Morgunblaðið - 19.08.2020, Side 28
Tilkynnt var í gær á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Haugasundi hvaða fimm kvikmyndir frá Norðurlönd-
unum hljóta tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norð-
urlandaráðs 2020. Frá Íslandi er það Bergmál eftir leik-
stjórann Rúnar Rúnarsson, frá Danmörku Onkel eftir
Frelle Peterson, frá Finnlandi Koirat eivät käytä hou-
suja eða Dogs Don’t Wear Pants á ensku eftir leikstjór-
ann Jukka-Pekka Valkeapää, frá Noregi Barn eftir Dag
Johan Haugerud og frá Svíþjóð Charter eftir Amöndu
Kernell. Verðlaunaafhendingin fer fram í tengslum við
þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 27. október.
Kvikmyndin Bergmál tilnefnd
til verðlauna Norðurlandaráðs
Friðjón í Danshljómsveit Friðjóns
taki lagið.
Fyrstu 14 gáturnar í nýju bókinni
eru hugsaðar fyrir börn. Þær eiga
það sameiginlegt að síðasta orðið
vantar og lausnin felst í því að finna
viðkomandi orð:
Um álit þitt mun aldrei …
Óli er vanur kýr að …
á bíl þessum er besta …
bankinn reynir fé að …
Páll bendir á að fyrstu 35 gát-
urnar séu í léttari kantinum en síð-
an þyngist róðurinn. „Ég veit til
þess að gáturnar eru vinsælar hjá
fólki, þegar það er saman eins og til
dæmis í sumarbústöðum,“ segir
hann, en svörin eru aftast í bókinni.
„Hugsanlega hefur eldra fólk for-
gjöf enda þekkir það söguna betur
en þeir sem yngri eru,“ heldur hann
áfram og bendir á að maður um sjö-
tugt hafi farið létt með eftirfarandi
vísu, en hún gæti vafist fyrir
óhörðnuðum:
Nafn á kór sem frægur fer,
fórst á Vatnajökli.
Þykir nokkuð þekktur hver,
þetta vinsælt hestnafn er.
Páll vill ekki gera upp á milli vísn-
anna. „Aðalatriðið er að fólk hafi
gaman af þeim og svo geta þær ver-
ið fræðandi,“ segir hann og fer með
eftirfarandi vísu því til staðfest-
ingar:
Mokar grænu heyi hann,
hann er einnig sókn í skák.
Á lyftara sem lyfta kann
og líka á vespu er með sann.
Höfundurinn segir að vísurnar
verði ekki til að óathuguðu máli.
Hann kunni margar vísur og þyki
gaman að fara með þær en samning
þeirra krefjist yfirlegu. „Ég er ekki
öryrki sem kallað er.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Gátur og þrautir í einhverri mynd
hafa gjarnan glatt landann og nú
hefur Bókaútgáfan Hólar gefið út
bókina 140 vísnagátur eftir Pál Jón-
asson í Hlíð á Langanesi. Þetta er
fjórða bók hans og þriðja vísnagátu-
bókin. Hananú, fuglalimrur kom út
2007, 120 vísnagátur 2012 og 130
vísnagátur 2018.
Páll segir að Vilhjálmur Þórð-
arson flugstjóri hafi eitt sinn gert
eina vísnagátu og hann hafi ekki
viljað vera minni maður en félaginn.
„Ég fór að spreyta mig á þessu
formi og verkið vatt upp á sig.“
Hann segist hafa
hugsað sér að
nota mætti vís-
urnar í íslensku-
kennslu í efri
bekkjum grunn-
skóla og það hafi
verið gert. Í gát-
unum séu oft orð,
sem séu lítið not-
uð í málinu og
jafnvel við það að hverfa. Þær varpi
ljósi á hvað íslensk orð geti haft
margar mismunandi merkingar og
séu því í raun gagn og gaman fyrir
alla sem láta sér annt um málið.
Ljóð og vísur hafa fylgt Páli alla
tíð og hann hefur ekki látið sitt eftir
liggja. „Ég hef einkum sett saman
lausavísur og gert texta og gaman-
bragi fyrir þorrablót en þetta hefur
ekki verið af neinni alvöru,“ segir
hann hógvær, en eftir að hann hætti
bústörfum hefur hann sinnt æðar-
kollum í bland við kveðskapinn.
Grái fiðringurinn
Nýlega sendi Jón Gunnþórsson á
Þórshöfn frá sér geisladiskinn Gráa
fiðringinn og þar á Páll nokkra
texta, meðal annars við lagið sem
diskurinn heitir eftir. „Þetta er frá-
bær diskur,“ segir Páll og bætir við
að atvinnumenn hafi lagt hönd á
plóg. Hákon Aðalsteinsson sé til
dæmis í hópi textahöfunda og
þekktir söngvarar eins og Magni
Ásgeirsson, Óskar Pétursson og
Gagn og gaman fyrir
unga sem aldna
Páll Jónasson á Langanesi sendir frá sér 140 vísnagátur
Ljósmynd/Jón Stefánsson
Í Hlíð Páll Jónasson fagnaði útgáfunni á Langanesi í vikubyrjun.
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 232. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Daníel Hafsteinsson skoraði bæði mörk FH í 2:1-sigri liðs-
ins gegn Íslandsmeisturum KR í 12. umferð úrvalsdeildar
karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Meist-
aravöllum í Vesturbæ á föstudaginn síðasta.
Miðjumaðurinn, sem er hjá FH að láni í sumar frá Hels-
ingborg í Svíþjóð, fékk tvö M fyrir frammistöðu sína gegn
KR en hann reyndist örlagavaldurinn í leik stórliðanna.
Daníel, sem er tvítugur að árum, er uppalinn hjá KA á Ak-
ureyri og hann lék með liðinu í þrjú sumur áður en hann
hélt út í atvinnumennsku til Svíþjóðar. »23
Lánsmaðurinn frá Akureyri reyndist
hetja FH á heimavelli meistaranna
ÍÞRÓTTIR MENNING