðið hafi verið að halda áfram
að bjóða fólki val um 14 daga
sóttkví í stað skimunar en bregðast
við tillögu sóttvarnalæknis hvað
það varðar með auknu eftirliti til að
tryggja að þeir sem velji þennan
kost fari að reglum. Enn fremur sé
til skoðunar að hækka sektarfjár-
hæðir við brotum á sóttvarnalögum
og reglum settum samkvæmt þeim.
Mælti gegn 14
daga sóttkví
Stjórnvöld hyggjast herða eftirlit
Þórólfur
Guðnason
Aron Þórður Albertsson
Baldur Arnarson
Hertar sóttvarnir vegna kórónuveir-
unnar hafa þegar haft áhrif á tekjur og
væntingar í ferðaþjónustu.
Þráinn Lárusson, eigandi Hótels
Hallormsstaðar og Hótels Vala-
skjálfar, segir afbókanir hafa hrannast
inn síðustu daga. „Við höfum fengið
mörg hundruð afbókanir. Við þurfum
bara að skella í lás,“ segir Þráinn sem
ráðgerir að á sjötta tug starfsfólks
verði sagt upp vegna samdráttar.
Skoða að fella niður flug
Hjá ferðaskrifstofunni Úrvali-Útsýn
er til skoðunar hvort fella eigi niður
flug á vegum fyrirtækisins. Að sögn
Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra
ferðaskrifstofunnar, munu hertar að-
gerðir á landamærunum hafa talsverð
áhrif á reksturinn.
Bjarni Jónsson, eigandi Nordic
Store-keðjunnar ásamt Hafsteini Guð-
bjartssyni, reiknar með að þurfa að
loka verslunum keðjunnar um mán-
aðamótin og segja öllum upp.
Nordic Store-keðjan er með
nokkrar verslanir í miðborginni.
Þá má nefna að bakaríi Jóa Fel í
Borgartúni verði lokað vegna
minnkandi eftirspurnar í hagkerfinu.
Lilja Björk Einarsdóttir, banka-
stjóri Landsbankans, segir þá fyrstu
sem sóttu um greiðslufrest, einstak-
linga og fyrirtæki, munu ljúka honum í
september. Þá þurfi bankinn að fara að
vinna með þeim aðilum.
Viðkvæm fyrir áfalli
Margir þeirra eru í ferðaþjónustu.
„Mörg fyrirtækin voru að skila góð-
um rekstri og sum hver voru mjög
sterk en þetta er grein í uppbyggingu
og þannig eiga þau erfiðara með að
taka við áfalli sem þessu,“ segir Lilja
Björk um stöðu fyrirtækjanna.
Ragnar Árnason, prófessor í hag-
fræði við Háskóla Íslands, segir brýnt
að bera saman kosti þess að endurreisa
ferðaþjónustuna við aðra kosti við end-
urreisn efnahagslífsins. Meta þurfi
áhættuna og hagsmunirnir séu miklir.
Spár um fækkun ferða-
manna þegar haft áhrif
Ferðir afbókaðar Verslunum lokað Fresti að ljúka
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Í Austurstræti Áformað er að loka
öllum verslunum Nordic Store.
M »ViðskiptaMogginn
Ævinlega er hægt að treysta á að Íslendingar nýti sér veður-
blíðuna þegar hennar nýtur við og var það raunin á sólríkum
degi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fjöldi fólks flykktist í
Nauthólsvík, en ekki er annað að sjá af ljósmynd ljósmyndara
Morgunblaðsins en að fjarlægðartakmörk hafi verið í háveg-
um höfð meðal gesta baðstrandarinnar.
Hiti fór í 18 stig í Reykjavík í gær, en útlitið er ekki eins
gott í dag og næstu daga. Í dag er von á rigningu eða súld suð-
vestanlands, en styttir upp í kvöld. Hiti verður 8 til 16 stig.
Morgunblaðið/Eggert
Fjölmenni á baðströnd í veðurblíðu