Morgunblaðið - 19.08.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.08.2020, Qupperneq 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 ✝ Rúnar ÁrniÓlafsson fædd- ist 18. ágúst 2017 í Reykjavík. Hann lést á Drottning Silvias barn- och ungdomssjukhus í Gautaborg 31. júlí 2020. Foreldrar hans eru Ólafur Ólafs- son, fæddur 1978, sjómaður og Vigdís Björk Ásgeirs- dóttir, fædd 1977, fjár- málaráðgjafi. Foreldrar Ólafs eru Ólafur Jó- hannesson, f. 1955, og Jónína Sigurðardóttir, f. 1951. Börn Ólafs og Jónínu eru 1) Fannar Jónínuson Ólafsson, f. 1971, gift- ur Margréti Fanneyju Sigurð- ardóttur, f. 1977, og eiga þau þrjú börn, 2) Sigrún Freysdóttir, f. 1973, og á hún þrjú börn, 3) Árni Már Ólafsson, f. 1982, sambýliskona Aleksandra Natalia Gorzkowska, f. 1990, 4) Júlía Ósk Ólafs- dóttir, og á hún einn son. Foreldrar Vigdís- ar eru Ásgeir Árna- son, f. 1952, og Sig- rún Olgeirsdóttir, f. 1955. Dætur Ásgeirs og Sigrúnar eru 1) Bryndís Erla Páls- dóttir, f. 1975, sambýlismaður Baldur Guðmundsson, f. 1975, börn þeirra eru fimm, 2) Hrafn- hildur, f. 1983, sambýlismaður Guðmundur Einar Sigurjónsson, f. 1975, börn þeirra eru tvö. Útförin fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 19. ágúst 2020, klukkan 13. Í ljósi aðstæðna fer útförin fram með nánustu fjöl- skyldu og vinum. Elsku kúturinn okkar. Það er enn svo óraunverulegt að þú sért farinn frá okkur. Við bíðum ennþá eftir snappi frá ykk- ur til að vita hvað þú værir að taka þér fyrir hendur yfir daginn. Fljótlega eftir að þú fæddist kom í ljós að þú værir með hjartagalla og að þú gætir þurft að fá nýtt hjarta. Þrátt fyrir þína stuttu ævi náð- ir þú samt að gera margt skemmtilegt. Þú byrjaðir í leik- skóla en þér fannst samt ekkert mjög gaman en elskaðir að fara út að leika. Þú fórst í sumarbústaði og skelltir þér í pottana með þínu fólki. Sumarið 2019 fórstu með fjölskyldu og vinum til Tenerife þar sem þú fórst í ýmsa garða og að sjálfsögðu í sundlaugina þar sem var nóg af fólki til að leika við þig. Fljótlega eftir 2 ára afmælið þitt fór þér að hraka. Hjartað þitt versnaði og á endanum varstu sendur ásamt mömmu og pabba með sjúkraflugi um miðja nótt til Gautaborgar þar sem þú varst lagður inn á barnaspítalann. Þá varst þú orðinn rosalega veikur og við fengum þá að vita að þú þyrftir að fá nýtt hjarta. Þú fórst í marg- ar aðgerðir og stundum var þetta ansi tæpt en þú ætlaðir þér sko ekki að gefast upp. Það sýndir þú okkur öllum margoft. Framfarir seinustu mánuði voru ótrúlegar. Þú varst farinn að styrkjast svo mikið og alltaf á ferðinni. Mamma þín og pabbi voru sveitt við að halda í við þig! Í góða veðrinu fenguð þið að fara nokkrum sinnum út í garð og þér fannst langskemmtilegast að fá að sulla í vatninu eða leika með bolta. Á hæðinni var risastórt fiskabúr sem þér fannst gaman að horfa á. Þín vinna var að gefa þeim mat og ekki leiddist þér það. Þegar Paul vinur þinn kom í heimsókn til þín með gítarinn sinn þá sastu stjarf- ur og hlustaðir á hann. Einn dag- inn varstu sjálfur búinn að fá gítar svo þú gætir spilað með honum og það fannst þér gaman. Við erum svo þakklát fyrir öll myndsímtölin sem við fengum, því þú varst oftast svo kátur, stutt í brosið og hláturinn. Þegar þú varst að tala við Hrafnhildi þá vildir þú bara hann Umma þinn og Baddi (Kappi) átti að hlaupa um allt þegar þú talaðir við Bryndísi. Skemmtilegast var samt að tala við ömmu og afa þar sem þau voru alltaf með fíflalæti við þig. Þú bentir alltaf á nefið á þér þegar þau hringdu og þá áttu þau að setja upp trúðanefið en þau voru þau einu sem máttu það. Þið skemmtuð ykkur konunglega og þú hlóst og hlóst, þegar þau létu sig svo hverfa af skjánum og birt- ast allt í einu, þú baðst þau alltaf um meira. Daginn sem þú varst tekinn frá okkur varstu nýbúinn að tala við ömmu og afa og það lá svo rosa- lega vel á þér. Þegar við fáum fréttirnar um að þú sért látinn viljum við ekki trúa því. Vélin sem hélt þér á lífi tók þig frá okkur. Við erum samt svo heppin að eiga fullt af minningum með þér og þær munum við varðveita í hjört- um okkar. Við vitum að þér líður vel og að þín verður vel gætt. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Hvíl í friði, elsku kúturinn okk- ar. Sigrún og Ásgeir, amma og afi Álfheimum, Bryndís, Baldur, Hrafnhildur og Guðmundur. Ofurhetjan mín, ég man eftir því þegar ég sá þig fyrst, það var á spítalanum þegar við vorum að koma með eitthvert dót fyrir þig. Ég mátti ekki fara inn í herbergið til þín því ég var ekki orðin nógu gömul en mamma þín kom og stóð í dyrunum á herberginu sem þú varst í og við fengum að sjá þig. Þú varst svo lítill. Þegar þú fluttir í Mosó fórum við oft út á leikvöll, sem var rétt hjá húsinu þínu, þér fannst svo gaman í rólunni og að renna þér niður úr rennibrautinni. Þú hlóst alltaf svo mikið. Á einu badmintonmótinu í Mosó komst þú með mömmu þinni og horfðir á mig. Á milli leikja kom ég til þín og þú hélst á spaðanum mínum og varst að skoða hann. Þegar ég keppti á Íslands- mótinu í badminton sem var í Reykjavík kom mamma þín að horfa á mig en þú gast ekki komið því þú varst orðinn veikur. Svo þegar ég var að spila leikina hugs- aði ég með mér: ég ætla að vinna leikina fyrir þig og ég vann þá og varð Íslandsmeistari. Mamma þín náði ekki að horfa á úrslitaleikinn því hún þurfti að fara til þín. Enn í dag hugsa ég þegar ég er á mótum að ég ætli að spila leikina fyrir þig. Þegar við vissum svo að þú myndir bráðum fara út til Svíþjóð- ar þá fóru krakkarnir í strætó upp á spítala til að kveðja þig. Ég mátti ekki fara því ég var með kvef og það mátti ekki koma til þín á spítalann með kvef, því ónæm- iskerfið hjá þér var svo veikt þannig ég mátti ekki kveðja þig. Þegar þú varst úti í Svíþjóð vildir þú oft sjá Kappa, hundinn okkar, hlaupa og leika sér. Þú kallaðir hann samt alltaf Badda. Þú gast sagt Köggur en svo sagðir þú alltaf Baddi. Þegar við töluðum saman á myndsímtali vildir þú alltaf sjá Kappa og strax þegar Kappi heyrði röddina þína eða mömmu þinnar fór hann að leita að þér út um allt. Þér fannst alltaf svo gaman að sjá hann og varst svo glaður. Sakna þín svo mikið, þú verður alltaf glaði litli frændi minn og ég mun halda áfram að spila badmin- tonleikina fyrir þig. Þín stóra frænka, Dagbjört Erla. Elsku Rúnar Árni fallegi eng- illinn minn, þú munt alltaf vera í huga mínum og hjarta. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf.ókunnur.) Hvíl í friði hjartans gullið mitt. Þín frænka Sigrún (Dúdú). Elsku litli frændi minn, ég var svo spennt að fá lítinn frænda og fannst alltaf gaman að fá að koma við bumbuna hennar Viggu frænku áður en þú fæddist, ég fann þig sparka og svo lagði ég líka stundum eyrað á bumbuna og reyndi að hlusta á þig. Ég gat ekki beðið eftir að fá að sjá þig eftir að þú fæddist og vildi helst alltaf fá að vera hjá Viggu frænku og Óla og fá að halda á þér, mér fannst ekkert gaman að þurfa að lofa hin- um krökkunum að halda á þér en ég leyfði það í smástund. Þegar þú reyndir að segja nafnið mitt þá var það mjög erfitt fyrir þig svo þú kallaðir mig alltaf Dúdú og mér fannst það rosa sætt. Mér fannst alltaf svo gaman að leika við þig, stundum fórum við á mottuna og fórum að leika með dótið og lesa bók eða skoða myndirnar í bókunum eða hlusta hljóðin í bílabókunum, það var alltaf svo skemmtilegt þó ég þyrfti að gera sama hlutinn aftur og aft- ur. Ég fékk stundum að gefa þér að borða en þú varst ekki mjög duglegur að borða nema kannski grautinn þinn og þú elskaðir lýsi, mér finnst það ekkert mjög gott. Þegar ég fór með þér í flugvél- inni til Tenerife, því ég var að fara að hitta vinkonu mína, það var mjög gaman hjá okkur í flugvél- inni, við lékum okkur út um allt, gátum meira að segja setið á gólf- inu fyrir framan pabba þinn að leika því hann fékk svo mikið pláss fyrir lappirnar. Við horfðum líka á ipadinn. Ég var fyrstu dag- ana mikið með vinkonu minni en svo saknaði ég þín svo mikið að ég fékk að vera á hótelinu hjá þér. Mig langaði rosalega mikið að fá að sofa hjá þér svo pabbi þinn svaf bara á bedda sem var eiginlega al- veg á gólfinu en það var svo gott að vakna við hliðina á þér. Við gerðum mikið saman á Tenerife, við fórum stundum út að labba, stundum fórum við í litlu sund- laugina og stundum fórum við í stóru sundlaugina. Þegar þú fluttir í Mosó til okk- ar fór ég oft í heimsókn til þín eða varð eftir þegar ég fór með fjöl- skyldunni minni, ég hefði getað búið hjá þér og verið alltaf hjá þér því ég elskaði þig svo mikið og fannst svo gaman að vera með þér. Ég sakna þín svo mikið og hafði hlakkað rosalega mikið til að gera margt skemmtilegt með þér þegar þú kæmir heim. Elska þig út í geim og til baka, þín uppáhaldsfrænka, Sigrún Erla. Ég var búinn að bíða svo spenntur eftir að fá þig heim, Rúnar Árni, litli frændi minn, því þú varst orðinn svo stór og sterk- ur og við gætum þá gert svo mikið saman. Litla golfsettið mitt beið úti í bílskúr eftir þér, því ég ætlaði sko að kenna þér golf svo þú yrðir jafn góður og ég. Ég var alveg bú- inn að gefa þér golfsett áður en það var bara úr plasti en þá varstu líka svo lítill. Ég ætlaði líka að fara með þér á drullubrautina sem var rétt hjá þér og þar gætum við hjólað og skemmt okkur. Þú gætir svo stundum verið á krossaranum mínum og þegar hann væri orðinn of lítill fyrir mig áttir þú að fá hann. Þá værir þú fljótur að koma í heimsókn til okkar og við gætum leikið við Kappa og farið á tram- pólínið. Þegar þið fluttuð í Mosó var svo auðvelt að fara í heimsókn til ykk- ar, ég hjólaði bara, fór á hlaupa- hjóli eða krossaranum og það var ekkert mál. Ég kom oft einn að leika við þig og Óla, því ég rataði alveg sjálfur og það var svo gam- an hjá okkur. Þegar þú varst lítill var ég samt meira að passa pabba þinn og leyfði hinum að passa og leika við þig. Þegar þú varst rosalega veikur og fórst til Svíþjóðar vildi ég alltaf fá að sjá snöppin og myndböndin af þér en samt ekki við matar- borðið, en þau hin voru samt alltaf að tala um þig þá og þá hélt ég bara fyrir eyrun og bað þau að hætta að tala um þig, við gætum gert það þegar við værum búin að borða því það var svo erfitt að hugsa um þig svona veikan þegar ég var að borða. Þegar þú varst orðinn hressari var allt í lagi að tala um snöppin og myndböndin við matarborðið og þá vorum við líka stundum lengi að borða því við þurftum að skoða þau svo oft og tala svo mikið um hvað þú vær- ir duglegur. Sakna þín rosalega, rosalega mikið, litli frændi minn. Þinn frændi, Ásgeir Páll. Elsku ofurhetjan okkar, það sem við söknuðum þín þegar þú varst í Svíþjóð og við vorum svo spennt að fá þig aftur heim til okk- ar, en þá varst bara tekinn frá okkur. Við munum hvað við vorum spennt að sjá þig fyrst þegar þú varst nýfæddur. Við keyrðum upp á spítala til að koma með teppi, svo þér væri ekki kalt þegar þú varst að fara heim af spítalanum. Við sáum þig bara í gegnum hurð- ina og þú varst svo lítill og við vor- um voðalega spennt að fá að hitta þig aftur. Ein minning sem við munum vel eftir var þegar við fórum með Hrafnhildi frænku að passa þig þegar þú varst um 8 mánaða, því mamma þín og pabbi voru að fara út að borða. Um leið og foreldrar þínir löbbuðu út byrjaðir þú að gráta og þú grést í um klukkutíma og við reyndum að gera allt svo þú hættir að gráta, við dönsuðum fyr- ir þig á meðan Hrafnhildur hélt á þér, við hoppuðum og skoppuðum, lásum og sungum en þú hættir ekki að gráta, svo fórum við í klappleik og Hrafnhildur sagði að mættum bara ekki stoppa að klappa því þegar við vorum að klappa hættir þú að gráta. Svo fórum við á leikteppið og fórum að leika okkur öll saman. Þér fannst líka alltaf svo gaman að horfa á Kappa í „skuggaleik“ eða bara eitthvað að fíflast, og þú kallaðir hann alltaf voffa eða Badda, þannig sagðir þú Bessi, vegna þess að þú ruglaðist alltaf á þeim út af hvolpasveitinni þótt það væri alltaf verið að segja að hann héti Kappi. Þegar við vorum að „facetime-a“, þá gátum við voða lítið talað við þig, við þurftum alltaf að vera að elta Kappa, svo þú gætir séð hann. Við söknum þín svo mikið og okkur langar svo til að fá þig til okkar en nú höfum við bara minn- ingarnar af öllu því sem við gerð- um saman og þær eigum við eftir að geyma vel og njóta þess að skoða myndir og myndbönd af þér. Elskum þig, litla ofurhetjan okkar, og megi Guð vera með þér. Þín frændsystkini, Guðmundur Páll og Berglind Erla. Rúnar Árni Ólafsson Yndislegi eiginmaður minn og besti vinur, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, ANDRÉS ELISSON sem lést af slysförum 6. ágúst, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 21. ágúst klukkan 14. Í ljósi aðstæðna gilda fjöldatakmarkanir við athöfnina en henni verður streymt á Facebook-síðu Eskifjarðarkirkju fyrir aðra en nánustu fjölskyldu og boðsgesti. Þökkum fyrir allar góðar kveðjur, gjafir og hlýhug í okkar garð. Svana Guðlaugsdóttir Guðlaug Dana Andrésdóttir Þórhallur Hjaltason Ingunn Eir Andrésdóttir Páll Birgir Jónsson og barnabörn Ástkær bróðir og frændi, PÁLL SIGURJÓNSSON frá Galtalæk, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 12. ágúst. Útförin fer fram frá Skarðskirkju föstudaginn 21. ágúst klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Vegna fjöldatakmarkana verður aðgengi að kirkju takmarkað en athöfninni verður útvarpað í bíla. Systkini, systkinabörn og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SVANHVÍT KJARTANSDÓTTIR, Lambhaga 20, Selfossi, verður jarðsungin fimmtudaginn 20. ágúst klukkan 14 frá Selfosskirkju. Vegna samkomutakmarkana er athöfnin einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Athöfninni verður streymt á vef Selfosskirkju. Þráinn Guðmundsson Sigrún Eggertsdóttir Ólafur Gunnarsson Hildur Eggertsdóttir Huldís Franksdóttir Hjalti Eggertsson Sigríður M. Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginkona mín, UNNUR GUNNARSDÓTTIR SANDE, áður til heimilis á Smáragötu 7, Reykjavík, lést á heimili sínu í Osló föstudaginn 14. ágúst. Fyrir hönd afkomenda hennar og systkina, Henrik Jan Sande Okkar ástkæri RAGNAR ÁSGEIR RAGNARSSON, fyrrverandi hótelstjóri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 13. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurlaug Helgadóttir Ragnar Hólm Ragnarsson Sigurlaug Hólm Ragnarsdóttir Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir Erna Hólm Ragna Ragnarsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SR. ELÍN SALÓME GUÐMUNDSDÓTTIR, Þrastarhöfða 2, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 14. ágúst. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 25. ágúst klukkan 15. Í ljósi aðstæðna er athöfnin aðeins fyrir nánustu aðstandendur og boðsgesti. Soffía Kristín Þórðardóttir Þórdís Ögn Þórðardóttir Þorvaldur Finnbogason Sölvi Þórðarson Sara Þórunn Óladóttir Houe og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.