Morgunblaðið - 19.08.2020, Qupperneq 11
AFP
Landsfundur Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, flutti ræðu á lands-
fundinum, sem nú fer fram á netinu og réðst þar að forsetatíð Trumps.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
beindi í gær spjótum reiði sinnar að
Michelle Obama, fyrrverandi for-
setafrú, en hún var aðalræðumaður
kvöldsins á landsfundi Demókrata-
flokksins í fyrrinótt. Einkenndist
fyrsta kvöld fundarins einkum af
hörðum árásum demókrata á feril
Trumps sem forseta, auk þess sem
repúblikaninn John Kasich nýtti
tækifærið til þess að lýsa yfir stuðn-
ingi sínum við Joe Biden, forsetaefni
demókrata.
Trump sagði hins vegar við frétta-
menn í Hvíta húsinu að ræða Obama
hefði verið til þess fallin að auka á
misklíð milli Bandaríkjamanna. Sagði
hann jafnframt að eiginmaður hennar
hefði staðið sig illa sem forseti. „Í
sannleika sagt, þá væri ég ekki hér, ef
ekki væri fyrir Barack Obama,“ sagði
Trump. „Ég væri að reisa byggingar
og skemmta mér.“
Trump lét einnig í sér heyra á sam-
skiptamiðlinum Twitter og gagn-
rýndi þar meðal annars Kasich fyrir
slælegan feril sem ríkisstjóri í Ohio.
Þá ítrekaði Trump andstöðu sína við
að forsetakosningarnar færu fram í
auknum mæli utan kjörfundar.
Vísaði í orð forsetans
Obama hvatti Bandaríkjamenn í
ræðu sinni til þess að fylkja sér á bak
við Joe Biden, fyrrverandi varafor-
seta í tíð eiginmanns hennar, þar sem
Biden yrði treystandi til þess að segja
sannleikann og treysta vísindamönn-
um í baráttunni gegn kórónuveirunni.
Sjaldgæft er að fyrrverandi for-
setafrúr láti að sér kveða með viðlíka
hætti í kosningabaráttu, og sagði
Obama að Bandaríkjamenn vissu að
hún hefði ímugust á stjórnmálum.
Hins vegar væri ljóst að Trump væri
ekki vandanum vaxinn. „Hann getur
einfaldlega ekki verið sá forseti sem
við þurfum á að halda. Þannig er það
nú bara,“ sagði Obama, en síðustu
fimm orðin voru bein vísun í orð
Trumps í nýlegu viðtali, þar sem
hann þótti ekki sýna nægilega nær-
gætni gagnvart þeim, sem hafa látist
af völdum kórónuveirunnar í Banda-
ríkjunum.
Tefldi Bandaríkjunum í hættu
Njósnanefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings sendi í gær frá sér
skýrslu, þar sem komist var að þeirri
niðurstöðu að Paul Manafort, kosn-
ingastjóri forsetaframboðs Trumps
árið 2016 hefði í „fjölmörg skipti“
deilt upplýsingum um kosningabar-
áttuna með Konstantín Kilimník, liðs-
foringja í leyniþjónustu rússneska
hersins, og um leið teflt öryggishags-
munum Bandaríkjanna í brýna
hættu.
Sagði í niðurstöðu nefndarinnar að
tilgangur funda Manaforts með Ki-
limník væri ekki ljós, en að þeir hefðu
átt sér stað á sama tíma og aðilar
tengdir rússnesku leyniþjónustum
hefðu hafið herferð á samfélagsmiðl-
um til stuðnings Trump í kosninga-
baráttunni.
Skýrsla nefndarinnar er enda-
punktur þriggja ára rannsóknar og
skrifuðu fulltrúar beggja flokka undir
niðurstöður hennar. Skýrslan þykir
vera að miklu leyti samhljóma þeim
niðurstöðum sem Robert Mueller,
sérstakur saksóknari, komst að, en
hann rannsakaði sérstaklega sam-
skipti framboðsins og Rússa, án þess
þó að finna saknæm tengsl.
Manafort var rekinn frá framboð-
inu um þremur mánuðum fyrir kosn-
ingarnar, og hann var dæmdur í sjö
og hálfs árs fangelsi fyrir skattalaga-
brot sem komu í ljós við rannsókn
Muellers, en brotin tengdust ekki
störfum hans fyrir Trump. sgs@mbl.is
Deildu hart á forseta-
tíð Donalds Trump
Manafort sagður hafa deilt upplýsingum með Rússum
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Við kynnum
• Spennandi nýjungar
í Les Beiges línunni
- Fljótandi highlighter og
augnskugga
• Hydra Beauty Camellian
Repair Mask
- Andlitsmaska í Hydra Beauty
rakalínunni sem nærir, verndar,
þéttir og róar húðina.
CHANEL KYNNING
í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ
19. til 21. ágúst
Gréta Boða verður á
staðnum og veitir
faglega ráðgjöf
20% afsláttur
af CHANEL vörum
kynningardagana
Verið
velkomin
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Forsvarsmenn Evrópusambandsins
hvöttu í gær Vladimír Pútín Rúss-
landsforseta, sem er nánasti banda-
maður Alexanders Lúkasjenkós,
forseta Hvíta-Rússlands, til þess að
beita sér fyrir viðræðum milli Lúk-
asjenkós og stjórnarandstöðunnar.
Fjölmenn mótmæli voru á götum
Minsk og annarra borga Hvíta-
Rússlands í gær, tíunda daginn í
röð eftir að niðurstöður forseta-
kosninganna þar í landi lágu fyrir.
Mótmælendur komu meðal ann-
ars saman fyrir utan fangelsi í
Minsk þar sem stjórnarandstæðing-
urinn Sergei Tikhanovsky er í
haldi, en hann var handtekinn í að-
draganda forsetakosninganna
ásamt öðrum mögulegum mótfram-
bjóðendum Lúkasjenkós. Tikha-
novsky hélt í gær upp á 42 ára af-
mæli sitt, og sungu mótmælendur
afmælissönginn honum til heiðurs
og kröfðust þess að öllum stjórn-
arandstæðingum yrði sleppt úr
haldi sem fyrst.
Sergei er eiginmaður Svetlönu
Tikhanovskaya, sem fékk að bjóða
sig fram gegn Lúkasjenkó, en hún
er nú í útlegð í Litháen vegna
ástandsins í landinu. Hún sendi frá
sér afmæliskveðju í gær og sagði
eiginmann sinn sitja inni fyrir glæpi
sem hann framdi ekki.
„Þessi augljósa lögleysa og órétt-
læti sýnir hvernig þetta rotna kerfi
virkar, þar sem ein manneskja ræð-
ur öllu, manneskjan sem hefur
haldið landinu í ótta í 26 ár, ein
manneskja sem hefur svipt Hvít-
Rússa vali sínu,“ sagði Tikha-
novskaya í afmæliskveðjunni.
Lúkasjenkó sakaði í gær
stjórnarandstöðuna um að reyna
valdarán eftir að helstu leiðtogar
hennar mynduðu með sér sérstakt
samhæfingarráð vegna mótmæl-
anna. Sagði Lúkasjenkó að hvít-
rússnesk stjórnvöld myndu grípa til
allra viðeigandi aðgerða gegn þeim
sem tækju sæti í ráðinu.
Þá sakaði Lúkasjenkó stjórnar-
andstöðuna um að vilja slíta öll
tengsl við Rússland, helsta banda-
mann Hvíta-Rússlands, og um leið
slíta sambandi ríkjanna. Þá sagði
Lúkasjenkó stjórnarandstöðuna
vilja takmarka réttindi rússnesku-
mælandi fólks innan Hvíta-Rúss-
lands.
Inngrip talin „óásættanleg“
Charles Michel, forseti leiðtoga-
ráðs Evrópusambandsins, ræddi við
Pútín Rússlandsforseta símleiðis í
gær og sagði að eina lausnin á þeim
vanda sem nú væri kominn upp
væri í gegnum viðræður stjórnar og
stjórnarandstöðu. Angela Merkel
Þýskalandskanslari og Emmanuel
Macron Frakklandsforseti ræddu
einnig við Pútín í gær og báru hon-
um sömu skilaboð.
Í yfirlýsingu rússneskra stjórn-
valda um samtölin kom fram að
Pútín lagði áherslu á að hann teldi
að inngrip annarra ríkja í ástandið
yrðu „óásættanleg,“ en Rússar hafa
gefið til kynna að þeir séu reiðu-
búnir til þess að grípa inn í ef þörf
krefur, en Rússar og Hvít-Rússar
eru saman í hernaðarbandalagi
ásamt fjórum öðrum fyrrverandi
Sovétlýðveldum. Ekki er hins vegar
talið ljóst hversu mikinn stuðning
Lúkasjenkó sjálfur á meðal stjórn-
valda í Rússlandi.
Vilja að Pútín ýti á um lausn
Mótmælt tíunda daginn í röð í Hvíta-Rússlandi Lúkasjenkó sakar stjórnar-
andstöðuna um valdaránstilraun Pútín varar við inngripum annarra ríkja
AFP
Mótmæli Stjórnarandstæðingar komu saman við fangelsið þar sem Sergei
Tikhanovsky er í haldi og kröfðust þess að honum yrði sleppt tafarlaust.
Ibrahim Boubac-
ar Keita, forseti
Malí, og Boubou
Cisse forsætis-
ráðherra voru í
gær teknir hönd-
um af hópi her-
manna, sem gert
hafði uppreisn
gegn yfirboð-
urum sínum.
Samkvæmt
upplýsingum frá valdaræningjunum
voru forsetinn og ráðherrann hand-
teknir í embættisbústað forsetans í
höfuðborginni Bamako.
Valdaránið hófst í herstöð í borg-
inni Kati, sem er í nágrenni Bamako,
og ræddi Emmanuel Macron Frakk-
landsforseti fyrr um daginn við
Keita og leiðtoga annarra ríkja í
vesturhluta Afríku. Lýsti Macron yf-
ir stuðningi sínum við tilraunir ríkja-
sambandsins ECOWAS til að lægja
öldurnar með viðræðum, en sam-
bandið hvatti hermennina til að snúa
aftur til herstöðva sinna.
Mikið óvissuástand hefur ríkt að
undanförnu í landinu og hafa fjöl-
menn mótmæli verið haldin gegn
ríkisstjórn Keita.
Hermenn
gerðu
uppreisn
Forseti Malí í haldi
valdaræningjanna
Ibrahim
Boubacar Keita