Morgunblaðið - 19.08.2020, Side 8

Morgunblaðið - 19.08.2020, Side 8
Veirufréttir eru í senn þrúgandiog teknar að fara fyrir ofan garð og neðan.    Þess vegna verður jafnvel þeimsem eru best búnir til fótanna hált á svellinu.    Þetta gildirum fleiri lönd en okkar.    Í breskumfréttum kom fram að þar í landi voru þá nærri 1.100 nýsmit skráð og var þar um samdrátt að ræða.    Þá var sagt frá því að opinberartölur um andlát sem rekja megi til veirunnar töldust nú vera að meðaltali 12 á dag.    Einhverjum kynni að þykja þettahátt en þá er þess að geta að Bretar eru ríflega 200 sinnum fjöl- mennari en Íslendingar.    Og sá fréttapunktur sem gjarnanvar skotið inn í allar þessar fréttir var kannski athyglisverð- astur.    Hann var sá að nú létust nærriáttatíu manns daglega af völd- um flensu og lungnabólgu eða sex sinnum fleiri en þau andlát sem skrá má af öryggi á reikning kórónuveir- unnar.    Það er óneitanlega fróðlegt aðsetja hlutina í samhengi við þætti úr lífsbaráttunni sem flestir þekkja til.    Ekki er vitað til þess að neinskelfingarbylgja sé í gangi þar syðra vegna hittasótta og flensu. Horft til hlutfalla STAKSTEINAR 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 P N A W W W . L I F S T Y K K J A B U D I N . I S Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvorki gengur né rekur í viðræðum samninganefnda Sjómannafélags Ís- lands og Herjólfs ohf. í kjaradeilu skipverja Herjólfs. Sáttafundi, sem hófst klukkan tíu í gærmorgun, lauk rétt fyrir hádegi og niðurstaðan var sú að óska eftir því að ríkissátta- semjari taki að sér að stýra viðræð- unum. Þetta staðfesti Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjó- mannafélags Íslands, í samtali við mbl.is. Kjaradeilan hefur nú staðið yfir í þó nokkurn tíma, með hléum þó, og var henni vísað til ríkissáttasemjara í febrúar síðastliðnum þó að lítið hafi verið um fundi á þeim vettvangi að sögn Jónasar. Nú er hins vegar ljóst að aðkomu sáttasemjara er þörf. Sjómannafélag Íslands boðaði þrjár vinnustöðvanir í júlí en áður en sú þriðja hófst ákvað félagið að hverfa frá henni og deiluaðilar sam- þykktu viðræðuáætlun. „Menn eru búnir að funda í tví- gang um hana og niðurstaðan er sú að menn ná ekki saman á þeim grundvelli þannig að ríkissáttasemj- ari þarf að koma að málum og leiða menn í gegnum þetta,“ segir Guð- bjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs ohf., í samtali við mbl.is. thor@mbl.is Kjaraviðræður hafa siglt í strand  Samninganefndir óska eftir því að ríkissáttasemjari stýri viðræðunum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Deila Hluti skipverja á Herjólfi hef- ur átt í kjaradeilu að undanförnu. Sex sveitarfélög, sem þykja hafa farið einna verst út úr kórónuveiru- faraldrinum vegna hruns í ferðaþjón- ustu, fá samtals 150 milljóna króna fjárveitingu úr ríkissjóði til að mæta áföllum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, kynnti ríkisstjórn í gær skiptingu fjárveitingarinnar. Markmiðið með stuðningnum er að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreytt- ara atvinnulíf til lengri tíma og styrkja stoðir þeirra og stuðla að ný- sköpun. Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahrepp- ur fá hvert um sig úthlutað 32 millj- ónum króna en Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Hornafjörður fá hvert um sig 18 milljónir króna. Fjárveitingin var samþykkt á Al- þingi í vor til að styðja við atvinnulíf og samfélag vegna hruns í ferðaþjón- ustu í sveitarfélögunum. Tvö teymi með fulltrúum frá sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Byggðastofnun og Samtökum sveit- arfélaga á Norðurlandi eystra annars vegar og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga hins vegar fengu það verkefni að greina nánar stöðu og áskoranir sveitarfélaganna. Teymin hafa nú skilað greinargerð og í henni er fjallað um lýðfræðilega þróun og atvinnulíf á svæðunum en atvinnuleysi í sveitarfélögunum í lok júní var 13 til 14% en meðaltal á land- inu var um 10% samkvæmt því sem fram kemur á vef Stjórnarráðs Ís- lands. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í síðustu viku eru milljónirnar 150 hugsaðar sem „smurning til að koma hjólunum af stað“ en frekari vinna er fyrirhuguð við uppbyggingu. Þrjú sveitarfélög fá 32 milljónir hvert  Fjárveiting vegna áfalla í ferðaþjónustu af völdum veirunnar Morgunblaðið/Ómar Þingvellir Mun færri ferðamenn í ár en síðustu ár vegna Covid-19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.