Morgunblaðið - 19.08.2020, Side 2

Morgunblaðið - 19.08.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Veronika Steinunn Magnúsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Skólahald og félagsstarf er helst á meðal þess sem fer fram með óhefð- bundnum hætti vegna sótt- varnareglna sem tóku gildi á föstu- daginn síðastliðinn. Samkvæmt þeim verður eins metra regla í skólum landsins en tveggja metra reglan gildir þó utan veggja skólans og hef- ur það töluverð áhrif á félagslíf nem- enda, að sögn Elísabetar Siemsen, rektors við Menntaskólann í Reykja- vík. Elísabet segir áhyggjuefni að nemendur geti einungis sinnt fé- lagslífi með takmörkuðum hætti. „Við höfum undirbúið kennsluna en félagslífið líður fyrir þetta, það er alveg ljóst. Við erum með tvö nem- endafélög og forystumenn þar sem hafa verið í stöðugum samskiptum við okkur og það er verið að reyna að skipuleggja félagslíf í samræmi við reglur,“ segir hún. María Magnúsdóttir, formaður Bandalags íslenskra skáta, segir að stefnt verði að því að halda fámenna viðburði í skátastarfi, en stefnan sé síður en svo að gera hlé á starfsemi. „Þetta opnar fyrir okkur nýjar pælingar. Við erum öll farin að hugsa út fyrir boxið núna,“ segir hún. Þó sé beðið eftir nánari fyrirmælum um skóla- og æskulýðsstarf. Nýnemar við Menntaskólann í Reykjavík voru flestir bjartsýnir á komandi önn þrátt fyrir takmarkaða veru í skólanum. Bekkjum hefur ver- ið skipt í tvennt og fá nemendurnir að mæta annan hvern dag í skólann. Magdalena Arinbjörnsdóttir og Margrét Tekla Arnfríðardóttir sögðu skrýtið að hefja nám á þessum tíma. „En þetta er alla vega vel undir- búið,“ sagði Magdalena í samtali við blaðamann eftir nýnemadaginn í gær. „Við ímynduðum okkur ekki að þetta yrði svona þegar við myndum byrja í menntaskóla en þau eru samt að vinna í þessu þannig að eitthvað verður með eðlilegum hætti. Ég vona til dæmis að busaballið verði, þótt það verði öðruvísi en vanalega og að við verðum busuð. Því það er dálítið skrýtið að byrja í skólanum og vera ekki tæknilega séð partur af skól- anum, þar sem við höfum ekki verið busuð,“ sagði Margrét Tekla. Þær voru þó báðar spenntar fyrir komandi tímum og helst stressaðar fyrir að bekkjarfélagarnir næðu ekki að kynnast. „Það er mikið verið að hvetja okkur til að kynnast á sam- félagsmiðlum,“ sagði Magdalena. Skólasetning MR verður ekki í Dómkirkjunni líkt og undanfarin ár heldur verður henni streymt á nýrri heimasíðu skólans í dag. „Við finnum það á félagsmönnum okkar að þá langar að komast í skól- ann og hitta vinina,“ segir Birta Kar- en Tryggvadóttir, formaður Ökono- miu, nemendafélags hagfræðinema við Háskóla Íslands. Í ljósi nýrra sóttvarnareglna fer félagsstarf fram með óhefðbundnum hætti víða og fastir liðir í félagslífi Háskóla Ís- lands, eins og vísindaferðir, verða í minni mæli en áður. „Síðan takmarkanir voru hertar höfum við bókað örfáar vísindaferðir, þar sem aðstæður leyfa. Þó eru þó nokkur fyrirtæki sem eru ekki tilbú- in að bjóða okkur eins og stendur en munu hafa okkur í huga þegar þau eru tilbúin til þess,“ segir hún. Að- spurð hvernig stemningin sé meðal nemenda vegna þessa segir hún: „Stemningin er auðvitað frekar fúl. En við reynum að gera okkar besta miðað við þær aðstæður sem eru nú uppi,“ segir hún. Félagslíf nemenda helsta áhyggjuefnið  Reynt að taka á móti nýnemum háskóla og framhaldsskóla eftir bestu getu  Fyrirtæki síður tilbú- in að bjóða nemendum í vísindaferðir  Rafræn skólasetning í Menntaskólanum í Reykjavík í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýnemar Margrét Tekla Arnfríðardóttir og Magdalena Arinbjörnsdóttir mættu á nýnemadag MR-inga, sem fór fram í gær. Báðar eru þær spenntar fyrir komandi skólaári, þrátt fyrir að sóttvarnareglur setji strik í reikninginn. Þrjú kór- ónuveirusmit greindust hjá sýkla- og veiru- fræðideild Land- spítalans á mánudag og sex við landamærin, þar af þrjú virk og er niðurstöðu mótefnamæl- ingar beðið í tveimur tilfellum. 122 eru í ein- angrun með virk smit og 494 í sóttkví. Ráðleggja gegn Íslandsferðum Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur ráðlagt Dönum gegn ónauð- synlegum ferðalögum til Íslands vegna nýrra reglna sem tóku gildi á miðnætti í nótt. Með þeim þurfa Danir, líkt og aðrir, nú að sæta tvöfaldri sýnatöku og sóttkví. Þrjú innanlandssmit í gær og þrjú virk smit við landamærin Viðbúnaður Skim- un í Leifsstöð. Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Fjöldi einstaklinga hefur sótt um greiðslufrest húsnæðislána í kjölfar efnahagsþrenginga ársins. Að sögn Katrínar Júlíusdóttur, framkvæmda- stjóra Samtaka fjármálafyrirtækja stendur nú yfir vinna við að kortleggja umfang vandans en að „strax í vor hafi þetta verið mörg þúsund manns“ og líklega aukist síðan. Hún segir að lána- stofnanir hafi gripið til þekktra úr- ræða, s.s. að „frysta“ afborganir af húsnæðislánum en það sé á forræði hverrar lánastofnunar að ákveða, enda um samkeppnisrekstur að ræða. Sam- tökin hafi þó haft milligöngu um að samþætta formkröfur til að auðvelda ferlin við greiðslufrest. Hún telur að þörfin fyrir úrræði muni ekki minnka og tiltekur að margir séu ótryggir með tekjuöflun á komandi vetri. Umfang greiðslufrests Á vef Stjórnarráðsins er að finna yfirlit um fjölda einstaklinga í greiðsluhléi. Upplýsingarnar ná aftur í miðjan maí en í lok þess mánaðar nýttu sér liðlega 4.100 manns úrræðið og námu skuldir þessa hóps þá 111 milljörðum króna. Heldur dró úr strax í byrjun júní, sem skýrist lík- lega af því að margir þriggja mánaða frestir tóku enda. Síðan þá hefur fjöldinn haldist nær stöðugur og 5. ágúst síðastliðinn voru 3.140 manns með lán í greiðsluhléi og námu heildarskuldir þeirra um 84 milljörð- um eða að meðaltali 26 milljónum króna á hvern einstakling. Endurfjármögnun lána Mikið annríki hefur verið hjá bönkunum í sumar vegna lána- samninga. Endurfjármögnun lána á þar hlut að máli, enda hafa margir notað tækifærið eftir að Seðlabank- inn lækkaði vexti. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri hjá Ís- landsbanka segir óvarlegt að tengja beint saman endurfjármögnun og skort á greiðslugetu, en vissulega geti sú ráðstöfun lækkað greiðslu- byrði þeirra sem eiga í erfileikum og leiða megi að því líkur að í ein- hverjum tilvikum sé það mótvægi við skort á greiðslugetu og geti því hjálpað. Framhald úrræða Nokkur blæbrigði eru á því með hvaða hætti gjaldfrestir eru útfærðir á milli lánastofnana. Algengt er að þeir séu veittir innan ákveðinna tíma- ramma t.d. til þriggja mánaða með möguleika á framlengingu í sjö hjá Ís- landsbanka. Margir einstaklingar horfa til þess að úrræðið sé komið á leiðarenda og spyrja um framhaldið. Samkvæmt svörum frá bönkunum þremur: Íslands-, Lands- og Arion- banka, má ráða að vinna standi nú yf- ir við að skoða framhaldið og er þar horft til ýmissa lausna. Ekki verður annað ráðið en að vilji sé til þess að tryggja úrræði, hvort sem það er með almennum aðgerðum eða á grundvelli hvers einstaklings fyrir sig. Mikil ásókn í greiðsluhlé  Ríflega þrjú þúsund nýta sér greiðsluhlé á húsnæðislánum vegna minni greiðslugetu  Endurfjármögnun lána getur hjálpað  Óvissa um framhaldið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.