Morgunblaðið - 24.08.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2020 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stóru kampavínshúsin sem ráða lög- um og lofum á heimsmarkaði hafa styrkt stöðu sína á íslenska kampa- vínsmarkaðnum á síðustu árum. Mo- ët & Chandon, sem framleiðir ríflega 10% alls kampavíns sem fer á markað er langmesta selda kampavínið í Vín- búðunum sem fyrr og seldust 4.714 lítrar af vörum þess í verslunum hins opinbera á fyrstu sjö mánuðum árs- ins. Af þeim tegundum sem Moët er með á markaði selst þó langmest af Brut Imperial sem er „inngangs- vínið“ hjá framleiðandnum. Hefur salan á því aukist mjög og nemur aukningin 61% frá árinu 2018 þegar 2.085 lítrar seldust á fyrstu sjö mán- uðum ársins. Meðal vínanna frá Moët er Brut Imperial þó síst hástökkv- arinn. Þar kveður harðast að Ice Im- perial sem selt er í mjög áberandi og hvítum flöskum. Frá 2018 nemur söluaukningin 582%. Þá hefur Rosé frá fyrirtækinu einnig sótt mjög í sig veðrið og er fjórða mest selda kampa- vínið í Vínbúðunum, næst á eftir Brut-útgáfunum frá Bollinger og Veuve Clicquot. Rosé frá Moët seldist þannig í 711 lítrum á fyrstu sjö mán- uðum ársins og nemur söluaukningin frá árinu 2018 heilum 255%. Faraldur hefur áhrif á tölurnar Þegar litið er yfir heildarsöluna á kampavíni í Vínbúðunum yfir fyrr- greint tímabil kemur í ljós að þá seld- ust 10.255 lítrar. Nemur aukningin frá því í fyrra tæplega 40% þegar 7.345 lítrar seldust. Innflutnings- aðilar sem Morgunblaðið ræddi við segir að tölurnar segi þó ekki alla söguna enda hafi nær öll sala í heim- komusal Fríhafnarinnar horfið með tilkomu kórónuveirunnar og hið sama eigi við um áfengissölu á veit- ingastöðum. Þannig sé líklegt að neysla á kampavíni færist frá þessum útsölustöðum og beinist þess í stað nær alfarið í gegnum Vínbúðirnar. Þrátt fyrir nokkuð kröftuga sölu í kampavíni hér á landi ríkir mikil óvissa með stöðu framleiðenda í Champagne. Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið miklum búsifjum á markaðnum þar sem mun minna er nú af viðburðum sem tengdir eru kampavínsneyslu. Má þar nefna brúðkaup og stærri og fjölmennari viðburði, stórafmæli, verðlaunaaf- hendingar og annað slíkt. Fram- leiðslan á kampavíni lýtur ströngu eftirliti og stjórn yfirvalda í Frakk- landi sem geta takmarkað umfang hennar eftir því sem þurfa þykir. Á síðustu árum hefur heildarfram- leiðslan numið rétt um 320 milljónum flaskna á ári. Nú hefur Comité Champagne (ráðið sem ræður lögum og lofum í héraðinu) ákveðið að tak- marka framleiðslu þessa árs og bend- ir það til þess að rétt um 230 milljónir flaskna verði framleiddar í ár. Gefur það nokkuð skýra mynd af því hversu þungt högg kórónuveiran hefur greitt framleiðslunni í Champagne. Talsvert skálað á Íslandi þótt hrikti í stoðunum  Stóru húsin styrkja stöðu sína á mjög einsleitum markaði Mest seldu kampavínin í Vínbúðunum Fyrstu 7 mánuði ársins *Selt í tveimur eða fleiri stærðum Heimild: ÁTVR Sala í lítrum Hlutfall af 2018 Verð á 750 ml. flösku2018 2019 2020 Moët & Chandon Brut Imperial* 2.085 2.427 3.353 161% 6,499 Veuve Clicquot Brut* 1.144 1.256 1.802 158% 7,699 Bollinger Brut Special Cuvée* 697 704 991 142% 6,999 Moët & Chandon Rose Imperial 200 327 711 355% 7,899 Kirkland Champagne Brut 255 469 – 4,453 Taittinger Brut Réserve 240 302 453 189% 6,399 Moët & Chandon Ice Imperial 65 260 443 682% 7,899 Drappier Brut Nature Pinot Noir 38 48 343 903% 6,899 Pol Roger Brut Réserve 29 281 – 6,999 Moët & Chandon Nectar Imperial 129 135 207 160% 6,999 Veuve Clicquot Rose 203 140 173 85% 7,699 G.H. Mumm Demi Sec. 158 122 130 82% 5,999 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Verð á kjötvörum til neytenda er mun hærra hér á landi en að meðal- tali í löndum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í nýju yfirliti sem Eurostat, hagstofa Evrópu, hefur birt á vef sínum. „Ef þið ætlið að setja kjöt á grill- ið núna þessar síðustu vikur sum- arsins, kynnuð þið að hafa áhuga á að vita hvað það kostar í heimalandi ykkar á samanburði við önnur að- ildarlönd Evrópusambandsins,“ segir í texta með grafi sem fylgir frétt Eurostat. Kjötið dýrast í Sviss Vísitala meðaltalsverðs er 100 í samanburðinum sem nær til ársins 2019. Fram kemur að verðið innan ESB er hæst í Austurríki þar sem vísitalan er 145 og í Lúxemborg þar sem vísitalan er 141. Í Frakklandi er hún 131, Hollandi 127, Belgíu 125 og Finnlandi 124. Lægst er kjötverðið í ESB-löndunum í aust- urhluta Evrópu. Í Póllandi og Rúm- eníu er vísitalan 63, í Búlgaríu er hún 66 og 71 í Litháen. En séu Sviss og lönd evrópska efnahagssvæðisins, Ísland og Nor- egur, tekin með, breytist röðin. Vísitalan fyrir kjötverð í Sviss er hæst, 235. Ísland kemur þar á eftir með vísitöluna 156 og Noregur 149. Sigurður Eyþórsson hjá Bænda- samtökunum segir mikilvægt að hafa í huga að þarna sé verið að ræða um verð í smásölu. Íslenskir sauðfjárbændur hafi verið að benda á að afurðaverð til þeirra sé það lægsta í Evrópu nú um stundir svo ekki sé skýringin þar. „Auðvitað hafa laun í viðkomandi löndum líka áhrif. Ódýrasta kjötið í gögnunum er í Rúmeníu. Hjá Eurostat má líka finna að Rúmenar þurfa að verja 27,2% af ráðstöfunartekjum sínum í mat og drykkjarvörur, á sama tíma og sú tala er 13,1% hér samkvæmt gögnum Hagstofunnar,“ segir Sig- urður. „Það kemur ekki á óvart að kjöt- bitinn á grillið sé næstdýrastur á Íslandi af öllum löndum EES,“ seg- ir Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda. „Að einhverju leyti endurspeglar verð- munurinn mismunandi kaupmátt og launastig í EES-löndunum, en hitt fer ekki á milli mála að opinberar hömlur á samkeppni og viðskipta- frelsi spila líka stóra rullu. Íslensk kjötframleiðsla er varin fyrir sam- keppni með háum tollum.“ Ólafur segir að samningar við Evrópusambandið um gagnkvæma tollfrjálsa innflutningskvóta hafi lít- illega aukið samkeppni frá útlönd- um, en tollkvótarnir nái aðeins yfir brot af innanlandsneyslunni og þeg- ar kemur að vinsælasta grillkjötinu, sem er lambakjöt, séu til dæmis engir tollkvótar í boði. Óhagkvæmt kerfi „Stuðningskerfi landbúnaðarins er að öðru leyti óhagkvæmt og markaðstruflandi. Án breytinga á landbúnaðarkerfinu er þess ekki að vænta að þessi staða breytist,“ seg- ir Ólafur Stephensen. Kjötið á Íslandi það næstdýrasta  Bændasamtökin benda á að afurðaverð til bænda hér á landi sé hvergi lægra ef litið er yfir Evrópu  Stuðningskerfi íslensks landbúnaðar óhagkvæmt, segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Vísitala verðs á kjötvörum til neytenda árið 2019 S vi ss Ís la nd N o re g u r A u st u rr ík i L ú xe m b o rg Fr a kk la n d H o lla n d B e lg ía F in n la n d D a n m ö rk Ít a lía S ví þ jó ð Þ ýs ka la n d Ír la n d E S B m e ð a lt a l M a lt a S ló ve n ía B re tl a n d G ri kk la n d K ýp u r S p á n n E is tl a n d K ró a tí a P o rt ú ga l S ló va kí a T é kk la n d Le tt la n d U n g ve rj a la n d L it h á e n B ú lg a rí a P ó lla n d R ú m e n ía 2 3 5 2 3 5 15 6 15 6 14 9 14 9 14 5 14 5 14 1 14 1 13 1 13 1 12 7 12 7 12 5 12 5 12 4 12 4 12 0 12 0 11 8 11 8 11 5 11 5 10 6 10 6 10 2 10 2 10 0 10 0 9 7 9 7 9 7 9 7 9 3 9 3 9 0 9 0 8 9 8 9 8 9 8 9 8 4 8 4 8 3 8 3 8 3 8 3 8 1 8 1 7 7 7 7 7 7 7 7 75 75 7 1 7 1 6 6 6 6 6 3 6 3 6 3 6 3 Ísland og nokkur Evrópulönd Meðalverð ESB-landa = 100 He im ild : E u ro st a t Listaháskóli Íslands mun hefja 21. starfsárið sitt með óhefð- bundnum hætti vegna kór- ónuveirunnar. Fríða Björk Ingv- arsdóttir rektor mun setja skólann fjórum sinnum í dag með ólíkum hópum sem eru að hefja BA-nám við Listaháskóla Íslands, að því er kemur fram í tilkynn- ingu. Athöfnin fer fram í stærsta sal skólans, sviðslistastúdíói, sem er í húsnæði skólans í við Laug- arnesveg 91. Skólanum hefur ver- ið skipt upp í sóttvarnahólf og hafa nýnemarnir verið boðaðir í stutta athöfn með samnemendum úr sama hólfi. Á milli hópa verða rýmið og snertifletir sótthreins- aðir og umferð inn og út verður stýrt til þess að tryggja sótt- varnir. Samkvæmt hefðinni mun holl- nemi Listaháskólans ávarpa ný- nemana, en í ár er það Halldór Laxness betur þekktur sem Dóri DNA sem hlýtur heiðurinn. Hann mun þó ekki vera á staðnum heldur mun hann ávarpa nýnema af myndbandi. Listaháskólinn settur fjórum sinnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.