Morgunblaðið - 19.08.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ RagnhildurSteinunn Jóns- dóttir fæddist á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi 13. ágúst 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja 7. ágúst 2020. Foreldrar henn- ar voru þau Jón Þorleifur Sigurðs- son og Guðrún Jó- hannesdóttir. Ragnhildur Stein- unn var yngst níu systkina og eru þau öll látin. Ragnhildur Steinunn giftist 10. júlí 1954 Maríusi Sigurjóns- syni frá Bláfeldi í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hans ardóttir, f. 17. október 1986. Maríus eignaðist einn son, Sig- trygg, f. 11. ágúst 1944, d. 25. mars 2013, fyrir hjónaband þeirra. Barnabörnin eru tíu og barnabarnabörnin sautján. Ragnhildur Steinunn ólst upp á Öndverðarnesi til fjögurra ára aldurs, þá fluttist hún á Akranes og svo til Reykjavíkur við 15 ára aldur og fór í vist hjá kaupmannshjónum og starfaði síðar hjá Nóa Síríus. Þau hjónin fluttust til Keflavíkur í desember 1952. Ragnhildur Steinunn vann lengi hjá HF Keflavík, en síðar starfaði hún lengst af í mötuneyti varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli þar til hún lét að störfum 67 ára að aldri. Steinunn stundaði margvísleg félagsstörf og starf- aði m.a. fyrir Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur til fjölda ára. Ragnhildur Steinunn verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 19. ágúst 2020, kl. 13. voru Sólveig Þórð- ardóttir og Sigurjón Guðmundsson og eru þau bæði látin. Börn þeirra Ragn- hildar Steinunnar og Maríusar eru Drífa, f. 7. júlí 1952. Sigurjón, f. 17 apríl 1955, d. 11. sept- ember 2011, maki Alba Lucia Alvarez, f. 1. desember 1953. Jóhann, f. 16 mars 1958, maki Guðrún Guðmundsdóttir, f. 22. apríl 1958. Ragnhildur Steinunn, f. 29. nóvember 1960, d. 2. nóv- ember 1988, maki Jón Þór Harð- arson, f. 2. maí 1959. Jón Þór, f. 14. júlí 1970, maki Marta Sigurð- Elsku besta mamma mín, besta vinkona mín. Það er svo erfitt að setjast niður og skrifa með augun full af tárum því ég sakna þín svo mikið, elsku mamma mín. Það verður skrít- ið að horfa yfir götuna eða hlaupa yfir sem ég gerði svo oft og þú ert ekki lengur þar. En svona er lífið, Guð gefur og Guð tekur. Sendi þér hér fallegt ljóð sem segir svo margt um þig og mig. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín dóttir, Drífa. Hvíl í friði elsku mamma! Tárin streyma í stríðum straumum. Hvað geri ég án þín, elsku mamma mín? Hvernig get ég lifað út daginn? Allt er svo tómlegt hér án þín! Stóllinn sem þú sast svo oft í. Ég horfi á hann oft á dag, bara ég gæti fengið þig til baka þá myndi allt komast aftur í lag en sú draumastund mun aldrei koma raunveruleikinn blasir mér við að kveðjustund okkar er komið og þú gengur í gegnum hið gullna hlið minningar um þig um huga minn reika margar góðar eru í skjóðunni þar við áttum svo marga góða tíma já mikið um gleði hjá okkur þá var ávallt gat ég til þín leitað aldrei hunsaðir þú mig reyndir alltaf mig að hugga ó, hve sárt er að missa þig! Þitt bros og þín gleði, aldrei sé ég það á ný. Ég vil bara ekki trúa að þitt líf sé fyrir bí. Ég vildi að við hefum haft meiri tíma, þú og ég. Við áttum svo mikið eftir að segja. Ó hvað veröldin getur verið óútreikn- anleg. Ég þarf nú að taka stóra skrefið, treysta á minn innri styrk, takast á við lífið svo framtíðin verði ei myrk. Ég veit að þú munt yfir mér vaka, verða mér alltaf nær. Þú varst og ert alltaf mér best, elsku móðir mín kær. (Katrín Ruth) Drífa Maríusdóttir. Elsku amma, takk fyrir að vera besta amma í öllum heim- inum. Ég mun sakna þín alla daga. Það var alltaf hægt að tala við þig um hvað sem var og fá skýringar og læra eitthvað nýtt. Þú gerðir allt fyrir mig og fjöl- skylduna okkar og er ég þér mjög þakklátur. Veit ég að þú verður glöð að hitta afa, pabba, Röggu og Sissa og alla aðra sem eru í Sumar- landinu. Ég elska þig, þinn Maríus. Elsku amma Dúlla, það er erf- itt að hugsa til þess að við fáum ekki að sjá þig aftur. Þú varst langbesta amma í heimi, svo hlý og góð og ávallt til staðar fyrir okkur. Þegar ég hugsa til baka þegar þú áttir heima á Birkiteig 7 með afa Mar- íusi þá koma margar minningar upp í hugann. Þegar þú kallaðir á mig, elsku Maggi minn, viltu fara út í búð fyrir ömmu og kaupa eina mjólk og brauð. Þú varst alltaf svo dugleg að vinna og hugsa um mig þegar ég var lítill, ég man svo vel eftir því þegar þú komst labbandi upp Vesturgötuna rétt fyrir tólf á há- degi til að elda hádegismat fyrir afa, Jón Þór frænda og alla sem voru í mat. Aldrei kvartaðir þú og fórst svo aftur að vinna enda með ein- dæmum dugleg kona. Þú svar- aðir alltaf eins þegar ég hringdi í þig: nú ert þetta þú, Maggi minn, og ég mun sakna þess að geta ekki hringt í þig. Alltaf gat ég komið til þín og fengið ráð eða bara spjallað um allt og ekkert því þú varst svo glöð og þakklát fyrir að fá mig í heimsókn. Við gátum alltaf hlegið að öll- um útlandaferðunum þínum, þegar þú sagðir alltaf við mig: Maggi minn, þetta er síðasta ferðin mín til útlanda og ég svar- aði alltaf: amma, þetta sagðir þú líka síðast og við gátum ekki ann- að en hlegið. Það gleður mig svo mikið að þú fékkst að sjá börnin mín vaxa og dafna, þau munu sakna þess að koma til þín í heimsókn og strjúka krókódílahúðina þína eins og Kamilla mín sagði alltaf. Elsku besta amma Dúlla, við fjölskyldan erum þakklát fyrir allar fallegu minningarnar sem við eigum um þig og munum geyma í hjörtum okkar. Nú ertu komin til afa og hann tekur vel á móti þér, við munum öll sakna þín, elsku amma. Við kveðjum þig, elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Magnús (Maggi) og fjölskylda. Elsku amma. Mikið á ég eftir að sakna þín. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú vildir og það veitir hugg- un að vita að þið afi, mamma, Siggi og Sissi sameinist á ný. Ég á margar minningaperlur frá tímanum sem við fengum saman. Þú sast svo oft við gluggann og virtir fyrir þér fólk. Það var fátt skemmtilegra en ræða við þig um daginn og veg- inn. Þú skófst ekkert af hlutun- um og spurðir beint út. Ég sagði vinum mínum gjarnan sögur af þér og vitnaði beint í orðræðu þína öllum til mikillar kátínu. Þú varst sterk og lífsreynd kona. Ég hugsa oft til alls þess sem þú þurftir að ganga í gegn- um. Að horfa á eftir börnum þínum en þurfa að halda áfram fyrir alla hina. Þú spurðir mig oft hvort mamma hefði heimsótt mig ný- lega í draumi og stundum furð- aðir þú þig á því hversu langt hefði liðið frá síðustu vitjun hennar til þín. Nú sameinist þið mæðgur og ég veit að þú faðmar hana frá mér. Nú gengur þú inn um himnanna hlið, ferðbúin varstu, hjarta og hugur vildu grið. Fögur og brosmild fagnar hún þér, fagrar minningar lifa í hjarta mér. Hún er móðir mín – dóttir þín, svo mikilfengleg að í himnunum hvín. Nóttin mig huggar, nöpur, samt hlý, er andar ykkar sameinast á ný. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir ✝ RögnvaldurIngi Stef- ánsson fæddist á Sauðárkróki 7. mars 1968. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands á Sauð- árkróki 8. ágúst 2020. Foreldrar hans eru Ólína Rut Rögnvaldsdóttir frá Sauðárkróki, f. 12. nóv- ember 1948 og Stefán Jón Skarphéðinsson frá Gili í Skarðshreppi, f. 28. mars 1947. urjónsdóttur, f. 3. ágúst 1966, þau slitu samvistum árið 2018. Rögnvaldur gekk í barnaskól- ann á Sauðárkróki. Eftir grunn- skóla fór hann að vinna við fisk- vinnslu bæði hjá Skildi og Fisk- iðjunni en eftir það fór hann á vertíð í Grindavík. Þegar heim var komið fór hann á sjó og stundaði sjómennsku til ársins 1995. Eftir sjómennskuna stundaði Rögnvaldur ýmsa véla- og tækja- vinnu en þurfti að hætta vinnu árið 2017 vegna heilsu sinnar. Rögnvaldur var mikill hesta- maður og var hestamennskan hans helsta áhugamál og lá leið hans iðulega upp í hesthús í frí- tímanum. Rögnvaldur verður jarðsung- inn frá Sauðárkrókskirkju í dag, 19. ágúst 2020, og hefst athöfnin kl. 14. Systkini Rögnvald- ar eru Ólafur Björn, f. 5. mars 1971, Elísabet Sól- ey, f. 14. júní 1977, d. 15. febrúar 2015 og Skarphéðinn Kristinn, f. 25. október 1979. Rögnvaldur var í sambúð með Krist- ínu Bjarnadóttir, f. 2. apríl 1974, þau slitu samvistum árið 1999. Dótt- ir þeirra er Ólína Rut, f. 19. október 1995. Rögnvaldur gift- ist árið 2013 Önnu Sólveigu Sig- Elsku Valdi. Ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman í Laugat- úni og uppi í hesthúsinu hjá afa. Lífið getur stundum verið svo óréttlátt. Mikil sorg að missa þig elsku Valdi en samt gott að vita af þér með mömmu, ég trúi ekki öðru en að þið séuð strax farin að þræta um eitt- hvað skemmtilegt. Það var aldrei langt í fífla- ganginn á milli okkar og var ég sko alls ekki feimin í kringum þig, þú þoldir mig takmarkað og varst oft mjög fegin þegar heimsóknin mín var búin en þú hafðir samt mjög gaman af bull- inu í mér. Ég gleymi því aldrei þegar þú leyfðir okkur mæðgum að gista í íbúðinni þinni þegar þú bjóst á Akureyri, við systur vor- um að fara að keppa á skíða- móti og mamma ætlaði heldur betur að vera dugleg að þvo all- an þvottinn eftir sveittan skíða- dag, en þú gleymdir víst að nefna það við mömmu að þvottavélin þín væri biluð svo við þurftum að handþvo öll fötin í baðinu og mamma var nú ekki sátt, en samt skemmtilegir tímar. Ég mun sakna þín og ég lofa að vera til staðar fyrir Ólínu. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín frænka Sólveig Birna. Ég mun sakna þess að koma í mat á Grundarstíginn og sitja með þér að rugla í ömmu og afa og góðu tímanna sem við áttum uppi í hesthúsi þar sem við dunduðum mikið saman. Valdi var alltaf góður við mig og hjálpaði mér að verða ákveðnari við hestana, fór með mig oft í ísrúnt eftir langan dag uppi í hesthúsi. Ég mun sakna þín, elsku Valdi, og núna eruð þið systk- inin saman aftur, ég bið að heilsa mömmu. Þín frænka, Rebekka. Það er erfitt að kveðja góðan vin og félaga eftir margra ára vináttu en líka gott að hann þurfti ekki að þjást lengur eftir erfið veikindi. Vinskapur okkar hófst þegar við unnum báðir hjá Steypustöð Skagafjarðar árið 2001. Síðan unnum við saman við álversframkvæmdir á Reyðar- firði. Hestamennska var okkar sameiginlega áhugamál gegnum tíðina. Farnir voru margir reiðtúrar og alltaf var gaman að fara í hesthúsin með Valda til Stebba pabba hans en þar fékk ég að hafa hestinn minn í mörg ár, sem ég er mjög þakklátur fyrir. Þarna sköpuðust margar góðar minningar sem ég ylja mér við í dag. Við brölluðum ýmislegt saman og varð Valdi mikill heimilisvinur fjölskyldu minnar sem saknar góðs vinar. Ég kveð Valda með söknuði og þakka honum fyrir allar góðu stundirnar. Innilegar sam- úðarkveðjur til allrar fjölskyld- unnar. Hvíldu í friði, kæri vinur. Blessuð sé minning þín. Þinn vinur, Davíð. Valdi er látinn eftir baráttu við krabbamein, óþverrasjúk- dóm sem alltof margir ungir sem eldri þurfa að glíma við. Sjúkdómur sem ekki fer í manngreinarálit því þá hefði hann án ef hlíft Valda og systur hans Elísabetu sem lést fyrir nokkrum árum. Þegar maður rakst á Valda á förnum vegi var hann alltaf létt- ur og ræddi gjarnan pólitíkina með blandi af gamni og alvöru og hafði skoðanir á flestu. Ef hann skaut einhverju fast á mann þá sá maður í augunum glettnina sem fylgdi alvörunni. Ég minnist Valda sem mikils gæðablóðs sem öllum vildi gott enda var það svo þegar við hitt- umst í Alþingishúsinu í nóvem- ber á síðasta ári að hann spurði ákveðið: „Gunni, hvernig get- urðu unnið við þetta?“ Fannst honum umræðan of oft snúast um manninn en ekki málefnið. Valdi var nokkuð jákvæður er við gengum um húsið og skoð- uðum hvern krók og kima og ljóst að honum þótti það áhuga- vert. Þegar ég heyrði í honum snemma á þessu ári var tónninn þreytulegri. Við samt sammælt- umst um að þegar hann kæmi suður þá myndum við skoða skrifstofuna mína og borða í þinginu. Af því varð því miður ekki. Ég vildi gjarnan að ég hefði hitt Valda oftar en þegar ég minnist hans þá er það góð- mennskan og lúmskur húmor- inn sem stendur upp úr. Enginn getur sett sig í spor þess sem glíma þarf við sjúk- dóm sem þennan eða spor þeirra Ollýjar og Stebba sem nú sjá annað barn sitt fellt af þessum illvíga sjúkdómi. Fjöl- skylda þeirra er stór og veit ég að um þau verður vel hugsað sem og kraftmiklu syni þeirra tvo, Óla og Skarphéðin. Votta ég fjölskyldunni allri samúð mína. Árgangur ’68 sendir fjöl- skyldunni sömuleiðis innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Bragi. Rögnvaldur Ingi Stefánsson Það er erfitt að horfa á eftir stóru ástinni í lífinu. Ég vil í nokkrum orð- um þakka fyrir þann góða tíma sem við áttum saman og þann endurfund okkar sem færði mér þá mestu ham- ingju sem ég hef upplifað. Það var gaman að taka þátt í lífi þínu og búa okkur fallegt heimili í Garðabæ og ekki síður að fylgj- ast með starfi þínu í veitingahús- inu Skandinavía á Laugavegi. Þér þótti sérstaklega vænt um þennan stað og talaðir um að hann væri eins og barnið þitt. Slík var vinnusemin og um- hyggjan fyrir starfsfólki og við- skiptavinum sem sumir hverjir urðu góðir vinir þínir. Þú varst einstaklega laghentur og frábær smiður. Ég er þér þakklát hversu vel þú reyndist fjölskyldu minni og þá sérstaklega móður minni. Þú bauðst mér í langa heims- reisu í desember sl. eftir að þú hafðir skipulagt jólaboð stórfjöl- skyldunnar ásamt Einari og Friðrik bræðrum þínum og varstu sérstaklega ánægður með að taka upp þennan gamla sið aftur innan fjölskyldunnar. Í upphafi þessa árs var lítið vitað hvaða vágestur væri að breiðast út á meðal þjóða heims og við töldum okkur örugg á Jón Dan Einarsson ✝ Jón Dan Ein-arsson fæddist 15. júní 1965. Hann lést 4. mars 2020. Útför Jóns Dan fór fram 11. ágúst 2020. ferðalagi okkar um ýmiss lönd og nut- um lífsins sannar- lega. Þú gafst mér hring sem var tákn- rænn fyrir þær ákvarðanir sem við höfðum tekið um framtíð okkar sam- an. Heimferðin varð ekki eins og við höfðum áætlað. Jón Dan veiktist skyndilega þegar við vorum kominn til Kanaríeyja í byrjun mars og lést fáeinum dögum síðar. Veröldin hrundi hjá mér og fráfall þitt varð mér mikið áfall. Það var óskiljanlegt hversu hratt veikindin leiddu þig yfir móðuna miklu. Það eru gríðar- lega erfiðar aðstæður sem geta skapast undir þessum kringum- stæðum og lokanir á landamær- um og sóttkví eins og þá var skyndilega komið á, gerði málin mun erfiðari. Ég kveð Jón Dan með miklum söknuði og þakka fyrir þá ein- lægu ást og umhyggju sem ég varð aðnjótandi frá honum. Kveðjustund Ég hef aldrei áður elskað nokkurn eins og þig, Ég hef aldrei áður gefið svona af sjálfri mér, Ég hef aldrei áður upplifað svona mikla sælu svona mikla ást. (Haukur Ingibergsson) Hvíldu í friði ástin mín. Guðrún Kristín Ívars- dóttir sambýliskona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.