Morgunblaðið - 19.08.2020, Síða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2020
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18
„ÉG HEF EKKI ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ
MÓÐGA NEINN. ÉG HEF ÁHYGGJUR AF
ÞVÍ AÐ HAFA ENGAN TIL AÐ MÓÐGA.”
„MIG VANTAR UPPÞVOTTAVÉL SEM RÆÐUR
VIÐ MIKLA OG VIÐBRENNDA FITU –
ÞRISVAR Á DAG.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá sér kaffibolla
með vini.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER SÉRFRÆÐINGUR
Á SVEFNSVIÐINU
EN PÚKI ER Í
ÚRVALSDEILDINNI
EINHVERN DAGINN ÞARFTU AÐ
KENNA MÉR AÐ LEGGJAST Í
HÍÐI, VINUR
HELGA VAR ENN OG
AFTUR EKKI ÁNÆGÐ MEÐ
JÓLAGJÖFINA SÍNA!
OG ÞAÐ ER
OF SEINT AÐ
SKIPTA HENNI!
JÁ, ÞIÐ HAFIÐ VERIÐ
GIFT SVO LENGI!
upplifa landið okkar fagra. Ég stunda
reglubundna líkamsrækt, skokka og
geng talsvert, uni mér við lestur
góðra bóka og reyni að sinna dætrum
mínum vel og eiga góðar stundir með
þeim. Þær hafa m.a. ferðast mikið
með mér undanfarin ár.“
Fjölskylda
Börn Aðalgeirs með fyrrverandi
eiginkonu sinni, Steinunni Thor-
arensen, f. 2.3. 1971, hjúkrunarfræð-
ingi eru Stefanía Thorarensen (stjúp-
dóttir), f. 25.6. 1994, læknanemi,
búsett í Reykjavík. Maki: Johan F.
Alsing; Silja Aðalgeirsdóttir, f. 9.8.
2002, starfsmaður á leikskóla, búsett
í Reykjavík, og Jóhanna Guðrún
Aðalgeirsdóttir, f. 23.11. 2007, grunn-
skólanemi, búsett í Reykjavík.
Systkini Aðalgeirs eru Hólmsteinn
Eiður Hólmsteinsson, f. 8.1. 1972, ís-
lenskufræðingur, búsettur í Reykja-
vík, og Alma Lára Hólmsteinsdóttir,
f. 30.6. 1979, vinnur á sveitarstjórnar-
skrifstofu Húnaþings vestra, búsett á
Hvammstanga.
Foreldrar Aðalgeirs voru hjónin
Hólmsteinn Hreiðar Aðalgeirsson, f.
á Akureyri 31.8. 1924, d. á Akureyri
2.10. 1997, múrarameistari á Akur-
eyri, og Guðrún Ólína Valdimars-
dóttir, f. á Akureyri 17.9. 1938, d. í
Reykjavík 21.1. 2017, húsmóðir á
Akureyri, en bjó síðustu árin í
Hveragerði og Reykjavík.
Aðalgeir
Hólmsteinsson
Sigurrós Þorleifsdóttir
húsfreyja á Munkaþverá
Hallgrímur Júlíusson
bóndi og organisti á Munkaþverá í Eyjafirði
Lára Hallgrímsdóttir
húsfreyja áAkureyri
Valdimar Valdimarsson Thorarensen
bifreiðarstjóri áAkureyri
Guðrún Ólína Valdimarsdóttir
húsmóðir áAkureyri
Sophia Jensen Thorarensen
húsfreyja áAkureyri
Valdimar Jakobsson Thorarensen
lögfr. og málaflutningsmaður áAkureyri
Arngrímur Geirsson
kennari og b. í Álftagerði
og sprengjumaður í
Laxárdeilunni
HaukurAðalgeirsson glímukappi og
bóndi á Grímsstöðum í Mývatnssveit
Axel Thorarensen
útgerðarmaður og
vitavörður á Gjögri
Geir Kristjánsson
bóndi í Álftagerði
í Mývatnssveit
Jakob Jens Jakobsson
Thorarensen hákarlaformaður
og úrsmiður á Gjögri á Ströndum
Sigurbjörn Árni
Arngrímsson skólameistari
Framhaldsskólans á
Laugum og íþróttafréttam.
Hólmfríður Björnsdóttir
húsfreyja á Íshóli
Magnús Jónasson
bóndi á Íshóli í Bárðardal
Alma Klara Magnúsdóttir
húsfreyja áAkureyri
Aðalgeir Kristjánsson
verkamaður áAkureyri
Arnfríður Björnsdóttir
húsfreyja á Litlulaugum
Kristján H. Þorsteinsson
bóndi á Litlulaugum í Reykjadal, S-Þing.
Úr frændgarði Aðalgeirs Hólmsteinssonar
Hólmsteinn Hreiðar Aðalgeirsson
múrarameistari áAkureyri
Helgi R. Einarsson orti að gefnutilefni:
Á skjáinn vísir velja ’ann
því vonarstjörnu telja ’ann.
„En ecxel-skjalið
er það falið
einhvers staðar, Seljan?“
Páll Imsland heilsar leirliði er
hauströkkrið nálgast:
Ef covid er komið að vera
er kannski’ ekki margt hægt að gera
því sprautur ei gegna
og möntrur ei megna
svo helst er að styðjast við stera.
Hér yrkir Sigrún Ásta Haralds-
dóttir og kallar „Uppsprettu óham-
ingjunnar“:
Ríður margri rolu á slig,
ræðst á vitund deiga,
plágan að með sjálfan sig
sitja uppi mega.
Jón Helgi Arnljótsson yrkir á tím-
um Covid:
Langt til bross er löngum, því
ljúfan koss ei hreppti.
Blóðið fossar æðum í,
eins og hross á spretti.
Heiðrekur Guðmundsson orti „Í
kornvöruverslun“:
Mun ég þannig þindarlaust,
þó að holdið rotni,
vetur, sumar, vor og haust
vega korn hjá drottni?
Á heimasíðu sína skrifar Ármann
Þorgrímsson að standi á honum öll
járn:
Gefur nú á bæði borð
bragar orkan dvínar
vantar finnst mér alltaf orð
í yrkingarnar mínar.
Ein er báran aldrei stök
aðrar fylgja henni
er að missa áratök
aflsmunar ég kenni.
Ágúst Marinósson svaraði:
Les ég alltaf ljóðin þín
lund mína það kætir.
Þú ert eins og eðalvín
aldurinn þig bætir.
Þórarinn M. Baldursson bætti við:
Þeir sem enn á annað borð
unna fjórum línum,
varla nokkur eiga orð
yfir vísum þínum.
Sigurður Helgason á Jörfa orti
um heimilislífið:
Daglegt brauð er dauflegt hér
með deilu og þungum orðum,
þykir hátíð þegar er
þögn og fýla á borðum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Excel-skjal og uppspretta
óhamingjunnar